Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996
9
Utlönd
Pétursborg:
Breti drepinn í skothríð
Breskur maður í viðskiptaer-
indum og tveir rússneskir lög-
reglumenn létust þegar tveir
menn vopnaðir hríðskotabyssum
réðust inn í kafFihús á Nevsky
Palace hótelinu í Pétursborg í
gær. Hófu þeir skothríð á hóp
manna sem sátu við borð. Bret-
inn, sem ekkert átti sökótt við
skotmennina, varð fyrir einu
skotanna og lést samstundis.
Hann átti pantað far heim seinna
um daginn en hafði sest niður til
að fá sér kaffísopa. Reuter
Vinningar í
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
Heiti potturinn 27. febrúar '96
kom á miba nr. 8395
þá eigum við bókahillurnar
Fyrirsæta sýnir hér gegnsæja siffonblússu og pils eftir hönnuðinn Mariu
Grachvogel en hún kynnti haust- og vetrartísku sína fyrir næsta vetur í
London í gærkvöld. Símamynd Reuter
Eina dóttir bandarísku forsetahjónanna 16 ára:
Chelsea fékk eld-
gamla ryðbeyglu
Verð aðeins 39,90 mín.
Þú þarft aðeins eitt símtal
í Kvikmyndasíma DV til að fá
upplýsingar um allar sýningar
kvikmyndahúsanna *
KVIKMYNDAsmf/
9 0 4 • 5 0 0 0
Chelsea Clinton, einkadóttir
bandarísku forsetahjónanna, fékk
heldur óvænta afmælisgjöf í gær
þegar hún náði þeim merka áfanga
að verða sextán ára. Útvarpsstöð
nokkur í Cincinnati, sem var á hött-
unum eftir góðri auglýsingu, gaf
stúlkunni gamlan og ryðgaðan bíl,
lét aka honum að hliðum Hvíta
hússins þar sem gjöfinni var kurt-
eislega hafnað.
Ekkert húllumhæ var í Hvíta
húsinu í gær í tilefni afmælisins,
heldur aðeins róleg samverustund
fjölskyldunnar. Chelsea mun þó
halda vinum sínum veislu síöar í
vikunni en talsmaður Hillary for-
setafrúar neitaði skýra nánar frá
þeim áformum.
„Þegar maður er sextán ára fær
maður að vaka aðeins fram eftir en
ekki þegar skóli er daginn eftir,“
sagði talsmaðurinn.
Sextán ára afmælisdagurinn er
eins konar vendipunktur í lífi
flestra bandaríska unglinga. Þeir
geta þá fengið ökuskirteini, með
öllu því sjáifstæði sem fylgir. í
Hvíta húsinu eru embættismenn
allajafna fámálir um hagi Chelsea
en við þetta tækifæri sögðu þeir að
ekki væri laust við að forsetahjónin
fyndu til nokkurs trega yfir að dótt-
ir þeirra skuli vera að vaxa úr
grasi.
Chelsea Clinton og Hillary, móðir hennar.
„Hún er sextán ára í dag og það
er merkilegur áfangi fyrir sérhvern
ungling," sagði Ginny Terzano, tals-
kona Clintons. „Þetta er einnig
merkur áfangi fyrir forsetann og
forsetafrúna. Á næsta ári fer Chel-
sea i síðasta bekk menntaskólans og
eftir það fer hún burt í háskóla.
Eins og allir elskandi foreldrar, held
ég að þau séu ekkert of æst í að blás-
ið sé á afmæliskertin."
Bill Clinton hefur látið það spyij-
ast út að hann sé byrjaður að kenna
dóttur sinni á bíi en Hillary líst nú
ekki meira en svo á þar sem forset-
inn hefur varla þurft að aka sjálfur
í tíu ár heldur alltaf setið aftur í
límúsínum. Reuter
Niu látnir
um-
ferðarslys
Alls eru níu látnir eftir að 120
bílar lentu í árekstri í mikilli
þoku á hraðbraut E 17 í Belgíu í
gærmorgun. Fyrri fréttir sögðu að
fjórtán hefðu látist. Að minnsta
kosti 61 slasaðist. Þar af voru 30 á
gjörgæslu og tvísýnt var um lif
tveggja þeirra. Yfirvöld útilokuðu
ekki að finna Qeiri lík þegar lokið
yrði við hreinsun eftir slysið en
hraðbrautin var lokuð í nótt.
Þetta er eitt mesta umferðarslys í
sögu Belgíu en árekstrarröðin
teygðist yfir hálfan annan kíló-
metra.
Skammt frá varð 19 bíla árekst-
ur á hraðbraut. Þar slösuðust 10
manns, enginn alvarlega. Reuter
Beyki-mahogny-eik-svart eða hvítlakkaðar
B:60 L:115 D:29 kr. 8.140,-
B:60 L:203 D:29 kr. 13.120,-
B:80 L:115 D:29 kr. 9.680,-
B:80 L:203 D:29 kr. 15.950,-
Verið veikomin
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bildshoföi 20-112 Rvik - S:587 1199