Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Side 22
22
sakamál
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 JLlV
w
Bandarískir rannsóknarlögreglu-
menn þykja með þeim lífsreyndari í
sinni grein en þeir sem komu inn í
hið vel búna einbýlishús í
Lynchburg í Virginíuríki morgun
einn árið 1983 urðu að viðurkenna
að þar væri aðkoman með því ljót-
asta sem þeir hefðu séð. Það var
sem hreint blóðbað hefði átt sér
stað.
Það voru nágrannar sem kölluðu
á lögregluna, ekki þó af því þeir
hefðu orðið varir við hávaða heldur
af því að Haysoms-hjónin höfðu
ekki sést á ferli í nokkra daga.
íbúarnir í Lynchburg urðu skelf-
dir þegar ljóst varð hvað gerst hafði.
Eigendurnir, hjónin Derek Haysom,
sjötíu og tveggja ára, og Nancy,
fimmtíu og fimm ára, lágu í blóði
sínu. Bæði höfðu þau notið mikillar
virðingar í bænum, enda þóttu þau
fulltrúar hinna efnameiri, og að
auki var Haysom-nafnið þekkt, þvi
ættin hafði búið þar í nokkrar kyn-
slóðir. Fólk spurði því hvað hefði
getað leitt til þess að þau hefðu ver-
ið myrt á þann óhugnanlega hátt
sem raun bar vitni.
leit að
Hafði dregið sig í hlá
Derek Haysom hafði um árabil
búið í Afríkuríkinu Ródesíu, sem
heitir nú Zimbabwe, en þar hafði
hann gegnt stjórnunarhlutverki í
járn- og stáliðjuveri. En þegar ald-
urinn færðist yfir hann ákvað hann
að flytjast heim til Bandaríkjanna.
Og þar hafði hann verið um nokk-
urt árabil þegar þau hjón voru
myrt.
Fljótlega létu rannsóknarlög-
reglumennirnir eftir sér hafa að
innandyra í húsi Haysoms-hjón-
anna hefði verið líkast því sem fyr-
ir augu ber i sláturhúsum.
Derek og Nancy Haysom höfðu
verið stungin til bana en síðan skor-
in á barkann. Ljóst var af ýmsum
áverkum að hinn fullorðni maður
hafði reynst að verjast árásarmönn-
unum en án árangurs. Var hann
með skurði og sár á handleggjum og
höndum. Eftir drápin höfðu ódæðis-
mennirnir teiknað undarlegar
myndir á gólfið með blóði fómar-
lambanna. Þá hafði öllum húsgögn-
um verið snúið þannig að framhlið
þeirra sneri í norður. Ýmis djöfla-
tákn höfðu verið teiknuð á tré-
klædda veggi og táknið „666“ skorið
i viðinn. Þannig var umhorfs í stof-
unni þar sem morðin höfðu verið
framin en í næsta herbergi fundust
undarleg fótspor sem sýndu að
morðingjarnir höfðu dansað ber-
fættir í hlóði fórnarlambanna.
Hjónin höfðu átt nokkur börn og
yngst þeirra var dóttirin Elizabeth.
Foreldrar hennar höfðu tilnefnt
hana bústjóra eftir sinn dag. Var
hún tekin til yfirheyrslu ásamt
systkinum sínum en ekkert þeirra
kvaðst geta varpað neinu ljósi á
þennan óhUgnanlega atburð. Til
þess að sannreyna framburð þeirra
voru þau öll beðin um fótafor og
voru þau síðan borin saman við þau
sem verið höfðu í hliðarherberginu.
Reyndust engin þeirra koma heim
og saman við fótaförin í því.
Elizabeth, sem var nú orðin bú-
stjóri, þótti grunsamlegust systkin-
anna, eins og ef til vill mátti búast
við. Hún var sú sem hefði aðgang að
eigum og fjármunum ættarinnar
þar til þeim hefði verið skipt milli
erfingjanna. En hún las lögfræði við
Virginíuháskóla og kvaðst hafa fjar-
vistarsönnun. Var gengið eftir
Elizabeth Haysom.
henni og fékkst staðfesting á því að
hún hefði verið í skólanum þegar
morðin voru talin hafa verið fram-
in. Þar með þótti ljóst að hún væri
ekki sek um þátttöku í þeim. Urðu
rannsóknarlögreglumennirnir að
viðurkenna að þeim hefði ekkert
orðið ágengt og næstu vikur og
mánuði kom heldur ekkert fram
sem varpaö gat ljósi á það sem gerst
hafði.
Ferð án fjár
Hálfu ári eftir morðin fór Eliza-
beth frá Bandaríkjunum ásamt elsk-
huga sínum, Jens Soering. Brottför
þeirra var fyrirvaralaus og þegar
rætt var við kunningja þeirra
skýrðu þeir svo frá að þeim hefði
ekki verið kunnugt um að þau væru
á förum. En þar sem morðin voru
enn óupplýst þótti lögreglumönnun-
um, sem unnu enn að rannsókn
málsins, rétt aö kanna hvernig ferð-
um unga fólksins væri háttað.
í ljós kom að þau höfðu skilið bíl
Elizabeth á stæði við flugvöllinn í
Jens Soering.
Virginíu, þaðan sem þau höfðu flog-
ið til San Juan i Puerto Rico. Þar
settust þau að á hóteli en héldu það-
an í skyndi án þess að greiða reikn-
inginn.
Frá Puerto Rico héldu þau til
Austurlanda, fyrst til Hong Kong en
síðan til Taílands, en komu svo til
Englands árið 1986. Þá voru liðin
þrjú ár frá morðunum.
Nú leit út fyrir að Elizabeth væri
orðin félaus því að parið fór nú að
gefa út falskar ávísanir og nota
fþlsk greiðslukort.
Handtakan
Það var hnupl í stórverslun sem
varð til þess að enska lögreglan
hafði hendur í hári Elizabeth
Haysom. Hún var tekin með eitt-
hvert smáræði sem hún var að
reyna að koma ógreiddu úr verslun-
inni og þegar komið var með hana á
lögreglustöð og skoðað í handtösku
hennar kom í ljós að hún var með
vegabréf á ýmsum nöfnum og röð
greiðslukorta. Þar gaf hún þó upp
rétt nafn. Enska lögreglan hafði síð-
an samband við lögregluna í Virgin-
íu sem upplýsti þá að Elizabeth
hefði um þriggja ára skeiö legið
undir grun um þátttöku í tvöföldu
morði.
Leit var nú gerð í íbúðinni sem
þau Elizabeth og Jens Soering höfðu
tekið sér á leigu í London. Kom þá í
ljós margt sem almennt er talið
heyra til fólki sem leggur stund á
svartagaldur, vúdú-brúður, nálar og
fleira.
Einnig fundust í íbúðinni mörg
bréf frá Elizabeth til Jens. Hafði
hún skrifað þau fyrir morðin en í
þeim kom fram að hún var haldin
miklu hatri á bæði foður sí'num og
móður. Bréfin höfðu einnig að
geyma umijöllun um svartagaldur
og morð í anda trúarsiða.
Morðmálið
rannsakað á ný
Fundurinn í íbúðinni vakti mikla
athygli ensku lögreglumannanna og
þótti augljóst að ástæða væri til að
hefja yfirheyrslur yfir þeim Eliza-
beth og Jens vegna morðanna í
Virginíu. Komu nú lögreglumenn
þaðan til að kynna sér nánar það
sem fundist hafði og ræða við hin
grunuðu.
Ferð Bandaríkjamannanna tafðist
nokkuð og þegar þeir komu til Lon-
don hafði unga parið verið dæmt í
ársfangelsi fyrir ávísana- og
greiðslukortamisferli og búðahnupl.
Elizabeth gaf hins vegar þá yfirlýs-
ingu við komu mannanna að hún
hefði ekkert á móti því að verða
flutt til Virginíu til frekari yfir-
heyrslna. Hún væri saklaus af
morðunum.
Jens var hins vegar þýskur ríkis-
borgari og hélt því fram að lögum
samkvæmt yrði að sækja morðmál-
ið gegn honum í Þýskalandi en ekki
í Bandaríkjunum.
Framsalið
Lagaflækjur töfðu framgang máls-
ins i nokkra mánuði en loks tókst
bandarískum yfirvöldum að fá því
framgengt að bæði Elizabeth og
Jens yrðu framseld. Nokkru síðar
voru þau svo send flugleiðis til
Virgínu í fylgd rannsóknarlögreglu-
manna. Þar var á ný farið yfir öll at-
riði málsins og nú þótti það margt
komið fram sem benti til aðildar að
morðunum, þar á meðal að fjarvist-
arsönnun Elizabeth gæti reynst
haldlaus, að saksóknaraembættið
gaf út ákæru. Var hún á þá leið að
Jens hefði myrt Haysoms-hjónin en
Elizabeth hefði hvatt til morðanna
og tekið þátt í þeim.
Réttarhöldin vöktu mikla athygli,
eðli málsins vegna, og flýtti það fyr-
ir málalokum að Elizabeth játaði
sekt sína.
„Þetta var allt saman mín hug-
mynd,“ sagði hún. Gerði hún svo
grein fyrir þvi að hún hefði fengið
andúð á foreldrum sínum og hvern-
ig hún hvatti til morðanna. „En það
var Jens sem framdi þau,“ sagði
hún. Síðan bætti hún við því sem
fáir gleyma sem í réttarsalnum
voru:
„Ég er lafði Makbeð tuttugustu
aldarinnar!"
Þetta hrópaði Elizabeth hárri
röddu og þótti nú flestum sem til
heyrðu ljóst að hún hefði, vægast
sagt, einkennilegar skoðanir á sér
og lífinu.
Elizabeth Haysom var dæmd í
niutíu ára fangelsi en Jens Soering
fékk tvöfaldan lífstíðardóm.
Hver var ástæðan?
Þessari spurningu var varpað
fram eftir að málið var til lykta
leitt. Hvað olli því að ung stúlka, af
efnuðum foreldrum, sem las lög-
fræði við virtan bandarískan há-
skóla, lagði út á þá braut sem hún
hafði gert?
Eins og oft í slikum tilvikum var
reynt að leita skýringarinnar i upp-
vextinum en þar virtist hana ekki
að finna. Elizabeth hafði fengið
venjubundið uppeldi og virst eðlileg
á unglingsárunum. Fram kom aftur
á móti að þegar hún kom í háskóla
hneigðist hún til djöflatrúar. Hún
kynntist þar fólki sem stundaði
vúdú. Það leiddi svo til þess að hún
fór að stunda svartagaldur. Og Jens
Soering var fús til að lifa því lífi
sem hún fór þá að lifa.
Þar með var hluti skýringarinnar
fenginn. En þegar Elizabeth var að
því spurð hvers vegna hún hefði far-
ið að leggja svona mikið hatur á for-
eldra sína svaraði hún engu.