Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Side 27
DV LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 Island -plöturog diskar - . ( 7 ) Life Cardigans !. ( - ) Murder Ballads Nick Cave and The Bad Seeds I. (1 ) Crougie d’ou lá Emilíana Torrini I. ( 2 ) The Memory ofTrees Enya i. ( 3 ) Presidents of the United States... Presidents of the United States... i. ( 8 ) Waiting to Exhale Úr kvikmynd . ( 6 ) Boys for Pele Tori Amos i. (10) (What's the Story) Morning Glory? Oasis I. ( 5 ) Gangsta's Paradise Coolio I. ( 9 ) Melon Collie and the Infinite ... Smashing Pumpkins . (18) Jagged Little Pill Alanis Morrisette . (16) The Bends Radiohead . (11) (Different Class Pulp . ( - ) The Boy with The X-Ray Eyes Baylon Zoo . (Al) Reif í skóinn Ýmsir . (14) Crazysexycool TLC . (Al) Cypress Hill III (The Temple of...) Cypress Hill . (20) Liquid Swords Genius . ( 4 ) Pottþétt 1995 Ýmsir . (15) Maxinquaye Tricky London -iög- _ ( 1. (1 ) Spaceman Babylon Zoo ) 2. ( 2 ) Anything 3T | . t 3. ( - ) I Got 5 on It Luniz t 4. ( - ) Open Arms Mariah Carey • 5. ( 4 ) Lifted Lighthouse Family $ 6. ( 3 ) Slight Return Bluetones • 7. ( 6 ) One of Us Joan Osbourne * 8. ( 5 ) I Just Want to Make Love to You Etta James # 9 (7) Do U Still? East 17 t 10. ( 8 ) I Wanna Be a Hippy Technohcad NewYork | 1.(1) OneSweetDay Mariah Carey & Boyz II Men t 2. ( 3 ) Missing Everything but the Giri | 3. ( 2 ) Exhale (Shoop Shoop) Whitney Houston t 4. ( 6 ) Not Gon' Cry Mary J. Blige t 5. ( 9 ) Nobody Knows The Tony Rich Project t 6.(13) Sittin' Up in My Room Brandy i 7. ( 5 ) Hey Lover LL Cool J ) 8. ( 8 ) Be My Lover La Bouche i 9. ( 4 ) One of Us Joan Osbourne i 10. ( 7 ) Name Goo Goo Dolls Garth Brooks slær öllum við vestra Garth Brooks fær helming hagnaðarins af hverri plötu sem selst með honum og hefur tryggan plötusamning til sautján næstu ára. Það vakti heimsathygli á dögun- um þegar kántrítónlistarmaðurinn Garth Brooks neitaði því að hann ætti skilið að hljóta verðlaun sem tónlistarmaður ársins 1995 í Banda- ríkjunum og afþakkaði verðlaun sem átti að veita honum fyrir árang- urinn. Þetta gerðist við hátíðlega at- höfn er bandarísku tónlistarverð- launin - The American Music Award - voru afhent. Fólk varð agn- dofa þegar Garth Brooks gekk á svið, að því er virtist til að veita verðlaununum viðtöku og afþakk- aði þau síðan með þeim orðum að rokkhljómsveitin Hootie and the Blowfish hefði skilað mun betri ár- angri á síðasta ári og því hefðu að- standendur verðlaunanna átt að sjá sóma sinn í að verðlauna hljóm- sveitina en ekki sig. Því gæti hann ekki, samvisku sinnar vegna, gert annað en að skilja verðlaunagripinn eftir þar sem hann stæði. Undraskjótur árangur Svona getur væntanlega enginn hegðað sér nema sá sem hefur náð góðum árangri. Garth Brooks er að sönnu lítt'þekktur hér á landi og annars staðar í Evrópu seljast plöt- ur hans fremur lítið og tónleikasal- irnir sem hann kemur fram í eru ekki af stærri sortinni. í heimaland- inu, Bándaríkjunum, hefur enginn slegið þessum firnavinsæla kántrí- söngvara við hvað plötusölu varðar það sem af er áratugnum. Garth Brooks þurfti ekki að eyða árum eða áratugum í fátækt áður en hann sló í gegn. Allt frá því að fyrsta platan, Garth Brooks, kom út hafa vinsældir hans verið óumdeil- anlegar. Reyndar var hann búinn að eyða næstu fimm til sex árum á undan við að spila á börum og semja lög en það telst ekki langur tími þegar ungur maður hyggur á frama í tónlistinni. Brooks varð annars 34 ára fyrr í þessum mánuði. Hann aflaði sér góðrar menntunar í háskóla heima- ríkisins, Oklahoma, áður en hann gerðist atvinnumaður í tónlistinni. Á unglingsárunum þótti hann efni- legur íþróttamaður, bæði í frjáslum íþróttum, hafnabolta og amerískum fótbolta. Hann lauk námi í auglýs- ingafræðum og sótti jafnframt tíma í markaðsfræðum án þess þó að ljúka prófi í þeim. Margt hefur ver- ið sagt um hvernig Garth Brooks nýti sér menntun sína sér til fram- dráttar í tónlistinni. Sjálfur segist hann vita eftir árin í háskóla að fleiri kaupi miða á tónleika ef verð- ið sé lágt og að því leyti nýti hann sér menntunina. Einnig segir hann að það borgi sig að hafa gott efni í bolunum sem seldir eru með mynd- um af honum. Þá endast þeir lengur og auglýsa þar með listamanninn lengur en þeir bolir sem eru saum- aðir úr lélegum efnum og eyðileggj- ast eftir skamma hrið. Nashville heillar Það var árið 1985 sem Garth Brooks reyndi fyrst fyrir sér í há- borg kántrítónlistarinnar, Nas- hville. Þá hafði hann um skeið spil- að á börum sex kvöld vikunnar. Hann dvaldi innan við sólarhring í Nashville þegar hann kom þangað fyrst. Tveimur árum síðar reyndi hann fyrir sér aftur, þá kvæntur maður. Og eftir tveggja ára streð við að láta réttu mennina heyra í sér fékk hann loksins plötusamning. Eftir fimm ár krafðist hann þess að samningurinn yrði endurskoðaður og sú endurskoðun leiddi til þess að hann samdi við plötufyrirtækið Capitol til tuttugu ára og fær helm- ing hagnaðarins af hverju seldu ein- taki í sinn vasa. Samningar sem þessi eru einsdæmi i dægurtónlist- inni. Brooks þarf hins vegar sjálfur að standa straum af kostnaði við upptökur platna sinna, myndbanda- gerð og ýmsan annan rekstrarkostn- að. Það skyldi þó ekki blunda vísir að viðskiptafræðingi í auglýsinga- fræðingnum! Nýjasta plata Garths Brooks er Fresh Horses. Hún kom út í lok nóv- ember og hefur þegar hlot.ið hlýjar viðtökur kántríaðdáenda Þegar platan kom út voru liðin meira en tvö ár frá því að Brooks hafði síðast sent frá sér plötu með nýju efni en meðan hann afkastaði sem mestu gerðist það stundum að hann átti tvær til þrjár plötur meðal tíu hinna söluhæstu í Bandaríkjunum. Enginn kántrítónlistax-maður kemst með tærnar nálægt því þar sem Garth Brooks hefur hælana um þessar mundir. Menn sem slíkum árangri hafa náð geta leyft sér að setja ofan í við aðstandendur banda- rísku tónlistarverðlaunanna séu þeir ekki sammála þeim niðurstöð- um sem þeir komast að. -ÁT Bretland ——- plötur og diskar - — | 1.(1) (What's the Story) Morning Glory? Oasis | t 2. ( - ) Don't Stop Status Quo t 3. (20) Bizarre Fruti/Bizarre Fruit II M People I 4. ( 2 ) Jagged Little Pill Alanis Morrisette | 5. ( 4 ) The Bends Radiohead t 6. (- ) The Boy With The X-Ray Eyes Babylon Zoo I 7. ( 3 ) Different Class Pulp t 8. ( - ) Morder Ballads Nick Cave And The Bad Seeds t 9. (26) Welcome To The Neighbourhood Meat Loaf t 10. (- ) This World And Boy Marion Bandaríkin | 1. (1 ) Waiting to Exhale Úr kvikmynd t 2.(3) Jagged Little Pill Alanis Morrissette t 3. (- ) Str8 Off Tha Streetz Of Muthaph... Eazy-E | 4. ( 4 ) Daydream Mariah Carey | 5. ( 5 ) What's the Story) Morning Glory? Oasis t 6. ( 7 ) The Woman in Me Shania Twain | 7. ( 6 ) Sixteen Stone Bush | 8. ( 8 ) Cracked Rear View Hootie and the Blowfish i 9. ( 2 ) Boys for Pele Tori Amos #10. ( 9 ) The Memory of Trees Enya

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.