Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 Trausti Sveinbjörnsson Traustl Sveinbjörnsson raf- magnsiðnfræðingur, Álfabergi 14, Hafnarfirði, verður fimmtugur á mánudaginn. Starfsferill Trausti fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Flensborgarskóla 1963, lærði rafvélavirkjun hjá Gunnari Auðuni Oddssyni og lauk sveins- prófi í þeirra grein 1968, lærði raf- magnsiðnfræði við Tækniskóla ís- lands og lauk þaðan prófi 1973. Trausti vann á verkfræðistof- unni Rafteikningu 1973-87 en stofn- aði þá ásamt fleiri verkfræðistof- una TERU sf. sem hann starfrækir enn. Trausti var formaður frjálsí- þróttadeildar Breiðabliks 1971-73, sat í stjórn skíðadeildar Hrannar, var fulltrúi í skíðaráði Reykjavík- ur fyrir það félag og er þar nú varafulltrúi, situr í varastjórn Frjálsiþróttasambands íslands frá 1994, í landsliðsnefnd FRÍ frá 1993 og situr í stjórn frjálsíþróttadeildar FH. Trausti var landsliðsmaður í frjálsum íþróttum 1967-70 en hann keppir enn í frjálsum íþróttum og á nokkur íslandsmet í öldungaflokk- um í frjálsum íþróttum og sundi. Fjölskylda Trausti kvæntist 3.7. 1971 Ing- veldi Einarsdóttir, f. 23.1.1950, hús- móður sem jafnframt starfar við ræstingar. Hún er dóttir Einars Ögmundssonar, fyrrv. forstöðu- manns og vörubifreiðastjóra, og k.h., Margrétar Bjarnadóttur hús- móður. Börn Trausta og Ingveldar eru Björn, f. 13.2.1971, starfsmaður hjá ísal, en unnusta hans er Helga Halldórsdóttir; Bjarni Þór, f. 24.11. 1974, starfsmaður hjá Sorpu; Ólafur Sveinn, f. 5.5. 1977, nemi við Iðn- skóla Hafnarfjarðar. Allir eru þeir bræður í landsliði íslands i frjáls- um íþróttum. Systur Trausta eru María, f. 7.12. 1944, bankastarfsmaður, búsett í Danmörku; Margrét Ólöf, f. 29.6. 1947, bankastarfsmaður í Hafnar- firði; Ásta, f. 26.1.1955, starfsmaður á Sólvangi, búsett í Hafnarfirði; Ólöf Þóra, f. 14.3. 1957, hjúkrunar- fræðingur og ljósmóðir, búsett í Keflavík; Erla, f. 20.8. 1962, meina- tæknir, búsett i Hafnarfirði. Foreldrar Trausta eru Svein- bjöm Ólafsson, f. 17.10.1916, renni- smiður í Hafnarfirði, og k.h., Borg- hildur Svanlaug Þorláksdóttir, f. 28.6. 1924, húsmóðir. Ætt Sveinbjörn er bróðir Guðrúnar, ömmu Rúnars Kristinssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu. Sveinbjörn er sonur Ólafs Sveins, b. að Syðra-Velli, Sveinssonar, b. á Klöpp á Miðnesi, Högnasonar, b. í Reykjadal, Árnasonar. Móðir Ölafs var Ólöf, hálfsystir Ólafs Ólafsson- ar, fríkirkjuprests í Reykjavík. Ólöf var dóttir Ólafs, dbrm. og bæj- arfulltrúa í Reykjavík, Ólafssonar, b. á Ægissíðu í Holtum, Sigurðs- sonar og Valgerðar Erlendsdóttur, b. í Litla-Klofa, Jónssonar. Móðir Ólafar var Finnbjörg Finnsdóttir, b. á Reynifélli, Finnbogasonar. Móðir Sveinbjörns var Margrét, systir Guðrúnar, langömmu Magn- úsar Kjartanssonar tónlistar- manns. Margrét var dóttir Steins, b. í Miklaholti í Biskupstungum, Jónssonar, b. í Unnarholti, Odds- sonar, b. í Austurhlíð, Jónssonar, b. á Brúnastöðum, Magnússonar. Móðir Margrétar var Ingunn Þor- kelsdóttir, b. á Stóru-Borg í Gríms- nesi, Guðmundssonar. Móðir Ing- unnar var Guðrún, dóttir Sigurðar 0mælU Trausti Sveinbjörnsson. Einarssonar og Ingunnar Bjama- dóttur, ættforeldra Galtarættarinn- ar. Borghildur er dóttir Þorláks, b. í Veiðileysu á Ströndum, Guð- brandssonar, b. þar, Guðbrands- sonar. Móðir Borghildar var Ólöf Sveinsdóttir, b. á Kirkjubóli í Stað- ardal, Sveinssonar. Trausti og Inga taka á móti gest- um í Iðnaðarmannahúsinu, Hall- veigarstíg 1, Reykjavík, sunnudag- inn 21.1. frá kl. 20.00-23.00. Til hamingju með afmælið 20. janúar 85 ára Petra Björgvinsdóttir, Hvannabraut 1, Höfn í Hornafirði. Margrét Kristinsdóttir, Víðimýri 7, Akureyri. 80 ára Jóhannes Þórð- ur Jónsson, fyrrv. kaupfélags- stjóri á Suðureyri við Súgandafjörð, síðan starfsmaður SÍS og Samá- byrgðar íslands á fiskiskipum, Hrafnistu v. Kleppsveg, Reykja- vík. Eiginkona hans var Geirþrúður Svava Valdimarsdóttir sem lést 1990. Jóhannes býður vinum og vanda- mönnum í kaffi í sal safnaðar- heimilis Bústaðarkirkju í dag kl. 15.00. 75 ára Tómas Haukur Jóhannsson, Hólmgarði 38, Reykjavík. 70 áxa Lillý A. Jónsson, Efstasundi 26, Reykjavík. 60 ára Baldur Sigurgeirsson, Digranesheiði 47, Kópavogi. Jóhann S. Björgvinsson, Unufelli 33, Reykjavík. Eyþór Ólafsson, Skeiðflöt, Mýrdalshreppi. Ólafur M. Ólafsson, Blikahólum 4, Reykjavík. Óli Viktorsson, Unufelli 24, Reykjavík. Katrín Kristjánsdóttir, Hringbraut 52, Keflavík. Guðbjörg E. Guðmundsdóttir, Hveriísgötu 78, Reykjavík. Ævar S. Ragnarsson, Álfabergi 30, Hafnarfirði. 50 ára Sigurbjörg Magnúsdóttir, Meðalbraut 22, Kópavogi. Jónína Þorgrímsdóttir, Ytri-Tungu, Snæfellsbæ. Jóhanna Jensdóttir, Faxabraut 2A, Keflavík. Finnur A.P. Fróðason, Skúlagötu 61, Reykjavík. 40 ára Tómas Leifsson sölumaður, Brekkusíðu 2, Ak- ureyri. Kona hans er Sig- ríður Gunnars- dóttir. Þau taka á -móti gestum á Dátanum í Sjall- anum laugardag- inn 20.1. kl. 20.00-23.00. Margrét Rósa Jónsdóttir, Fífumóa 16, Njarðvík. Sigríður Halldóra Sveinsdóttir, Saurbæ, Lýtingsstaðahreppi. Sigurður H. Tryggvason, Birkihlíð 11, Vestmannaeyjum. Kolbrún Pálina Hannesdóttir, Kársnesbraut 59, Kópavogi. Hólmfriður G. Sigurðardóttir, Heiðarlundi 8C, Akureyri. Guðrún Anna Tómasdóttir, Fornasandi 3, Rangárvallahreppi. ísleifur Ólafsson, Kleifarvegi 11, Reykjavík. Gyða Jónsdóttir, Nesbala 98, Seltjarnarnesi. Hrodny Joffrid Svava Olsen, Kirkjubæjarbraut 11, Vestm.eyjum. Haraldur Ólafsson, Hjallavegi 40, Reykjavík. Nýjar greinar í Námsflokkunum Nýtt... Ritlist I og II - námskeið í að skrifa fyrir börn Skapandi skrif Námskeiðið er þjálfun í að skrifa fyrir böm ýmiss konar afþreyingar- og skemmtiefni og að miðla til þeirra nauðsynlegum upplýsingum. Þátttakendur fá æftngu í að skrifa fyrir ólíka miðla og þjálfun í að gagnrýna, taka gagnrýni og að lúta ritstjóm. 12 vikur á kr. 8.800 Kennarar: Arni Arnason og Elísabct Brekkan Kvikmyndafræði: Saga, rýni og táknfræði Kvikmyndalistin í eina öld verður rakin með ítarlegum dæmum. Kvikmyndarýni og táknfræði kynnt með æfingum. Hópurinn hefur aðgang að stóru myndbandasafni sem geymir allar mikilvægar myndir allra tíma (innifalið í námskeiðsverðinu). 10 vikur á kr. 6.600 Kennari: Oddur Aibertsson Innritun stendur yfir í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvcgi 1. Sími: 551 2992 og 551 4106 ...og spennandi! Tvöfaldur 1. vinningur! -vertu viðbúinm vinningi FÖNDURNÁMSKEIÐ Vinsælu föndurnámskeiðin okkar eru að hefjast. NÁMSKEIÐSSTAÐUR: VÖLUSTEINN, Faxafeni 14, sími 588 9505 KERAMIKNÁMSKEIÐ: FIMMTUDAGA GRÆNLENSKUR PERLUSAUMUR: ÞRIÐJUDAGA SILKIMÁLUN: ÞRIÐJUDAGA KLÆÐA MACKINTQSH’S DÓSIR: ÞRIÐJUDAGA FIMO LEIRNÁMSKEIÐ: FIMMTUDAGA NÁMSKEIÐSSTAÐUR: TÓMSTUND, Reykjavíkurvegi 68, sími 656 0165 KLÆÐA MACKINTQSH'SDÓSIR: MÁNUDAGA KLÆÐAALBÚM: MÁNUDAGA MOPPUDÚKKUGERÐ: ÞRIÐJUDAGA OG MIÐVIKUDAGA FIMO LEIRNÁMSKEIÐ: ÞRIÐJUDAGA SILKIMÁLUN: MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA Öll námskeið hefjast kl. 20.00 á báðum stöðum. Skráið ykkur tímanlega ^VÖLUSTEINN TÓMSTUND Fáðu þér miða fyrir kl. 20.20 á iaugardaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.