Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996
Viðskipti
Tekjur Marels
jukust um
46 prósent
Rekstrartekjur Marels á síðasta ári
námu rúmum 1,1 milljarði króna sem
er 46% aukning £rá fyrra ári. Hagnaður
af rekstri eftir skatta var 55,9 milljónir
króna samanborið við 14,8 milljónir_
árið 1994. Arðsemi eigin {jár var 32,9%
en var 9,5% árið áður. Útílutningstekj-
ur námu 907,6 milljónum króna sem er
87% af vörusölu móðurfélagsins sem
var um 1 milljaröur króna. Þetta er
aukning um 52% milli ára.
Heildareignir Marels í lok júní voru
bókfærðar á um 670 milljónir en það er
38% hækkun frá fyrra ári. Eigið fé fé-
lagsins í árslok var 222 milljónir og
hafði þá aukist um 33% á árinu. Hluta-
fé er 110 milijónir að nafnverði. Starfs-
menn fyrirtækisins eru nú 126, þar af
starfa 8 hjá dótturfyrirtækjum erlendis.
Aðalfundur verður haldinn 6. mars nk.
Þar verður lagt til að greiða 10% arð af
nafnverði hlutaíjár og auka hlutafé um
20% með útgáfu jöftiunarhlutabréfa.
202 milljóna
hagnaður
Þormóðs ramma
Þormóður rammi á Sigluflrði skilaði
um 202 milljóna króna hagnaði á síð-
asta ári eða um 10% af veltu. Hagnað-
urinn árið 1994 nam 126 milljónum.
Heildarvelta fyrirtækisins varð 1.971
milljónir og jukust tekjur þess um 18%
frá fyrra ári. Um 200 manns unnu að
jafnaði hjá Þormóði ramma.
Góð rækjuveiði á íslandsmiðum og
Flæmska hattinum er helsta skýringin
á hagstæðri afkomu, að sögn forráða-
manna félagsins. Þá hefur verð á
rækjuafúrðum verið gott. Rækjuafurðir
eru 78% af tekjum fyrirtækisins. Eigið
fé nam 869 milljónum í árslok og hefur
eiginflárhlutfallið hækkað I 44,7%.
Nettóskuldir eru 576 miUjónir. Aðal-
fundur Þormóðs ramma veröur hald-
inn miðvikudaginn 6. mars.
Gula skráin fyrir
Windows
PPan-fjölmiðlun hefur gefið út Gulu
skrána, fyrirtækja- og þjónustuskrá í
formi tölvuforrits sem keyrir á PC-tölv-
um undir Windows. Framleiðandi for-
ritsins er Fontur sf. sem sér um alla
hugbúnaöarvinnu við Gulu skrána.
Þess má geta að PPan-fjölmiðlun hefúr
séð um útgáfu ET-blaðsins. Gagna-
grunnur forritsins er byggður upp af
fyrírtækjum sem óska eftir skráningu í
Gulu skrána. Hægt er að fletta beint
upp á fyrirtækjum eftir nafni og eins
eftir sérstakri þjónustuskrá. -bjb
Fundir og ráðstefhur
HentiTánaskipum Qölgar í farskipaflotanum:
Fimm farskip eru
skráð á íslandi
- ekkert þriggja skipa Samskipa skráð hér
Svokölluðum hentifánaskipum
hefur fjölgað verulega í íslenska far-
skipaflotanum undanfarin ár. Nú er
t.d. svo komið að aðeins tvö af tíu
skipum Eimskips eru skráð á ís-
landi og ekkert af þremur skipa
Samskips. Samkvæmt nýjustu
skipaskrá eru aðeins 5 farskip af ríf-
lega 20 í íslenskri eigu skráð hér á
landi.
„Aðeins Brúarfoss og Laxfoss eru
skráð hérlendis hjá Eimskipi. Það
er nú allur fjöldinn hjá óskabarni
þjóðarinnar. Mér skilst að senda
eigi skipin út í haust í staðinn fyrir
ný þannig að þá gæti ekkert skip
verið með íslenskum fána hjá Eim-
skip. Hver veit,“ sagði Birgir Björg-
vinsson hjá Sjómannafélagi Reykja-
víkur en félagið hefur gagnrýnt
mjög þessa þróun hjá skipafélögun-
um.
Auk skipa Eimskips er Hofsjökull
hjá Jöklum hf. skráð hérlendis og
tankskipin Kyndill, sem Olís og
Skeljungur reka, og Stapafell, sem
er í eigu Olíufélagsins.
Öll þrjú skip Nesskips; Selnes,
Akranes og ísnes, eru skráð erlend-
is. Sömu sögu er að segja um þrjú
skip skipafélagsins Ness. Þá eru
nokkur skip í leigu hjá íslensku
skipafélögunum sem öll eru skráð á
erlendri grundu.
Að sögn Birgis starfa um 200 ís-
lendingar á farskipum í dag og hef-
ur fækkað verulega síðustu misseri.
Sjómannafélagið hafi barist harðri
baráttu fyrir að halda störfum fyrir
sína félagsmenn um borð í skipun-
um og það tekist þannig að íslensk-
ir hásetar væru í flestum farskip-
anna. Hins vegar væru útlendingar
yfirleitt í störfum stýrimanna og
vélstjóra. -bjb
Ársfundur Verðbréfaþings var haldinn í gær. Auk venjubundinna ársfundarstarfa voru flutt tvö erindi. Forstjóri kaup-
hallarinnar í Kaupmannahöfn, Bent Mebus, fjallaði um breytingar í rekstrarumhverfi evrópskra kauphalla og Ólafur
Nilsson endurskoðandi ræddi um áhrif skattalaga á hlutabréfamarkað. Hér sést Eiríkur Guðnason, stjórnarformaður
Verðbréfaþings, á milli fyrirlesaranna Ólafs og Bents. DV-mynd GS
Lítil en dreifð hlutabréfakaup
Hlutabréfaviðskipti um kerfi
Verðbréfaþings íslands og Opna til-
boðsmarkaðarins í síðustu viku
námu 35 milljónum króna. Þetta
verða að teljast lítil viðskipti miðað
við það sem á undan hefur gengið
en viðskiptin voru engu að síður
dreifð í mörgum félögum. Stærstu
viðskiptin urðu með bréf Borgeyjar
á Höfn í Homafírði, eða fyrir tæpar
12 milljónir. Næst komu bréf SR-
mjöls með 8 milljóna viðskipti og í
Pharmaco fyrir tæpar 5 milljónir.
Síðan komu mörg hlutafélög með í
kringum 1 milljónar viðskipti í vik-
unni, m.a. stóru félögin eins og Eim-
skip, Flugleiðir, Skeljungur,
Grandi, Hampiðjan og íslandsbanki.
Upplýsingar um utanþingsviðskipti
vikunnar lágu ekki fyrir í gær.
Þingvísitala hlutabréfa náði sögu-
legu hámarki sl. mánudag þegar
hún fór í 1545 stig. Enda urðu við-
skipti töluverð eða fyrir 50 milljón-
ir, þar af fyrir 26,5 milljónir með
bréf Tæknivals. Þingvísitala hús-
bréfa hefur lítið breyst, var 146 stig
á mánudag.
16,3 milljónir
upp úr Dala- Rafni
Togarinn Dala-Rafn seldi í Brem-
erhaven í Þýskalandi í síðustu viku
og fékk ágætisverð. Alls seldust 127
tonn fyrir 16,3 milljónir króna.
Fleiri urðu skipasölumar ekki þá
vikuna, samkvæmt upplýsingum
frá Aflamiðlun LÍÚ. í gámasölu í
Englandi seldust 324 tonn fyrir 47,5
miUjónir.
Álverð á heimsmarkaði breyttist
óverulega í síðustu viku, lækkaði þó
lítilsháttar. Staðgreiðsluverð í Lon-
don var 1.580 doUarar fyrir tonnið.
Gengi helstu gjaldmiðla gagnvart
íslensku krónunni lækkaði í síðustu
viku nema hvað lítilsháttar hækkun
varð á jeni. -bjb
Höfum
sali sem
henta
fyrir alla
fiundi og ráðstefinur
HÓTELÍgM
5687111
Gámaþorskur
Skipasölur
Dollar
101.81
Flugleiðir
Eimskip
6,65
Olíufélagið
Skeljungur
Pingvisrt. hlutabr.
PV-
0,66
0,
0,
0,
0,
Kr
1600
1550
1500
USD/
200
10C
' Kr/
Kg N D J
0,6276
1700
1500
1400
130
65,97
Þingvísrt. húsbr.
Námsstefna í
árangurs-
stjórnun
Sljórnunar-
félag Islands
efnir til náms-
stefnu í árang-
ursstjórnun
fimmtudaginn
7. mars nk.
með dr. Guð-
finnu Bjarna-
dóttur, fram-
kvæmdastjóra ráögjafarfyrirtækis-
ins LEAD Consultings í Bandarikj-
unum. Guðfinna hefur starfað að
fiölbreyttum ráðgjafarverkefnum
fyrirtækja í Evrópu, Asiu og
Bandaríkjunum. Meðal viðskipta-
vina Guðfinnu vestanhafs eru
ráðuneyti landbúnaðar-, heilbrigð-
is-, iðnaðar- og varnarmála, Gener-
al Electric, Citizens Bank og Union
Carbide. LEAD Consulting hefur
starfað frá árinu 1992.
Guðfinna er menntuð í stærð-
fræði og hegðunarsálfræði með
sérstaka áherslu á framkvæmda-
stjómun. Sérgrein hennar er að
hjálpa fyrirtækjum að hrinda áætl-
unum sínum og framtiðarsýn í
framkvæmd með fræðslu og skipu-
lagningu.
Bílanaust
kaupir Þýsk-
íslenska
Ómar Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri og aðaleigandi Þýsk-
íslenska og Metró hf., hefur selt öU
hlutabréf sín í félaginu. Kaupandi
er BUanaust hf., Matthías Helga-
son, aðaleigandi þess og fjölskylda
hans. Engar breytingar verða á
rekstri Þýsk- íslenska eða Metró
verslunum. Ómar mun áfram
starfa með hinum nýju eigendum.
Breytingar á
eftirmarkaði
Seðlabanki íslands, Handsal,
Landsbréf og Verðbréfamarkaður
íslandsbanka hafa samið um fjár-
vörslu og hlutverk viðskiptavaka
ríkisskuldabréfa á grundvelli út-
boðs Seðlabankans sem fram fór í
byrjun desember sl. Samningarnir
fela það í sér að Seðlabankinn af-
hendir verðbréfafyrirtækjunum tU
fjárvörslu ákveðinn hluta af verð-
bréfasafni sínu sem þau munu
nota tU þess að fjármagna og
stunda eftirmarkaðsviðskipti með
langtímabréf ríkissjóðs.
Samningarnir tóku gUdi 20. fe-
brúar sl. Sama dag hætti Seðla-
bankinn að gegna hlutverki við-
skiptavaka með spariskírteini,
húsnæðisbréf og rikisbréf, önnur
en þau sem eru á gjalddaga á þessu
ári.
3,9 milljarða
viðskipta-
afgangur
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Seðlabankans var viðskiptajöfnuð-
ur við útlönd, samanlagður vöru-
skipta- og þjónustujöfnuður, hag-
stæður um 3,9 miUjarða króna á
síðasta ári. Á fjórða ársfjórðungi
var 800 miUjóna viðskiptahalli.
Heildargreiöslujöfnuður, sem svar-
ar til breytingar á gjaldeyrisstöðu
Seðlabankans, var óhagstæður um
1 milljarð á árinu 1995.
Viðskiptaafgangurinn minnkaði
um 5,2 miUjarða frá 1994. Afgang-
urinn á síðasta ári svarar til 0,9%
af vergri landsframleiðslu ársins,
samanborið viö 2,1% afgang árið
1994. Útflutningstekjur jukust í
fyrra um 2,3% og innflutnings-
verðmæti vöru og þjónustu jókst
um 5,8% frá fyrra ári. Afgangur á
vöruskiptajöfhuði minnkaði um
6,1 miUjarð en á móti dró úr haUa
á þjónustujöfnuði, einkum vegna
minni vaxtagreiðslna af erlendum
lánum. -bjb