Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 Fréttir DV Dæmdar bætur í Hæstarétti fyrir aö vera lagður nauðugur inn á geðsiúkrahús: Sérvitur maður en ekki geðveikur - var sprautaður með „ýmsum óæskilegum líkamlegum aukaverkunum“ Hæstiréttur dæmdi í gær manni úr Hafnarfirði 300 þúsund krónur í bætur auk dráttarvaxta frá haustinu 1993 vegna þess að hann var lagður gegn vilja sínum inn á geðdeild Landspítalans og þar m.a. sprautað- ur nauðugur. Sprautan hafði að mati lækna „ýmsar óæskilegar, líkamleg- ar aukaverkanir." Félagsmálastofhun Hafnarfjarðar krafðist þess að maðurinn yrði svipt- ur sjálfræði sumarið 1993 og byggði það á „hegðun mannsins undanfama mánuði, eigin umhirðu, svo og brengluðu hugarfari." Læknir komst einnig að því að maðurinn þyrfti að komast undir læknishendur á geðdeild. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið samþykkti þetta 30. júní 1993 og var maðurinn Rússafiskur á Þórshöfn: Mun meira framboð DV, Akureyri: „Það hefur verið næg atvinna hjá okkur og unnið alla daga. Við vinn- um þann fisk sem berst ferskur að landi, við höfum haft nægan Rús- safisk þess á milli og ef við fáum loðnu eða síld þá frystum við þaö,“ segir Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Síðasti farmur af „Rússafiski" sem barst til Þórshafnar kom í síð- ustu viku. Um var að ræða 200 tonn sem skiptust á milli vinnslustöðv- anna á Þórshöfn og Raufarhöfn. „Það er gott framboð á Rússafiski, nánast eftir hendinni eins og við teljum okkur geta unnið. Það virðist vera kominn allt annar tónn í Rúss- ana, ekki bara varðandi það að selja okkur fisk til vinnslu heldur einnig Fyrsti Mjófiröingurinn á þessum áratug fæddur: Þetta er væn dama - segir amman, Jóhanna Lárusdóttir á Brekku in, Kristín Kjartansdóttir, til næstu daga. Faðirinn, Ingólfur Sigfússon, bóndi á Brún, sagði í samtali við DV að fæðingin hefði gengið seint en þó væru mæðgurnar við góða heilsu. „Nei, það er ekki á hverjum degi sem nýr Mjófirðingur kemur i heiminn. Þetta er ofurlítil fjölgun í hreppnum," sagði lngólfur. Nú eru Mjófirðingar 29 en útlit er fyrir að fáliðað verði í skóla með yngsta hreppsbúanum því sá næstyngsti er orðinn sex ára. -GK Verslunarskóli íslands: Forseti nemendafélagsins lætur af störfum Forseti nemendafélags Verslunar- skóla íslands hætti störfum í gær. Fyrir um það bil viku hætti fé- hirðirinn og annar hefur komið í hans stað. Nemendafélagið hefur níu manna stjórn. Hún var kosin i apríl á síðasta ári. Þá var, samkvæmt heimildum DV, við að glíma fjárhags- legan fortíðarvanda í nemendafélag- inu. Samkvæmt upplýsingum DV tel- ur stjórnin sig nú geta ráðið við vandann en óeining hefur verið inn- an hennar. Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskóla íslands, sagði ástæðu þess að forsetinn hætti þá að menn gætu ekki unnið saman. Þorvarður sagði að féhirðirinn hefði hætt af per- sónulegum ástæðum og annar hefði tekið við. Skólastjóri sagðist ekki vita til að nein vanskil væru hjá nemendafélaginu. Hins vegar væru peningar ekki til þar sem búið væri að eyða þeim. Þess vegna væri ekki hægt að standa fyrir stórum viðburð- um sem kostuðu mikla peninga. -ÞK „Þetta er væn dama, 19 merkur og 57 sentímetrar," sagði Jóhanna Lárusdóttir, húsfreyja á Brekku í Mjóafirði, um fyrsta Mjófirðing- inn sem fæðist á þessum áratug og fyrsta barnabarn þeirra hjóna á Brekku, Sigfúsar Vifhjálmsson- ar og Jóhönnu. Og langafinn er Vilhjáfmur Hjáfmarsson, rithöf- undur og fyrrverandi mennta- máfaráðherra. Stúlkan fæddist í fyrradag á sjúkrahúsinu 1 Neskaupstað. Þar halda þær mæðgur, hún og móðir- varðandi önnur viðskipti, og við höfum verið að selja þeim foðnu- og síldarafurðir. Við þekkjum ekki í smáatriðum hvað veldur þessari breytingu hjá Rússunum en ætli það sé ekki sú umræða sem hefur verið í gangi um heifdarviðskipti. Við studdum líka tiffögu Rússanna um síldarkvóta- skiptinguna sem kom fram á fund- inum í Færeyjum en Norðmenn voru á móti. Það er ekki ólíklegt að Rússar telji nóg komið af yfirgangi Norðmanna og við njótum góðs af. Norðmenn tala um 10 milljarða króna tjón ef þeir tapa Rússafiskin- um þannig að um er að ræða mikla hagsmuni fyrir okkur að eiga völ á þessum fiski. Þetta er líka orðið mjög gott hráefni fyrir vinnsluna og hefur farið sífellt batnandi," segir Jóhann A. Jónsson. -gk lagður inn. Geðlæknamir Sigurjón B. Stefáns- son og Tómas Helgason voru ósam- mála þessu áliti og báru fyrir Hæsta- rétti að maðurinn væri sérvitur en ekki svo alvarlega geðveikur að það réttlætti sjálfræðissviptingu. Sigurjón sagði m.a. fyrir dómi að „nauðungarvistun hans á geðsjúkra- hús hafi verið alvarleg mistök." Hann sagði manninn og „sérvitran og með ýmis óvenjuleg áhugamál." í álit Tómasar kom fram að maðurinn sé „sérkennilegur" og hafi haft geð- hvarfasjúkdóm en það réttlæti ekki nauðuga innlögn á sjúkrahús. Þá þykir og ámælisvert að enginn sérfræðinga á geðdeild Landspítal- ans og ekki heldur yfirlæknirinn hafi vitað um að maðurinn var lagð- ur inn. Vegna þessa hefur því dóms- og kirkjumálaráðuneytið verið dæmt til að greiða umræddum manni 300 þús- und krónur í bætur. Krafist var einnar millljónar en Hæstarétti þótti það of mikið. Allur kostnaður við rekstur málsins í héraði og í Hæsta- rétti fellur á ríkissjóð. -GK Reykjavíkurborg ætlar að skera niður í átaksverkefnum um 110 milljónir króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í Ráðhúsinu í gær. Hér má sjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra ásamt embættismönn- um borgarinnar. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur: DV-mynd BG Skorið niður um 110 milljónir í átaksverkefni Reykjavíkurborg stendur fyrir verulegum framkvæmdum í borg- inni á þessu ári og verður sérstök áhersla lögð á leikskóla- og skóla- málin. Fjárframlög til bygging- arframkvæmda nema um 2.010 milljónum króna eða 10 milljónum króna minna en í fyrra. Þar af fara samtals um 1.200 milljónir í skóla- byggingar og uppbyggingu í leik- skólamálum. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsinu en fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 1996 var lögð fram á borgarstjórnar- fundi í gær. Gert er ráð fyrir að um 830 millj- ónir króna fari í nýjar skólabygg- ingar í Reykjavík á þessu ári, þar af* fara 230 milljónir í byggingu Engja- skóla og 132 milljónir í nýjan fjöl- brautaskóla í Borgarholti en hann verður tekinn til notkunar í haust. Stefnt er að því að einsetja þrjá grunnskóla næsta haust og verða þá 14 af 28 grunnskólum borgarinnar einsetnir. Fjárhagsáætlun borgarsjóðs 1996 gerir ráð fyrir að 393 milljónir króna fari í leikskólamálin, sérstak- lega byggingu tveggja nýrra leik- skóla og stækkun á gömlum leik- skólum í borginni. Þá fara háar fjárhæðir í holræsa- framkvæmdir og umferðar- og ör- yggismál. Sú nýjung verður tekin upp í tveimur hverfum í borginni, Hlíðahverfi og Lækjahverfi, að hafa hámarksaksturshraða 30 kílómetra og verður það rækilega merkt. Þá verður gerður göngustígur úr Graf- arvogi í Elliðaárdal og gengið frá bílastæðum við Hallgrímskirkju, svo nokkuð sé nefnt. Athygli vekur að samkvæmt fjár- hagsáætlun er dregið verulega úr átaksverkefnum. Aðeins fara um 40 milljónir króna í átaksverkefni ungs fólks á þessu ári en fóru 150 milljónir úr vasa borgarsjóðs í fyrra. -GHS Alger kyrrstaða í röntgentæknadeilunni „Þaö hefur nákvæmlega ekkert gerst í málinu. Við höfum ekki verið kölluð á neina sátta- eða samningafundi," sagði Sigrún Magnúsdóttir, talsmaður röntgentækna sem eiga í deilu við Landspítalann, sögðu upp og gengu út á dögunum. Félag röntgentækna sem slíkt tekur ekki þátt í deilunni opinber- lega enda snertir hún ekki alla röntgentækna landsins og þeir sem í deilunni eiga sögðu upp störfum. Landspítalinn auglýsti eftir röntgentæknum fyrir þá sem sögöu upp en enginn hefur svarað auglýsingunni og sótt um. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.