Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Page 29
28
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 DV
JLlV LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996
37
Nærmynd af Ólafi Ragnari Grímssyni sem orðaður er við forsetaframboð
Fyrirferðarmikill, víðsýnn og vinnusamur
„Að ýmsu leyti gengur hann betur í erlendan markað en innlendan því það er ýmislegt í fari hans sem virðist pirra ís-
lendinga, svo sem að hann getur virst hrokafullur og svolitill „besserwisser“.“ DV-mynd GVA
Þeir eru sjálfsagt fáir íslendingarn-
ir sem ekki hafa myndað sér ein-
hverja skoðun á Ólafi Ragnari Gríms-
syni, alþingismanni og fyrrverandi
ráðherra. Samt er það svo að þó að
Ólafur Ragnar sé mjög umdeildur fyr-
ir afskipti sín af stjórnmálum þá bera
menn almennt nokkra virðingu fyrir
greind hans, fræðimennsku og skör-
ungsskap.
Ólafur hefur verið orðaður við for-
setaframboð og í skoðanakönnun DV
frá því í janúar lenti hann í fjórða
sæti hvað vinsældir varðar þegar
fólk var spurt hvern það myndi vilja
fá sem næsta forseta íslands. Ólafur
Ragnar hefur hvorki játað því né
neitað að hann ætli í framboð. í við-
tali við DV þann 20. janúar síðastlið-
inn segist hann telja eðlilegt að fólk
fái tima fram í febrúar eða mars til
að gera upp hug sinn um hvern það
styður í framboð. En hver er maður-
inn á bak við hina opinberu brynju
Ólafs Ragnars?
Drambsamur
Allir sem til hans þekkja, bæði per-
sónulega og í vinnu, hrósa honum
fyrir yfirgripsmikla þekkingu og
reynslu á sviði alþjóðasamskipta.
Samferðamenn hans segja jafnframt
að það sé nokkur gorgeir í Ólafi,
hann viti vel af sér og vilji stjóma
öðrum. Þá segja sumir aö hann sé
afar kaldur og fráhrindandi maður
sem hleypi engum að sér og noti fólk
eins og tæki á meðan aðrir segja að
við persónuleg kynni þá sé hann hlý
og traust persóna.
Baldur Óskarsson framkvæmda-
stjóri er vinur Ólafs Ragnars frá
fornu fari en þeir hafa fylgst að í
stjórnmálum í gegnum tíðina.
„Leiðir okkar lágu saman með
þeim hætti að ég var í forsvari fyrir
Félag ungra framsóknarmanna þegar
Ólafur kom þar til starfa. Það má
segja að við höfum verið nánir per-
sónulegir vinir síðan og pólitískir
samherjar," segir Baldur.
Hann segir að Ólafur sé traustur
vinur sem gott sé að leita til. „Hann er
mjög góður og hlýr fjölskyldumaður og
það kemur örugglega mörgum á óvart
sem ekki þekkja hann á sama hátt og
ég að hann er finn húmoristi og það er
mjög gaman að ræða við hann.“
Vita laglaus
Baldur segir að á árum áður hafi
Ólafur Ragnar getað farið fram úr
sjálfum sér í ákafanum í að berjast
fyrir sínum hugsjónamálurn en það
lýsi bara baráttugleðinni.
„Ólafur býr yfir þeim sjaldgæfu
eiginleikum að vera í senn yfirvegað-
ur vísindamaður og pólitískur eld-
hugi. Hann er atorkusamur vinnu-
hestur, samviskusamur og hefur ríka
réttlætiskennd. Það eina sem ég get
kannski fundið að Ólafi er að hann er
vita laglaus."
Sighvatur Björgvinsson, þingmað-
ur Alþýðuflokksins, hefur fylgst með
Ólafi Ragnari í störfum hans í stjórn-
málum og báðir koma þeir frá ísa-
firði.
Skartmenni með nellikur
„Ég kynnist Ólafi fyrst að marki
þegar hann er forystumaður ungra
framsóknarmanna. Þá var hann nú
talsvert öðruvísi týpa heldur en hann
er núna eða það sem í dag kallast
uppi. Hann og Baldur vinur hans
Óskarsson voru skartmenni mikil og
gengu að ég man með nellikur í
barminum. Þannig að það var nú
ekki mikill vinstri svipur yfir þeim
þó að þeir væru nú svona vinstris-
innaðir," segir Sighvatur.
„Ólafur er af þeirri gerðinni sem
stjórnmálamenn eru gjarnan meðal
annarra þjóða. Hann er vel menntað-
ur og lesinn, víðsýnn, leggur sig fram
um samskipti við aðra og að læra af
öðrum þjóðum. Hann er ekki þessi
dæmigerði íslenski mállausi lögfræð-
ingur. Hann hefur mjög gott orð á sér
erlendis i gegnum sín tengsl og þátt-
töku í alþjóðlegu samstarfi og friðar-
hreyfingum. Hann þekkir miklu
meira til erlendra frammámanna
heldur en flestir íslendingar gera sér
grein fyrir. Það er náttúrlega kostur
fyrir forseta lítOs lands að þurfa ekki
að byrja á byrjunarreit og eyða sin-
um fyrstu árum í það að kynnast öðr-
um og kynna sig. Nú svo er hann full-
kominn lýöræðissinni og hefur ekk-
ert pólitískt lík í lestinni."
Notaði olnbogana
Sighvatur sér þann galla helstan á
Ólafi að hann geti verið mjög fljótfær.
„Hann getur virkað svoldið montinn
og stór upp á sig. Hann þolir ekki vel
kerskni og tekur því iUa ef reynt er
að nota þennan dæmigerða íslenska
húmor sem oft er notaður gegn póli-
tíkusum, að gera lítið úr þeim eða að
hlæja að þeim. Hann hefur hins veg-
ar róast og er yfirvegaðri heldur en
hann var hér áður. Hann var mjög
metnaðargjarn og notaði mjög mikið
olnbogana til að koma sér áfram. Nú
hefur hann öðlast það sem hann sótt-
ist eftir: veriö formaður í flokki, ráð-
herra, þingmaður. Þannig að hann er
farinn að róast í sinni framsókn."
- Er hann hentistefnupólitíkus?
„Já, það má vel vera, en það þarf
ekki að vera ókostur. Sá sem er ekki
reiðubúinn tU að endurskoða afstöðu
sína í ljósi breyttra tíma er stjórn-
málamaður sem dagar uppi eins og
nátttröU."
30 ára stjórnmálaferill
Ólafur Ragnar er 52 ára, fæddur á
ísafirði. Hann er giftur Guðrúnu Þor-
bergsdóttur og saman eiga þau tví-
tuga tvíbura, Guðrúnu Tinnu, sem er
í viðskiptafræði í Háskólanum, og
Svanhildi Döllu sem leggur stund á
stjórnmálafræðinám.
Ólafur Ragnar tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum í Reykjavík og BA-
próf í hagfræði og stjórnmálafræði
frá University of Manchester árið
1965. Hann lauk doktorsprófi í stjórn-
málafræði frá sama skóla árið 1970 og
var það ár skipaður lektor og síðar
prófessor í stjórnmálafræði við Há-
skóla íslands.
Ólafur Ragnar hefur verið áber-
andi í stjórnmálalifinu um 30 ára
skeið. Hann kemur af pólitísku heim-
ili en Grímur, faðir hans, tilheyrði
hægri armi Alþýðuflokksins á ísa-
firði. Flestum ber saman um aö það
hafl ekki verið mikil vinátta með
honum og Hannibal Valdimarssyni
sem tilheyrði vinstri arminum.
Flokkurinn valinn
Ólafur gaf ekki upp sínar pólitísku
skoðanir fyrr en hann kom heim frá
námi. Fræg saga segir að hann hafi
stefnt tveimur forystumönnum Fram-
sóknarflokksins á sinn fund á Hótel
Sögu og boðið þeim í mat til að ræða
hugsanlega pólitíska framtið sína
innan flokksins.
Ólafur starfaði innan Möðruvalia-
hreyfingarinnar sem vildi sveigja
Framsóknarflokkinn meira til vinstri
og söðlaði á endanum um og fór í
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna. Að lokum gerðist hann al-
þýðubandalagsmaður. Hann var
lengi í minnihluta innan Alþýðu-
bandalagsins og á öndverðum meiði
við gömlu sósíalistana innan flokks-
ins, hið svokallaða flokkseigendafé-
lag. Hann vann þó óvænt formanns-
kosningar flokksins 1987 og gegndi
formennsku þar til á síðasta ári. Sem
formaður reyndi Ólafur að draga
flokkinn út úr fortíöinni og hélt einn-
ig sameiningarmálum vinstri manna
mjög á lofti.
Hann var fjármálaráðherra, þá ut-
an þings, í ríkisstjóm Steingríms
Hermannssonar 1988 til 1991. Þá hef-
ur hann starfað mikið með alþjóðlegu
þingmannasamtökunum Parliament-
arians for Global Action og var for-
maður þeirra um skeið.
Greindur og
skemmtilegur
Margrét Björnsdóttir, forstöðumað-
ur Endurmenntunarstofnunar Há-
skólans, starfaði lengi með Ólafi
Ragnari innan Alþýðubandalagsins
og barðist fyrir því að hann yrði kjör-
inn formaður. Leiðir þeirra skildi
árið 1990 þegar Margrét gekk til liðs
við Alþýðuflokkinn.
„Samskiptin hafa ekki verið mikil
síðan,“ segir Margrét sem þegar hef-
ur lýst yfir stuðningi sínum við for-
setaframboð Guðrúnar Pétursdóttur.
Hún segir að stuðningur sinn við
Guðrúnu breyti þó ekki því að hún
sjái kosti Ólafs Ragnars.
„Ég veit að hann yrði afskaplega
góður forseti. Hann er greindur, vel
menntaður og skemmtilegur, kraft-
mikill og með víðtæka reynslu í sam-
skiptum við útlendinga sem ég tel
nánast vera skilyrði fyrir forseta. Svo
á hann alveg einstaklega glæsilega,
fágaða og frambærilega konu sem
skiptir líka máli. Ég sé enga ókosti á
Ólafi Ragnari hvað þetta starf varð-
ar,“ segir Margrét.
Hún segist telja að þær undirtektir
sem Ólafur hefur fengið sem hugsan-
legur kandídat í þetta forsetaembætti
styrki hann í sessi, „bæði innan Al-
þýðubandalagsins, sem honum veitir
ekki af, og einnig í stjórnmálum al-
mennt. Það er í raun og veru mjög
merkilegt að það skuli svo margir
vilja fá mann í þetta embætti sem
hefur verið svona umdeiidur sem
stjórnmálamaður. Ég hef orðið vör
við það að ótrúlegasta fólk, sem aldr-
ei myndi kjósa hann sem stjórnmála-
mann, hefur áhuga á því að hann
verði forseti."
Margrét neitar því ekki að Ólafur
sé framagjarn en segir að það sé bara
kostur í fari fólks.
Hæfilega ýtinn
Ólafur Ragnar hefur að undan-
förnu starfað með íslenskum við-
skiptaaðilum við kynningar- og
markaðsmál á erlendri grund. Frið-
rik Sigurðsson, formaður Samtaka ís-
lenskra hugbúnaðarfyrirtækja, ferð-
aðist með honum til Víetnams á síð-
asta ári í einni slíkri kynnisferð.
„Ég þekkti Ólaf ekkert áður en
hann kom mér mjög á óvart og fær
hæstu einkunn. Hann er geysilega
reyndur og ég efast um að við fengj-
um hæfari menn í sölumennskuna.
Það er ekkert öllum gefið að bera sig
vel og tala af myndugleik fyrir fram-
an erlenda ráðamenn, hafa gott vald
á samræðum í túlkuðu umhverfi og
vera hæfilega ýtinn. Hann getur vís-
að til sambanda sinna víða um heim
og fylgir málum vel eftir," segir Frið-
rik.
Hann segist vera á allt annarri línu
en Ólafur Ragnar í pólitík „en eftir
þessa reynslu myndi ég alveg tvi-
mælalaust styðja hann í forsetafram-
boð þó að ég myndi aldrei kjósa hann
í pólitíkinni. Ég fékk alveg nýja sýn á
manninn."
Vinir Ólafs og kunningjar segja að
hann hafi fjölþættan áhuga á listum
og menningu og einnig mikinn áhuga
á ferðalögum. Ólafur Ragnar er bind-
indismaður á vín og leggur mikla
rækt við að halda sér í góðu líkam-
legu formi. Hann stundar kraftgöngu
og gengur eða hleypur á hverjum
morgni og fer einnig mikið á skiði.
Það hefur vakið athygli margra að
Ólafur Ragnar hefur látið lítið fyrir
sér fara eftir að hann lét af formanns-
embættinu í Alþýðubandalaginu.
Sumir segja að hann sé hreinlega að
hvfla sig eftir formennskuna. Aðrir
að hann sé að undirbúa forsetafram-
boð sitt og vilji draga sig út úr hinu
daglega þrasi. Enn aðrir segja að með
því að skipta sér lítið af pólitíkinni
vilji hann láta alþýðubandalagsfólk
reka sig á hvað hann sé í raun ómiss-
andi fyrir flokkinn.
Vinnur með öllum
Svanfriður Jónasdóttir, þingmaður
Þjóðvaka, var lengi samstarfsmaður
og flokksbróðir Ólafs Ragnars í Al-
þýðubandalaginu.
„Hans stærsti kostur er að hann
getur unnið með öllum. Hann lætur
ekki einkaskoðanir sínar á mönnum
eða málefnum koma í veg fyrir að
hann geti unnið með fólki sem hann
hefur vissulega. ekki átt mikla sam-
leið með skoðanalega."
Fyrir utan pólitískt samstarf sitt
með Ólafi Ragnari þá þekkir Svan-
fríður hann líka persónulega.
„Ég hugsa að það sem komi flest-
um á óvart við að kynnast Ólafi sé
hvað hann er hlý manneskja í sínum
persónulegu samskiptum, gagnvart
vinum sínum og vandamönnum.
Þetta kemur ekki svo vel í ljós í hans
opinbera lífi,“ segir Svanfríður.
Hún segir að sumum finnist það
kannski galli á Ólafi hvað hann geri
ríkar kröfur til allra, samverkafólks
og vina, bæði um skilning og lang-
lundargeð og að sumir vilji túlka þaö
sem tillitsleysi.
Engin minnimáttarkennd
„Olafur er maður sem hefur mikla
hæfileika og hann veit af þeim sjálf-
ur. Hann er ekki með neina minni-
máttarkennd. Kannski hafa ýmsir
hinna minni spámanna látið það fara
í taugarnar á sér,“ segir Svanfriður.
Ólafur G. Einarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, segir að kostir
Ólafs Ragnars sem alþingismanns
felist í því hvað hann flytur mál sitt
skipulega, er áheyrilegur og talar
gott islenskt mál.
„í hópi þingmanna Reykjaneskjör-
dæmis er hann yfirleitt jákvæður en
stundum rifiast þó upp fyrir honum
að hann er í stjórnarandstöðu og þá
kann að fara í verra. Allir höfum við
galla en hans eru þeir verstir að
hann man stundum ekki frá einni
ræðu til annarrar hvað hann sagði í
hinni fyrri,“ segir Ólafur.
Afar stundvís
Jóhannes Kristjánsson skemmti-
kraftur lærði hjá Ólafi Ragnari í
stjórnmálafræðinni.
„Hann var góður og skemmtilegur
kennari, afar skipulagður og setti
mál sitt skýrt fram. Það vakti athygli
mína að hann notaði aldrei slettur úr
erlendum tungum og sannaði þar
með að það er hægt að nota íslensku
þegar menn eru að tala á íslensku.
Þetta er einsdæmi í Háskóla íslands,"
segir Jóhannes.
Hann segir að Ólafur Ragnar sé
fyrsti og eini maðurinn í veröldinni
sem hefur slegið sér við í stundvisi
en þó bara í eitt skipti.
„Þá frétti ég af honum í morgun-
mat klukkan níu í París. Hann átti að
kenna okkur kl. 14:15 sama dag og ég
hélt að hann yrði nú seinn sem var
líka raunin því hann var ekki mætt-
ur í kennslu fyrr en 14:17.“
Virðulegur í vesti
Ólafur Harðarson, dósent í stjórn-
málafræði, var nemandi Ólafs Ragn-
ars á sínum tíma og seinna samkenn-
ari hans í Háskólanum
„Ólafur þótti almennt mjög góður
og reffilegur kennari og hann átti
mikinn þátt í að byggja upp stjórn-
málafræðinámið við Háskólann.
Hann var alltaf mjög virðulega
klæddur sem kennari og á hippatím-
anum stakk hann svolítið í stúf því
hann var ávallt klæddur í vesti og
með gamaldags úr í vestisvasanum
sem hann tók upp í byrjun fyrir-
lestra. Þetta voru afar formiegir og
virðulegir fyrirlestrar hjá honum.
Menn tóku líka eftir þvi að þó að
hann væri í pólitísku vafstri og væri
stundum að halda einhverjar æsinga-
ræður úti í samfélaginu þá var það
allt annar maður sem birtist í fyrir-
lestrum - yfirvegaður fræðimaður
sem virtist ekki koma hið hvunn-
dagslega argaþras mikið við,“ segir
Ólafur.
„Besserwisser"
Hann lýsir Ólafi Ragnari sem
nokkuð fyrirferðarmiklum og
ákveðnum manni.
„Hann er mjög vinnusamur og
skipulagður maður, jafnvel svo að
mönnum finnst stundum nóg um. Að
ýmsu leyti gengur hann betur í er-
lendan markað en innlendan því það
er ýmislegt í fari hans sem virðist
pirra íslendinga, svo sem að hann
getur virst hrokafullur og svolítill
„besserwisser“.“
Þó að Ólafur Ragnar sé bindindis-
maður þá segir Ólafur það stundum
koma fyrir að hann drekki eins og
eitt sérriglas svona til málamynda.
„Hann drakk nú einu sinni með
mér hálfan bjór á breskri krá og það
er mesti drykkjuskapur sem ég hef
séð til hans.“
Maöur sem einnig kynntist Ólafi
Ragnari í Háskólanum segir það ein-
kenna Ólaf að hann sé kaldur per-
sónuleiki.
„Eftir allan þennan feril þá eru það
nú ekki mjög margir sem þykir vænt
um Ólaf og þeir eru sennilega helst í
Háskólanum þar sem hann lenti ekki
í neinum átökum. Hann á erfitt með
að mynda einhver raunveruleg vin-
áttutengsl. Hann er svona „loner“
sem á áreiðanlega ekki mjög marga
vini.“
Notar fólk
Þessi maður segir að Ólafur hafi
tilhneigingu til að líta á fólk sem
tæki og stjórna því eins og herfor-
ingi.
„Hann hefur mikil samskipti við
menn í einhvern tíma á meðan það
gagnast honum sjálfum og síðan er
það bara búið. Og út af því þá fær
hann þá ímynd að hann noti menn og
sé kaldrifiaður eiginhagsmunamaður
sem sjálfsagt er töluvert til í. Allur
hans pólitíski frami hefur verið mjög
skipulagður og fylgismannahópar
hans hafa alltaf verið að breytast.
Það er langur listi af samverkafólki
hans sem hefur hætt og stundum far-
ið í aðra flokka. Þetta er bæði per-
sónulegt og pólitískt. Fólki finnst að
hann meti það ekki að verðleikum og
vill fá meira út úr pólitísku starfi
heldur' en að vera bara tannhjól í
vél.“
Hann hrósar Ólafi Ragnari fyrir
starf hans á alþjóðavettvangi en seg-
ir hann eyðileggja fyrir sér með gor-
geir.
„Hann hefur þá tilhneigingu að
hrósa sér svo mikið af því sjálfur að
hann nýtur ekki ávaxtanna heldur
verður bara hlegið að honum.“
Lítið fylgi í eigin flokki
Annar maður sem ekki vill láta
nafn síns getið en þekkir vel til Ólafs
Ragnars úr flokksstarfinu innan Al-
þýðubandalagsins segir það áberandi
hversu umdeildur hann hefur verið í
sínu stjórnmálastarfi.
„Það er ekki hægt að finna löng
tímabil þar sem ekki eru miklar deil-
ur og sviptingar í kringum hann. Það
voru átök innan Sambands ungra
framsóknarmanna þegar hann klauf
Framsóknarflokkinn með Möðru-
vallahreyfingunni, það var mikill
gauragangur þann stutta tíma sem
hann stoppaði við í Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna og svo er
saga hans innan Alþýðubandalagsins
meira og minni saga mjög storma-
samra sviptinga. ÞeSsar staðreyndir
tala sínu máli. Önnur brosleg stað-
reynd er það sem komið hefur fram í
skoðanakönnun hjá DV að fylgi hans
til forseta er áberandi minna meðal
alþýðubandalagskjósenda heldur en
bæði kjósenda Framsóknarflokksins
og Sjálfstæöisflokksins. Það er viss
vísbending um að hann sé ekki síður
og kannski ennþá frekar umdeildur í
okkar röðurn."
Ólafur Ragnar hf.
„Ég gef honum ekki slæma ein-
kunn í samstarfi og hann er ekki tvö-
faldur eða óheiöarlegur en hann er
ákaflega upptekinn af sjálfum sér.
Hann lítur eiginlega á sjálfan sig sem
sjálfstæða stofnun í stjórnmálum.
Hann er stjórnmálafyrirtækið Ólafur
Ragnar Grímsson hf. og allar hans at-
hafnir miðast að því að halda háu
gengi hlutabréfanna í þessu fyrir-
tæki. Það finnst mörgum að þvi mið-
ur hafi hann stundum lagt meiri
rækt við gengi hlutabréfanna í sjálf-
um sér heldur en í flokknum." -ból
Úr frændgarði
Ólafs Ragnars
Grímssonar
Ágúst H. Pétursson,
skrifstofum. á
Patreksfirði
Helgi Ágústsson
sendiherra
Þorvaldur Garðar
Kristjánsson,
fyrrv. alþingisforseti
r riónk Guðni
Þórleifsson,
skáld og kennari
Sigríður Hjartar,
húsm. á Akranesi
Hjörtur Hjartar,
forstm. skipad. SÍS
Friðrik Hjartar,
skólastj. áÁkranesi
Ólafur Ragnar Hjartar,
jámsmiður á Þingeyri
Steinunn
Guðlaugsdóttir,
húsfr. á Geróhömrum
Ágústa Ágústsdóttir
söngkona og húsfr.
í Holti.
Ágúst Jónsson, Ólína Bjamadóttir,
sjóm. á Þingeyri húsm. á Þingeyri
María Bjargey
Einarsdóttir,
húsfr. á Kirkjubóli
Kristjana Einarsdóttir,
húsm. á Patreksfirði
Hjörtur Bjamason,
b. á Gerðhömmm
Ragnhildur
Bjamadóttir,
húsm. í Bolungarvík
Svanhildur Ólafsdóttir
Hjartar, húsm. á
ísafirði
Geirlaug
Jóhannsdóttir,
húsfr. að Úlfljótsvatni
Katrín
Guðmundsdóttir,
húsfr. á Nesjavöllum
Guðrún
Guðmundsdóttir,
húsfr. í Heiðarbæ
Þóróur Sverrisson,
framkvæmdastjóri
hjá Eimskipafélaginu
Bragi Kristjónsson,
bóksali í Rvík
Jóhanna Kristjónsdóttir,
rith. og blaðamaður
Þórður Gunnarsson,
lögfr. í Rvík
Guðjónsína
Andrésdóttir,
húsm. í Hafnarfirói
,Magnús Jón
Amason, fyrrv.
bæjarstj. í Hafnarfirði
Inga Halldóra
Jónsdóttir,
húsfr. í Hafnarfirði
Jón Andrésson,
vélstj. í Hafnarfirði
Helga Grímsdóttir,
húsm. í Hafnarfirði
Kristjón Ásmundsson,
b. í Útey í Laugardal
Ásmundur
Eiríksson,
b. á Apavatni efra
Eiríkur Grímsson,
b. á Gjábakka í
Þingvallasveit
■ r
Hjalti Kristgeirsson,
hagfræðingur í Rvík
Grímur Kristgeirsson,
hárskeri i. _ ’
iafirði
Krisljón Kristjónsson,
framkvstj. í Rvík
Andrés Guðjónsson,
fyrrv. skólameistari
Vélskóla Islands
Vilborg B. Þórðardóttir,
húsm. í Rvík
Sesselja Þórðardóttir,
húsm. í Rvík
Guóný Ólafsdóttir,
húsfr. í Gilstreymi
Þóróur ólafsson,
pr. á Söndum
Gunnar Óskarsson,
skrifstofum. í Rvík
Ólafur Guðlaugsson,
skipstj. í Hlíðarnúsum
í Rvík
Egill Jónsson,
b. á Bakka í Dýrafirði
Margrét Jóhannsdóttir,
húsfr. á Stóra-Hálsi
í Grafningi
f
Sigurður Þorvaldsson,
lýtalæknir í Rvík
Sigríður Kristín
Egilsdóttir,
húsm. á Þingeyri
Þorvaldur Egilsson,
fiskmatsm. í Rvík
Jón Grímsson,
b. í Heiðarbæ í
Þingvallasveit
Kristgeir Jónsson,
b. í Gilstreymi í
Lundarreykjadal
Sigríður Bergsdóttir,
húsfr. á Bakka
Sesselja Halldóra
Guðmundsdóttir,
húsm. í Hlíðarhúsum
Sverrir Valdimarsson,
prentari í Rvík