Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Blaðsíða 8
sælkennn LAUGARDAGUR 20. JANUAR 1996 La Primavera: Cannelloni með spínati og kotasælu Mörgum finnst mjög gott að fá pasta í janúar eftir kjötátið í des- ember og áður en þorrahlaðborðin byrja. Veitingahúsið La Primavera hefur sérhæft sig í alls kyns pasta- réttum..Matreiðslumeistarinn Ómar Strange ætlar að gefa lesendum DV uppskrift að fylltu Cannelloni með spínati og kotasælu. Pasta og græn- meti fer einmitt mjög vel saman og einnig vel í maga. Þessi uppskrift Ómars er ætluð fyrir fjóra en hún hljóðar svo: 1/4 tsk. múskat salt og pipar 100 g frosið spínat, saxað 100 g kotasæla 100 g parmesan ostur, riflnn sa 2 msk. brauðrasp 1/2 dl ólífuolía 400 g niðursoðnir tómatar 1/2 1 mjólk 50 g smjör 40 g hveiti 3-4 hvítlauksgeirar kjötkraftur salt og pipar Hitið pönnu með olíunni og steik- ið spínatið og kryddið með salti, pipar og múskati. Bætið kotasælu og parmesanosti út i og þykkið með raspi. Fyllið 12-16 cannelloni pasta- rör. Búið til smjörbollu úr smjörinu og hveitinu, bætið mjólkinni út í Ómar Strange, matreiðslumeistari á La Primavera. DV-mynd GVA pottinn og sjóðið í sa 10-15 mínútur. Kryddið með salti, pipar, hvítlauk og kjötkrafti. Maukið tómatana og blandið í sósuna. Látið 1/3 af sósunni í eldfast mót, matgæðingur vikunnar Túnfiskspitsa Pitsa er líklegast ein- hver vinsælasti matur ungu kynslóöarinnar í dag og jafnvel þeirrar eldri lika. Hér kemur uppskrift að pitsu með túnfiski en menn geta auðvitað breytt um álegg og notað skinku eða sitt- hvað annað ofan á. Botn 25 g ger 2 di vatn 1 msk. olía 1Æ tsk. salt ca 5 dl hveiti Fylling 1 box túnfiskur 3-4 msk tómatsósa 12 fínhakkaður laukur 12 fínhökkuð paprika óreganó svartar ólífur 75 g rifinn ostur Hrærið gerið út í volgu vatni og blandið síðan öllu saman og hnoðið. Látið deigiö hefast í 20 mínútur. Keflið það út þannig að pitsan verði um Vi sentímetri á þykkt og brettið upp kantinn. Smyrjið tómatsósu á botninn eða pitsumauki eftir smekk, setjið tún- fiskinn yfir og stráið lauk, papriku og óreganó yfir. Setjið ólífurnar yfir og rifinn ost. Bakiö pitsuna viö 225 gráða hita í 20 mínútur og berið gott sal- at fram með henni. Matgæðingur vikunnar: Mömmufiskur með kartöflumús „Okkur finnst gaman að bjóða gest- um í mat og erum dugleg að halda matarboð. Yfirleitt er það ég sem sé um eldamennskuna en Jóhannes veitir mér ávalit selskap á meðan, auk þess sem hann heldur uppi fjör- inu í matarboðunum," segir Ása Finnsdóttir, en hún er ásamt eigin- manni sínum, Jóhannesi Long ljós- myndara, matgæðingur vikunnar. Þau hjónin ætla að bjóða upp á tvo einfalda rétti, að sögn Ásu. Fiskrétt, sem kemur frá móður Ásu og hefur gert mikla lukku og sælgætistertu, ættaða frá Austurríki. „Við vorum á skíðum í Austurríki ásamt Helmout, sem var síðasti matgæðingur, og konu hans, og fengum þá þessa góða tertu,“ segir Ása. Þau Ása og Jóhannes eru í matar- klúbbi sem hittist fimm sinnum á ári og heitir Hið íslenska félag, en einnig eru þau í Fiskisúpufélaginu. Ása seg- ist hafa verið með matarboð um síð- ustu helgi í Fiskisúpufélaginu en hafi svindlað og haft gúllassúpu. „Aðalat- riðið í þeim klúbbi er að hittast og þess vegna reynum við að hafa ein- faldan mat. Annars er ég mest fyrir einfalda rétti,“ segir Ása. Þá eru það uppskriftirnar: - og austurrísk sælgætisterta upp og krydduð (við höfum prófað að hafa mjólk í stað rjóma en það var ekki eins gott). Rækjurnar eru settar í sósuna og kryddað vel með karríi. Kartöflumús er búin til úr soðnum kartöflum. Út í stappaðar kart- öflurnar er sett 1 msk. smjör, 1 egg, smásalt og smásyk- ur. Þessu öllu er síðan rað- að í eldfast mót. Fisk- urinn er neðsþ ur, Smjör og sykur hrært vel saman. Eggjarauðunum bætt út í og þeytt vel. Gróft hakkaðar hnetur og súkkulaði sett í ásamt stífþeyttum eggjahvítum. Sett í vel smurt form og bakað við vægan hita í sirka 15-20 mínútur. Þegar kakan er bökuð er koníaki hellt yfir hana en því má sleppa. Þeytið 1 pela af rjóma meðan kakan er að kólna og eggjalíkjör hellt út í hann eftir smekk. Þar sem eggjalíkjör fæst ekki í ÁTVR höfum við not- Mömmufiskur u.þ.b. 2 meðalýsuflök 3-4 dl vatn eða þannig að rétt fljóti yfir fiskinn salt 1-2 skífur laukur 1 lárberjalauf 3-4 korn heill pipar Ása Finnsdóttir og Jóhannes Long eru matgæðingar vikunnar DV-mynd 30 g smjör 2 msk. hveiti 2 dl soð af ýsunni 2 dl rjómi 100 g rækjur pipar og karrí eftir smekk Sjóðið fiskinn i u.þ.b. fimm mínút- ur í vatninu. Takið hann upp og sigt- ið en geymið soðið. Sósan er bökuð sósan er sett yfir hann, síðan kart- öflumúsin og loks rifinn Óðalsostur og rasp yfir. Þetta er bakað í ofni þar til osturinn er bráðinn. Sælgætisterta frá Austurríki 100 g heslihnetur 100 g valhnetur 100 g dökkt súkkulaði 80 g sykur 80 g smjör 5 eggjarauður og 5 eggjahvítur smávegis vanillusykur eða dropar að Galliano líkjör í staðinn. Þá eru 1-2 eggjarauður hrærðar saman við rjómann. Kakan er skreytt með rjómanum og síðan er eggjalíkjör, ef til er, eða Galliano, hellt yfir. Kakan er best ef hún er geymd í ísskáp yfir nótt og borin fram daginn eftir. Ása og Jóhannes ætla að skora á Bjöm G. Björnsson. leikmyndahönn- uð að vera næsti matgæðingur. „Hann er ekkert venjulegur í matar- gerðinni og kemur aÚtaf á óvart.“ -ELA Kardemommur Flestir kannast við kar- demommudropa enda hafa þeir | verið notaöir í bakstur á íslensk- um heimilum í áratugi. Ferskar kardemommur eru kannski minna þekktar hérlendis enda stutt síðan íslendingar fóru að kynnast framandi matargerð. Kardemommujurtin vex aðallega ! á Indlandi en einnig á Sri Lanka og Gvatemala. Hún hefur verið notuð í matargerð þessara þjóða í aldaraðir. Kardemommur eru í ætt við engiferplöntuna. Kar- demommurnar eru bæði til | grænar og svartar en þær grænu eru algengari og þekktari á Vest- urlöndum. Grænar kardemomm- ur eru notaðar t.d. í „heita“ rétti, pickles, ávaxtamauk, kökur og ávaxtasalöt. Þá eru kardemomm- ur notaðar í áfengi, púnsa og sterkar grillsósur. raðið rörunum í og setjið restina af sósunni yfir . Bakið í ofni í 15 mín- útur við 150-170 gráða hita. . Borið fram með fersku salati og brauði. -ELA Geymsla ; Ferskar kardemommur geym- ast ekki lengi og þess vegna ætti ekki að kaupa mikið af þeim i einu. Hægt er að kaupa ferskar kardemommur hér á landi í Hag- kaupi og Kryddkofanum, jafnvel víðar. Þær eru síðan marðar í morteli þar til þær verða að fínt möluðu kryddi. Kardemommur ætti að geyma í loftþéttum um- búðum í ísskáp til að halda fersk- leika þeirra. Ekki ætti að merja kardemommurnar fyrr en rétt fyrir notkun. Þess má geta aö kardemommur hafa verið notað- ar í lyf og ilmvötn. Sumir borða kardemommur til að fá ferskt bragð í munninn. Rauð hrísgrjdn Hér kemur uppskrift að mjög góðum hrísgrjónarétti sem hægt er að borða einan sér eða sem meðlæti. Uppskriftin er fyrir fióra: 2 msk. olía 1 laukur, saxaður 3 hvítlauksrif, pressuð 1 tsk. turmeric 2 tsk. paprikuduft 1 tsk. ferskar, muldar kardemommur 1 negulnagli 175 g hrísgrjón 150 ml grænmetissoð salt og nýmalaður pipar 25 g furuhnetur 1 msk. fersk kóríanderlauf, smátt söxuð Hitið olíu á pönnu og steikiö lauk og hvítlauk þar til hann tek- ur aðeins lit. Bætið í turmeric, papriku, kardemommum og neg- ulnagla og látið malla í eina mín- útu. Bætið hrísgrjónunum út í. Veltið þeim smástund á pönn- unni en hellið siðan soðinu yfir og sjóðiö þar til hrísgrjónin eru mjúk. Bætið meira soði við ef þarf. Kryddið með salti og pipar. í lokin er furuhnetunum og kórí- ander bætt í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.