Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996
11
r>v_____________________________Fréttir
Búrminkur í kaupstaðarferð:
Elti spakur menn
en kettir ærðust
DV; Hvolsvelli
Það er greinilegt að minkar eru
nú fleiri á ferli á förnum vegi en oft-
ast áður. Fólk hefur orðið vart við
minka sem hafa skyndilega skotist
yfir veginn fyrir framan bílinn og
síðan horfið út í myrkrið. Um það
er rætt að nokkrir þessara minka
hafi sloppið úr minkabúum.
Fyrir stuttu var unninn minkur á
Hvolsvelli og var það búrminkur
með áberandi dökkan og fallegan
feld. Ágúst Þorbjörnsson, starfsmað-
ur hjá Steypustöðinni Stöpli á Hvol-
svelli, var að koma úr ferð á steypu-
bíl og lagði honum við hliðina á
snjóruðningstæki. Hann varð þá
var við að undan snjótöhninni kom
skott, sem hann taldi vera af fiæk-
ingsketti, en þegar hann hugði frek-
ar að stóð hann augliti til auglitis
við mink. Var sá dökkur á feldinn
éins og búrminkur og var hinn ró-
legasti og spakur. Gekk hann á móti
Ágústi og stóðu þeir og horfðust í
augu á eins og hálfs metra færi.
Einn af eigendum Stöpuls,
Tryggvi Ingólfsson, kom að og lét
dýrið það ekkert á sig fá. Ágúst
gekk aftur fyrir steypubílinn og
fylgdi minkurinn honum, fast við
fætur hans eins og þægur rakki.
Tryggvi og Ágúst ræddust við og
beið minkurinn á milli þeirra.
Tryggvi ákvað að ná í eitthvað tfi að
vinna á minknum og þá brá svo við
að minkurinn elti hann. Tryggvi
skeUti hurð því annars hefði mink-
urinn fylgt honum inn. Við skeUinn
kom styggð á dýrið sem tók sprett-
inn tU norðurs í átt að þorpinu.
Fyrsta hús þar er Símstöðin.
Víkur nú sögunni þangað. Vigdís
Kjartansdóttir stöðvarstjóri var að
taka tU í kjaUaranum og hundurinn
hennar var þar með henni. Hann lét
öfium illum látum, gelti og spangól-
aði og Vigdís hélt að nú væri rotta
komin í húsið. Hundurinn fór að
róta undir hUlu en komst ekki und-
ir hana. Vigdís náði þá í tvo ketti til
að vinna á rottunni. En kettimir hö-
guðu sér einkennUega. Þeir stukku
upp á efstu hillu í geymslunni,
hímdu þar og virtust dauðhræddir.
Vigdís varð líka hrædd og hafði
samband við starfsmenn hreppsins.
Áður en þeir komu á vettvang fór
sonur Vigdísar niður og kastaði
snjóbolta undir hilluna sem hund-
urinn hafði látið sem verst við.
Stökk þá minkur undan hUlunni á
snjóboltann og fór að éta snjóinn.
Virtist hann banhungraður og
þyrstur og var því feginn þessari'
sendingu.
Starfsmenn hreppsins unnu svo
þetta ráðvillta dýr og er saga þess
ÖU. J.B.
AÐALFUNDUR 1996
Aðalfundur Félags fasteignasala og Ábyrgðasjóðs
Félags fasteignasala verður haldinn í þingsal IV.
á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 29. febrúar 1996
kl. 17.00.
Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemina á liðnu
starfsári.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar.
5. Kjör tveggja endurskoðenda úr hópi
félagsmanna.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.
Stjórnin
Abalfundur
Aöalfundur Marel hf. verSur haldinn miðvikudaginn
6. mars 1996 kl. 16:00 í húsnæSi félagsins að Höfóa-
bakka 9, Reykjavík.
Dagskrá
1 • Venjulegaðalfundarstörfsamkvæmt4.04grein
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3- Tillaga um heimild til stjórnar til að auka
hlutafé félagsins.
4. Onnurmáljöglegauppborin.
Dagskrá, endanlegartillögurog reikningar félagsins
liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis,
vikuíyriraSalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á
fundarstað.
Stjórn Marel hf.
Endurheimt
votlendis
Landbúnaðarráðherra hefur
ákveðið að verða við ósk Fugla-
verndunarfélags íslands um að hefja
endurheimt hluta þess votlendis
sem ræst hefur verið fram á undan-
förnum árum og áratugum.
„Mikið af því landi var ræst fram
til að auka ræktun og bæta aðstöðu
fyrir heföbundinn búskap. Víða er
ekki þörf fyrir þetta land nú og full
ástæða til að skoða hvort ekki megi
endurheimta upphaflegt ástand þess
með tilliti tfi dýralífs og gróður-
fars,“ segir í fréttatUkynningu frá
landbúnaðarráðherra.
Ákveðið hefur verið að þetta
verkefni verði unnið i samvinnu
landbúnaðarráðuneytisins, um-
hverfisráðuneytisins og stofnana
þessara ráðuneyta. TU að vinna að
framgangi málsins hefur landbún-
aðarráðherra skipað nefnd, meðal
annars tU að kanna hvar möguleik-
ar eru á að endurheimta þessi svæði
nú þegar og hvernig að framhaldinu
skuli staðið. Nefndinni er ætlað að
skUa fyrstu tUlögum sínum fyrir
vorið með það að markmiði að þeg-
ar í sumar og næsta haust megi
hefja framkvæmdir.
í henni sitja Arnþór Garðarsson,
Náttúruverndarráði; Borgþór Magn-
ússon, Rannsóknastofnun landbún-
aðarins; Einar Ó. Þorleifsson, Fugla-
verndunarfélagi íslands; Erling Ól-
afsson, Náttúrufræðistofnun; Sig-
mundur Einarsson, umhverfisráðu-
neyti og Níels Árni Lund, landbún-
aðarráðuneyti. Níels er jafnframt
formaður nefndarinnar. -brh
Tap á Bíóhöllinni
DV, Akranesi:
Bíóhöllin hér á Akranesi var rek-
in með rúmlega eitt hundrað þús-
und króna tapi á síðasta ári eftir
gjaldfærða fjárfestingu. Árið 1994
var tapið 900 þúsund krónur en þá
var BíóhöUin aðeins rekin í tvo
mánuði.
AUs voru tekjur BíóhaUarinnar í
fyrra 4,2 miUj. króna en gjöld 4,1
miUj. króna. Þegar fjármagnsliður
er tekinn með var tapið 108,356 kr.
Á næstunni verða gerðar um-
fangsmiklar breytingar á BíóhöU-
inni. Ný sæti verða sett í húsið,
skipt um gólfefni og húsið málað.
-DÓ
Innlausnarverð vaxtamiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 10. mars 1996 er 21. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 21 verður frá og með 10. mars n.k. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.606,40
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. september 1995 til 10. mars 1996 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
v Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 12. mars 1996.
Reykjavík, 28. febrúar 1996.
SEÐLABANKIÍSLANDS