Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 Sviðsljós Kynnir: Jón axeJ ÓLAFSSON Fyrirsæta á vegum tískuhönnuðarins Peters Lau sýnir hér marglit föt á tískusýningu í Hong Kong í fyrradag. Þar fór fram sérstök tískuvika og sýndu helstu tískuhönnuðir borgarinnar afurðir sínar við það tækifæri. Símamynd Reuter Anthony Hopkins leikur Picasso Pablo Picasso gengur aftur í Montmartrehverfinu í París. Það er reyndar ekki listmálar- inn sjálfur afturgenginn heldur leikarinn Anthony Hopkins í hlutverki hans í kvikmynd um ævi Picassos. Með Hopkins um göturnar sprangar Natasha McElhone sem leikur eina af ástkonum hans. Tökum er lokið í Provence og nú hefur kvikmyndatökuliðið flutt sig til Parísar. Þar þarf ekki að kosta miklu til fyrir sviðsmyndir því margar af göt- um Montmartre voru á sjötta áratugnum færðar í það horf sem þær voru í við upphaf ald- arinnar. Anthony Hopkins í hlutverki Picassos með eina af ástkonum sínum í myndinni um líf málar- ans. Það er Natasha McElhone sem leikur ástkonuna. Valinkunnir rokkarar fá inni í frægðarhöll rokksins: Madonna segir Bowie hafa mótað sig mest Söngkonan Madonna lýsti því yfir í New York í fyrrakvöld að Dav- id Bowie hefði verið hennar helsti áhrifavaldur í tónlist og það væri honum að þakka hve langt hún hefði náð. Madonna lét þessi orð falla þegar hópur valinkunnra rokk- ara, þar á meðal Bowie, var heiðrað- ur fyrir störf sín og fékk um leið inni í frægðarhöll rokksins eöa „Rock and Roll Hall of Fame“. Madonna sagði að Bowie hefði á einstakan hátt blandað saman tví- kynja tilhneigingum og siðleysi, kallaði hann fallegan tvíkynja mann. Auk Bowies voru stjörnur eins og Grace Slick, söngkona Jefferson Airplane og siðar Jefferson Stars- hip, og Roger Waters, fyrrum liðs- maður og aðalsprauta Pink Floyd, heiðraðar. Hvorugt gat þó verið við- statt verðlaunaafhendinguna, Slick vegna veikinda og Waters vegna deilna við hina meðlimi Pink Floyd. Þeir mættu hins vegar galvaskir en eyddu ekki einu orði á Waters. Greinilegt að stirt er á milli þeirra. Þjóðlagasöngvarinn Pete Seeger vakti athygli fyrir að segja ekki eitt Madonna heldur hér á mynd af frægðarhöll rokksins. Madonna David Bowie við afhendingu verðlauna sem veitti hópi tónlistarmanna inngöngu í sagði Bowie, sem ekki var viðstaddur, hafa mótað tónlist sína mest. Símamynd Reuter I »01)1 COCA-COLA aukatekið orð þegar hann veitti sín- um verðlaunum viðtöku. Hann brosti aðeins og hélt verðlauna- gripnum á lofti. Getgátur voru um að hann hefði þannig viljaö mót- mæla starfsaðferðum tónlistariðn- aðarins sem hafa löngum þótt um- deildar. Velvet Underground, með Lou Reed fremstan í flokki, fengu einnig inni í frægðarhöll rokksins við þetta tækifæri. Hljómsveitin spOaði lag til minningar um Sterling Morrison, meðlim hljómsveitarinn- ar sem lést fyrr á árinu, og lagði tU að Andy Warhol, listamaðurinn sál- ugi, fengi inni í frægðarhöllinni. Söngkonan Gladys Knight fékk einnig verðlaun og sagði að eftir 48 ár í bransanum væri þetta ekki ósvipaö leitinni að hinum eina sanna karlmanni. Hann birtist loks þegar maður hætti að leita. OG SAMA DAG ER HANN KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN KVOLDUM MILLI KL. 20 OG 22. (SLENSKI LISTINN ER SAMVINNUVERKEFNIBYLGJUNNAR, DV OG COCA-COLA Á (SLANDI. LISTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKÖNNUNAR SEM ER FRAM- KVÆMD AF MARKAÐSDEILD DV í HVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDA ER Á BIUNU 300-400, Á ALDRINUM 14-35 ÁRA AF ÓLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK- IÐ MIÐ AF SPILUN Á ISLENSKUM UTVARPSSTÖÐVUM. ÍSLENSKI LISTINN BIRTIST Á HVERJUM LAUGARDEGII DV OG ER FRUMFLUTTUR Á BYGJUNNI Á LAUGARDÖGUM KL16-10. LISTINN ER BIRTUR AÐ HLUTA í TEXTAVARPIMTV SJÓNVARPSSTÖÐVARINNAR. ÍSLENSKILISTINN TEKUR ÞÁTTIVAU „WORLD CART" SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESS ÍLOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN ÁHRIFÁ EVRÓPUUSTANN SEM BIRTUR ER íTÓNLISTARBLAÐ- INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKID AF 8ANDARÍSKA TÓNLISTARBLAÐINU BILLBOARD.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.