Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 JU’V
Skoöanakönnun DV um fylgi flokkanna:
Þjóðvaki þurrkast út en
Framsókn bætir við sig
- Sjálfstæðisflokkur heldur sínu, Alþýðubandalag bætir við en Alþýðuflokkur tapar
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur
haldist nær óbreytt um leið og hinn
stjórnarflokkurinn, Framsókn-
arflokkur, bætir verulega við sig.
Alþýðubandalag og Kvennalista
auka sitt fylgi en Alþýðuflokkur
minnkar sínar vinsældir og Þjóð-
vaki þurrkast út af þingi. Þetta eru
helstu niðurstöður skoðanakönnun-
ar DV um fylgi flokkanna sem gerð
var á fimmtudagskvöld.
Af þeim sem tóku afstööu í skoð-
anakönnun DV sögðust 9,2% styðja
Alþýðuflokkinn, 24,3 prósent Fram-
sóknarflokkinn, 45,7 prósent Sjálf-
stæðisflokkinn, 14,9 prósent Alþýðu-
bandalagið, 0,5 prósent Þjóðvaka og
4,6 prósent Kvennalista. Náttúru-
lagaflokkurinn, M-listi Flokks
mannsins og Vestfjarðalistinn fengu
0,3 prósent fylgi, hver listi.
í könnuninni reyndust samtals 70
prósent þeirra sem afstöðu tóku
styöja stjómarflokkanna þannig að
stjórnarandstaðan nýtur þriðjungs-
fylgis þjóðarinnar.
Miðað við síöustu skoðanakönn-
un DV í lok nóvember hefur fylgi
Alþýðuflokksins minnkað um 3,7
prósentustig, fylgi Framsóknar-
flokksins aukist um 3,8 prósentu-
stig, fylgi Sjálfstæðisflokksins
minnkað um 0,8 prósentustig, Al-
þýðubandalagið aukið við sig 1,2
prósentustigum, fylgi Þjóðvaka
minnkað um 1,4 prósentustig og
fylgi Kvennalista aukist um 0,3 pró-
sentustig.
Úrtakið í skoðanakönnun DV var
600 manns. Jafnt var skipt á milli
kynja og eins á milli höfuðborgar-
svæðis og landsbyggðar. Spurt var:
„Hvaða lista mundir þú kjósa ef
þingkosningar færu fram núna?“
Af öllu úrtakinu reyndust 5,7 pró-
sent styðja Alþýðuflokkinn, 15 pró-
sent Framsóknarflokkinn, 28,2 pró-
sent Sjáifstæðisflokkinn, 9,2 prósent
Alþýðubandalagið, 0,3 prósent Þjóð-
vaka, 2,8 prósent Kvennalista, 0,2
prósent Náttúrulagaflokkinn, 0,2
prósent Flokk mannsins og 0,2 pró-
sent Vestfjarðalistann. Aðrir listar
komust ekki á blað.
Fleiri taka afstöðu
í skoðanakönnuninni reyndust 33
prósent óákveðin og 5,3 prósent
neituðu að gefa upp afstöðu sína.
Alls tóku því 61,7 prósent aðspurðra
45%
40
35
30
25
20
15
10
5
>\
Kosn.
'95
Niðurstöður skoðanakönnunar DV
-►' >-
18/1 Kosn.
'96 '95
- til samanburðar eru niöurstööur fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga -
18/1 Kosn.
'96 '95
' -
18/1 Kosn.
'96 '95
jgL
-►' i -
18/1 Kosn.
'96 '95
►T I-
18/1 Kosn.
'96 '95
45%
40
35
30
25
20
15
10
5
► > °
18/1
'96
DV
Fylgi flokka
Skipan þingsæta
— samkvæmt skoöanakönnun —
afstöðu í könnuninni sem er mun
meira en í síðustu könnunum DV. í
könnuninni í nóvember tóku 51,7
prósent aðspurðra afstöðu til flokk-
anna.
Sé þingsætum skipt á milli flokka
samkvæmt fylgishlutfalli í könnun-
inni fengi Alþýðuflokkur 6 menn
kjörna, tapaði einum miðað við
kosningar síðasta vor. Framsóknar-
flokkur fengi 15 þingsæti, eins og er
á þingi, og hefur því náð aftur þeim
2 sætum sem töpuðust í síðustu
könnun. Sjálfstæðisflokkur héldi 30
þingsætum frá síðustu könnun sem
er viðbót um 5 sæti frá kosningun-
um.
Alþýðubandalagið fengi 9 menn á
þing sem er sama niðurstaða og í
kosningum og síðustu könnun.
Þjóðvaki þurrkast hins vegar út af
þingi, eins og áður sagði, og fengi
engann mann kjörinn. Þjóðvaki
fékk 1 þingsæti í síðustu könnun en
hefur 4 menn á þingi nú. Kvenna-
listi fengi 3 þingsæti ef gengið yrði
til kosninga, sem er sami fjöldi og á
þingi, en viðbót um eitt sæti frá
könnuninni í nóvember.
Skekkjumörk í könnun sem þess-
ari eru tvö til þrjú prósentustig.
-bjb
Tíu hestar drápust í eldi við Rauðavatn:
Hræðilegt þegar fer
svona um skepnurnar
- segir Gústaf Jakobsson sem átti fjögur hross í húsinu
„Það er hræðilegt þegar fer svona Gústaf Jakobsson bifreiðarstjóri en sem drápust í eldi í Fiárborgum við
um skepnurnar, innilokaðar," segir hann átti fjóra af þeim tíu hestum Rauðavatn í gær. Tíu hestar voru í
húsinu og drápust þeir allir.
Talið er að eldurinn hafi komið
upp um hádegisbilið en menn sem
voru á ferð á staðnum tilkynntu um
brunann til slökkviliðsins klukkan
13.07. Þá var húsið fullt af reyk.
Greiðlega gekk að slökkva og tókst
að koma í veg fyrir að eldurinn bær-
ist í áfasta hlöfu.
Reykurinn varð hestunum að
fjörtjóni því eldur var ekki mikill.
Hestunum var gefið um klutta tíu
um morguninn og var þá allt með
felldu. Rafmagn var á töflu í húsinu
en engin ljós á. Upptök eldsins eru
óviss en getum er að því leitt að
hann hafi kviknað út frá rafmagn-
inu.
Gústaf missti þama tvö reiðhross
Tíu hross voru í hesthúsinu þegar
eldurinn kom þar upp í gær. Þau
drápust öll vegna reyks. DV-mynd S
og tvö folöld. Hann á nú eitt trippi
eftir en það var úti. Hin hrossin sex
voru í eigu venslafólks Gústafs.
Hann kvaðst 1 samtali við DV ekki
viss um hvort hann kæmi sér upp
hestum að nýju. -GK
stuttar fréttir
15-30% lækkun
iðgjalda
Skandia og NHK
International buðu 15-30% und-
ir markaðsverði tryggingarið-
gjalda í tryggingaútboði FÍB. Is-
lensku félögin buðu ekki lækk-
un. Utvarpið greindi frá.
3\ Fákeppni í tryggingum
Samkeppnisstofnun segir að
fákeppni sé á tryggingamarkaði
þar sem þrjú félög ’hafi 80-90%
viðskiptanna, skv. Stöð 2.
Ósk prests hafnað
Sóknarnefnd Langholts-
kirkju hafnaði í gær ósk sókn-
arprestsins um að segja org-
anistanum upp störfum, skv.
útvarpi. Málið er í höndum
biskups.
Samningaviðræður
áný
Yfirstjórn Landspítala og
röntgentæknar áttu samninga-
viðræður á ný í gær eftir viku
hlé. RÚV sagði frá.
-GHS