Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 Erum við ómögulegir Nútíma- ís- lendingar. Ágætir sem Forn-íslendingar „Reynum að gera okkur grein fyrir því að við vorum ágætir sem Forn- íslendingar en erum ómögulegir Nútíma-Íslendingar.“ Guðbergur Bergsson, í DV. Fyrirheitna landið „Á sínum tíma þóttist ég hafa fundið fyrirheitna landið, en ég kaus að týna því aftur.“ Benjamín H.J. Eiríksson, í Alþýðublað- inu. Ummæli Greiða þarfir fólks á Arnarnesi „Það er engin ástæða til að sjó- maður í Bolungarvík eða sauma- kona á Hvolsvelli greiði niður þarfir fólks á Arnamesinu, eins og gerst hefur.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, í DV. Skófarið eftir Árna „Þegar konan mín sá skófarið eftir Árna á innanverðu læri mínu hafði hún á orði að það væri merkilegt að jafn höfuðstór maður væri svo fótsmár." Össur Skarphéðinsson, í Alþýðublað- Inu. Ekki er allt sem sýnist í varptíðni hænsna. Sitthvað um hænuegg Þyngsta hænuegg, sem frést hefur cif, vó 454 grömm. Það var tvíblóma með tvöfalda skurn. Egginu verpti hæna af kyni hvítra ítala í New Jersey 25. febr- úar 1956. Hæstu staðfeSta varp- tíðni hafði hæna af hvitu ítala- kyni sem hafði númerið 2.988 í landbúnaðardeild Missouri-há- Blessuð veröldin skóla. Hún varp 371 eggi á 364 daga tímabili. Það kannast allir við tvíblóma egg og jafnvel þrí- blóma en metið er níu rauður í einu eggi, það egg fannst á Heimsworth-hænsabúinu í New York-fylki árið 1971. Mesta með- alársvarp heils hænsnahóps er 313 eggja meðaltal 1000 hænsna á einu ári. Þetta voru svokallaðar Warren- Stadler SSL varphænur og þetta átti sér stað á White Lane búinu í Surray á Englandi 1974-1975. HAPPDRÆTTI BÓKATÍÐINDA VINNINGJNÚMER DAGSINS ER: 26411 Ef þú finnur þetta númer á baksíöu Bókatíöinda skaltu fara meö hana I næstu bókabúö og sækja vinninginn: BÓKAÚTTEKT AÐ ANDVIRÐI 10.000 KR. Bðkaútgefendur Smá slydda og snjókoma í dag verður fremur hæg vestan- átt á landinu, með smáslydduéljum vestan og norðanlands en að mestu úrkomulausu annars staðar, en í kvöld og nótt snýst vindur í sunnan- og suðvestanátt með smáslyddu eða snjókomu á Suðvestur- og Vestur- Veðrið í dag landi en annars staðar verður áfram að mestu úrkomulaust. Hiti frá 4 stigum niður í 1 stigs frost, hlýjast verður austan til á landinu. Á höf- uðborgarsvæðinu verður suðvestan- kaldi og skúrir og síðan slydduél í dag en suðvestan- og sunnangola eða kaldi og dálítil súld eða slydda í kvöld og nótt. Hiti frá 33 stigum og niður í 2 stiga frost. Sólarlag í Reykjavík: 15.30. Sólarupprás á morgun: 11.16 Slðdegisflóð í Reykjavík: 00.30. Árdegisflóð á morgxm: 00.30. Heimild: Almanak Háskólans Veórió kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 4 Akurnes alskýjaö 6 Bergssíaöir alskýjaö 2 Bolungarvik haglél 2 Egilsstaöir skýjaö 5 Keflavíkurflugvöllur skýjaö 4 Kirkjubœjarklaustur léttskýjaó 2 Raufarhöfn léttskýjaö 1 Reykjavík skýjaó 2 Stórhöföi léttskýjaó 4 Bergen heiðskírt -2 Helsinki léttskýjaö -2 Kaupmannahöfn léttskýjaö -2 Ósló léttskýjaó -i6 Stokkhólmur heiöskírt -3 Þórshöfn alskýjaö 6 Amsterdam alskýjað -1 Barcelona súld 4 Chicago heióskírt 1 Frankfurt alskýjaö -1 Glasgow skúr 4 Hamborg heiðskírt -4 London snjókoma 3 Los Angeles léttskýjað 13 Lúxemborg skýjað -2 Madríd isnálar 1 Malaga rigning 14 Mallorca skýjað 11 New York alskýjaö 3 Nice rigning 6 Nuuk léttskýjaö -5 Orlando léttskýjaö 17 París léttskýjað -2 Róm leiftur 10 Valencia skúr 8 Vín alskýjaö 0 Winnipeg alskýjað -15 Pétur Pétursson kjötkaupmaður: Pantanir á hreindýrakjöti streyma inn „Þetta er búiö að vera barningur við að koma hreindýrakjötinu til landsins frá Grænlandi. Slæmt veður er búið að vera þar en ég er að gera mér vonir um að fá kjötið til landsins í dag,“ segir Pétur Pét- ursson, kjötkaupmaður í Kjötbúr- inu í Austurstræti, en hann er fyrstur kaupmanna til að kaupa hreindýrakjöt erlendis frá. Pétur sagði aö það væri minnsta málið að selja hreindýrakjötið: „Hingað streyma inn pantanir, bæði frá einstaklingum og veit- ingahúsum sem mörg hver panta dálítið magn svo þeir geti átt kjöt- ið eitthvað fram á næsta ár.“ En hvemig skyldi Pétri hafa Maður dagsins gengið að fá leyfi til innflutnings- ins? „Það er kannski ekki hægt að tala um erfiðleika við að fá leyfið en það tók alltof langan tíma og þar með tókst ekki að koma kjöt- inu með skipi en það hefði lækkað kílóverðið tíl muna.“ Pétur er ekki aðeins í innflutn- ingi, hann er einnig I útflutningi og hefur gert það í nokkur ár. Var hann spurður hvort úm aukningu Pétur Pétursson. væri að ræða: „Það hefur verið aukning í fersku lambi að undan- fornu og svo einnig í reyktum villi- laxi. Þarna hafa hjálpað til greinar i erlendum blöðum þar sem vör- unni er hrósað fyrir gæði og nú eru að fara til Bandaríkjanna margar smáar sendingar af villi- laxinum sem má rekja til greinar í Vogue. Það er greinilega víðlesið blað því ég er að fá pantanir frá London og Paris út á þessa grein. Þetta er bara byrjunin, það hafa verið sendir fleiri vöruflokkar til blaðamanna sem skrifa um slíkt og þeir hafa svo á móti verið að hringja í mig og lýsa ánægju sinni með þessa vöru sem við erúm að framleiða hér heima. Þetta er ekki endilega það sem ég sjálfur er að framleiða, heldur fleiri aðilar." Pétur hefur verið duglegur á undanfórnum árum að kynna ís- lenskar afurðir en hvað skyldi hann leggja mesta áherslu á: „ís- lenska lambið er það sem ég hef mestan áhuga á að koma á fram- færi en villilaxinn er einnig áhuga- verður útflutningur. Ég geri alltaf mikið úr hreinleika landsins þegar verið er að koma á framfæri villi- laxinum og silungnum." Þegar talað var um áhugamál Péturs fyrir utan amstrið í kring- um kjötið þá svarar hann því til að það sé veiði: „Ég hef óskaplega gaman af að veiða, bæði með stöng og byssu, en það er verst hvað ég hef lítinn tíma til þess. Eiginkona Pétur er Anna S. Einarsdóttir og eiga þau tvær dætur, Ásdís Björk og Dagmar. -HK Sporbaugur Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Grænland- ísland í handbolta íslenska landsliðið í handbolta er nú komið til Nuuk á Græn- landi, þar sem fram fara vináttu- leikir milli Grænlands og íslands og er fyrsti leikurinn í dag. Ekki mætir ísland með sitt sterkasta lið, enda á ekki að vera þörf á því. Þótt Grænlendingar séu íþróttir óþekkt stærð í handboltanum þá eru þeir á byrjunarsstigi í íþrótt- inni og eiga ekki að vera nein hindrun. Hér heima er allt á ró- legum nótum, einn leikur er þó í 1. deild kvenna í handboltanum, Fylkir og ÍBA leika kl. 20. Skák Garrí Kasparov tefldi fiöltefli við tíu skákmenn á Internetinu 1 síð- ustu viku - vann sjö skákir en varð að sætta sig við þrjú jafntefli. Kasparov var hætt kominn gegn enska undrabarninu Luke McShane en náði að snúa á hann. Grípum nið- ur í taflið eftir 15 leiki. McShane hafði svart og átti leik: 8 7 6 5 4 3 2 1 15. - Bxh3! 16. f4 Ef 16. Bxh3? Rf3+ og vinnur. 16. - Bxg2 17. fxe5 Re4 18. Rxe4 Bxe4 19. exd6 Bxal 20. dxe7 Hfe8 21. Hxal Hxe7 Svarta staðan lofar nú góðu en eftir 22. Hadl De6? 23. Dd6! Dh3? 24. Dxb8+ Kg7 25. Kf2 Dg2+ 26. Kel Bf3 27. Hxf3 Dxf3 28. Df4 gafst sá enski upp. Jón L. Árnason Bridge Spilin á síðasta spilakvöldi Bridgefé- lags Reykjavíkur voru venju fremur villt í butlertvímenningi félagsins. Spiluð eru 3 spil milli para og sem dæmi má nefna að í 6. umferð mið- vikudagskvöldsins stóð alslemma á NS-hendurnar í fyrsta spili setunnar, hálfslemma í báðar áttir! 1 öðru spil- inu og hálfslemma í hálit á NS-hend- urnar í þriðja spilinu. Hér er annað spilið í lotunni sem olli mikilli sveiflu á flestum borðum. Algeng sagnröð gekk þannig fyrir sig, norður gjafari og enginn á hættu: 4 G1042 * 42 4 ÁD3 4 D854 4 D763 V K109875 ♦ -- * ÁK7 * ÁK98 44 -- 4 KG987654 * 3 Norður Austur Suður Vestur paSS 144 54- 544 64 644 p/þ- Spurningin er sú hvemig best er fyr- ir suður að meðhöndla þetta skrímsli í sögnum. Ef til vill er hreinlegasta leið- in að stökkva beint í fimm tígla eftir hjartaopnun austurs. Næstu þrjár sagnir hljóta að teljast eðlilegar en stóra ákvörðunin veltur á því hvað suður gerir þegar kemur næst að hon- um að segja. A hann að fara í 7 tígla (sem varla standa) eða verjast í 6 hjört- um, haldandi á ÁK_í lit sem aldrei hef- ur verið nefndur. Ákvörðunin ætti að vera auðveldari í sveitakeppnisformi (butler) þar sem réttara væri að segja 7 tígla við 6 hjörtum tO að taka af sér skellinn því hvorugur samningurinn er marga niður. Öðru máli gegnir um tvímenning þar sem öllu máli skiptir hvorum megin talan lendir. Sex tíglar standa með einfaldri spaðasvíningu og austur hlýtur að gera rétt í þvi að svína fyrir laufdrottningu norðurs, eft- ir hindrimarsögn suðurs. ísak Örn Sigurðsson 4 5 44 ÁDG63 4 102 * G10962

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.