Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Blaðsíða 32
36
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
Verður með óvenjulega sýningu í Gerðarsafni:
Hef alltaf verið veik fyrir dramatík
...
- segir Steinunn Þórarinsdóttir myndhÖggvari
Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari með eitt af þeim verkum sem hún er að klára fyrir sýningu sem verður í Lista-
safni Kópavogs, Gerðarsafni, í febrúar. DV-mynd Brynjar Gauti
\ ; '
Myndhöggvarafélaginu en erum
núna um sjötíu."
Vinnustofa Steinunnar er í bak-
húsi við Framnesveg. Þar hefur hún
haft aðstöðu í tólf ár og komiö sér
vðl fyrir. Hún segir að upphaflega
hafi eitt fyrsta bílaverkstæðið í
Reykjavík verið í húsnæðinu og þar
var m.a. gert við leigubíla frá Stein-
dóri. Þegar Steinunn flutti með
vinnustofu sína í húsið deildi hún
því með nokkrum öðrum en nú er
hún ein eftir. Hún segist ekki finna
fyrir einmanaleika. „Það eru oft svo
mikil læti heima að mér finnst gott
að komast í kyrrðina hér,“ segir
hún. „Ég er yfirleitt frá hádegi til
sex á daginn við vinnu og reyni að
vera skipulögð.“ Hún segist þó
stundum fá heimsóknir frá öðrum
listamönnum og það sé mjög
skemmtilegt.
Snyrtilegur sjónvarps-
maður '
Steinunn er gift Jóni Ársæli Þórð-
arsyni, hinum landsþekkta sjón-
varpsmanni á Stöð 2, og eiga þau
tvo syni, 13 og 2ja ára. Hún segist fá
mikinn stuðning frá fjölskyldunni
og þar sem Jón Ársæll sé mikið
snyrtimenni komi hann alltaf öðru
hverju á vinnustofuna og þrífi. Að
auki hefur hann verið mikil hjálp-
arhella þegar Steinunn vinmn- með
stóra og þunga hluti. Hún segir að
gera orginal úr leir, tek mót af hon-
um, steypi síðan í það mót gifsi, þá
fær Málmsteypan gifsið og gerir
annað mót, þannig að þetta er marg-
þætt,“ útskýrir hún. „Hugmyndim-
ar að þessum verkum era allar ein-
hvers konar litlir prívatheimar
mannsins en með þeim er ég að
glíma við mörkin milli fantasíu og
raunveruleikans. Oft eru verkin frá-
sagnarkennd þó ég hafi ekki viljað
skilgreina þau stíft, enda sér fólk
alltaf mismunandi hluti út úr lista-
verkum."
Fjölgun listamanna
Efnahagslægð undanfarinna ára
hefur komið við listamenn eins og
aðra landsmenn. Steinunn segist
hafa fundið fyrir þessum samdrætti.
„Fólk sparar fyrst við sig listaverk,"
segir hún. „Það hefur heldur ekki
verið mikið um pantanir á stærri
verkum undanfarin þrjú ár. Að auki
hefur orðið mikil fjölgun lista-
manna á undanfómum árum og það
hefur leitt til samkeppni. Svo virðist
sem ungt fólk velji sér listgreinar í
Steinunn segir að eiginmaður henn-
ar, Jón Ársæll Þórðarson, hafi mik-
inn skilning á listum, enda skapandi
maður.
ríkari mæli þegar það fer í fram-
haldsnám. Þegar ég kom heim frá
námi vorum viö um fimmtán í
Jón Ársæll sé mikill listamaður í
sér. „Hann er mjög skapandi og nýt-
ir það vel í sínu starfi," segir hún.
Á heimili þeirra á Bráðræðisholt-
inu eru mörg verk, stór og smá, sem
Steinunn hefur gert. Hún segir að
það sé mikill misskilningur hjá
fólki að stór listaverk geti ekki ver-
ið inni á heimilum. Steinunn hefur
gert mörg listaverk fyrir vini og
kunningja sem heillast hafa af verk-
unum á heimili hennar.
Steinunn hefur starfað sem lista-
maður í sextán ár. Hún fór aldrei í
myndlistarskóla né á námskeið hér
á landi heldur fór í menntaskóla.
„Ég hafði ekki áhuga á neinum slík-
mn myndlistarnámskeiðum þó að
ég hefði mikinn áhuga á listum frá
bamsaldri," segir hún. Árið 1974 fór
Steinunn til Englands, í listaskól-
ann Portsmouth College of Art &
Design. Hún tók BA-próf frá
Porthsmouth Polytechnic, Fine
Arts, árið 1979 og hélt þá til Bologna
á Ítalíu í áframhaldandi listnám í
Accademia di Belle Arti.
„Það var aldrei neitt annað sem
kom til greina hjá mér en listir,“
segir hún. Þegar Steinúnn var
spurð þeirrar sígOdu spumingar
hvort margt listafólk væri í hennar
aett svaraði hún brosandi: „Nei, það
eru aðaUega prestar og kennimenn í
minni ætt.“
Veik fyrir dramatík
- En er það ekki frekar sjald-
gæfara en hitt að konur velji sér
höggmyndagerö?
„Ekki núorðið. Það voru ekki
margar konur þegar ég kom heim
frá námi. Auk þess eru mörkin orð-
in minni á milli höggmyndalistar og
myndlistar almennt. Það eru alltaf
ákveðnir örðugleikar að skOgreina
listina, hvað er list og hvað er nytja-
list, og menn rífast gjaman um
þaö.“
Steinunn segir að hún hafi gaman
af að gera stór og krefjandi lista-
verk, eins og t.d. minnisvarðana.
„Þá er oft spennandi að tengja verk-
ið því umhverfi sem það mun
standa í,“ segir hún. „Mér þykja sjó-
mannaminnisvarðar dramatiskir en
ég hef aUtaf verið veik fyrir drama-
tík. Einnig hefur verið skemmtOegt
að brjóta upp það form sem hafði
áður verið hefðbundiö."
Hvert einasta verk sem Steinunn
hefur gert á sér ákveðna sögu sem
hún skráir i bók en hefur ekki gert
opinbera. „Oft em þessar útskýring-
ar bara ein setning eða eitt orð.
Stundum hef ég skráð drauma og
þess vegna verða sum verkin
draumkennd. Ætli ég sé ekki
draumóramanneskja svona í og
meö,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir
myndhöggvari. Sýning hennar i
Gerðarbergi, Listasafni Kópavogs,
mun standa í tvær vikur.
-ELA
„Ég er búin að vera í eitt og hálft
ár að undirbúa þessa sýningu en
hún hefur þó verið lengur í gerjun.
Ég hef aUtaf unnið mikið með figúr-
ur en á síðustu sýningu voru engar
manneskjur heldur frekar beinar
skírskotanir í náttúruna. Á þessari
sýningu verð ég hins vegar aftur
með þessar figúrar en ákveðinn
samruna með þeim verkum sem ég
var með síðast,“ segir Steinunn Þór-
arinsdóttir myndhöggvari í samtali
við helgarblað DV. Steinunn ætlar
að opna sýningu í Gerðarsafni í
Kópavogi um miöjan febrúar. Þar
verða fjórtán ný verk sem unnin
era úr pottjámi, blýi, gifsi og gleri.
Steinunn hefur haldið fjölmargar
einka- og samsýningar, jafnt hér á
landi og erlendis. Verk hennar hafa
hvarvetna vakið mikla athygli enda
þykir hún ekki fara troðnar slóðir í
list sinni. Altaristafla, sem Stein-
unn gerði fyrir Kópavogskirkju,
þykir t.d. mjög sérstök. Þá hefur
hún gert minnisvarða um látna sjó-
menn sem standa í Grandarfirði og
í Sandgerði. Einnig hefur Steinunn
gert verk sem nú eru í eigu Reykja-
víkurborgar, Seölabanka Islands,
Hafnarfjarðarbæjar, Borgarkringl-
unnar, ÁTVR í Mjódd, Stjómsýslu-
hússins á ísafiröi og margra fleiri
stofnana og heimOa.
Steinunn segist hafa unnið mikið
með jám í gegnum tíðina en þó ekki
pottjárn eins og hún gerir nú, nema
í stærstu verkum. „Ég hef alltaf ver-
ið tengd dökkum lit og hann hefur
fylgt mér. Ætli þaö sé ekki vegna
þess að hann tengist íslenskri nátt-
úru. Þessi lífræni litur höfðar mjög
sterkt til mín,“ segir hún.
Erfiðasta sýningin
í altaristöfluna í Kópavogskirkju
notaði Steinunn grjót sem hún sótti
í Borgarholtið, umhverfi kirkjunn-
ar, en annar hluti steinsins er inni í
kirkjunni og hinn fyrir utan en
sama áletrun á þeim báðum. Með
grjótinu notaði Steinunn gler en
hún segist einmitt hafa mjög gaman
af að blanda ólíkum efnum saman.
„Ég þarf aOtaf að vinna með mörg
efni i einu,“ segir hún.
Steinunn segir að mikO vinni
liggi í undirbúningi fyrir þessa sýn-
ingu. „Þetta er örugglega erfiðasta
sýning sem ég hef sett upp. Það er
langur aðdragandi frá þvi verk er
hafið og þar til því lýkur. Hugmynd-
in verður fyrst tO á blaði, i skissu,
en einnig skrifa ég ýmsar hugleið-
ingar um verkið. Ég byrja á því að
Altaristafla Kópavogskirkju sem Steinunn gerði.
Minnisvarði um látna sjómenn í Grundarfirði. Þetta verk Áhrif nefnist þetta verk Steinunnar sem hún gerði árið 1987 en það er unn-
gerði Steinunn árið 1989 og kailar það Sýn. jð úr leir og gleri.