Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1996
fréttir
Fljótandi loðnuverk- smiðja á Fáskrúðsfirði
Núna er gullæði ársins
- segir Freysteinn Bjarnason verksmiðjustjóri
„Núna er gullæði ársins og þetta
er rosalega fjörugt," segir Frey-
steinn Bjarnason, verksmiðjustjóri
Síldarvinnslunnar á Neskaupstað.
Allir sem vettlingi geta valdið er
á kafi í loðnu. Inni á Fáskráðsfirði
hefur verið fljótandi loðnuverk-
smiðja undanfarna daga. Veiðiskip-
in Júpíter og Beitir, sem bæði eru
með flokkara, hafa dælt þar flokk-
aðri loðnu í fimm frystitogara;
Blæng, Örfirisey, Gnúp, Sléttanes
og Akureyrina. Danskt nótaskip,
sem heitir Geysir, tekur siðan karl-
sílin þegar búið er að flokka frá og
flytur í land til bræðslu.
Loðnuveiðin var í gær út af Ing-
ólfshöfða en þá voru ekki nema
tveir sólarhringar frá því að loðnan
fór fyrir Stokksnes. „Loðnan fer á
aðra sjómílu á klukkustund. Með
þessu framhaldi verður hún komin
í Faxaflóann eftir hálfan mánuð eða
jafnvel fyrr,“ telur Freysteinn.
Aðspurður um nýja göngu segir
hann menn hafa verið við lóðningar
á Lónsbugt á fimmtudagskvöld á
landleið og talið sig hafa orðið vara
við loðnu.
-IBS
Ttílvusamfélag framtíðarinnar:
Öryggið einungis
tryggt með dulritun
eina leiðin til að viðhalda einkalífinu, segir Robert Zimmermann,
Tölvum og tækjum stolið
Brotist var inn í fyrirtækið ís-
hákarl í Stykkishólmi í gær og
þaðan stolið tölvum, faxi, síma og
verkfærum. Þá var reynt að brjót-
ast inn í fleiri fyrirtæki á staðn-
um en án árangurs.
Lögregluna í Stykkishólmi
gi-unar að hér hafi verið á ferð að-
komumenn. Þeir höfðu ekki
náðst í gærkvöld.
Afrit voru til af gögnum í
tölvunum en tjónið hjá íshákarli
nemur engu að síður hundruðum
þúsunda. -GK
„Ef við viljum viðhalda rétti okk-
ar sem þegnar í lýðræðisþjóðfélagi
getur ekkert annað en dulritun
tryggt það í tölvusamfélagi framtíð-
arinnar. Það er ekki langt í að allt
okkar lif velti á tölvum, Interneti og
rafrænum viðskiptum og það opnar
yfirvöldum sem og öðrum beina leið
að lífi okkar og athöfnum. Það er
hættuleg þróun sem við verðum að
sporna gegn,“ segir Philip Zimmer-
mann, höfundur PGP-hugbúnaðar-
ins (Pretty-Good-Privacy) sem gerir
tölvunotendum kleift að dulrita
gögn á þann hátt að utanaðkomandi
aðilar komast ekki í þau. Zimmer-
mann, sem var sérstakur gestur á
ráðstefnu Skýrslutæknifélags ís-
lands um öryggi á Internetinu,
dreifði á sínum tíma hugbúnaðin-
um á Internetinu og vakti það mikla
reiði bandarískra stjórnvalda. Dul-
ritun af því tagi sem um ræðir er
flokkuð sem hergagn og er því ein-
ungis á færi stjórnvalda að nota
hana og flytja út.
Frystitogarinn Sunnutindur tekur loðnu til frystingar á Djúpavogi.
DV-mynd HEB
RE YFA RA KA UP!
TILBOÐ
; - .
' -■
t . -*
VEGGSAMSTÆÐA kr. 33.450.
Margir litir. Ótal möguleikar á uppstillingu.
SKENKAR frákr. 19.600.
Svart/hvítt/beyki.
SJONVARPSSKAPAR
kr. 17.500 og 9.700
Gullfallegar
KOMMÓÐURí
úrvali
Svart/hvítt/beyki.
Gottverð!
Svart/hvítt/beyki.
SKRIFBORÐ með stækkunarmöguleika
Svart/hvítt/beyki/fura frá kr. 8.600.
Opið i dag laugardag frá kl. 12-20
HIRZLAN
SJONVARPSSKAPAR margar
gerðir. Svart/hvítt/beyki/mahoni
Verð frá kr. 5.900.
LYNGÁSI 10, GARÐABÆ - SÍMI 565 4535
BÓKAHILLUR. Svart/hvítt/beyki/fura.
Verð frá kr. 3.300.
55
||HB6maltnd
Ekki missa af
TÓNLISTAR-
VIÐBURÐIÁRSINS.
Forsalan er hafin í
verslunum
Skffunnar, Músík og
Myndum Mjódd,
Hljómdeild KEA og
Hljómalind.
CARDIGANS
vinsælasta
hljómsveit á íslandi í
dag ásamt RAY
WONDER og okkar
ástsælu EMILIÖNU
TORRINI, er þetta
nokkur spurning ?
Hótel Island
22. febrúar
Sjallinn Akureyri
23. febrúar