Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996
13
Fréttir
Börnum á Höfn verði ekið átta kílómetra leið í skólann:
Kostirnir miklu
meiri en ókostirnir
— segir Hallur Magnússon, félagsmálastjóri á Höfn, vegna mótmæla foreldra
DV, Hö£n:
Ekki eru allir foreldrar eða for-
ráðamenn skólabarna á Höfn ásáttir
með að færa 1.^4. bekk barnaskól-
ans í Nesjaskóla sem er um 8 km frá
Höfn. Það er einkum aksturinn á
milli staða sem fólk er ósátt við.
Undirskriftalistar, þar sem skorað
er á bæjarstjórn Hornafjarðar að
taka þessi mál til endurskoðunar og
leita annarra leiða, lágu frammi í
verslunum á Höfn. Alls skrifuðu 480
manns undir þessa áskorun - 400
eldri en 18 ára - og var listinn af-
hentur Sturlaugi Þorsteinssyni bæj-
arstjóra 19. febrúar.
DV hafði samband við Hall Magn-
ússon, félagsmálastjóra hér á Höfn,
og spurði hann um viðbrögð bæjar-
stjórnar við þessari áskorun fjölda
manns.
„Það eru bara tvær leiðir - þessi
eða að byggja. Nesjaskóli og um-
hverfi hans henta svo miklu betur
þessum aldurshópi. Þarna eru
skólastofur á jarðhæð og strax í
haust hægt að bjóða börnunum upp
á máltíðir í mötuneyti sem hannað
er sem mötuneyti. í skólaakstri sem
þessum er þessi aldurshópur sá
langmeðfærilegasti og börnin verða
undir stjórn gæslumanns. Við álít-
um að kostirnir séu miklu meiri en
ókostirnir," sagði Hallur.
Ekki er hægt að líta framhjá
kostnaðinum yrði farið út í viðbygg-
ingu við Hafnarskóla - barnaskól-
ann á Höfn - en sá kostnaður er um
140 millj. króna án búnaðar. Við-
'bygging við Heppuskóla kostar
220-240 millj. króna án búnaðar.
Breyting á íþróttahúsi við Heppu-
skóla, væri þvi breytt í kennslustof-
ur, yrði 180 millj. króna auk bygg-
ingar nýs íþróttahúss. Beinn kostn-
aður við að koma þessari kennslu á
í Nesjaskóla er tæplega 18 millj.
króna og aukakostnaður vegna
skólaaksturs 4‘/r-6 millj. króna.
Hallur Magnússon sagðist ekki
trúa öðru en góð sátt næðist um
þessi mál þegar fólk athugaði dæm-
ið betur. Bæjarfélagið hefði ekki
nema 170 millj. króna í þetta næstu
þrjú árin. Einnig mætti benda á að
skólaakstur hefur lengi tíðkast hér í
sveitum og engin mótmæli komið
þar um.
-JI
Þórgunnur Torfadóttir afhendir Sturlaugi Þorsteinssyni bæjarstjóra mótmælalistann.
Skemmtilegt
leigir:
Rafdrifna
12v bíla
Stórt -
öruggt
trampólín
Hoppkastala
Auglýsinga-
fígúrur -
uppblásnar
Sterk og
falleg tjöld
Borð og stólar • Gjallarhorn • Bjarndýrabúr • Hestakerrur
Alveg gráupplagt fyrir fyrirtæki sem vilja
athygli eða halda hátíð.
Tjaldaleigan Skemmtilegt
Sími 587-6777
Skólastarf í Hornafirði:
Stefnt að því að skipta
grunnskólanum í þrennt
DV, Höfn:
Skólamál í Hornafirði hafa verið
mikið til umræðu undanfarið
vegna þeirra breytinga á skóla-
starfi sem verða vegna nýju grunn-
skólalaganna. Lögin gera ráð fyrir
að rekstur grunnskólans verði al-
farið færður til sveitarfélaganna og
þar er meðal annars kveðið skýrt á
um að skólinn skuli vera einsetinn.
Er sveitarfélögum gert að uppfylla
þetta skilyrði laganna fyrir árið
2001.
Þær breytingar sem stefnt er að
í skólastarfinu í Hornafirði er að
skipta grunnskólanum í meginatr-
iðum í þrennt. Miðað er við að 1.-4.
bekkur verði í Nesjaskóla, 5.-7.
bekkur í Hafnarskóla og 8.-10.
bekkur Heppuskóla. Mýraskóli
verður rekinn áfram með sama
sniði og áður. Með þessu fyrir-
komulagi mun meginreglan verða
sú aö í hverjum árgangi munu yfir-
leitt verða tveir bekkir af hag-
kvæmri stærð og með því eiga
bekkir með allt að 30 nemendum að
vera úr sögunni.
I samþykkt bæjarstjórnar er gert
ráð fyrir að bjóða nemendum
Grunnskóla Hornafjarðar upp á
lengri viðveru í skóla en nú tíðkast
með það að markmiði að skóla-
starf, tónlistarnám, íþróttaiðkanir
og ýmis tómstundastarfsemi myndi
eina samfellu í daglegu lífi hvers
nemanda. Grunnskólalögin kveða á
um lengri skóladag en hingað til
hefur tíðkast og kennsludagur
grunnskólanema skuli hefjast að
morgni. Lenging skóladagsins ger-
ir það að verkum að ekki hefur ver-
ið mögulegt að tvísetja Hafnarskóla
á skólaárinu 1996-1997 eins og
hingað til hefur verið gert.
Við breytingar í skólastarfinu í
Hornafirði er gert ráð fyrir að allir
árgangar hefji skólastarf kl. 8.30.
Breytingar þessar kalla á endur-
skipulagningu skólaaksturs í
Hornafirði. Nú verður ekki einung-
is heimaakstur úr dreifbýlinu held-
ur mun nemendum 1.-4. bekkjar,
sem búa á Höfn, væntanlega einnig
verða ekið í og úr skóla. Mikil
áhersla er lögð á öryggi barnanna í
þessum akstri og við útboð á skóla-
akstrinum verður gerð krafa um
bílbelti og gert er ráð fyrir að sér-
stakur gæslumaður verði í skóla-
bílnum. Ljóst er að auka þarf við
húsnæði grunnskólans svo að hægt
verði að reka einsetinn skóla og
því er fyrirhugað að byggja tvær
lausar kennslustofur sem komið
verður fyrir við Nesjaskóla þar
sem hann mun tengjast húsnæði
skólans með tengigangi. Stefnt er
að því að þessar breytingar verði
komnar á fyrir næsta skólaár.
-JI
Aukablaö um FERÐIR
Mibvikudaginn 6. mars W^ WW W W71 TTk W O
mun aukablað um ferðir JLJ f \ IjPj 1 W Jfjf’ í
erlendis fylgja DV.
Efni blaðsins verður lielgað sumarleyfisferð-
um til útlanda í sumar og ýmsum hollráðum
varðandi ferðalög erlendis.
X
Þeim sem vilja koma á framfæri efni í blaðið
er bent á að bafa samband við Þuríði
Kristjánsdóttur á ritstjórn DV í síma 550-5819.
Þeir auglýsendur, sem hafa áliuga á að
auglýsa í þessu atikablaði, vinsamlega liafi
samband við Ragnheiði Gustafsdóttur, auglýs-
ingadeild DV, hið fyrsta í síma 550-5725.
Vinsamlegast athugið ab síóasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 29. febrúar.