Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Page 2
2
MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996
Fréttir
Bílaleigan Hasso-Island komin með forláta Rolls Royce:
Dýrgripurinn lánaður
endurgjaldslaust
Bílaleigan Hasso-ísland fékk í
gær til landsins forláta Rolls Royce
bifreið í eigu auðkýfingsins Hasso
Schutzendorfs. Rollsinn verður í út-
leigu hjá bílaleigvmni til hátíða-
birgða. í tilefni af komu bílsins til
landsins gefst viðskiptavinum leig-
unnar kostur á að leigja hann frítt í
dag í styttri ferðir um höfuðborgar-
svæðið. Um glæsilegan bíl er að
ræða með öllum lífsins þægindum.
Andvirði bílsins er á við góðan tog-
ara.
Sigurður S. Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri bílaleigunnar, sagði í
samtali við DV að lengi hefði staðið
til að fá Rollsinn til landsins.
„Hasso á það marga bíla af þess-
ari tegund að hann er kominn i
vandræði með geymslupláss. Hon-
um fannst tilvalið að senda Rolls til
íslands og vildi reyndar senda Qeiri
en ég taldi rétt að fá einn til að
byrja með. Bíllinn átti að koma fyr-
ir mánuði en það varð að fresta því
vegna veikinda Hassos. En karlinn
er búinn að ná sér og bað kærlega
að heilsa öllum Islendingum," sagði
Rolls Royce bifreiðin frá Hasso Schutzendorf vakti athygli í Sundahöfn i gær þegar henni var skipað á land. Bifreið-
in fæst leigð frítt eftir klukkan 14 í dag hjá Bílaleigunni Hasso-ísland, Strandgötu 21 í Hafnarfirði, eða þegar Rollsinn
kemur úr tolli.
Sigurður en hann fór á dögunum til
Mallorca að ná í RoUsinn sem kom
með Eimskipum í gær.
Sigurður sagðist reikna með að fá
bUinn út úr toUi um miðjan dag í
dag. Eftir kl. 14 yrði hann tU sýnis
DV-mynd BG
og útleigu hjá bUaleigunni sem er
til húsa að Strandgötu 21 í Hafnar-
firði, í sama húsi og GistiheimUið
um höfuðborgarsvæðið í dag
Fegurðardrottning Suðurlands, Aðalheiður Millý Steinþórsdóttir, 18 ára
gömul stúlka frá Selfossi. DV-mynd Sigrún Lovísa
■KHBíCúalinSc fM Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já 11
,r ö d d \ F0LKSINS1*
1 Nel _2_| 904-1600
Eru stöðumælagjöld of há?
Besta afmælis-
gjofin min
- sagði Aðalheiður Millý, nýkjörin fegurðardrottning Suðurlands
DV, Hveragerði:
Það ríkti suðræn stemning á Hót-
el Örk sl. fostudagskvöld þegar Feg-
urðarsamkeppni Suðurlands var
haldin. Þrettán stúlkur tóku þátt í
keppninni. Aðalheiður Millý Steind-
órsdóttir, 18 ára gömul stúlka frá
Selfossi, vann titilinn fegurðar-
drottning Suðurlands að viðstöddu
fjölmenni. í öðru sæti varð Telma
Róbertsdóttir, 17 ára, frá Vest-
mannaeyjum, og í þriðja sæti varð
Eydís Dögg Eiríksdóttir, 18 ára, frá
Hvolsvelli. Ljósmyndafyrirsæta var
valin Guðlaug Böðvarsdóttir, 19 ára,
frá Eyrarbakka.
Stúlkurnar völdu Eydísi Dögg
vinsælustu stúlkuna. Aðalheiður
MiUý eða bara MUlý, eins og hún er
köUuð, vinnur á hárgreiðslustof-
unni Verónu á Selfossi og er stefnan
tekin á nám í hárgreiðslu en hún
hefur lokið tveimur önnum í Fjöl-
brautaskóla Suðurlands.
AðaUieiður MiUý er 178 cm á
hæð. Foreldrar hennar eru Erna
Magnúsdóttir og Steinþór K. Reyn-
isson og hún á eina yngri systur.
Áhugamál Aðalheiðar MUlýar eru
íþróttir og skemmtanir. Henni hef-
ur þótt mjög gaman að taka þátt í
þessari keppni.
„Mér er sýndur mikiU heiður,
þetta er alveg ótrúleg tilfinning, ég
hef aldrei upplifað annaö eins,“
sagði hún.
Aðalheiður MiUý varð 18 ára
sama dag og keppnin fór fram. Hún
hlakkar tU að takast á við fegurðar-
samkeppnina á Hótel íslandi í vor.
Telma Róbertsdóttir, sem varð núm-
er tvö, mun einnig taka þátt í þeirri
keppni. - -SL
Könnun Gallups um forsetaframboð:
Olafur Ragnar
langefstur
- helmingur úrtaks tók ekki afstöðu
Ólafur Ragnar Grímsson varð
langefstur í nýlegri skoðanakönnun
GaUups þegar um 770 manns voru
spurð hvern þau vildu sem næsta
forseta íslands. Úrtak GaUups var
1118 manns þannig.að svarhlutfaUið
er 69 prósent. Nærri 20 prósent
svarenda nefndu Ólaf Ragnar
Grímsson. Næst kom Guðrún Pét-
ursdóttir meö um 11 prósenta fylgi
og þá Guðrún Agnarsdóttir með ríf-
lega 6 prósenta fylgi. Rétt er að taka
fram að náðst hafði í tvo þriðju úr-
taksins þegar Ólafur Ragnar til-
kynnti framboð sitt sl. fimmtudag.
Á eftir þeim nöfnum komu Pálmi
Matthíasson og Davíð Oddsson en
um 2 prósent svarenda nefndu þá
hvora. Óákveðnir voru sem fyrr seg-
ir um helmingur úrtaks eða 50,8
prósent nákvæmlega. Ef aðeins er
tekið mið af sem afstöðu tóku
nefndu 40 prósent Ólaf Ragnar og
um 20 prósent Guðrúnu Pétursdótt-
ur.
Ef fylgjendum forsetaframbjóð-
enda er skipt eftir flokkum þá kem-
ur í ljós að Ólafur Ragnar hefur
nokkuð dreift fylgi, þó mest frá al-
þýðubandalagsmönnum. -bjb
Arahús. Ekki verður tekið við pönt-
unum í síma en eins og áður sagði
verður Rollsinn leigður út frítt í dag
í styttri ferðir. Þeir sem taka rúnt á
bílnum fá tilvísun á frían bílaleigu-
bU hjá Hasso á Maflorca. -bjb
Stuttar fréttir
Bræðsla í Mexíkó
íslensk bræðsluverksmiðja tek-
ur von bráðar til starfa í Mexikó.
Samkvæmt Mbl. er um 90 millj-
óna króna fjárfestingu að ræða
hjá fyrirtækinu Mex-Ice.
SÍF flytur í dag
Sölusamband íslenskra Fisk-
framleiðenda, SÍF, flytur með höf-
uðstöðvar sínar tU Hafnarfjarðar
í dag, nánar tiltekið á 5. og 6. hæð
í nýrri skrifstofubyggingu við
Fjarðargötu 13-15.
Korni sáð um helgina
Korni var sáö í 2 hektara lands
hjá bóndanum á Þorvaldseyri
undir EyjafjöUum mn helgina.
Ríkissjónvarpið greindi frá þessu.
Rætt við þingmenn
Að sögn framkvæmdastjóra
ASÍ æUar fólk um aUt land að
ræöa viö sína þingmenn og reyna
að fá þá tU að afstýra frumvarpi
um stéttarfélög og vinnudeUur.
Þetta kom fram á RÚV.
Ný munkaregla
Líkur eru á að regla Benedikts-
munka taki tU starfa á íslandi fyr-
ir aldamót. Samkvæmt RÚV hefur
aðsókn að kaþólskum messum á
íslandi aukist mjög í vetur.
Skeljungur kærir VÍS
Skeljungur ætlar að kæra Vá-
tryggingafélag íslands tU Sam-
keppnisráðs vegna meintrar ólög-
legra auglýsinga um barnabU-
stóla. Þetta kom fram á Stöð 2.
Canada 3000 kvartar
Flugfélagið Canada 3000 hefur
ákveðið að draga úr Uugi á milli
íslands og Kanada vegna hárra af-
greiðslugjalda Flugleiða í Leifs-
stöð. Samkvæmt Stöð 2 ætlar
utanríkisráðuneytið að kanna
ásakanir Cánada 3000 í garð Flug-
leiöa um okurgjöld.
MR-ingar vitrastir
Lið Menntaskólans í Reykjavík
bar sigur úr býtum i spuminga-
keppni framhaldsskólanna, Gettu
betur, en úrslit fóru fram í gær-
kvöldi. MR-ingar lögðu Flensborg-
arskólann í Hafnarfirði að velli í
beinni útsendingu,. 34-17. -bjb
Frá og með 1. aprU 1996 hækk-
ar áskriftarverð DV úr 1550 kr. í
1700 kr. (að meðtöldum virðis-
aukaskatti) eða um 9,7%. Langt er
um liðið frá því að verð blaösins
hækkaði síðast og í mUlitíðinni
hefur dagblaðapappír hækkað í
verði um tæp 50% og launavísi-
tala um 10%. Verð blaðsins í
lausasölu verður áfram óbreytt en
það er (aö meðtöldum virðisauka-
skatti) 150 kr. á virkum dögum og
200 krónur um helgar.