Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Qupperneq 34
42 uhglingaspjall — ★ *r LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 V Gulur, rauður, grænn og blár: Gamalt fólk starir - segja Hera og Hlynur Freyr sem eru með öðruvísi hár Þau Hera Sigurðardóttir og Hlyn- ur Freyr Kristjánsson úr Lauga- lækj_arskóla vekja mikla eftirtek þegar þau laþba um bæinn. Það er heldur ekkert skrýtið þvi að þau eru hreint ekki eins og fólk er flest. Hera er nefnilega með eldrautt hár og Hlynur Freyr með grænt. PYSlfc hnrfir rncplpfra miki/S á 15 ára, tekur undir þetta: „Gamalt fólk starir á eftir manni og stundum stoppa mann gamlar konur og spyrja af hverju maður sé að lita svona á sér hárið. Þetta getur orðið virkilega pirrandi, svona til lengd- ar.“ Hera og Hlynur Freyr eru engir nvaríPfSincrpr í hárlifnn Wpra hpfnr verið með bæði bleikt og blátt hár og Hlynur Freyr hefur litað hárið á sér fjólublátt, blátt, vínrautt og skærgrænt. Hera segist í upphafi hafa fengið hugmyndina frá söngvaranum í hljómsveitinni Green day sém er alltaf að lita á sér hárið í mismun- nnHi litnm ttnn Vp\mti QÍnp hnrliti í Hera og Hlynur Freyr vekja alls staðar mikla eftirtekt. DV-mynd Brynjar •n hliðin Tvímælalaust leiðinlegast að taka til Fanney Rúnarsdóttir, mark- vörður kvennaliðs Stjörnunnar, átti stóran þátt í sigri Garðabæjar- liðsins gegn Fram í úrslitaleik bik- arkeppninnar í handknattleik um síðustu helgi. Fanney varði mark Stjörnunnar mjög vel, einkum í síðari hálfleik, og markvarsla hennar vó þungt þegar upp var staðið en alls varði hún 14 skot, þar af 2 vítaköst, og var kjörin maður leiksins í DV. Fanney er einnig markvörður landsliðsins og stóð vel fyrir sínu í tveimur lands- leikjum gegn Rússum á dögunum, þó svo að þær rússnesku ynnu báða leikina með miklum mun. Það er Fanney sem sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Fanney Rúnarsdóttir. Fæðingardagur og ár: 18. septem- ber 1974. Maki: Kærastinn heitir Hreinn Októ Karlsson. Börn: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Nemi í íþróttakennaraskóla fslands. Laun: Nær engin. Áhugamál: Allt milli himins og jarðar. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, það hef ég ekki. Ég er mjög óheppin í öllu svoleið- is. Hvað finast þér skemmtilegast að gera? Hafa það gott. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Það er tvímælalaust að taka tu. Uppáhaldsmatur: Kjötbollurnar hennar mömmu. Uppáhaldsdrykkur Vatn. Hvaða íþróttamaður stend- ur fremstur í dag að þínu mati? Það eru svo margir góð- ir íþróttamenn í dag að ég get 1 ekki gert upp á mUli þeirra. ^ Uppáhaldstimarit: íþróttablað ið. segir Fanney Rúnarsdóttir, markvörður Stjörnunnar Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Roger Kull. Ertu hlynnt eða andvig ríkis- stjóminni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Michael Jordan. Uppáhaldsleikari: Anthony Hop- kins. Uppáhaldsleikkona: Jodie Fost- er. Uppáhaldssöngvari:Margrét Pálmadóttir. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Enginn. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Garfield. Uppáhaldssjónvarpsefni: Simp- sonfjölskyldan. Uppáhaldsmatsölustaður: Kína- Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Ernir. Uppáhaldsskemmtistaður: Eng- inn sérstakur. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Grótta og Stjarnan. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Standa mig vel og láta eitthvað gott af mér leiða. Hvað ætlar þú að gera í sumar- fríinu? Ég tók ekkert sumarfrí í fyrra en stefni á að skoða ísland næsta sumar. hofið. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Hringa dróttinssögu. Hver útvarps- rásanna finnst þér best? Aðalstöðin. Uppáhaldsútvarps- maður: Sigvaldi Búi. Á hvaða sjónvarps- stöð horfir þú mest? Ég horfi jafn lítiö á báðar stöðv- Fanney Rúnarsdóttir er markvörður kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta. DV-mynd Brynjar Gauti mmmmmmmmm svo fer liturinn að dofna og verður ljótur og tættur þegar hann er bú- inn að vera lengi í. Þau segjast ekkert vera að fá leið á þessu og eru þegar búin að ákveða næstu háraliti. Þá ætlar Hera að lita hárið á sér gult og Hlynur Freyr silfurgrátt. -ból Ung stúlka segir sögu sína: Ég er 17 áia fíkill Það er 17 ára fíkniefnaneyt- andi sem hér deilir reynslusögu sinni með öðrum. Þessi stúlka í hætti fíkniefnaneyslu fyrir nokkrum vikum og er nú að vinna sig upp úr svartnættinu. Hún segir að margir úr sínum kunningjahóp hafi lent í svipuð- um málum. Flestir hugsi sem svo að smá fikt geri ekkert til, það séu aðrir sem lendi illa f því. Dauðsföll vina og kunningja og almenn vanlíðan urðu á endan- um til þess að hún áttaði sig á því í hvað stefndi. Nú stundar hún sína vinnu og er bjartsýn á fram- tíðina. Ég byrjaði að borða sveppi þegar ég var 14 ára og ég gerði það ekki einu sinni heldur flestar helgar og svo virka daga líka. En svo hætti ég því. Svo byrjaði fiktið við að reykja hass. Maður hlær og hlær í fyrstu skiptin en maður hlær ekki lengur þegar maður er kominn í daglega neyslu. Maður getur ekki lifað dag- inn út án þess að fá sér í haus og E eða í nefið um helgar. Svo þegar maður fær leið á að gera alltaf sama hlutinn aftur og aftur þá prófaði ég sýru og kók. Ég þekki fólk sem hefur fengið hjartastopp, öndunartruflanir og jafnvel farið inn á geðdeild. Það stoppaði mig ekki. Mín hugsun var alltaf, ég er ekki dópisti, ég get hætt. En það var ekki eins auðvelt og ég hélt. Svitaköst, svimi, yfirlið og þunglyndi og ég endaði í partýi með lón til að reykja hass og línu af spítti á borðinu. Nú í dag get ég ekki farið á ball eða í partý og ekki heldur fengið mér í glas vegna þess að ég veit að ég fell og ég er bara 17 ára. Ég sá fyrst hvað ég var búinn að gera sjálfri mér þegar ég var orðinn 19 kílóum undir kjörþyngd og hvað ég leit illa út og var orðin skemmd. Ég er fíkill og gæti aldrei tekið það orð af mér þó ég væri búinn að vera edrú í 10 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.