Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Blaðsíða 4
FÓSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 Fréttir Niðurskurðarhnífurinn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur: Lendir ekki á yfirmönn- um sem fækkar sáralítið - fækkun á hjúkrunarsviði „Við gerðum athugasemd við fjölda yfirmanna þegar við unnum í bráðabirgðastjórninni. Við fengum danska ráðgjafa sem skiluðu skýrslu þar sem þeir lögðu til breyttan fjölda yfirmanna. Þeir bentu á að fimm manna fram- kvæmdastjóm væri ákjósanleg og þar með var aðstoðarforstjórastað- an talin óþörf,“ segir Halldór Árna- son sem sat i bráðabirgðastjórn við sameiningu spítalanna tveggja, Landakotsspítala og Borgarspítala. Drög að sparnaði, sem nemur 384 milijónum á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur, hafa verið lögð fyrir heilbrigðis- ráðherra þar sem fyrst var lagt til að stöðugildum yrði fækkað um 96 og legurúmum fækkað um 77. Heil- brigðisráðherra hefur ekki sam- þykkt þetta en sátt hefur náðst um að stöðugildum fækki um þrettán. Ekki kemur þó til uppsagna um þessi mánaðarmót. Danskir ráðgjafar ráðlögðu fækk- un í yfirstjóm spítalans, um fimm stöður í framkvæmdastjóm Sjúkra- húss Reykjavíkur en eftir samein- ingu er um að ræða sex stöður. Fækkað hefur um tvo í fram- kvæmdastjóminni við sameiningu spítalanna. Einn af stjórnendum Landakots er nú forstjóri Sjúkra- hússins á Selfossi en hjúkranarfor- stjóri Landakots er nú forstöðumað- ur starfsmannaþjónustu Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hennar staða var mynduð við sameininguna. Sam- kvæmt upplýsingum DV kemur ekki til fækkunar þeirra 27 yfir- manna sem enn eru á spítalanum eftir sameiningu. Hreyfing innanhúss „Það er fjarri því að Sjúkrahús Reykjavíkur sé ofalið af stjómend- um. Ég tala nú ekki um við breyt- ingu eins og þessa því mörg ný stjómunarverkefni koma upp vegna sameiningarinnar. Þetta er mikil úrvinnsla, bæði viðkvæm og flókin. Það er gríðarlegt áiag á stjórnend- um spítalans núna,“ segir Kristín Á. Ólafsdóttir, formaður stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Yfirstjórn spítalans er í höndum forstjórans, Jóhannesar Pálmason- ar, og aðstoðarforstjóra, Loga Guð- brandssonar. Að auki er einn starf- andi hjúkranarforstjóri og einn lækningaforstjóri. Þá eru tveir framkvæmdastjórar, annar yfir fjár- mála- og áætlanasviði og hinn yfir þróunar- og gæðasviði. Hjúkranar- framkvæmdastjórar eru nú sjö og forstöðulæknar sjö. Hjúkranarfor- stjórum hefur fækkað um fimm en forstöðulæknum hefur aftur á móti fjölgað um einn. Þær leiðir sem samþykktar hafa verið til sparnaðar innihalda sparn- að sem nemur 110 milljónum á ár- inu. Ráðgert er að ná spamaði fram með hagræðingu og sameiningu Niðurskurðarhnífurinn hangir yfir starfsmönnum Sjúkrahúss Reykjavikur en ekki hefur verið ákveðið að fækka í röð- um yfirmanna. deilda. 70 milljónir verða sparaðar með því að taka ekki í notkun í Fossvogi lyfjadeildarrúm sem vora á Landakoti. Einnig er ráðgerður 23 milljóna spamaður með sameiningu endurhæfingar- og taugadeildar í eina deild á Grensási, svo eitthvað sé nefnt. „Ekki kemur til uppsagna 1. febrú- ar en gert er ráð fyrir að stöðugild- um fækki um þrettán. Það er spurn- ing hvort uppsagnir innanhúss muni geta ráðið ferðinni og við gætum frekar boðið fólki upp á hreyfingu innanhúss. Það er ákveðin hagræð- ing í því að hafa mátulega mönnun," segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri. -em Síðasti dagurinn Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, átti sinn síð- asta starfsdag í fyrradag og hélt síðdegis áleiðis á Snæfellsnes þar sem hann sest í stól bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Guðjón hefur starfað hjá Al- mannavörnum í 25 ár, þar af hefur hann verið framkvæmdastjóri í 17 ár, og tengst starfsfólkinu þar traustum böndum. Guðjón kvaddi starfsmenn sína á skrifstofunum síðdegis í fyrradag og stimplaði sig út í síðasta skipti en hann átti einmitt að mæta til vinnu á nýja staðnum klukkan átta í gærmorg- un. DV-mynd Sveinn Almannavarnir ríkisins: Tólf sækja um starf framkvæmdastjóra Tólf umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Almannavarna ríkisins þegar umsóknarfrestur rann út 10. janúar síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá dóms- málaráðuneytinu er verið að fara yfir umsóknirnar og kalla umsækj- endur í viðtal. Umsækjendur era: Benedikt Þór Gústafsson raf- magns- og stærðfræðingur, Garðar Lárasson rafmagnstæknifræðingur, Gylfi Ástbjartsson verkfræðingur, Harald S. Holsvik rafvirki, Jóhann- es Reykdal, upplýsingafulltrúi Al- mannavarna í neyðartilvikum, Leif- ur Benediktsson verkfræðingur, Magnús Hallgrímsson verkfræðing- ur, Sigurður Þórður Ragnarsson, B.Sc. í jarðfræði, Sigurvin R. Sig- urðsson véltæknifræðingur, Sólveig Þorvaldsdóttir verkfræðingur, Tryggvi Felixson hagfræðingur og Þorsteinn Þorsteinsson flugvéla- verkfræðingur. -GHS Fiskistofa neitar að leiðrétta eigin mistök: Sektar fyrir umframafla sem ekki var veiddur - eins og að tala við steininn, segir Lárus Guðmundsson útgerðarmaður „Það er eins og að tala við stein að eiga við þetta kerfi sem kallast Fiskistofa. Ég fékk um áramótin bréf frá stofnuninni, þar sem ég er sektaður um 93.116 krónur fyrir að hafa látið veiða 800 lestir umfram kvóta af grálúðu á síðasta ári á Siglunesi HF. Sannleikurinn er sá að báturinn veiddi enga grálúðu í fyrra. Ég lét ekki veiða svo mikið sem eina grálúðu af grálúðukvóta bátsins. Þess í stað var grálúðukvót- inn færður frá Siglunesinu HF yfir á togara. Sú færsla var í einu og öllu gerð samkvæmt tölvuútskrift frá Fiskistofu um stöðuna hjá bátnum og færslan var samþykkt af Fiski- stofu. Það var stofnunin sem gerði mistök en neitar nú að leiðrétta þau, kennir mér um og sektar mig,“ sagði Lárus Guðmundsson, útgerðarmað- ur Sigluness HF, í samtali við DV. Hann segist vera búinn að tala við þá sem þessu ráða hjá Fiskistofu og það sé alveg sama hvernig hann bendi þeim á mistök þeirra, því er neitað og ekki hlustað á nein rök. Lárus segist nú ekki eiga annarra kosta völ en að kæra Fiskistofu til að ná rétti sínum i þessu máli. Sekt- ina muni hann að sjálfsögðu aldrei greiða. -S.dór Akranes: Tillaga um flugvöll enn felld DV, Akranesi: Bæjarstjórn Akranes felldi 30. janúar með 5 atkvæðum gegn 4 tillögu Péturs Ottesens um að flugvöllur verði gerður á Akra- nesi. Það er annað árið í röð sem tillaga þess efnis er felld í bæjarstjóm. Bygginga- og skipulagsnefnd bæjarins telur að staðurinn, sem hún valdi og er í landi Innsta- Vogs, norðvestan við þjóðveg- inn, sé sá eini sem kemur til greina innan bæjarmarkanna. „Ég tel að það sé nauðsynlegt fyrir okkur með ferðaþjónust- una og fleira í huga að hafa hér flugvöll. Það er tímaskekkja að leggjast gegn þessu. Innsti-Vog- ur er eini staðurinn sem kemur til greina. Það þýðir ekki að vera að berja hausnum við steininn í leit að nýjum stað. Ég gefst ekki upp og mun flytja til- lögu aftur að ári,“ sagði Pétur Ottesen í samtali við DV. -DÓ Skákþing Reykjavíkur: Torfi Leifsson heldur sínu striki Torfi Leósson, ungi strákurinn sem komið hefur svo á óvart á Skák- þingi Reykjavíkur, heldur sínu striki. í 10. umferðinni i gærkvöldi vann hann Hrannar Baldursson og hefur eins vinnings forskot fyrir síðustu umferðina. Torfi, sem er 17 ára, þarf þvi jafntefli í lokaumferð- inni til að verða skákmeistari Reykjavíkur. Hann hefur hlotið 9 vinninga af 10 mögulegum en næstir koma Sig- urður Daði Sigfússon og Bergsteinn Einarsson með 8 v. Síðasta umferð mótsins verður tefld í kvöld. -Hsím Borgey hf.: Kaupir Húnaröstina !< og fær kvótann Verið er að ganga frá kaupum út- gerðarfyrirtækisins Borgeyjar hf. á Höfn í Homafirði á 50 prósenta hlut í nótaskipinu Húnaröst RE. Húna- röstin verður í eigu Borgeyjar hf. og Hákonar Magnússonar og fjölskyldu til helminga. Halldór Árnason, framkvæmda- ' stjóri Borgeyjar, segir að Húnaröstin verði skráð á Hornafirði fyrir mán- aðamót og færist þá kvótinn, 1.400- 1.600 þorskígildi, eftir því hvernig loðnukvóti er metinn inn í, frá Reykjavík til Hornafjarðar. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.