Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 32 skák íslenskir stórmeistarar náöu góð- um árangri á alþjóðlegum mótum í Gausdal í Noregi á dögunum og Lin- ares á Spáni, sem lauk í vikunni. í Linares tefldu Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson. Þeir höfnuðu í 3. sæti með 7,5 v. af 10 mögulegum en sigurvegari varð Rússinn Shchekachev. í Gausdal varð Margeir Pétursson í 2. sæti með 6,5 v. af 9 mögulegum, hálfum vinningi á eftir Ian Rogers frá Ástr- alíu. Þröstur Þórhallsson, alþjóðleg- ur meistari, deildi 3. sæti með 6 vinninga og hækkar við það nokkuð á stigum í áttina að stórmeist- aratitli. Helgi Ólafsson stórmeistari er sá eini atvinnustórmeistaranna sem ekki hefur verið á faraldsfæti að undanförnu. Hann brýtur nú heil- ann um annars konar viðfangsefni Sma> . auglýsingar Nýjar greinar í Nómsflokkunum Nýtt... Fyrrverandi Júgóslavía - saga og trúarbrögð Saga svæðisins er rakin allt fram á þennan dag. Sérstök áhersla er lögð á þá þróun sem leiddi til skiptingar landsins í austur- og vestursvæði (þ.e. svæði Króata og Serba, með Bosníu sem „landið á milli“). Áhersla verður lögð á Tító-tímann og fjallað nánar um þá þætti pólitískrar sögu, trúarbragðasögu og hag- sögu sem hafa mótað þjóðimar; viðhorf þeirra, örlög og samskipti innbyrðis og við aðrar þjóðir. 10 vikur á kr. 6.600 íslam - sem trúarbrögð, siðakeríl og menningarheild Fjallað verður um upphaf íslams og pólitíska sögu íslamsheimsins. Einnig hvemig íslam sem trúarbrögð er samofið mannkynssögunni og hvemig sagan skýrir útþenslu íslams á síðari hluta þessarar aldar. Sérstök áhersla verður lögð á þýðingu íslams í samtímanum,m.a. hvað varðar bókstafshyggju, afstöðu til kvenna, afstöðu til Vesturlanda og áhrifa þaðan. 10 vikur á kr. 6.600 Kennari: Dagur Þorleifsson ...og spennandi! Hestaleigan Reynisvatni Viö efnum til verölaunasamkeppni um nafn á folaldinu sem fæddist svo óvænt síðastliðinn aðfangadag. Folaldiö er hestur, rauður, tvístjörnóttur. Verðlaun eru kr. 25,000.- í peningum - og útivistardagur að Reynisvatni með veiði í vatninu og útreiðartúr fyrir fjölskylduna. Þátttakendur þurfa að senda tillögur sínar fyrir 1. febrúar n.k. til Ólafs Skúlasonar, hestaleigunni Reynisvatni, Laxalóni, 110 Reykjavík. Formaður dómnefndar er Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi. Komi fleiri en ein tillaga að sama nafninu verður dregið um vinningshafa. Reynisvatn, útivistarperla Reykjvíkur, fyrir alla fjölskylduna. sem dómari í spurningakeppni framhaldsskólanna. Ónefndur er Helgi Áss Grétarsson en hann situr nú að tafli í Wij aan Zee í Hollandi, þar sem fram fer ár- leg skákhátíð. Helgi Áss teflir í „B- flokki" sem þrátt fyrir nafngiftina er skipaður mjög öflugum skák- meisturum. Stigahæstur er enski stórmeistarinn Tony Miles með 2635 Elo stig en skák þeirra í 2. umferð lauk með jafntefli. í fyrstu umferð gerði Helgi Áss einnig jafntefli við Garcia frá Kólumbíu en þriðju skák sinni tapaði hann fyrir Úkraínu- manninum Stripunski. Að loknum þremur umferðum höfðu Bologan og Stripunski hlotið 2,5 vinninga, Delemarre hafði 2, Onichuk, Van der Wiel, Antunes, Van de Mortel og Miles 1,5 v., Helgi Áss 1 og aðrir minna. En víkjum sögunni að efsta flokki í Wijk aan Zee. Keppendavalið þar varpar ljósi á hvers vegna flokkur Helga Áss er nefndur „B-flokkur“. Svo virðist sem óvenjuvel hafi til tekist, a.m.k. ef dæma má af sérlega fjörlegri taflmennskunni í byrjun mótsins. Að loknum fimm umferðum var góðkunningi okkar íslendinga, Ivan Sokolov, einn efstur með 4 vinninga - hafði aðeins leyft tvö jafntefli. Ro- bert Hubner, Vassily Ivantsjúk, Al- exei Dreev og Sergej Tivjakov höfðu 3 v., Gelfand hafði 2,5 og síðan komu Lekó, Topalov, Anand, Shirov og Pi- ket með 2,5 v. Timman og Adams höfðu 1,5 og Van Wely rak lestina með 1 vinning. Ivan Sokolov hefur verið búsettur í Hollandi síðustu ár eftir að hann hvarf úr heimaborg sinni, Sarajevo. Hann virðist kunna vel við sig á nýjum heimavelli og lætur ekki sitt eftir liggja til að glæða skákirnar lífi. Skákin við Topalov í fjórðu um- ferð er gott dæmi um tápmikla tafl- mennskuna. Umsjón JónLÁmason Hvítt: Ivan Sokolov Svart: Veselin Topalov Benónívörn. I. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. e4 g6 7. f4 Bg7 8. Bb5+ Sokolov velur eitt skarpasta af- brigðið sem hvítum stendur til boða gegn Benónívörn svarts. Löngum hefur verið talið skást fyrir svartan að svara biskupsskákinni með 8. - Rfd7 en illt er að þurfa að hreyfa riddarann sem þegar er kominn fram á borðið - og kostar tíma. 8. - Rbd7 Slæmt er 8. - Bd7 vegna 9. e5 Rh5 10. Rf3 og svartur á afar erfitt upp- dráttar. Leikur Topalovs hefur freistað margra þrátt fyrir að svart- ur komist nú ekki hjá liðstapi. 9. e5 dxe5 10. fxe5 Rh5 11. e6 Þannig vinnur hvítur manninn á d7 en fær svartur nægar bætur með skjótari liðsskipan? II. - Dh4+ 12. g3! Rxg3 13. hxg3 Dxhl 14. Be3 Bxc3+ 15. bxc3 a6 16. exd7+ Bxd7 17. Bxd7+ Kxd7 18. Db3 b5 19. 0-0-0! Svartur hefur náð að laga liðs- muninn. Nú stendur kóngur hans á bersvæði en sá hvíti fmnur sér á hinn bóginn prýðilegt skjól. Topalov hefur trúlega ekki metið þessa stöðu rétt við undirbúning sinn fyrir skákina. 19. - Hhe8 20. Bxc5 Hac8 21. Bd4 Dg2 22. Da3 Dxg3 23. Dxa6 Hxc3+ 24. Kb2! Hcc8 25. Dxb5+ Kd6 26. Kal! Nú eru úrslitin raunverulega ráð- in. Öllu skiptir að kóngsstaðan sé traust í svona opnu tafli. 26. - Da3 27. Bb2 Dc5 28. Da6+ Kd7 29. Da4+! - Og nú gafst Topalov upp. Svarið við 29. - Kd6 yrði 30. Ba3 eða 29. - Kd8 30. Bf6+ Kc7 31. d6+ og eftir at- vikum d6-d7 og enn er fokið í flest skjól. DÚða epp ni SYNING í PERLUNNI Það fremsta í íslenskri umbúðahönnun og -framleiðslu helgina 20.-21. janúar 1996. Opið kl.13.00-18.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.