Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 Spurningin Hvaða þorramatur finnst þér bestur? Ragnheiður Árnadóttir deildar- stjóri: Hangikjöt, bringukollar og lundabaggar. Hulda Björg Kristjánsdóttir, nemi í sjúkraþjálfun: Hangikjöt. Kristín Jónasdóttir forstöðumað- ur: Hrútspungarnir, pabbi kenndi mér að borða þá, sviðasultan og sviðin. Marteinn Þorkelsson kjötiðnað- arnemi: Hangikjöt og haröfiskur. Egill Reynisson kjötiðnaðarnemi: Hangikjöt og harðfiskur. Lesendur___________ Deilurnar í Langholtskirkju Köllun og verk presta er mikilvægara en annarra starfsmanna kirkjunnar, segir Konráð m.a. í bréfinu. - Styður séra Flóka f deilunni. Konráð Friðfinnsson skrifar: Langholtskirkja hefur nú verið í eldlínunni vegna deilna organistans við sóknarprestinn. Ég verð að við- urkenna að ekki hefur mér tekist til fulls að átta mig á um hvað deilan snýst. Þó virðist ljóst að þessir tveir einstaklingar geti ekki unnið sam- an, sem er auðvitað slæmt. Sé svo komið málum hjá þeim er rétt að sá víki sem minni hefur völdin, snúist málið á annað borð um að annar hvor fari. í þessú tilviki tel ég að hinn annars ágæti orgelleikari safn- aðarins þurfi að hverfa úr stööu sinni. Ég efast hins vegar ekki um að þessi hljómborðsleikari hafi unnið þarft verk með tónlistarsköpun sinni inni í kirkjunni. Eitt.verða menn samt að muna og gleyma ekki; að sama er hve einn kór er frægur, frábær eða virtur, hann hlýtur ávallt að vera númer tvö í kirkjunni sjálfri, þótt hann skipi máski fyrsta sæti á öðr- um vettvangi, er hann kemur fram á. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að kirkjan er fyrir fagnaðarerindið um Jesú Krist. Einnig eru prestarnir sérstakir þjónar hans og sem hafa það hlut- verk fyrst og fremst að flytja söfnuð- um sínum boðskap Jesú. Þetta er hið raunverulega hlutverk kirkj- unnar. Ekkert meira og heldur ekk- ert minna. Um þennan flutning boð- skaparins eiga öll málefni hennar að snúast og gerir það líka í flestum tilvikum. Um þetta atriði er brýnt að náist sátt. Sér í lagi meðal starfs- manna kirkjunnar. Þess vegna þurfa þeir að leggja sig fram um að ná sáttum við prest sinn, því sann- leikurinn er sá að það er hann sem fer með valdið innan veggja kirkj- unnar. Málið er einfaldlega það að maður getur ekki stillt upp presti annars vegar og hins vegar óbreyttum starfsmanni, lagt þá að jöfnu og sagt: „Annaðhvort hann eða ég.“ Einmitt fyrir þær sakir að köllun og verk presta er mikilvægara en ann- arra starfsmanna kirkjunnar, þótt þeir séu vitaskuld nauðsynlegir til að heildarmynd náist, t.d. við mess- ur. Ég styð sem sé séra Flóka Kristins- son 'í þessu máli. Sá stuðningur minn við séra Flóka þýðir ekki hið sama og að ég hafi eitthvaö á móti orgelleikaranum, Jóni Stefánssyni. En ég hlýt að styðja hvern þann mann sem vill verja frelsisboðskap- inn, taka hann fram yfir og halda í gamlar og grónar hefðir sem skap- ast hafa í kirkjunni á umliðnum öldum. Forsetaembættið nýtur ekki virðingar lengur Svavar Guðmundsson skrifar: Eftir umræðuna um hugsanlega frambjóðendur til forsetakjörs næsta sumar má telja fullvíst að for- setaembættið njóti ekki lengur virð- ingar svo nokkru nemi. Sá fjöldi samferðamanna og kvenna sem orð- aður hefur verið við framboð - og með fullu samþykki viðkomandi þar sem þeir hafa allir látið í þaö skína að þeir væru reiðubúnir að uppfylltum einhverjum skilyrðum - er svo gjörsneyddur fágun og tillits- semi að þeim er hollast að frábiðja sér öll afskipti af forsetaembættinu. Raunar er mannvalið sem nefnt hef- ur verið til sögunnar svo illa á vegi statt að því er varðar hæfileika og manngildi, að ekki myndi einn ein- asti þeirra ná meirihluta atkvæða í kosningum. Sjálf kosningin til for- setaembættisins er í sjálfu sér svo ólýðræðisleg að þjóðin getur ekki tekið af skarið þegar þar að kemur og kosið milli tveggja efstu manna vegna annmarka í stjómarskránni. Stjórnarskrána má svo heldur ekki lagfæra vegna ofríkis alþingis- manna sem segjst ekki vilja láta „kjósa tvisvar". En stjórnarskráin kveður á um að breytingar á henni krefjist tvennra alþingiskosninga. - Stór vankantur á íslenskri stjórnar- skrá. Á þessum tímapunkti stendur þjóð- in því agndofa og gerir grín að framboðsmálunum og frambjóðend- unum öllum sem fram hafa komið til þessa. Enginn þeirra er hæfúr, en allir verulega vanhæfir, hver á sinn hátt. Eitt er þeim þó sameigin- legt, þeir vilja komast í þægilegt embætti þar sem gildir skattleysið, ómæld ferðalög og dagpeningar í er- lendum gjaldeyri. - Svona einfalt er það; íslenskur vesaldómur í formi græðgi á hástigi. Ástandið á sjúkrahúsunum: Heilbrigðisráðherra verður að bæta úr Óþolandi ástand að hundruð manna þurfi að bíða eftir aðgerðum á sjúkra- húsunum á meðan fé er veitt ómælt í önnur minna aðkallandi verkefni, seg- ir m.a. í bréfinu. Kristinn Sigurðsson skrifar: Það hlýtur að vera erfitt að vera ráðherra og geta ekki valdið því mikla verkefni sem ráðherraemb- ætti er. Því miður virðist heilbrigð- isráðherra alls ekki valda sínu emb- ætti. Það getur ekki verið eðlilegt að 112 einstaklingar bíði eftir skurðað- gerð á baki í marga mánuði. Eða þá að nokkur hundruð annarra bíði eftir öðrum aðgerðum, sem sjúkra- húsin ráða ekki við vegna lokana sjúkradeilda og fækkunar á starfs- fólki. Svona ástand er óþolandi. Sagt er að enn eigi að fækka störf- um um allt að 200 manns. - Það dæmi gengur ekki upp. Flokkur heilbrigðisráðherra, sem fyrir kosningar bauð 1400 ný störf, vill nú láta reka 100-200 manns á spítölunum til að bæta fjárhaginn. Á sama tíma eru veittar á milli 100 og 300 milljónir króna í Sinfóníuna, Þjóðleikhúsiö og Borgarleikhúsið. Og rándýrt Hæstaréttarhús er byggt alveg að þarflausu. En sjúka, aldna sem unga, má senda heim. Geðföt- luðu fólki er vísað á götuna. Lagast þá allt, eða hvað? Þetta þættu slæm vinnubrögð hjá einhverju fyrirtækinu. Forstjóran- um yrði vísað á dyr. En ekki hjá hinu opinbera. - Ég skora á heil- brigðisráðherra að bæta nú úr. Söðla um. Vanti fé, þá má leggja Sinfóníuna af, tímabundið a.m.k. Annað leikhúsið gæti annað leik- listarstarfseminni. Skorað er á ráð- herra og ríkisstjórn íslands að bæta úr þessu hrikalega ástandi, sem er þjóðarskömm. 7 - ' " 1 ^ ! Frábærir út- varpsþættir Sigurður Jónsson skrifar: Það er oft kvartaö um leiðin- legt útvarpsefhi en fólk gleymir því áhugaverða efhi sem þar er oft flutt. Tveir ágætir þættir, sem fluttir voru á sunnudögum nýverið, hafa vakið athygli margra. Þar á ég við þættina um Dúkskotsmálið svonefnda. Þætt- ir þessir voru sérlega vel gerðir og vandaðir. Þar er sagt frá hryllilegum atburðum sem gerð- ust hér í borginni í aldarbyrjun og löngum málarekstri í kjölfar þeirra. Höfundur handrits og stjómandi upptöku var Klemenz Jónsson leikari. Honum virðist einkar sýnt að gera slíkt efni áhugavert. Flutningur leikara var líka mjög góður og vel fram settur. Tónlist til að tengja atrið- in var einnig smekklega valin. Margir hlustendur hafa einmitt áhuga á þvilíku efni enda þáttur af þjóðarsögunni og varpar ljósi á minnisverða atburði frá lið- inni tíð. Veg þvert yfir hálendið H.L.J. skrifar: Margir eru þeir sem eru undr- andi á því að ekki skuli enn hafa verið tekin ákvörðun um að leggja veg þvert yfir hálendið, t.d. frá Búrfellsvirkjun og norð- ur í land til Akureyrar, og jafn- vel alla leið til Egilsstaða. Þetta er það brýpasta í samgöngumál- um á landi þessa stundina. Davíð, ekki í forsetaframboð Gunnar Guðjónsson hringdi: Það væri mikil ógæfa ef for- sætisráðherra okkar færi að blanda sér í ótímabært forseta- framboð á vordögum. Færi hann úr stjómmálunum strax yrði það meiri háttar ógæfa fyrir land og lýð. - Ég skora á Davíð Oddsson að fara ekki í forsetaframboð að þessu sinni. Fann smokk, hver á? Ásdís Guömundsd. skrifar: Það hefur teygst úr nauðgunar- máli bresks sjómanns og fylgdar- konu hans um borð í togara í október sl. Frásagnir konunnar finnast mér æði tortryggilegar enda segir hún sjálf að atburða- rásin sé þokukennd af hennar hálfu. Segist hafa rankað við sér í dæluklefa togarans og þá tínt saman hluti sem dottið höfðu úr tösku hennar, m.a. buxur og annað! Sannarlega nýstárlegur geymslustaður fyrir nærföt. Og svo er hún svo heppin aö finna smokk á gólfinu og færir hann lögreglu. Skilvísina skortir ekki. En hver á smokkinn? Það verður auðvitað að auglýsa eftir réttum eiganda. Varla hefur hann kom- iö úr töskunni góðu. Eða hvað? Treysti leigu- bílstjórum vel K.S. skrifar: Það er fráleitt að ætla aö stimpla heila stétt sem slæma menn þótt einn og einn skúrkur komist inn í stéttina. Það væri lika fráleitt aö stimpla alla sjómenn eða verkamenn, væri t.d. einhver í þeirra hópi nauðgari. Slíkt væri siðlaust og í raun útilokað. Öll atvik eru einstaklingsbundin en eiga ekki við fjöidann. Ég hef nú skipt við leigubíla í nær 40 ár, fyrst gamla góða Steindór, síðan BSR og líka aðrar stöðvar. Aldrei hef ég þurft að kvarta, þjónustan hefur ávallt verið frá- bær. Þetta læt ég frá mér fara að gefnu tilefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.