Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Side 25
H)V LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996
25
imtim <zr
Skeggrætt um afurðaverðið í borðsalnum um leið og matast er. Oddur,
Raggi vélstjóri og Jón stýrimaður.
cinn
Mundi kokkur færir Hákoni Magnússyni skipstjóra kaffi og brauðsneið með
an verið er að dæia úr nótinni.
ATÍ/I' 3245 it
sami síminn ofj
Siemcns S3 plui
nóttina að stíma í land til að komast
inn til Hornafjarðar á flóðinu og
komast út síðdegis eftir að búið
væri að landa. Ef tekið væri annað
kast þýddi það hins vegar að bíða
þyrfti til hádegis eftir næsta flóði
því fulllestað ristir skipið eina 6
metra sem er of mikið fyrir innsigl-
inguna um Hornafjarðarós. Eftir að
hafa fengið sér kvöldhressingu fóru
því flestir í koju, þeir sem áttu lönd-
unarvakt til að leggja sig í klukku-
tíma, en hinir til að hvíla lúin bein.
Eftir hálfan annan tíma var kom-
ið inn til Hornafjarðar, um 8 tímum
eftir að lagt hafði verið í hann. Enn
var verið að landa upp úr Jónu Eð-
valds, hinum bátnum sem leggur
upp hjá Borgey í Hornafirði, en því
verki var þó lokið fljótlega. Einn túr
til viðbótar var að baki fyrir skip-
verja Húnarastar og nokkrir tugir
þúsunda runnir í vasa þeirra eftir
átta tíma erfiði að viðbættum öðr-
um eins tíma við löndun.
I ljós kom að kastið hafði .ekki
heppnast sem skyldi. Rúmlega
hundrað tonn fóru í lestirnar og því
var greinilegt að 650 tonn þurfti til
viðbótar ef sigla átti í land með full-
fermi. Þegar búið var að ganga frá
öllu og gera klárt á ný var dólað og
leitað að heppilega þéttri torfu. Þeir
sem verið höfðu úti á dekki fóru
niður í borðsal og fengu sér heitt í
kroppinn og eitthvað í gogginn.
Blaðamaður andaði hins vegar folur
að sér fersku lofti uppi í brú. Stuttu
síðar kallaði karlinn „klárir“ niður
í borðsal. Sama sagan endurtók sig.
í þetta skiptið hafði kastið hins veg-
ar heppnast vel og þegar helmingur
nótarinnar hafði verið dreginn inn
sindraði á silfraða loðnuna. Ekki
minna en 500 tonn af loðnu mættu
örlögum sínum.
Það var orðið þröngt um þau 15
til 20 skip sem voru að kasta á mið-
unum. Loðnan var á vesturleið og
stefndi yfir hraunbotn sem skip-
stjórarnir vildu síður kasta nótum
sínum yfir. Þegar í ljós kom að enn
vantaði um 100 tonn til að fylla skip-
ið var reynt að fá afgang hjá ein-
hverjum hinna skipanna sem voru
búin að fylla sig en áttu þó enn
slatta eftir í nótinni. Enginn átti þó
afgang og var því tekin sú ákvörðun
þegar klukkan var að ganga eitt um
18 tíma liðstaáa
1 llst. lleðslutími
100 rrúnútna stöðugt tal
Endurval á 5 síðustu númer
Símaskrá með 60 númera minni
(nafn og símanúmer)
2 w. loftnet sem [wrf ekki að draga út
Skýr og góður kristalskjár
Tíma og gjaldskrá
Læsing á lyklakorði
Slillanlegar Iiringingar
Síminn vvgur 2S0 gr.
- borgar sig
Grensásvegur 11* Sími 5 886 886
í tilefni bolludagsins M m
bjóðum við rjúkandi JSr
kaffi og rjómabollu
með ekta rjóma á aðeins 90 kr.
laugardag, sunnudag og mánudag
Verði ykkur
Frikki klár. Hleypur upp stigann frá
káetunum sem eru tveimur hæðum
neðar en dekkið.
Unnið að löndun úr Húnaröstinni á
Hornafirði. DV-mynd Júlía Imsland
Veitingastaður
Yfrdir s>imíir efUr