Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
Menrnng_______________________________________
íslendingur í hljómsveit tónlistarskóla í Newcastle:
Kynnir íbúum Hong Kong
tónlistarnám í Englandi
- hljómsveitin valin úr hópi fjölda enskra tónlistarskóla
Ungur íslendingur, Jóhannes Páll
Bragason, sem stundar nám í jass-
gítarleik í Newcastle, er á leiöinni
til Hong Kong í Kína til að kynna
íbúum borgarinnar tónlistarnám í
Englandi. Jóhannes er i hljómsveit
tónlistarskóla í Newcastle sem valin
var úr stórum hópi af breska
menntamálaráðuneytinu sem full-
trúi Englands í stórri kynningu í
Hong Kong á menningu og lista-
námi í Englandi. Kynningin hefst á
sunnudag og stendur í 10 daga.
Jóhannes hefur verið við nám í
tónlistarskólanum síðustu 5 ár og
lýkur því í vor. Hann fluttist ásamt
fjölskyldu sinni frá Patreksfirði, þar
sem hann ólst upp, til Newcastle
fyrir nokkrum árum en faðir
hans, Bryon Rowlinson, er
ensk/íslenskur. Móðir Jóhannes-
ar er Margrét Jóhannesdóttir.
Jóhannes Páll sagði í samtali
við DV að það væri mikill heið-
ur að fara til Hong Kong fyrir
hönd Englands. Hann spilar með
skólahljómsveitinni Bootleys
ásamt fjórum Englendingum
sem fyrst og fremst leikur funk
og jass. Hann sagði þá hafa feng-
ið mikla athygli í fjölmiðlum í
Newcastle og víðar í Englandi
vegna þessarar kynningar í
Hong Kong. Þegar DV ræddi við
hann var hann á leiðinni í sjón-
varpsviðtal.
Aðspurður hvað tæki við að
námi loknu í Newcastle sagði Jó-
hannes það vera óráðið. Hann
hefði jafnvel í hyggju að fara í
tónlistarkennaranám eða
mastersnám í gítarleik. Að vísu
hefði hann undir höndum tvö til-
boð um ákveðin verkefni á ís-
landi sem hann ætti eftir að taka
afstöðu til.
„Svo er aldrei að vita nema
við fáum einhver tilboð í Hong
Jóhannes Páll Bragason verður meðal full- Kong ef vel gengur," sagði Jó-
trúa enskra tónlistarskóla á stórri kynningu hannes Páll Bragason.
í Hong Kong á næstu dögum. -bjb
Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmundsdóttir:
Fóru á kostum í Carnegie Hall
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik-
ari og Selma Guðmundsdóttir pí-
anóleikari héldu tónleika í síðasta
mánuði í hinu víðfræga tónleika-
húsi Carnegie Hall í New York. Að
sögn Kristjáns T. Ragnarssonar,
læknis í New York og formanns
Amerísk- norrænu stofnunarinn-
ar, þóttu tónleikarnir heppnast
mjög vel og var þeim Sigrúnu og
Selmu fagnað með dynjandi lófa-
klappi. Stofnunin sem Kristján
veitir forstöðu stóð fyrir þessum
tónleikum en hún hefur það að
markmiði að koma menningu
Norðurlandanna á framfæri í
Bandaríkjunum og kynna Norður-
landabúum menningu Bandaríkja-
manna. Stofnunin var sett á lagg-
irnar í New York árið 1910.
Selma hefur áður komið fram á
tónleikum í New York en þetta var
í fyrsta sinn sem Sigrún kom þar
fram. Á tónleikunum fluttu þær
kammertónlist og íslensk þjóðlög.
Leikin voru verk eftir Vitali, Beet-
hoven, Chausson, Manuel de
Falla/Kreisler, Sigfús Einarsson,
Pál ísólfsson, Eyþór Stefánsson,
Atla Heimi Sveinsson og Sigvalda
Kaldalóns. Atli Heimir útsetti ís-
lensku lögin fyrir fiðlu og píanó.
.Sigrún, sem starfar nú í
London, og Selma hafa komið
fram saman á fjölda tónleika en
aldrei áður í Bandaríkjunum. Þær
hafa leikið saman á tvær geisla-
plötur og hefur platan Ljúflingslög
átt miklum vinsældum að fagna.
Tónleikagestir í Camegie Hall
áttu þess kost að kaupa plöturnar
og runnu þær út eins og heitar
lummur.
-bjb
Selma Guðmundsdóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir gerðu góða ferð til New York nýlega.
Tónleikarööin í Borgarleikhúsinu:
Tónlistarveisla fram á vor
- seinni hlutinn aö hefjast
Seinni hluti tónleikaraðar Leikfé-
lags Reykjavíkur í Borgarleikhús-
inu fer af stað nk. þriðjudagskvöld
með tónleikum Söngsveitarinnar
Fílharmoníu ásamt Elínu Ósk Ósk-
arsdóttur sópransöngkonu. Dag-
skráin einkennist sem fyrr af fjöl-
breytileika. Margir af fremstu tón-
listarmönnum þjóðarinnar taka þátt
fram á vor í „tónlistarveislunni",
eins og Magnús Geir Þórðarson,
verkefnastjóri Borgarleikhússins,
orðaði 'það. Tónleikarnir verða á
hverju þriðjudagskvöldi það sem
eftir lifir vetrar.
Tónleikaröðinni var hleypt af
stokkunum í október sl. og er ein af
nýjungunum í starfsemi LR í Borg-
Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöng-
kona mun koma fram með
Söngsveitinni Fílharmoníu á fyrstu
tónleikum síðari hluta tónleikaraðar
Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleik-
húsinu.
arleikhúsinu. Til áramóta voru
haldnir 10 tónleikar. Aðsókn fór
fram úr björtustu vonum og var
troðfullt hús á 5 tónleikanna.
Eins og áður sagði hefst seinni
hlutinn með tónleikum Fílharmon-
íunnar og Elínar Óskar á þriðjudag-
inn. Þar verða flutt íslensk leikhús-
lög frá aldamótum til ,vorra daga.
Sveinn Einarsson leikstjóri tók text-
ana saman, stjórnandi verður Úlrik
Ólafsson en píanóleikari Jóhanres
Andreasen.
Eftir þessa tónleika munu troða
upp komandi þriðjudagskvöld JJ-
soul Band og Vinir Dóra 30. janúar,
Pétur Grétarsson slagverksleikari 6.
febrúar, Stórsveit Reykjavíkur
ásamt söngkonum 13. febrúar, Krist-
inn Sigmundsson og Jónas Ingi-
mundarson 20. febrúar, Björk Jóns-
dóttir og Signý Sæmundsdóttir 27.
febrúar, þann 5. mars syngja Hanna
Dóra Sturludóttir, Ingveldur Ýr
Jónsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson
og Sigurður Skagfjörð Steingríms-
son, við undirleik Jónasar Ingi-
mundarsonar, Sverrir Guðjónsson
treður upp 12. mars, dagskráin
Schumania - í nóttinni, verður flutt
19. mars, tónleikar með skólakórum
verða 26. mars, Caput-hópurinn .2.
apríl og lokatónleikar verða 9. apríl
með Nínu Margréti Grímsdóttur og
Blásarakvintett Reykjavíkur.
-bjb
525 Ijóð í sam-
keppni Lista-
hátíðar 1996
Skilafrestur í Ljóðasamkeppni
Listahátíöar 1996 í Reykjavík
rann út um áramótin. Þátttaka
var gífurleg, alls bárust 525 ljóð
frá um 200 skáldum. Mikið starf
bíður þvi dómnefndar en henn-
ar er að velja þrjú verðlaunaljóð
ásamt fleiri ljóðum til útgáfu en
fyrirhugað er að gefa út ljóðabók
á hátíðinni.
Úrslit verða kunngjörð við
setningu hátíðarinnar 31. maí í
Listasa&i íslands. Þrenn verð-
laun verða veitt, 150 þúsund
krónur í 1. verðlaun, 100 þúsund
krónur í 2. verðlaun og 50 þús-
und í 3. verðlaun. Dómnefnd
skipa Silja Aðalsteinsdóttir rit-
höfundur, skipuð af fram-
kvæmdastjórn Listahátíðar, Vil-
borg Dagbjartsdóttir skáld, til-
nefnd af Rithöfundasambandi ís-
lands, og Kristján Árnason dós-
ent, tilnefndur af Heimspeki-
deild Háskólans.
Blómlegt
barnakórastarf
í Grensáskirkju
Nú í vikunni hófst 14. starf-
sönn Barnakórs Grensáskirkju
og hefur kórinn þrefaldast á
þessu tímabili. Kóramir eru nú
þrír; aldurshópurinn 6-9 ára,
10-13 ára og kammerkór 14-16
ára. Eftir þann aldur býðst unga
fólkinu að syngja með Kirkjukór
Grensáskirkju.
„Það vantar bara fleiri drengi
í starfið. Þeir þurfa að komast
upp á lagið og ættu foreldrar að
hvetja þá tO leiks. Við munum
stofna sérstakan drengjakór
næsta vor,“ segir Margrét Jó-
hanna Pálmadóttir, stofnandi og
stjórnandi kórsins. Margrét hef-
ur komið víða við og stofnað 11
kóra og kórskóla á undanforn-
um 15 árum.
Samkeppni um
leikhúsverk hjá
Leikfélagi
Reykjavíkur
í tilefni af 100 ára afmæli
Leikfélags Reykjavíkur, LR, á
næsta ári hefur félagið ákveðið
að efna til samkeppni um leik-
húsverk. LR var stofhað 11. jan-
úar 1897.
Formið á samkeppninni er
nýtt af nálinni. Er höfundum
gefmn kostur á að senda inn
nýtt frumsamið leikrit eða/og
handrit að leiksýningu. Það er
nýjung í samkeppni af þessu
tagi að höfundum sé boðið upp á
að senda inn fullbúið handrit að
leiksýningu. Gefur það mögu-
leika á því t.d. að rithöfundur,
leikmyndateiknari og leikstjóri
geta sent inn handrit saman.
Þriggja manna dómnefnd
mun fjalla um leikverkin og er
hún skipuð leikhússtjóra LR,
fulltrúa tilnefndum af Rithöf-
undasambandi íslands og full-
trúa tilnefndum af félögum í
Leikfélagi Reykjavíkur. Þrenn
verðlaun verða í boði: 1. verð-
laun að upphæð 500 þúsund
krónur, 300 þúsund krónur í 2.
verðlaun og 200 þúsund í 3. verð-
laun. Það verk sem hlýtur 1.
verðlaun verður svo tekið til
sýninga í lok afmælisársins á
fjölum Borgarleikhúsáins.
Saga leiklistar
í Lista-
klúbbnum
Listaklúbbur Þjóðleikhús-
kjallarans mun næstu tvö mánu-
dagskvöld bjóða upp á dagskrá
sem nefnist Saga leiklistar. Dag-
skráin er í umsjón Sveins Ein-
arssonar. -bjb