Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Page 51
I
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996
afmæli
59
Gróa Hreinsdóttir
Gróa Hreinsdóttir tónlistarkenn-
ari, Njarðvíkurbraut 33, Njarðvík,
er fertug í dag.
Starfsferill
Gróa fæddist í Njarðvik. Hún
lauk píanókennaraprófl frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík 1982 og
hefur lokið þremur af fimm stigum
Suzukikennaraprófs.
Gróa var kennari við Tónlistar-
skóla Njarðvíkur frá stofnun
1975-84, kenndi síðan við Tónlistar-
skólann í Keflavík en er nú skóla-
stjóri við Tónlistarskólann í Garði
auk þess sem hún er jafnframt
kennari og kórstjóri við Tónlistar-
skólann í Keflavik og kórstjóri við
Fjölbrautarskóla Suðurnesja.
Gróa var formaður félagsmála-
ráðs Njarðvíkur á síðasta kjörtíma-
bili fyrir N-lista félagshyggjufólks,
hefur verið formaður Kvenfélags
Njarðvíkur sl. tvö ár og sat í stjórn
Tónlistarfélags Keflavíkur í nokk-
ur ár og þar af formaður þess í þrjú
ár.
Fjölskylda
Eiginmaður Gróu er Guðmund-
ur Sigiu-ðsson, f. 2.11. 1948, tækja-
stjóri hjá snjóruðningsdeild
Slökkviliðsins á Keflavíkurflug-
velli. Hann er sonur Sigurður Guð-
mundssonar og Estherar Finnboga-
dóttur.
Synir Gróu eru Sigurður Hall-
dór, f. 15.3. 1978; Guðmundur Ósk-
ar, f. 2.3. 1987; Hreinn Gunnar, f.
6.7. 1988; Gylfi Björgvin, f. 29.8.
1994.
Foreldrar Gróu eru Hreinn B.
Óskarsson, f. 26.11. 1935, húsa-
smíðameistari í Njarðvík, og Guð-
rún Ásta Björnsdóttir, f. 9.2. 1937,
starfsstúlka í mötuneyti.
Gróa verður heima á afmælis-
daginn og tekur á móti gestum frá
kl. 18.00.
Gróa Hreinsdóttir.
Til hamingju með afmælið 18. febrúar
85 ára 60 ára
Sigríður Guðmundsdóttir, Berit Ryland,
Birkigrund 58, Kópavogi. Torfufelli 27, Reykjavík.
80 ára 50 ára
Guðbrandur Sigurbjörnsson, Túngötu 38, Siglufirði. Guðný Ingimarsdóttir, Strandgötu 8, Ólafsfirði. 75 ára Guðný Helgadóttir, Stakkhömrum 18, Reykjavík. Bjami Þ. Jónsson, Leiðhömrum 42, Reykjavík. Sigurður Jakobsson, Espilundi 12, Akureyri.
Ursula Magnússon, Lyngbraut 9, Gerðahreppi. Kristín Jóna Kragh, Strandaseli 4, Reykjavík. Páll Guðmundsson,
Reykjavegi 72, Mosfellsbæ.
Erlendur Björnsson,
Hjallaseli 20, Reykjavík.
Sveinn Theodór Guðmundsson,
Vesturgötu 63, Akranesi.
Sigurbjörg Sverrisdóttir,
Iðufelli 10, Reykjavík.
40 ára
Birgir Þór Gunnarsson,
Eikjuvogi 13, Reykjavík.
Helga Guðrún Erlendsdóttir,
Norðurbyggð lc, Akuréyri.
Halldóra Jónsdóttir,
Ljósheimum 16, Reykjavík.
Þorgeir
Ólafsson,
listfræðingur og
deildarsérfræð-
ingur í mennta-
málaráðuneyt-
inu,
Grettisgötu 28b,
Reykjavik.
Þorgeir tekur á móti gestum sínum
á Sóloni íslandus á afmælisdaginn
kl. 17.00-19.00.
Guðleifur H. Eggertsson,
Skagabraut 21, Akranesi.
Ragnhiídur Skarphéðinsdóttir,
Smáragötu 2, Reykjavík.
Hafsteinn Sæmundsson,
Langholtsvegi 103, Reykjavík.
Arnbjörg Sveinsdóttir,
Austurvegi 30, Seyðisfirði.
Daníel Gunnarsson,
Álfaskeiði 91, Hafnarfirði.
Helga Ægisdóttir,
Vesturgötu 56, Reykjavík.
Kristinn Haukur Skarphéðins-
son,
Ægisíðu 96, Reykjavík.
Steinunn Benna Hreiðarsdóttir,
Langholti 19, Akureyri.
Pétur Bjarnason,
Eyjabakka 6, Reykjavík.
Fyrsta konan í rakaraiðn útskrifaðist fyrir 60 árum og byrjaði að raka skegg:
Varð blóðrisa á höndunum eftir skeggrótina
■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■ % r ■ B ■ _ ■ ■ m m ■ ■ ■ ■ r
- segir Hulda Sveinbjörnsdóttir sem hætti störfum fyrir sjö árum
Það þótti tiðindum sæta fyrir 60
árum, árið 1936, þegar tvær konur
útskifuðust fyrstar sem rakarar frá
Iðnskólanum. Enn eitt karlavígið
var fallið og nú voru konur teknar
við að raka skegg. Önnur þessara
kvenna er Hulda Sveinbjörnsdóttir
sem í dag er 72 ára og hefur lagt
rakhníf og skæri á hilluna.
„Þóttist nú vera kona"
„Þetta kom til af því að það var
auglýst eftir nema á rakarastofu. Ég
vann í mjólkurbúð og las í blaði að
þar væri vinna í boði fyrir karl og
konu. Ég þóttist nú vera kona og fór
á stúfana. Þá reyndist þetta vera
vinna hjá Einari Ölafssyni að Lækj-
argötu 8. Einhvern veginn dróst það
að gera samning við mig, og ég vildi
hafa allt á hreinu, svo að Elías Jó-
hannesson, sem var yndislegur
maður, tók mig á samning og frá
honum útskrifaðist ég,“ segir
Hulda.
Um fjögurra ára nám í iðnskóla
var að ræða og sótti Hulda skóla á
kvöldin eftir vinnu en það var ekki
alltaf mögulegt því að ef vinna
þurfti fram eftir þá mætti skólinn
afgangi.
Stuttu eftir að Hulda fékk sveins-
bréfið 'sitt opnaði hún eigin stofu
með Guðjóni Jónssyni að Austur-
stræti 14, þar sem Café Paris er til
húsa í dag.
„Þetta þótti alveg spes staður og
stofan hét Rakarastofa Huldu og Guð-
jóns. Ég starfaði bara við hana í rúm
tvö ár því ég gifti mig um leið og ég
setti hana upp. Síðan eignaðist ég
barn og þá hætti ég um tíma að vinna
við þetta eða allt til ársins 1962 að ég
opnaði aðra stofu í Kópavogi."
svo upp á manni hendurnar. Þetta
voru ekki alltaf sæludagar. Eftir að
maður hafði borið sápuna á skegg-
rótina notaði maður svo hnífinn til
raksturs - ég man að sumum
körlunum var nú ekki alveg sama
þegar kona ætlaði að raka þá. Það
þótti ekki kvennaverk að fara með
rakhníf en ég mátti vera lengi að
sápa þá,“ segir Hulda.
Raksturinn kostaði í þessa tíð 40
aura. Auk „alskveríngar", sem var
þvottur, klipping og rakstur, tíðkað-
ist að menn fengju höfuðbað og ís-
Rakarar segja sögur
„Ég seldi Kópavogsbæ húsið eftir
10 ára rekstur og það er dálítil saga
sem mér dettur í hug í tengslum við
það. Hún kemur kannski ekki starfi
mínu við en rakarar segja jú alltaf
sögur - ef mann vantaði fréttir í
gamla daga fór maður á rakarastofu
og fékk þær. Ég hef átt þrjú einbýl-
ishús og þau hafa öll horfið. Æsku-
heimili mitt á Akureyri varð fyrir
aurskriðu og sópaðist niður fyrir
nokkrum árum. Svo keypti ég hús
Var orðin eldri
en karlarnir á Grund
Hún lauk svo starfsferli sínum á
Grund og á Heilsuhælinu i Hvera-
gerði þar sem hún klippti vistmenn.
„Ég sá að ég var orðin elst af öllum
þarna þannig að ég ákvað að hætta
þessu,“ segir Hulda sem hætti störf-
um fyrir 7 árum. „Ég var orðin ansi
gömul og þurfti að taka 6 strætis-
vagna til að komast í vinnuna.
Hulda segir að vissulega hafi
starf rakarans breyst á 60 árum.
Höfuðbað tíðkist til dæmis ekki
lengur og permanent og litun hafi
verið mun sjaldgæfari, enda kenndi
Kristolína Kragh, sem var aðalhár-
greiðsludaman á þessum tíma, það á
tveimur kvöldum að setja bylgjur í
hár karlmanna, sem þótti mjög fal-
legt. -pp
„Eg man að sumum köriunum var nú ekki alveg sama þegar kona ætlaði að raka þá. Það þótti ekki kvennaverk að
fara með rakhníf en ég mátti vera lengi að sápa þá,“ segir Hulda. DV-mynd GS
RAFSTOÐVAR
i
Viðurkennd vörumerki
Yamaha bensínrafstöðvar
1.2 kW, kr. 84.790
2.2 kW, kr. 97.570
Yanmar dísilrafstöðvar
4,2 kW, dísil, kr. 286.350
Einnig traktorsdrifnar
rafstöðvar á hagstæðu
y verði
ötocsfe
v Skútuvogi 12A, s. 581 2530
< Raksturinn
kostaði 40 aura
„Ég mætti engu kynjamisrétti í
þessu starfi. Vissulega sópaði ég
gólf fyrstu árin eins og allir nemar
en síðan gekk ég í öll störf eins og
karlarnir. Maður sápaði fyrir rakst-
ur og var oft blóðrisa um hendurn-
ar eftir daginn því skeggrótin reif
bað á mánudögum. „Það voru nú
aðallega karlarnir sem voru þunnir
sem vildu þetta en ég hef ekki heyrt
þetta nefnt í lengri tíma. Þá var
nuddaður á þeim hársvörðurinn og
höfuðið síðan baðað upp úr ísvatni
og heitir og kaldir bakstrar á víxl.
En það voru aðallega fjármálamenn
og stórkarlar sem vildu þetta.“
Eftir að hafa tekið sér frí frá rak-
arastörfum í nokkurn tíma opnaði
Hulda svo rakarastofu í Kópavogi
árið 1962, eins og fyrr sagði. Tíu
árum seinna hætti hún rekstri
þeirrar stofu.
við Kópavogsbraut og þegar ég
keyrði þar um í eitt skiptið var hús-
ið horfið. Þegar þetta var ljóst var
ég viss um að þriðja húsið myndi
fara.
Svo var það einn daginn að sonur
minn kom heim sagði að gamli sum-
arbústaðurinn okkar sem stóð við
Rauðavatn væri farinn. Þess vegna
sit ég hér í háhýsinu í Kópavogin-
um því ég er nokkuð viss um að það
fer ekki," segir Hulda sem býr í
stóru fjölbýlishúsi í Kópavogi.
(%
na nýja verslun
r
W Gull- og silfurskartgripir
I Messing- og eirskúlptúr
Smíða úr gömlu gulli
Viðgerðir á gull- og sítfurmunum.
laugardaginn
n.febrúar 1996.
rl Olsen jr . Vesturgötu 10 (við Naustið) Reykjavík