Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR. 28 FEBRÚAR 1996 Spurningin Hvernig líst þér á ástandið innan þjóðkirkjunnar? María Rabasca verslunarmað- ur: Mér finnst það bara mjög slæmt. Erlingur Richardsson nemi: Ég er lítið inni í því en það er nauðsyn- legt að hafa fjör. Erna Björg Guðmundsdóttir dagmóðir: Illa. Það eru orðnar allt of miklar deilur og rugl fram og til baka. Guðmundur Þór Guðþórsson nemi: Ég veit það ekki. Guðþór Sverrisson vegheflls- stjóri: Mér finnst það ekki nógu gott. Kolbeinn Erlingsson nemi: Nú veit ég ekki, ég er ekki kristinn. Lesendur Alþýöuflokkurinn og Þjóðvaki: Sameining á næsta leiti? Þýðingarmiklar yfirlýsingar formanna og helstu forystusveitar Alþýðuflokks og Þjóðvaka kynnu að þýða breytingar í stjórnmálum hér, segir m.a. í bréf- inu. Gísli Guðmundsson skrifar: Alþýðuflokkurinn fagnar 80 ára tilvist sinni í næsta mánuði. Al- þýðuflokkurinn er um margt einn merkilegasti stjórnmálaflokkur landsins þótt ekki hafi hann átt miklu fylgi að fagna síðustu árin. Þjóðvaki varð flokknum sár sem talsvert hefur þurft að sinna og for- maður Þjóðvaka og aðrir stuðnings- menn þess flokks hafa verið iðnir við að losa sig við ættartengslin allt til þessa. Það er þó á allra síðustu vikum sem fólk hefur verið að merkja ein- hvern samdrátt milli Alþýðuflokks- manna og þeirra sem stjórna Þjóð- vaka. Þetta hefur meira að segja komið fram í sölum Alþingis, þar sem samvinna á milli þessara flokka hefur ekki verið slæm, og reyndar hafa þingmenn Alþýðu- flokks haft frumkvæði um að ná til Þjóðvaka með ýmsu móti í pólitísku samstarfi á þingi. Mörgum finnst sem varaformaður Þjóðvaka, Svan- friður Jónasdóttir, hafi opnað um- ræðuna um meiri nálgun við Al- þýðuflokkinn en menn hefðu búist við. - Og nú síðast formaðurinn sjálfur, Jóhanna Sigurðardóttir, sem leggur ofuráherslu á að jafnað- armenn „í þremur smáum stjórnar- andstöðuflokkum" megi ekki bregð- ast því takmarki að bæta og jafna kjör launafólksins. Og ekkert hefur skort á hrós for- manns Alþýðuflokksins um Þjóð- vakafólk á Alþingi nú síðustu dag- ana. Það er því alls ekki hægt að útiloka frekara samstarf a.m.k. þessara tveggja flokka í þeirri við- leitni að sameina jafnaðarmenn bet- ur og meira eins og hugur margra þeirra stendur þó til í raun. Þeirri frétt skaut upp fyrir tveimur vikum eða svo að innan Alþýðuflokksins væri allt kapp lagt á að fá Þjóðvaka og Alþýðuflokk sameinaða fyrir 80 ára afmæli síðarnefnda flokksins í næsta mánuði. Og svo brá við að engar ýfingar hafa verið milli flokk- anna siðan. Skjótt skipast veður í lofti stjórn- málanna og það þyrfti ekki að koma á óvart þótt Þjóðvaki og Alþýðu- flokkur gengju sameiginlega til af- mælishófs Alþýðuflokksins þann 12. mars nk. Það gæti svo leitt til skjót- ari viðbragða annars staðar um enn meiri samþjöppun allra þeirra sem vilja sameinast undir merki jafnað- armanna. Yfirlýsingar formanna og helstu forystusveitar i Alþýðuflokki og Þjóðvaka fyrir - eða í kringum - afmæli Alþýðuflokksins gætu því þýtt mikla breytingu fyrir íslensk stjórnmál á seinni hluta yfirstand- andi kjörtímabils. Umhverfissjóður verslunarinnar Óskar Magnússon skrifar: í DV 22. þ.m. er fjallað um verð á plastpokum og sagt frá því að þeir kosti 10 kr. í Hagkaupi, kr. 9 í Bón- usi en kr. 5 í Fjarðarkaupum og spurt hvort þetta sé hluti af verð- stefnu þessara fyrirtækja. - 1. október 1995 tók til starfa Um- hverfissjóður verslunarinnar. í hann greiða um 140 dagvöruversl- anir um land allt, þ.á m. Hagkaup. Þessi sjóður hefur á stefnuskrá sinni að styrkja umhverfísmál með greiðslum af andvirði seldra plast- poka í verslunum. í öllum verslun- um sem eru þátttakendur í sjóðnum eru pokarnir seldir á 10 kr., en ekki bara í Hagkaupi eins og skilja mátti. Af því fara, gróft reiknað, 2 kr. í vsk., 4 kr. kostar framleiðsla pokans og 4 kr. fara í Umhverfissjóðinn. Hér er því verslunin ekki að taka neina álagningu heldur stuðla að þjóðþrifamálum. - Fyrirkomulag þetta er háð eftirliti sem meðlimir hafa fallist á. Örfáar verslanir standa utan þessa sjóðs en selja pokana með álagningu allt að einu. Hvað um þá álagningu verður veit nú enginn en víst er að ráðstöfun hennar er ekki háð neinu eftirliti eins og Umhverf- issjóður verslunarinnar gerir ráð fyrir. Þessar verslanir geta gert það sem þeim sýnist við þessa peninga. Meiri körfu, takk Jakob skrifar: Ég get ekki stillt mig um að skrifa nokkrar línur til að vara henni Auði, sem var að kvarta hér á þess- ari síðu sl. mánudag yfir beinum út- sendingum Stöðvar 2 frá NBA-deild- inni í körfubolta. í sömu grein er farið fram á það að útsendingarnar verði færðar yfir á sjóvarpsstöðina Sýn. Kæra Auður, hvernig væri nú að minnast þess aðeins að það er fleira % fólk á landinu en þeir sem búa í grennd við Reykjavík, og sjá þar af leiðandi ekki Sýn enn sem komið er? Væri það ekki dálítið ósann- ILlÍliSÆi þjónusta allan í síma 5000 lli kl. 14 og 16 Væri ekki dálítið ósanngjarnt að kaupa beinar útsendingar frá NBA fyrir ein- ungis lítinn hluta þjóðarinnar? spyr bréfritari. gjarnt og vanhugsað að kaupa bein- ar útsendingar frá NBA, sem myndu aðeins standa hluta þjóðar- innar til boða að sjá? - Það finnst mér og öllum þeim fjölda sem horf- ir á þessa leiki hér úti á landi. Það virðist nefnilega oft þurfa að minna ýmsa aðila á að það býr lika fólk úti á landi. Það er nú ekki svo oft sem sýnt er beint frá NBA á ári. Og þeir sem ekki geðjast að körfubolta hljóta að geta leyft okkur sem viljum horfa á hann að njóta þess í friði í þau fáu skipti. Er það ekki? Auðvitað væri sjálfsagt, af minni hálfu a.m.k., að færa útsendingarn- ar yfir á Sýn, þegar og ef allir lands- menn geta séð þá sjónvarpsstöð, en því miður sé ég engin teikn á lofti um að það gerist í náinni framtíð. Að lokum við ég þakka Stöð 2 fyrir góða umfjöllun um NBA og vona að haldið verði áfram á sömu braut. Passíusálmar í ólestri Vilborg hringdi: Margir hafa kvartað yfir lestri Passíusálmanna í ár og mér finnst Passíusálmarnir vera í verulegum ólestri að þessu sinni. Þeir eru ekki lesnir af til- finningu þess sem ann ljóðum. Það er alveg tvennt ólíkt að lesa beinan texta og óbundið mál og svo ljóð. Ég hef heyrt þann sem nú les Passíusálmana fara ágæt- lega með annan texta og hann hefur góða rödd og frambæri- lega. Það er aðeins lesturinn á þessum sálmum sem fer fyrir brjóstið á flestum að þessu sinni. Það er væntanlega of seint að grípa í taumana nú enda ekki við því að búast af hendi Ríkisút- varpsins fremur en endranær þegar kvartað er. Fíkniefni og fíknilyf Pétur hringdi: Það er ekki nóg að hreinsa landið af fíkniefnum, þ.e. að koma í veg fyrir smygl til lands- ins, sem ætti að geta verið til- tölulega auðvelt ef mannafli væri til þess settur. Hvað með öll þau efni og lyf sem flokka má undir fíkniefni og menn fá hér með löglegum hætti, t.d. í gegn- um lyfseðla frá læknum? Hér þarf að gera mikið og stórt átak og það má ekkert til spara til að sporna gegn neyslu fíkniefna að fullu og öllu. Vinsældir Kontrapunktsins Á.S.K. hringdi: Það fer ekki á milli mála að spurningakeppnir eru meðal vinsælustu þátta í sjónvarpi. Það er heldur ekkert séríslenskt fyr- irbæri. Spumingakeppnin Kontrapunktur er án efa orðinn meðal vinsælustu þáttanna í Sjónvarpinu. Þetta er vel fram settur þáttur og fræðandi þar sem íslendingarnir standa sig fyllilega meðal keppendanna. Nú síðast unnu þeir Dani naumlega. Spyrillinn er skemmtilegur og einkar naskur að koma með ábendingar sem þó verða ekki metnar sem hlutdrægni. Svona þætti á Sjónvarpið m.a. að sýna oftar ásamt góðum kvikmynd- um. Friður í Korp- úlfsstaðafjósið Hannes skrifar: Ég hlýddi á undarlegan þátt á Aðalstöðinni sl. sunnudags- kvöld. Þar ræddi einn mikill friðarpostuli um „Frið 2000“. Hann vildi gera ísland að einni allsherjar friðarmiðstöð. Hann vildi fá Korpúlfsstaði sem bæki- stöð fyrir starfsemina. Gallinn var að hann náði ekki nógu góðu sambandi við ráðamenn hér, hafði t.d. ekki náð í borgarstjór- ann, til að bjóða honum frið í gamla Korpúlfsstaðafjósið. Er nú ekki komið nóg af þessum al- heimsatburðum sem eiga að geta . gerst hér á íslandi? Er þetta nokkuð annað en stórmennsku- draumar? Til Ýrar en ekki „kýrar"? Ólafur Björnsson hringdi: Ég las í DV í morgun (mánu- dag) frétt þar sem rætt var um stúlku að nafni Ýr. Þar stöð „Ýrar“. Ég vissi ekki að þetta væri rétt beyging en nú veit ég betur. En hvers vegna er þá ekki líka talað um til „kýrar“ úr því þetta eru sams konar kvenkyns- orð að stofni til? Er nú nokkur furða þótt útlendingar eigi erfitt meö að komast inn í svona yfir- máta „lógískt" tungumál, is- lenskuna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.