Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Síða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 nn Umhverfisráðuneytið gleypir jafn mikla peninga og Alþingi. Ráðuneytum verði fækkað Ég vil fækka ráðuneytum. Ég minni á að yngsta ráðuneytið, umhverfisráðuneytið með undir- stofnunum, kostar nú jafnmikla peninga og Alþingi sjálft.“ Guðni Ágústsson í DV. Maður sem kann að skipta um skoðun „Ég fagna því að Sverrir Her- mannsson er maður til þess að skipta um skoðun í grundvallar- málum á aðeins tveimur dög- um.“ Ummæli Hrafn Jökulsson í Morgunblaðinu. Ekki verður feigum forðað „Segir ekki máltækið að ekki verði feigum forðað né ófeigum í hel komið.“ Snorri Guðjón Bergsson sem ákvað að sofa lengur og slapp því vlð að lenda í sprengingu, í DV. Náttúrulögmál eða hag- ræn málamiðlun „Sá skilningur hefur verið 1 festur í sessi að ójafnræði kynj- anna hafi verið annað hvort náttúrulögmál eða nokkurs kon- ar hagræn málamiðlun." Magnea Marinósdóttir í Alþýðublaðinu. Sjálfsagt hefur tunglið verið eitt aðalrannsóknarefni hjá fyrsta stjörnuskoðaranum. Fyrsti stjörnu- skoðarinn á íslandi Stjörnuskoðun hófst á íslandi árið 1772 þegar Eyjólfur John- soníus var skipaður stjörnuskoð- ari en hann hafði starfað í nokk- ur ár í stjömutuminum í Kaup- mannahöfn. Fyrst var áformað að stjömuathugunarstöð yrði að Staðarstað á Snæfellsnesi, svo kom tillaga um hann í turni nýrrar Bessastaðakirkju en loks 1N var stjömuskoðuninni valinn staður að Lambhúsum á Álfta- nesi og var þar reistur stjömu- tum. Á stöðinni munu hafa verið hlerar með tveimur þverrifum, Blessuð veröldin sem sjónaukamir áttu að geta gengið út um. Eyjólfur lést 1775 og tók þá við norskur stúdent, Rasmus Lievog. Þrátt fyrir léleg- an aðbúnað og tækjaskort gerði Lievog ýmsar stjömumælingar, grennslaðist eftir skekkju segul- nálar og mældi sjávarfóll. Einnig gerði hann veðurathuganir þrisvar á dag og stundum um nætur. Lievog flutti burt 1805 og var þá stöðin í Lambhúsum lögð niður. Vaxandi suðaustanátt I fyrstu verður norðvestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi og él um landið norðanvert en skýjað með köflum sunnan til. Þegar líða tekur á daginn fer að lægja og létta til vestan til á landinu og síðdegis einnig um landið austanvert. Hiti Veðrið í dag verður nálægt frostmarki suðvestan til en frost á bilinu 2 til 10 stig ann- ars staðar. í kvöld þykknar upp og hlýnar með heldur vaxandi suðaust- anátt vestanlands. í nótt verður suð- austankaldi og súld eða rigning um landið sunnan- og vestanvert en skýjað norðaustantil og hlýnandi veður. Á höfuöborgarsvæðinu verð- ur fyrst hæg breytileg átt, léttskýjað og hiti nálægt frostmarki en suðau- stangola eða kaldi og þykknar upp í kvöld. Suðaustankaldi, súld eða rigning og hiti 2 til 5 stig í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 18.41. Sólarupprás á morgun: 8.38. Síðdegisflóð f Reykjavík: 14.32. Árdegisflóð á morgun: 3.13 Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö -4 Akurnes léttskýjaö 2 Bergsstaóir alskýjaó -8 Bolungarvík snjóél -11 Egilsstaöir alskýjaó -3 Keflavíkurflugv. skýjaö -4 Kirkjubkl. léttskýjað 3 Raufarhöfn snjókoma -6 Reykjavík alskýjaö -2 Stórhöföi skúr 4 Helsinki þokumóöa -3 Kaupmannah. kornsnjór -2 Ósló þokuruöningur -4 Stokkhólmur skýjaó -0 Þórshöfn hálfskýjaö 5 Amsterdam frostúöi -1 Barcelona skýjaö 10 Chicago alskýjaö -3 Frankfurt skýjaó 3 Glasgow skýjaö -0 Hamborg þokumóöa -0 London . þoka 1 Los Angeles skýjaó 7 Lúxemborg þokumóöa 4 Paris skýjaö 4 Róm léttskýjaö 4 Mallorca léttskýjaö 9 New York alskýjaö 7 Nuuk skafrenningur -5 Orlando heiöskírt 18 Vin þokumóöa -5 Washington skúr 13 Winnipeg heiöskýrt -22 Loftur Erlingsson barítónsöngvari: Hef sungið síðan ég man eftir mér „Ég hef verið að syngja frá því ég man eftir mér og fór í kór strax og ég losnaði úr mútum, þannig að söngdellan er búin að hrjá mig lengi. Það er mikið sungið í minni fjölskyldu, sérstaklega þegar föð- ursystkini mín koma saman, þannig að ég á ekki langt að sækja áhugann á söng,“ segír Loftur Er- lingsson barítónsöngvari sem mun halda deputtónleika í íslensku óp- erunni annað kvöld. Loftur á að baki langt söngnám og var síðast einn af tólf nemendum sem teknir eru inn árlega í eitt af virtustu óp- erustúdíóum Evrópu, The National Opera Studio í London. Loftur sagði að það hefði nánast Maður dagsins verið tilviljun að hann fór í ein- söngsnám: „Ég var eitt ár í Karla- kómum á Selfossi og lenti þar í raddþjálfun hjá Sigurveigu Hjalte- sted. Hún spurði mig þegar ég hafði sungið nokkrar æfingar hvort ég hefði ekki hug á að læra söng. Ég sagði eins og var að mér heföi aldrei dottið það í hug. Svo var það nokkm seinna aö ég fór i söngför með Kór Fjölbrautaskól- ans á Suðurlandi til Danmerkur. Loftur Erlingsson. Þar komst ég í dagsgamalt Morg- unblað og sá auglýsingu frá Söngskólanum um inntökupróf. Þá kom eitthvað yfir mig og ég hringdi til íslands og tilkynnti mig og komst síðan inn. Ég var fimm ár í söngskólanum og var eftir það frekar óráðinn hvað gera skyldi, vann sem sendibílstjóri í Reykja- vík. En þegar ég fékk myndarleg- an styrk til að stunda söngnám í Manchester fór ég utan og var þar í tvö ár og síðan eitt ár í London og var það mikil upplyfting fyrir mig að vera einn tólf nemenda sem teknir voru inn í The National Opera Studio." Loftur sagði aðspurður að áhugi hans beindist að óperum: „Það er eins og allir vita ekki hægt að lifa af óperusöng á íslandi en ég hef sungið í íslensku óperunni og ánægður með að hafa fengið tæki- færi til að syngja þar. Nú er ég á leiðinni til Þýskalands til að syngja fyrir umboðsmenn og sjá hvort ég kemst inn í eitthvert óp- emhús. Það er hvatning fyrir mig að sjá hvað íslenskir einsöngvarar era að gera það gott úti í heimi.“ Það er mikið um að vera hjá Lofti á næstunni. Hann mun syngja í nýrri óperu Jóns Ásgeirs- sonar, Galdra-Lofti, á komandi listahátíð, með Kór Langholts- kirkju mun hann syngja í Petite Messe Solennelle og í sálumessu eftir Brahms með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Auk söngsins á Loftur sér eitt annað áhugamál: „Ég er forfallinn veiðidellukarl og er eiginlega að- framkomin núna þar sem ég var í Englandi síðustu tvö sumur, en það verður bætt úr þessu í sum- ar.“ Eiginkona Lofts er Sólveig Þórðardóttir og eiga þau fimm ára dreng, Erling Snæ, og í apríl er væntanlegt annað bam þeirra. -HK DV KA - Valur í 1. deild handboltans Það verður mikið um að vera í handboltanum í kvöld og er bæði leikið í 1. deild karla og 1. deild kvenna. Stórleikur kvölds- ins fer fram á Akureyri en þar keppa tvö efstu liðin í deildinni, KA og Valur. Þetta verður ör- ugglega mjög spennandi viður- íþróttir eign og ómögulegt að segja hvemig leikurinn fer. Aðrir leik- ir i 1. deildinni eru KR - Stjarn- an í Laugardalshöll, FH - Hauk- ar í Kaplakrika, Selfoss - Víking- ur á Selfossi, ÍR - Afturelding í Seljaskóla og ÍBV - Grótta í Eyj- um. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. í 1. deild kvenna leika Fylkir - ÍBV í Fylkishúsi, FH - Haukar í Kaplakrika og Valur - Víkingur í Valsheimilinu. Stilltar myndir Thalia, Leikfélag Menntaskól- ans við Sund, frumsýnir í kvöld Stilltar myndir í leikstjórn Vig- dísar Jakobsdóttur. Verkið er unnið í samvinnu leikara og leik- stjóra og er eins konar klippi- mynd í leiklistarformi. Áhorfend- ur kynnast fjórtán persónum sem til að byrja með virðast dæmi- gerðar týpur úr íslenskum sam- tíma. En eftir því sem líður á Leikhús verkið trúa persónumar áhorf- endum fyrir sögum sínum, leynd- armálum og draumum. Sýnt er í Þrísteini, húsi Menntaskólans við Sund, og er aðgangseyrir aðeins fjórtán krón- ur. Næstu sýningar eru á föstu- dag, sunnudag og mánudag. Bridge Biðsagnakerfi nýtast oft mjög vel, betur en hin svokölluðu stand- ard sagnkerfi, þegar lýsa þarf ná- kvæmri skiptingu spilanna og hvar punktarnir eru. Spiladæmi dagsins er dæmi um það. Spilið kom fyrir í sveitakeppni Bridgehátíðar Flug- leiða i leik sveita Fálkans gegn Sæ- bergi. Á öðru borðinu höfnuðu NS í lokasamningnum 6 gröndum. Sá samningur fór einn niður vegna hinnar slæmu legu I tígullitnum. Á hinu borðinu gengu sagnir þannig, norður gjafari og enginn á hættu: 4 G109 4 ÁK54 * KD 4 653 4 ÁG98 N 4 D8632 * 752 ♦ KG107 V A M 10963 ♦ 8 4 743 s 4 652 Norður 4 7 «4 ÁG85 4 ÁD942 4 KD10 Austur Suður Vestur 1G pass 24 pass 24 pass 2G pass 34 pass 34 pass 3*4 pass 34 pass 44 pass 4* pass 54 pass 54 pass 5» pass 54 pass 64 pass 74 p/h INS sátu Kristinn Kristinsson Halldór Svanbergsson. Allar sagnir Halldórs í suður voru spurnarsagn- ir nema lokasögnin. Tveir spaðar og þrjú lauf lofuðu 4 spilum í litunum og þrjú hjörtu lofuðu 3 tíglum og tveimur hjörtmn. Fjórir tíglar lof- uðu ÁK í spaða en neituðu drottn- ingu og fimm lauf lofuðu KD í hjarta. Fimm hjörtu neituðu háspili í tígli og sex lauf lofuðu ásnum í laufi og einnig aukastyrk. Halldór Svanbergsson sá þá að 7 lauf var ekki síðri samningur en sex grönd, vegna þess að tígullinn gat legið illa í síðarnefnda samningnum. í sjö laufum var hægt að trompa tvo spaða á stuttlitinn og ef fjórlitur norðurs í laufi var sterkur voru 7 lauf nánast öruggur samningur. Verðskuldaðir 16 impar græddir. úíik Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.