Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Page 24
24
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 JD"V"
„Klárir,“ kallaði stimvaktarmað-
urinn niður í borðsal. Hásetarnir og
stýrimenn þustu upp og hlupu inn í
stakkageymslu og gerðu sig klára.
Innan stundar voru kapparnir
komnir upp á dekk og voru reiðu-
búnir að kasta. Það var þétt lóðning
undir bátnum og innan stundar
kallaði karlinn „laggo“ og stýrimað-
urinn bergmálar skipunina. Háfin-
um var hent út og innan skamms
þaut nótin út úr nótakassanum á
miklum hraða.
Síldarkóngur á loðnu
Við erum um borð í Húnaröst
SF-550 skammt suðaustur af
Hrollaugseyjum. Lagt hafði verið úr
höfn á Hornafirði, þar sem Húna-
röstin landar, um klukkan hálfsjö.
Bræla hafði verið á loðnumiðunum
fyrr um daginn þannig að nokkur
kvika var þar þegar komið var
þangað eftir hálfs annars tima stim.
Á annan tug skipa var nokkuð þétt
og öll ýmist að dæla úr nótinni, að
kasta eða gera sig klár fyrir næsta
kast.
Skipstjóri um borð í Húnaröst er
Hákon Magnússon, síldarkóngur á
síðustu vertíð. Hann er jafnframt
Skipið orðið sigið enda um 600 tonn
komin í lestirnar. Sjórinn flæðir yfir
dekkið og menn stökkva upp á lest-
arlúgur og kranafestingar til að
blotna ekki um of.
Landburður af loðnu. Löndunargengið, Oddur, Hugi, Sigurður og Villi, lætur blóðvatnið buna i lestina.
DV-myndir pp
Það getur verið þröngt i stakka-
geymslunni þegar mönnum liggur á
að komast í galiana og upp á dekk.
eigandi útgerðarinnar á móti
Borgey á Hornafirði sem nýlega hef-
ur keypt sig inn í reksturinn. Hann
var í besta skapi enda nýbúinn að
landa fullfermi og hafði náö tveim-
ur túrum á einum sólarhring. Loðn-
an var orðin frystingarhæf og því
toppverð á aflanum. Hásetunum
fannst hins vegar afurðaverðið held-
ur rýrt og hlutur vinnslunnar of
stór. Þeir hlustuðu því af áhuga á
kvöldfréttir útvarps sem aö stórum
hluta fjölluðu um loðnuverðið.
Þegar öll nótin var komin út og
hringurinn hafði verið sigldur var
tekið við að snurpa. Karlinn öskraði
skipanir út um gluggann í brúnni
og hundskammaði hásetana fyrir að
láta sig ekki vita af því að hætta
væri á að nótin færi í skrúfuna.
Áður en að því kom var hliðarskrúf-
unni beitt svo hvein og vældi í skip-
inu. Málunum var reddað og tekið
við að draga inn nótina. Aftur í
nótakassa mátti heyra hásetana
karpa um að þessi eða hinn tæki nú
ekki nóg á garninu, korkinum eða
lóðunum og gálginn væri ekki
hreyfður nógu mikið. Þegar hert
hafði verið að loðnunni var dælunni
slakað út í pokann.
Brimið fyrir utan Hornafjarðarós getur verið ógnvekjandi
á stundum.
Sannur sjóari með húðflúr á handarbakinu. Sigurður, 2. stýrimaður, gæðir sér Hamast í nótakassanum og togað í korkinn og garnið.
á hrognunum úr loðnunni sem verið er að landa.