Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Side 2
fréttir
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996
Enginn farvegur fyrir meöferð á klögumálum á hendur biskupi:
Ég er búin að gera
það sem ég ætlaði mér
- segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sem sakar biskup um tilraun til nauðgunar
Sigrúnar er líka orðið of gamalt til
„Tilgangur minn var fyrst og
fremst að ná sáttum við séra Vigfús
og að leggja í hendur siðanefndar
ábyrgðina af þessari vitneskju.
Ábyrgðin hefur legið þungt á mér
lengi," segir Sigrún Pálína Ingvars-
dóttir þroskaþjálfi sem sakað hefur
Ólaf Skúlason biskup um tilraun til
nauðgunar fyrir 17 árum. Ólafur
var þá prestur í Bústaðasókn en Sig-
rún sóknarbarn hans.
Drengur fær
gervihönd
Ríkisstjómin hefur ákveðið aö
bjóða sjö ára dreng frá Bosníu
hingaö til lands tii aö gangast
undir læknisaðgerð og kemur
hann líklega í næstu viku ásamt
móður sinni. Drengurinn fékk
sprengjubrot í höndina fyrir
þremur árum og missti hana við
úlnlið. Hér leggst hann inn á
Landspítalann og fær gervihönd.
Þórir Haraldsson,' aðstoðar-
maður heilbrigðisráðherra, segir
að drengurinn eigi skyldmenni,
sem komu hingað til lands fyrir
ári síðan, og hafi þau mæðginin
bækistöðvar hjá þeim meðan á
dvölinni stendur.
Kostnaðurinn nemur einni
milljón króna og verður upphæð-
in tekin af ráðstöfúnarfé rikis-
stjórnarinnar. -GHS
Götumarkaður
í Kringlunni
í tileöii af því að útsölum í
Kringlunni er að ljúka hafa um
40 verslanir þar staðið að götu-
markaði síðan á miðvikudag og
lýkur honum á morgun, sunnu-
dag, en þá verða nokkrar versl-
anir opnar. Verslanir verða opn-
ar til kl. 18 í dag, laugardag.
Vörurnar eru á borðum úti á
ganginum og verðið fer niður úr
öllu valdi. Það verður því ósvik-
in götumarkaðsstemning, sölu-
fólk hrópar til að auglýsa vörur
sínar og jafnvel er hægt að
prútta.
í Ævintýra-Kringlunni á
þriðju hæð er bamagæsla. -ÞK
Sigrún sagði prestunum séra
Pálma Matthíassyni og séra Vigfúsi
Þór Ingvarssyni frá reynslu sinni og
ætlaðist til að þeir ræddu mál sitt í
hópi presta. Svo fór ekki og nú um
síðustu mánaðamót kærði Sigrún
séra Vigfús til siðanefndar Prestafé-
lagsins íyrir að hafa ekki beitt sér í
málinu.
Sættir hafa tekist í máli Sigrúnar
og séra Vigfúsar en hið upphaílega
vandamál Sigrúnar, þ.e. meintar
misgjöröir biskups gagnvart henni,
var af hálfu siðanefndar vísað til
stjómar Prestafélagisns og biskups.
Öllum sem DV hefur rætt við ber
saman um að enginn farvegur sé
innan kirkjunnar eða félags presta
til að greiða úr máli Sigrúnar. Þá
mun stjórn Prestafélagsins ræða
það á fundi eftir helgina en hefur
ekkert úrskurðarvald í málinu. Mál
aö þaö verði tekið upp fyrir dóm-
stólum. Ólafur Skúlason biskup
mun gefa út yfirlýsingu um málið
frá sinni hlið.
Mál Sigrúnar er og þannig vaxið
að þar standa orð hennar á móti
orðum biskups. Hann hefur vísað
áburði Sigrúnar á bug og sagði við
DV í gær að hann væri ósannur.
-GK
6ær voru kampakátar, stjórnarþhlgkZImarSivFriðleifsdóttir og Lára Margrét Ragnarsdóttir, Þegar Ijósmyndari DV
rakst á þær niðri í þinghúsi á dögunum. Lára Margrét vakti mikla athygli þegar hun 9reldd'atk^' 9^" ‘ nri GS
Rússa í Evrópuráðið. Meira að segja vitnaði stórblaðið Le Figaro i ummæli hennar vegna þess mals. DV mynd GS
Frumvarp Qármálaráðherra um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins mætir andstöðu.
Hugsun sem byggist á
forsendum forstjóranna
....oQCTir ncnrmnHiir .TrmíiQQnn fnrmaðnr RSRB
- sem við sættum okkur ekki við, segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB
„Þarna er verið að taka á öllum ingar á allri uppbyggingu kjara- ”-K U"K 4 u”"" h’,nrln’' kinr spm harna er
okkar réttindum og skyldum. Auk samninga. Þarna er verið að fara
þess sem verið er að leggja til breyt- með kjarasamning út í stofnamr
Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö ,r ö d d \
hringja í síma 904-161)0. 39,90 kr. mínútan. Já 11 FOLKSINS-
Nel2j 904-1600
k að afnema
skylduáskrift að RUV?
með það í huga að forstjórar stofn-
ana verði nær alls ráðandi um
launakjörin," segir Ögmundur Jón-
asson, formaður BSRB, um þau
frumvarpsdrög sem fjármálaráð-
herra hefur lagt fram til kynningar.
I þessum drögum er gert ráð fyr-
ir því að fyrst verði gerðir einhverj-
ir grunnsamningar milli stéttarfé-
laga og ríkisins en síðan verði ein-
staklingsbundnir samningar á for-
sendum forstjóranna hjá ríkisfyrir-
tækjum. Ögmundur segir þetta vera
hugsrm sem byggi á forsendum for-
stjóranna.
„Öll réttindin sem menn hafa
byggt á og er að finna í lögum og
reglugerðum, sem sprottin eru upp
úr kjarasamningum, eru nú í upp-
námi Þetta eru sem sé hin lög-
bundnu kjör sem þarna er verið að
setja í uppnám. Menn hafa setið vik-
um og mánuðum saman í kjara-
samningum og þjarkað um minni
háttar breytingar á réttindum al-
mennt. Ef menn ætla síðan að
dengja hér fram lagafrumvarpi til
breytinga á því öllum saman, þar
sem öllu réttindakerfmu er umturn-
að, þá hafa menn hlaupið inn í hina
hrikalegu nýsjálensku mistaka-
smiðju sem orðin er víti til varnað-
ar um allan heim,“ sagði Ögmundur
Jónasson.
Hann segir ennfremur aö það sé
ekki að furða þótt opinberir staifs-
menn kalli frumnvarpsdrögin „leift-
ursókn gegn launafólki" og mót-
mæli þeim af öllum kröftum.
-S.dór
Stafnes KE:
Veiðibann fyr-
ir að landa
fram hjá
Sjávarútvegsráðuneytið hef-
1 ur svipt Stafnes KE hefur veiði-
rétti í hálfan-mánuö frá og með
deginum í dag vegna löndunar
: á afla framhjá vigt.
Þann 8. desember í haust var
f þorski landað á tveimur bílum
| úr bátnum í Sandgerði. Öðrum
bílnum var ekið framhjá hafn-
1 arvoginni með rúmlega fimm
I tonnum af þorski. Eftirlits-
; menn sáu hvað gerðist og var
; málið kært.
Lörgeglan hefur og rannsak-
| að má lið en enn er óákveðið
hvort það verður sent ríkissak-
sóknar til meðferðar. -GK
stuttar fréttir
Samkomulag
ekki rofið
Menntamálaráöherra telur að
t samkomulag við kennara hafi
ekki verið rofið í frumvarps-
i drögum um réttindi kennara.
■ Kennarafélögin eru hætt sam-
starfi við stjórnvöld. Útvarpið
| sagðifrá.
Landsfundur
í október
Landsfundur Sjálfstæðis-
| flokksins verður haldinn 10.-13.
október. Þá verða þrjú ár frá því
síöasti fundur var haldinn. RÚV
greindi frá.
Hús frá 1902 Hfið
Hús í Reykjavík frá 1902 var
rifið og sett á áramótabrennu
um áramótin án samráðs við
borgarminjavörð og umhverfis-
málaráö. Útvarpið sagði frá.
Viðræður um síldina
Norðmenn hafa boðið íslend-
ingum til Óslóar um mánaða-
mótin til viðræðna um skipt-
ingu síldarkvótans, að sögn
Bylgjunnar.
43% á móti
bankasölu
Meirihluti í skoðanakönnun
telur að einkaaðOar séu hæfari
til atvinnureksturs en ríkið, eða
54%, en 43% eru mótfallin því
aö ríkið selji Búnaðarbanka og
Landsbanka, skv. Vísbendingu.
TAESA fær aftur leyfi
TAESA hefur aftur fengið
leyfi til að fljúga til Islands þar
sem skýrt hefur verið hvers
vegna vél frá öðru flugfélagi
hafi verið send hingað. Útvarp-
ið sagði frá.
Reglur um gjaldskrá
Landbúnaðarráðherra fær
heimild til að setja reglur um
gjaldskrá fyrir dvöl dýra í ein-
angrunarstöð, samkvæmt frum-
varpi um innflutning dýra. Út-
varpið greindi frá.
Verðlækkun á ýsu
Verð á heilli ýsu og nýjum
ýsuflökum hefur lækkað um 3%
að meðaltali, skv. verðkönnun
Samkeppnisstofnunar í febrúar,
miðað við sama tíma í fyrra.
Meiri aukning
en áður
Atvinnulausum hefúr fjölgaö
um 23,2% frá því í desember og
hefur atvinnuleysi aukist um
tæp 28% frá desember til janúar
I síðustu 10 árin. Aukningin nú
: er meiri en síðustu þrjú ár.
Bowie kemur hingað?
David Bowie kemur hugsan-
lega á Listahátíð í sumar, skv.
RÚV.
Miðstjórn í Kópavogi
Miöstjórnarfundur Alþýöu-
bandalagsins verður haldinn í
I Kópavogi um helgina. -GHS
B.—.