Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Page 24
40
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996
Sviðsljós
Brad Pitt ræðir
við Spielberg
Brad Pitt er
sjóðheitur. Um
það er ekki
deilt eftir
frammistöðu
hans í
ógeðstryllinum
um höfuðsynd-
imar sjö og síð-
an Tólf öpum,
sem hann fékk óskarstilnefningu
fyrir. Steven Spielberg er á sama
máli og allir hinir, enda farinn að
ræða við Pitt um að hann leiki í
væntanlegri mynd, Draumaverk-
smiðju sinni og félaga sinna.
Myndin heitir Arkansas og segir
frá bónda einum með steinhjarta
sem tekur að sér 25 munaðarleys-
ingja til að bjarga jörðinni. Hann
breytist að sjálfsögðu og verður
vænsti maður á eftir. Leikstjóri
verður Wayne Wang.
James Woods
til Mississippi
James Woods
hefur leikið
margt fúlmenn-
ið á ferli sínum
og senn mun
hann bæta einu
í safnið, Ku
Klux Klan
manninum
Byron de la
Beckwith. Byron þessi vann það
sér til frægðar að drepa fúlltrúa
blökkumannasamtaka í Miss-
issippi árið 1963. Það var þó ekki
fyrr en þrjátíu árum síðar, og einu
betur, að hann var loks sendur í
fangelsi. Það hafði þó ekki gengið
átakalaust fyrir sig. Myndin heitir
Mississippidraugurinn og leik-
stjóri hennar verður hinn kunni
Rob Reiner.
Frægasta hóran í Hollywood hefur ekki efni á flottlifnaðinum:
Divine orðin auralaus
og þvinguð út í klámið
Hollywoodhóran Divine
Brown er búin að klúðra öllu
sem hún gat klúðrað, orðin gjör-
samlega staurblönk, hafandi
sólundað hvorki meira né
minna en fjórtán milljónum
króna á átta mánuðum. Hún
neyðist þvi til að leika í svæs-
inni klámmynd tU að eiga í
sig og á, þrátt fyrir fagr-
ar yfirlýsingar hennar
um að hún væri hætt
aUri ósiðsemi.
Divine Brown er jú, eins og aUir
muna, vændiskonan sem var gripin
með hann glóðvolgan á breska leik-
aranum Hugh Grant í munni sér i
fína bUnum hans í Los Angeles í
fyrra. Peningana fékk Divine meðal
annars fyrir frásagnir sínar af
ævintýrinu með leikaranum fræga.
í væntanlegri kvikmynd mun stúlk-
an leggjast með öðrum leikara sem
sagt er að sé ótrúlega líkur Hugh.
Divine Brown reyndist hafa ótrú-
lega dýran smekk loks-
Divine Brown getur ekki lengur velt sér upp úr peningunum, eins og á þessari mynd. Nú þarf hún að fara að vinna
ffyrir sér á þann hátt sem hún kann best.
ins þegar hún eignaöist einhverja
peninga að ráði, eins og títt er um
þá sem eru krónískt blankir. Hún
keypti sér tU dæmis Mercedes Benz
glæsibifreið á þrjár miUjónir króna
og Nissan sportbíl á hálfa aðra
mUljón. Þá eyddi hún vel á fjórðu
mUljón í aUs kyns fatnað og skart-
gripi eftir frægustu tískuhönnuði
veraldar og þannig mætti lengi
áfram telja. í ofanálag má Divine
eiga von á tveggja mUljóna króna
reikningi frá herra skattmann en
það er einmitt sama upphæðin og
hún fékk fyrir fram fyrir að leika í
klámmyndinni.
„Hún var mjög snögg að læra að
eyða peningum bæði fljótt og vel en
dag nokkurn vaknaði hún upp við
það aö ekkert var eftir í pyngjunni,"
sagði A1 Bowman sem fylgdi henni
til Bretlands í fyrra.
„Hún fær ekki lengur góö tilboð
um að segja blöðum sögu sína.
Hún hafði vísað öUum tilboðum
um leik í klámmyndum frá sér en
nú er svo komið að ekkert annað
var fáanlegt og hún tók því sem
borgaði best. Hún mun leggjast með
náunga sem er nauðalfkur Hugh
Grant. Það gæti orðið síðasta skipt-
ið sem hún græðir fé á því að vera
hóran hans Hughs Grants," sagði A1
Bowman.
Hljómtœkjaleikur
Hringdu í síma 904 1750 og
taktu þátt í hljómtœkjaleik
DV. Þeir sem geta svarað öll-
um spurningunum þremur rétt
komast í vinningspottinn og
eiga möguleika á góðum
vinningum.
Vinningar í
Hijómtœkjaieik DV eru:
Frá Heimilistœkjum - -
Philips AZ 9055 ferðatœki með geisla-
spilara, 3 banda tónjafnara, útvarpi og
kassettutœki.
Úrval geisladiska
frá Japis og Spori
Tilkynnt verður um verðlaunahafa í DV.
Einnig verður hringt til verðlaunahafa
áður en verðlaunin verða send til þeirra.
Vinningar fyrir
lÖli
904 1750
f
/
alla fjölskylduna
Hljómtœkjaleikur iirra 904 1750
Verð 39,90 minútan.
Franska leikkonan Anouk Grindberg hefur ástæðu tii að brosa framan í
heiminn. Hún fékk silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín á mánudag,
valin besta leikkonan. Myndin sem hún stóð sig svona vel í heitir Mon
homme eða Karlinn minn. Símamynd Reuter