Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Page 6
6 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 JjV fútíönd stuttar fréttir Drepinn við skóla Korsískur þjóðemissinni var ! skotinn til bana fyrir utan skóla í I borginni Ajaccio í gær og voru aðrir aðskilnaðarsinnar þar að verki. í ESB og NATO Alexander Kwasniewski, | forseti Pól- Ílands, sagði eft- ir viðræður við ungverskan starfsbróður sinn, Arpad Goncz, i gær að löndin tvö | þyrftu að starfa saman að því að : komast í NATO og ESB en ekki ' keppa hvort við annað. I Afmæli fagnað Mikið var um dýrðir í Norður- Kóreu í gær í tilefni 54 ára afmælis : verðandi leiötoga landsins en ekki j gekk það svo langt að hann væri krýndur eftirmaður fóður síns, Kims Il-sungs sáluga. Tímabundin spenna Stjómvöld á Taívan segja að spennan í samskiptunum við Kína sé aðeins tímabundin og hverfi þeg- ar misskilningi milli ríkjanna verði eytt. Þing leyst upp Scalfaro Italíuforseti leysti þing landsins upp í gær til að hægt væri að boða til þingkosninga. íhuga bann Spænsk stjómvöld sögðu í gær að 1 þau kynnu að banna starfsemi I stjómmálaarms ETA, aðskilnaðar- samtaka Baska. Tokyo skelfur Öflugur jarðskjálfti, sem átti upp- I tök sin undir hafsbotni, skók Tokyo, höfuðborg Japans, í gær en ekki er vitað um meiðsl eða skemmdir. Deilt um tilgang Hersveitir NATO segjast hafa fundið þjálfunarbúðir fyrir hryðju- verkamenn á vegum Bosníustjómar sem segir hins vegar að þama sé á ferðinni njósnaskóli. Solana til vesturs Javier Sol- Íana, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, heldur til Kanada og Bandaríkjanna i næstu viku til að sýna sig og sjá aðra og mmi m.a. hitta að máli Jean Chrétien, forsæt- isráðherra Kanada, og Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Neytendavænt ESB ESB hefur i hyggju að auðvelda neytendum sem kaupa gallaða vöm að leita réttar síns fyrir dómstólum. Kauphöllin í Wall Street: Þreyttir fjár- festar „Það kom einhver þreyta í fjár- festana eftir hasar síðustu daga en þeir munu fara af stað aftur innan skamms tíma,“ sagði verðbréfamiðl- ari í Wall Street í samtali við Reut- er- fréttastofuna. Dow Jones hluta- bréfavísitalan náði sögulegu há- marki sl. þriðjudag þegar hún fór yfir 5.600 stig en eftir það hefur hún lækkað. Eftirspurn eftir hlutabréf- um hefur minnkað eftir nokkuð mikla ásókn undanfarnar vikur. Fyrstu vikuna í langan tíma voru söguleg met ekki slegin í kauphöll- um eins og í London, Frankfurt, Tokyo og Hong Kong. í London og Hong Kong voru hlutabréfavísitöl- urnar hins vegar á uppleið og nálg- uðust sögulegt hámark sl. fimmtu- dag. Bensín- og olíuverð á heimsmark- aði hækkaði talsvert í vikunni, einkum gasolía vegna aukinnar húshitunar. -Reuter Olíuslysið við strendur Wales ógnar fuglalífi: Olíubrákin komin upp i fjorusteina — allur tiltækur búnaður notaður við björgunarstörfin Atta kílómetra löng olíubrák úr ol- íuflutningaskipi, sem strandaði und- an ströndum Wales á fimmtudags- kvöld, var farin að koma að landi síð- degis í gær og stóð fuglalífí á svæð- inu mikil ógn af. Fjögur þúsund tonn af olíu fóru í sjóinn þegar leki kom að skipinu við strandið, skammt frá hafnarbænum Milford Haven. „Hún er komin upp á nokkrar strendur en ég get ekki sagt til um hversu margar þær eru. Einhver dýr hafa oröið fyrir barðinu á henni en ekki mjög mörg að svo stöddu," sagði embættismaður. „Veðrið er að breyt- ast og við erum með fimm flugvélar í viðbragðsstöðu, tilbúnar að úða á ol- íubrákina." Höfnin í Milford Haven, sem er miðstöð olíuhreinsunar, var lokuð í gær og héldu dráttarbátar olíuskip- inu á floti. Svo virtist sem tekist hefði að stöðva lekann. „Við höfum tekið í notkun næstum hvert einasta tæki sem við gátum fengið í Bretlandi til að fást við at- burð af þessu tagi,“ sagði Joe Small, yfirmaöur stofnunar sem berst við sjávarmengun. Um borð í skipinu voru 130 þúsund tonn af hráolíu úr Norðursjó á leið í hreinsistöð Texaco í Milford Haven. Umhverfisverndarsinnar hafa krafist ítarlegrar rannsóknar á strandinu. Reuter Poppstjarnan Madonna er í Argentínu um þessar mundir þar sem hún leikur titilhlutverkið í kvikmyndinni Evitu, um þjóðardýrling þeirra Argentínumanna, Evu Peron. Hér sést söngkonan við kvikmyndatökur í bænum Zapiola. Flest- ir Argentínumenn eru andvígir því að Madonna leiki Evu Peron. Símamynd Reuter Danir hæstánægðir og tilbúnir að færa fórnir Danir eru ánægðari með þjóðfé- lagið sem þeir lifa í og eigið lif um þessar mundir en þeir hafa verið undanfarin fimmtán ár. Þeir eru viljugir til að færa fórnir til að leysa aðkallandi samfélagsvandamál og þeir eru einnig í vaxandi mæli til- búnir að taka meiri ábyrgð á eigin tilveru en áður. Þetta kemur fram í könnun sem sálfræðideild Árósaháskóla stóð fyr- ir á árunum 1982 til 1994. Alls tóku níu þúsund manns þátt í könnun- inni, 1800 í hverri lotu. Frá þessu er skýrt í danska blaðinu Politiken. Könnunin leiddi m.a. í ljós að hvorki fleiri né færri en 31 prósent aðspurðra sögðust tilbúnir að greiða hærri skatta og. 60 prósent eru tilbúin að herða sultarólina ef stjórnmálamenn krefiast þess, eins og þeir gerðu á níunda áratugnum. Eggert Petersen prófessor, sem stjórnaði rannsókninni, segir að í ljósi niðurstaðna könnunarinnar eigi ríkisvaldið, og ekki síst jafnað- armannaflokkurinn, að höfða meira til fórnarvilja dönsku þjóðarinnar og löngunar hennar til að vera með í að koma landinu aftur á réttan kjöl. Hann segir að flokkurinn muni hágnast á því. „Grundvallaratriði í stjórnmálum er að segja almenningi hvað sé raunhæft að ætla sér og hvað sé nauðsynlegt. Almenningur þolir vel að heyra slíkt, ef rökin eru góð,“ segir Eggert Peterseh. Friðflytjendur í Bosníu eftir á nóbelslista Bill Clinton Bandaríkjafor- • seti og Richard Holbrooke, j harðskeyttur j;í samningamað- ur hans í Bos- níu-deilunni, I® eru meðal rúmlega eitt hundrað manna sem þegar hefur verið stungið upp á fyrir friðarverðlaun Nóbels á þessu ári. Norska fréttastofan NTB hafði það eftir ónafhgreindum heimild- armönnum að margir aörir lykil- menn í friðargerðinni i Bosníu væru einnig á listanum, menn eins og Franjo Tudjman Króatíuforseti, Slobodan Milosevic Serbíuforseti og Alija Izetbegovic Bosníuforseti. Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkisráöherra Noregs, og Dav- id Owen, sem stjórnuðu í samein- ingu alþjóðlegri ráðstefnu um fyrr- um Júgóslavíu, eru einnig hugsan- legir kandídatar. Lögfræðingur krukkarí Skálafjalls- málið P Danski lögfræðingurinn John Petersen hefur verið skipaður sak- | sóknari í hinu umdeilda færeyska | máli sem kennt er við togarann Skálafiall. Sjö færeyskir kaup- 1 sýslumenn voru fyrir ekki löngu ■: sýknaðir af ákæru um fiársvik í tengslum við togarasmiðina. Petersen fær það hlutverk að ■: sannfæra Eystri landsrétt í Kaup- mannahöfn um að fram hafi komið afgerandi nýjar upplýsingar í mál- inu frá því ríkissaksóknari ákvaö í desember að áfrýja því ekki þar | sem ekki væru neinar líkur á aö það ynnist fyrir rétti. Skálafiallsmálið var prófmál fyr- ir mörg önnur mál þar sem of mik- il lán voru veitt við smíði fær- eyskra togara. Mál þessi hafa kost- að danska skattgreiðendur 2,5 milljarða íslenskra króna. Frönskumæl- andi ræða um Internetið Fulltrúar frönskumælandi ríkja sitja á fundum í frönsku borginni Bordeaux til að bera saman bækur sínar um hvernig hægt sé að spoma við yfirráðum enskunnar á Internetinu og efla þátt frönskunn- ar í þessum vaxandi miðli. Klúbbur frönskumælandi þjóða hefur ákveðið að hasla sér völl á Internetinu til að gefa m.a. fátæk- um Afríkuþjóöum aðgang að nýrri upplýsinga- og samskiptatækni. í heiminum eru 400 milljónir frönskumælandi manna. Jeltsín leikur á als oddi í kosn- ingabaráttunni ■ Borís Jeltsín Rúss- landsforseti lék á als oddi í gær þegar hann ávarpaði verkamenn í stáliðjufyrir- tæki í bænum Tsjeljabinsk á fyrsta degi kosningabaráttu sinn- ar, þrátt fyrir htlar vinsældir með- al þjóðarinnar, ef marka má skoð- anakannanir. Hann tilkynnti á ; fimmtudag aö'hann ætlaði að sækj- ast eftir endurkjöri í sumar. „Ég er í baráttuskapi," sagði Jeltsín og baðaði út handleggjun- um. „Baráttan verður erfið en þungu fargi er af mér létt eftir að ég tilkynnti ákvörðun mína." Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis | DAX-40 1 2500í* yv 2400 v. 11 _ffj f- 2423 N D J F Hong Kong Hang Seng

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.