Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 Fréttir Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna: Yfir hundrað sím- töl fyrsta daginn Það er óhætt að segja að þörf hafi verið fyrir Ráðgjafarstofu um íjár- mál heimilanna. Þegar hún tók til starfa á föstudaginn var linnti ekki látunum því að minnsta kosti hund- rað manns höfðu samband og ósk- uðu eftir upplýsingum eða leituðu ráða. Þar af pöntuðu úm 70 síma- tíma með ráðgjafa. „Það var fólk víða af landsbyggð- inni sem hafði samband við okkur strax fyrsta daginn. Við erum af- skaplega ánægð með viðbrögðin og vonumst til að geta hjálpað sem flestum. Þegar reynsla verður kom- in á starfsemina verður markmiðið að senda sérfræðinga og ráðgjafa okkar út á land í samráði við sveit- arfélög og banka til að hitta fólk og ræða við það um þá kosti sem bjóð- ast til að leysa fjárhags- og greiðslu- vanda,“ segir Elín Sigrún Jónsdótt- ir, forstöðumaður Ráðgjafarstofunn- ar. Elín segir að mikið hafi verið ósk- að eftir kynningarbæklingum en hlutverk Ráðgjafarstofunnar er fyrst og fremst að veita endurgjalds- lausa ráðgjöf fólki sem á í veruleg- um greiðsluerfiðleikum og komið í þrot með fjármál sín. Ráðgjafarstof- unni er ætlað að veita fólki aðstoð við að fá yfirsýn yfir stöðu mála, hjálp við að gera greiðsluáætlanir, velja úrræði og semja við lánar- drottna. „Við leggjum áherslu á að fólk búi sig vel undir það að ræða við ráðgjafa okkar, að öll gögn séu til staðar og allir séu vel upplýstir um stöðu mála. Þannig er líka auðveld- ara að greiða úr ýmiss konar flækj- um. Það er jafnframt mikilvægt að hjón ræöi saman sín vandamál." Það eru félagsmálaráðuneytið, Húsnæðisstofnun, Reykjavíkurborg,1 bankar og sparisjóðir, Samband ís- lenskra sveitarfélaga, bændasam- tökin og þjóðkirkjan sem starfa saman að Ráðgjafarstofunni. Síma- tími er frá 9.30 tO 12.30 virka daga og getur hver sem er haft samband og rætt sín mál. -brh Rúmlega 70 manns hafa þegar óskað eftir að ræða við ráðgjafa um greiðslu- erfiðleika sína. Elín Sigrún Jónsdóttir er forstöðumaður Ráðgjafarstofunnar sést hér á skrifstofu sinni. DV-mynd BG Erlent sjónvarpsefni talsett eða textað í fyrra: Megnið textað en talsetn- ing er oft á barnaefni Útsent efni Ríkissjónvarpsins var 3.512 klukkustundir árið 1995. Þar af voru 1.822 klukkustundir almennt erlent dagskrárefni. Megnið af þessu efni var textað, 1.361 klukku- stund en 461 klukkustund var tal- sett. Ríkissjónvarpið sýndi 598 klukku- stundir af erlendu barnaefni á ár- inu, þar af voru 468 klst. talsettar en 130 klst. textaðar. Þetta kemur fram í svari mennta- málaráðherra við fyrirspurn Svan- fríðar Jónasdóttur, þingmanns Þjóð- vaka, um talsett og textað efni í sjónvarpi í fyrra. Stöð 2 sjónvarpaði á síðasta ári samtals 4.425 klukkustundum af sjónvarpsefni, þar af var stór hluti kvikmyndir eða framhaldsmyndir, eða 1.675 klukkustundir, framhalds- þættir, eða 852 klukkustundir, og er- 95 hjá RÚV og Stöö 2 - 4000 klst. 3500 3000 2500 2000 1500 1000 500 3754 jO:*598 mi Almennt efnl Barnaefni lent barnaefni, 628 klukkustundir. Talsettar voru 590 klukkustundir af sjónvarpsefni, þar af var barnaefnið 438 klst. Afgangurinn af erlenda sjón- varpsefninu var væntanlega textað- ur, eða tæplega 3.000 klukkustundir. í svar menntamálaráðherra kem- ur einnig fram að 321 klukkustund af sjónvarpsefni var sent út hjá Sýn þann eina og hálfa mánuð sem út- sendingar stöövarinnar stóðu á síð- asta ári. Þar af var efni textað í 177 klukkustundir en 37 klukkustundir voru talsettar. Hjá Stöð 3 er barnaefni um 10% af útsendu efni. Af því er um 85% tal- sett og 15% textað. Útsendingar stóðu aðeins i fimm vikur á síðasta ári. -GHS Kvikmynda- sýning til styrktar fíkni- efnavörnum I tíu ár hefur Lionsklúbburinn Eir fengið sýningarrétt á einni sýn- ingu í Háskólabíói á nýrri kvik- mynd sem ekki hefur verið sýnd hér áður og svo verður einnig nú en Há- skólabíó og framleiðendur Mr. Hol- land’s Opus hafa gefið Eir eina sýn- ingu á myndinni. Verður sú sýning annað kvöld kl. 20.00. Ágóða af þess- um árlegu sýningum hefur klúb- burinn yfirleitt varið til fíkniefna- vama og hefur fíkniefna- og for- vamadeild lögreglunnar oft notið stuðnings Eirar. Mr. Holland’s Opus hefur verið ein vinsælasta kvikmyndin í Banda- ríkjunum á undanfórnum vikum og hefur fengið góða dóma hjá gagn- rýnendum. Er skemmst að minnast þess að aðalleikari myndarinnar, Richard Dreyfuss, hefur verið til- nefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Dreyfus leikur titilhlutverkið, Mr. Holland tónlist- arkennara sem ungan dreymir um að verða tónskáld en ýmislegt fer á annan veg en ætlað er. -HK Dagfari Um mataræði fyrirmanna Dagfari á böm í leikskóla og önnur böm á táningsaldri og gam- an er að fylgjast með orðanotkun og orðbragði æskunnar á mismun- andi aldri. Enda þótt segja megi að orðgnótt sé ekki fyrir að fara í leik- skólum verður að meta það við blessuð bömin aö yfirleitt eru þau kurteis og vinsamleg hvert í ann- ars garð enda ekki búin að læra bölvið og ragnið og slæmt innræti. Litlu bömin í leikskólanum skipt- ast ekki á skömmum eða skítkasti nema á sinn einfalda máta og bregða aðeins fyrir sig metingi og sjálfsvörn þegar mikið liggur við. „Minn pabbi er sterkari en þinn“, segja þau, eða „mamma mín ræður en ekki þú“ eða eitthvað álíka. Um unglingana er það sama að segja að þeir kunna að vísu fleiri orð og orðatiltæki en maður hefur samt á tilfinningunni að táningar á íslandi séu sæmilega vel upp aldir og haldi sig innan velsæmismarka. Það sama má segja um fulloröið fólk af alþýðustétt, sem og menntað fólk og borgaralegt. Langsamlega flestir halda uppi mannlegum sam- skiptum af háttvísi og skynsemi. Þetta vill Dagfari taka fram af gefnu tilefni því nú hefur komið í ljós að þessar samræður og skoð- anaskipti manna á milli eru allt annars konar samræður heldur en þeir halda uppi sem teljast til fyrir- manna í þjóðfélaginu. Sérstaklega á það við um þá einstaklinga sem valist hafa til ábyrgðarstarfa, hvort heldur er til að stýra fjölmiðlum og tala niður til fólksins ellegar til aö stýra lánastofnunum og gæta fjár hins sauðsvarta almúga. í slíkar stöður veljast auðvita ekki aðrir en þeir sem hafa komið ár sinni vel fyrir borð sökum mennta og gáfna og þeir eru til fyrirmyndar í hví- vetna og það ■ sem höfðingjarnir hafast, hinir halda aö þeim leyfist það. Aðalbankastjóri Landsbanka ís- lands og ritstjóri málgagns Alþýöu- flokksins hafa að undanfornu verið að skiptast á orðsendingum í Mogganum og hafa þá vísað til við- ræðna sem þeir áttu saman, þessir áhrifamenn í þjóðfélaginu, stutta stund á dögunum vegna vaxta- hækkana og vxtalækkana. Minnst mun hafa farið fyrir um- ræðum um vextina en því meir um allt milli himins og jarðar og bankastjórinn segist hafa látið vaða á súðum og ritstjórinn stað- festir það. Mun samtalið hafa í aðalatriðum farið fram á þess konar málfari að ekki er eftir hafandi. Bankastjór- inn segist hafa talað við ritstjórann á þeim forsendum og ritstjórinn áttaði sig sjálfur á því að samtalið var ekki birtingarhæft. Glefsur hafa þó verið tilvitnaðar og það sem er eftirtektarverðast við þessi orðaskipti er að minnis- stæðast er þeim báðum hvað þeir höfðu að segja um mataræðið. Það mun hafa spunnist út af því að bankastjórinn talaði um óðsmanns- skít, eins og Dagfari hefur áður gert að umtalsefni. í framhaldinu heldur bankastjórinn því fram að ritstjórinn skOji ekki ef sá fyrr- nefndi segir þeim siðarnefnda að éta sinn eigin þrekk en ritstjórinn kann á þvi skil og veit að banka- stjórinn er að segja honum að éta skít. Ritstjórinn hefur aftur á móti þá ráðleggingu fram að færa gagn- vart bankastjóranum að hann éti sín eigin orð en það er eftir að bankastjórinn hefur uppnefnt rit- stjórann sem „ritstjóravesaling” og á þar væntanlega við að þeir rit- stjórar séu vesalingar sem hvorki kunna skil á mataræði sínu né óðs- mannsskít sem bankastjórar nota sem lýsingu á aðgerðum annarra banka. Margir hafa orðið hvumsa við að heyra slikt orðbragð en það er vegna þess að almenningur á ís- landi kann ekki og veit ekki hvern- ig menn tala saman þegar þeir eru orðnir fyrirmenn í þjóðfélaginu. Nú vitum við það. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.