Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 Meiming Kammertón- Jist með Árna Egils Japis hefur tekið að sér dreif- ingu á geislaplötu sem bassa- leikarinn Árni Egilsson hefur gefið út í Bandaríkjunum. Um er að ræða kammertónlist sem Árni flytur ásamt nokkrum fé- lögum sínum. -bjb STJÖRNUKORT Góö og þroskandí jólgjöf fyrir mommu, pabba, unglinginn og alla hina. Persónulýsing, framtíóarkort, samskiptakort. Sendum i póstkröfu. Stjörnuspekistöðin, Laugavegi 59 Gunnlaugur Guðmundsson Simar 561-7777 og 551-0377 Vinningshafi 14. des. 1995: ARNGRÍMUR FRIÐGEIRSSON FAXABRAUT 42 - KEFLAVÍK VINNINGUR DAGSINS: YOKO YPR-200 FM-STEREO ÚTVARPSTÆKI með segulbandi að verðmæti 3.990 kr. frá Bónus Radíó Grensásvegi 11 Þú getur tekið þátt í jólaleik Bónus Radió á hverjum degi til 23. des. með því að hringja i síma 904 1750 og svara þremur spurningum. Verð 39,90 mínútan. Glæsilegir vinningar eru í boði: 20 YOKO útvarpstæki með segulbandi sem eru dregin út frá mánudegi til föstudags að verðmæti 3.990 kr. 3 öflugir Affinity GSM simar sem dregnir eru út á laugardögum, að verðmæti 54.890 kr. Á Þorláksmessu verður dregið úr nöfnum allra þátttakenda um aðalvinninginn sem erfullbúin CMC margmiðlunartölva að verðmæti 202.804 kr. Jólaleikur Bónus Radíó er í síma 904 1750 V Verð 39,90 mínútan Þýddar barna- og unglingabækur fyrir þessi jól: Vantar meiri metnað fyrir yngstu bórnin - segir Silja Aðalsteinsdóttir sem nefnir 4 athygliverðar bækur Bækurnar fjórar sem Silja Aðalsteinsdóttir telur athyglisverðastar í hópi þýddra barna- og unglingabóka fyrir þessi jói. Fyrir þessi jól koma út hátt í 60 þýddar barna- og unglingabækur. Það er svipaður fjöldi og í fyrra. Þar af eru um 30 myndskreyttar sögur fyrir yngstu börnin. Líkt og áður kennir ýmissa grasa í þessum bóka- flokki. Til að fara gróft yfir sviðið og fá fram athyglisverðar bækur var rætt við Silju Aðalsteinsdóttur, bók- menntafræðing og gagnrýnanda DV. Silja sagði að það væru einkum fjórar bækur fyrir aldurshópinn 8-15 ára sem væru eftirtektarverðar. Tvær koma frá Norðurlöndum en það eru Júlíus Bloom veit sínu viti eftir Bo Carpelan 1 þýðingu Gunnars Stefánssonar og Vetrarvík eftir Mats Wahl í þýðingu Hilmars Hilmarsson- ar. Bókaútgáfan Bjartur gefur bók Carpelans út en Vetrarvík kemur frá Máli og menningu. Síðan nefndi Silja bækurnar Ástarsögur af Frans eftir Christine Nöstlinger og Magnaöar minjar eftir Gary Crew. Söguna af Frans þýðir Jórunn Sigurðardóttir og Mál og menning er útgefandi. Guðni Kolbeinsson þýðir bók Crews og útgefandi er Lindin. „Bo er mjög merkilegur rithöfund- ur sem hefur bæði skrifað fyrir full- orðna og börn. Þetta er vönduð bók og fjarskalega vel úr garði gerð að öllu leyti,“ sagði Silja um bókina um Júlíus Bloom. Um Vetrarvík sagði hún að Mats Wahl væri einnig mjög áhugaverður höfundur. „Bókin um Frans er sú eina eftir austurrískan höfund þetta árið. Christine Nöstlinger hefur verið líkt við Astrid Lindgren. Hún skrifar afar skemmtilegar bækur fyrir jafnt litla krakka sem stálpuð börn. Sem betur fer hafa margar bækur eftir hana komið út á íslensku. Annars fáum við mjög lítið af bókum frá hin- um þýska heimi sem er mikill skaði,“ sagði Silja. Merkilegt framtak Lindarinnar Magnaðar minjar er áströlsk verð- launabók, sú fjórða sem Lindin gefur út í flokknum erlendar verðlauna- bækur. „Mér finnst þetta svo merkt fram- tak hjá Lindinni því að mínu mati eru erlendar bækur fyrir þennan aldurshóp valdar af hreinni tilviljun hér á landi. Það er ekki markvisst fylgst með því hvaða barnabækur fá verölaun heima fyrir eða alþjóðlega viðurkenningu," sagði Silja. „Disney-bragur“ Um bækur fyrir yngstu börnin sagði Silja að það mætti vera meiri metnaður hjá íslensku forlögunum. Það væri „Disney-bragur" yfir því vali. „Það er til dæmis sorglegt að Di- sney-fyrirtækið er búið að kaupa upp Bangsímon-persónurnar sem breski rithöfundurinn Milne skapaði snemma á þessari öld. Nú er verið að gefa út einhverjar uppsuður úr þeim sögum en íslensk börn hafa enga möguleika á því að eignast uppruna- legu Bangsímon-sögurnar sem að Hulda Valtýsdóttir þýddi með slík- um myndarskap að engum gleymist sem lásu þær bækur. Þetta var gefið út í tveimur bindum fyrir mörgum árum en er löngu ófáanlegt," sagði Silja. Silja sagði nauðsynlegt, jafnt fyrir frumsamdar sem þýddar bækur, að sinna endurútgáfum reglulega. Eitt- hvað væri um slíkt í ár en ekki nærri nógu mikið. Barnabókaklúbb- ar gætu haft þetta í huga og gert meira af því að endurútgefa sígildar sögur. „Á heildina litið finnst mér vanta þýddar barnabækur frá fleiri lönd- um. Mér sýnist enskumælandi heim- urinn vera ráðandi og Norðurlöndin þar á eftir. Siðan er þetta afskaplega fátækt. Það væri til dæmis mjög gaman að sjá barnabækur frá Suður- Ameríku. Þaðan höfum við kynnst góðum rithöfundum í gegnum full- orðinsbækur en nær ekkert af barna- bókum. Vel kann að vera að framboð af sjónvarpsefni stýri útgáfunni á barnabókum en það er engin afsök- un, “ sagði Silja Aðalsteinsdóttir. -bjb Ævintýraóperan Sónata: Geislaplata til styrktar tónlistarhúsi: Það hefur vantað hús í fimmtíu ár - segir Gísli Magnússon píanóleikari „Aðstaða fyrir tónlistarmenn hef- ur verið ömurleg. Það hefur vantað tónlistarhús í fimmtíu ár. Þetta framtak okkar er meira táknræn að- gerð heldur en að ætla að við björg- um málinu," sagði Gísli Magnússon píanóleikari í samtali við DV en hann og Gunnar Kvaran sellóleikari hafa gefið út geislaplötu til styrktar tónlistarhúsi á íslandi. Á plötunni eru flutt verk eftir Beethoven, Schubert, Jón Nordal og Dimitri Schostakovich. „Tónlistarmenn hafa kannski ekki gert nóg sjálfir til að berjast fyrir húsinu. Það mættu fleiri fara að okkar dæmi og láta söluágóða renna til byggingar hússins. Nú, þegar Reykjavíkurborg verður menningarborg Evrópu árið 2000, er von til þess að eitthvað verði gert,“ sagði Gísli. -bjb Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanóleikari á góðri stund. Þeir hafa gefið út geislaplötu til styrktar tónlistarhúsi á íslandi. DV-mynd GS Undir fjalaketti á hljóðbók Nýjasta skáldsaga Gunnars Gunn- arssonar, Undir flalaketti, hefur verið gefin út á hljóðsnældum hjá Hljóðbóka- klúbbnum. Bókaútgáfan Ormstunga gefur bókina út eins og fram kom í bókablaði DV sl. miðvikudag. Það er Gunnar sjálfur sem les söguna, sem tek- ur sjö og hálfan klukkutíma í flutningi. Hljóðritun og fjölföld- un annaðist Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Geislaplata með Kristni Árnasyni Gítarleikar- inn Kristinn Árnason hefur sent frá sér geislaplötu með verkum Agustin Barrios og Francisco Tár- rega. Útgefandi plötunnar er Arsis Classics í Hollandi, EMI dreifir henni erlendis en Japis hér á landi. Kristinn hefur getið sér gott orð í gítarleik. Hann hefur verið í framhaldsnámi í Bandaríkjun- um, Bretlandi og á Spáni. Hann hefur komið fram á fjölda tón- leika hérlendis og erlendis, lék m.a. í Wigmore Hall í London á síðasta ári. Árnesingakór- inn með plötu Árnesinga- kórinn í Reykjavík hef- ur nýlega sent frá sér geisla- plötu sem nefnist Söng- listin. Platan hefur að geyma fjöl- mörg ættjarðarlög og lög úr er- lendum söngleikjum. Þetta er í fyrsta sinn sem kórinn gefur út geislaplötu en áður hafa komið út tvær vinylplötur. Japis sér um dreifingu. Einsöngvarar með kórnum eru Þorgeir J. Andrésson, Signý Sæmundsdóttir, Sigurður Braga- son, Rannveig Fríða Bragadóttir og Ingvar Kristinsson. Píanóleik annast Þóra Friða Sæmunds- dóttir, Úlrik Ólason og Bjarni Jónatanssson. Stjórnandi Árnes- ingakórsins er Sigurður Braga- son. Kanabarn er skáldsaga Skáldsagan Kanabarn eftir Stefán Júlíusson var ranglega flokkuð sem barna- og unglinga- bók í bókablaði DV sl. miðviku- dag. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. -bjb Komin á geislaplötu og Ævintýraóperan Sónata, sem flutt var í íslensku óperunni í fyrra við feikigóðar undirtektir, hefur verið gefin út á geislaplötu og myndbandi. Höfundar eru Hjálmar H. Ragnarsson, sem samdi tónlist- ina, og Messíana Tómasdóttir sem bjó til söguna og hannaði búninga og leikmynd. Tónlistina flytja tveir söngvarar og tveir hljóðfæraleikar- ar. Þetta eru þau Sverrir Guðjóns- son, kontratenór, Marta G. Hali- dórsdóttir, sópransöngkona, Kol- beinn Bjarnason flautuleikari og Guörún Óskarsdóttir semalleikari. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem ís- lensk ópera er hljóðrituð á plötu. Sónata ijallar um hann Trompett sem óskar þess af öllu hjarta að Sverrir Guðjónsson kontratenór er annar söngvara í óperunni Sónötu. Hér er hann í hlutverki sínu. myndband dúkkan hans, hún Sónata, lifni við. Trompett verður vinur stóra Loga- drekans og hann sigrast á hræðslu sinni við frekjuna hann Ansans Ára. Þannig bjargar hann líka prinsessunni og óskin hans rætist. Sónata er samvinnuverkefni höf- unda og flytjenda. Eftir tveggja ára þróun og meðgöngu var verkið frumsýnt í íslensku óperunni á veg- um Strengjaleikhússins í október 1994 en í þeirri sýningu dönsuðu nemendur úr Listdansskóla íslands frumsamda dansa Nönnu Ólafsdótt- ur undir hennar stjórn. Alls sáu um 6 þúsund skólanemendur á aldrin- um 4-9 ára sviðssetningu óperunn- ar. -bjb Siðara bindi Iðn- sögu Austur- lands komið út DV, Egilsstöðum: Frá skipasmíði til skógerðar, síðara bindi Iðnsögu Austur- lands, er komiö út. Líkt og í fyrra bindinu er Smári Geirsson á Neskaupstaö höfundur. Bókin er samstarfsverkefni Iðnsögu ís- lendinga og Sambands sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi. Rakin er saga Ijósmyndunar, brauðgerðar, tré- og stálskipa- smíði, skógerðar og plast- og gúmmíiðnaðar í fjórðungnum. -SB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.