Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996 Fréttir Kúariða og aðrar hæggengar veirusýkingar: Umræða um kúariðu og breskan rotmassa á íslandi Kúariðan í Bretlandi er svonefnd hæggeng veirusýking en það mun hafa verið íslendingur, dr. Björn heitinn Sigurðsson á Keldum, sem fyrstur manna skilgreindi slíkar sýkingar. Sauðfjárriðan hér á landi er einmitt hæggeng veirusýking og eru íslendingar mjög framarlega í rannsóknum á henni og þar með öðrum sýkingum af þessum toga. Aðgerðir gegn sauöfjárriðunni hafa verið mjög markvissar hér á landi og er nú vitnað til þeirra í Bretlandi þegar bresk stjómvöld og heilbrigð- isyfirvöld eru gagnrýnd fyrir sein viðbrögð gagnvart kúariðunni. Breskur rotmassi Fyrir nokkrum árum kom breska kúariðan upp í íslenskum íjölmiðl- um þegar athygli var vakin á inn- flutningi á rotmassa tO svepparækt- ar frá Bretlandi til íslands og hugs- anlegri hættu á að kúariðan bærist með honum. Rotmassinn er búinn til úr hálmi og mykju eða hrossaskít sem hrært er saman. Gerjun kemur síðan í massann og hann hitnar. Þeg- ar hitinn hefur lækkað og gerjunin deyr út er sveppagróum sáð í hann. Massinn frá Bretlandi var fluttur inn í „steyptum" kögglum, tilbúinn til sáningar. Að sögn Sigurgeirs Þor- geirssonar, framkvæmdastjóra Bæn- dasamtakanna og þáverandi aðstoð- armanns landbúnaðarráðherra, var það skilyrði sett fyrir þessum inn- flutningi að ekki væri notuð mykja eða hrossaskítur í massann heldur eingöngu efnafræðilega framleitt þvagefni. Hann segir mjög ólíklegt að kúariðan hafl borist hingað til lands með þessum rotmassa. Engu síður var þessi innflutningur stöðv- aður í kjölfar fjölmiölaumfjöllunar- innar og sveppabúið sem notaði hann og var i jarðhúsunum í Ártúns- brekku hætti störfum. Þola „frost og funa“ Hinar hæggengu veirur eru harð- justjóra er árlega framleitt mjöl til bæði fóðurs og áburðar, auk dýrafitu sem einkum fer í svínafóð- ur. Framleitt sé úr 5-600 tonnum af hráefni en afurðimar séu um 300 tonn árlega. Eyöileggja taugafrumur innan frá Hæggengar veirur hreiðra um sig í taugavefjum og valda þar margvís- legum skaða eins og sést hefur í fréttamyndum sjónvarpsstöðva að undanfórnu af breskum nautpen- ingi. Þá eru afleiðingar eyðni- veirunnar alþekktar, þ.e. hvernig hún eyðileggur ónæmiskerfl líkam- ans. Læknir sem DV ræddi við seg- ir að í raun viti menn sáralítið um hversu þessar veirur eru útbreiddar og hvaða einkennum og sjúkdómum þær valda í mönnum. Þannig geti vel verið að Kreutzfeldt-Jacob-sjúk- dómurinn sjaldgæfi sé af völdum kúariðu eða jafnvel sauðfjárriðu. Tvö tilfelli þessa sjúkdóms eru þekkt hér á landi. Þá kunni að vera að bæði MS-hrörnunarsjúkdómur- inn, parkinsonsveiki og aizheimer séu af völdum hæggengra veirusýk- inga af einhverju tagi. Um þetta sé enn ekkert hægt að fullyrða. Eitt sé þó á hreinu að veirumar setjast upp í taugafrumum, ekki síst í heilan- um, þar sem þær lifa í mjög „vernd- uðu“ umhverfi þar sem taugafrum- ur eru mjög vel varðar fyrir utcmað- komandi áhrifum, svo sem sýking- um. Veirurnar hreinlega eyðileggi taugafrumur innan frá. Af þessum sökum sé líklegt að þeir sem borða t.d. heila úr sviða- hausum séu í meiri hættu með að verða fyrir veirusýkingu en þeir sem ekki neyta slíks matar. Þetta gæti skýrt óvenju háa tíðni Kreutz- feldt-Jacob-sjúkdómsins í Færeyjum miðað við höfðatölu. Þá kann að vera sama skýring á óvenjuhárri tíðni þessa sjúkdóms hjá mannæt- um í Nýju- Gíneu. -SÁ - litlar líkur taldar á að kúariðan hafi borist til íslands Rotmassi til svepparæktar var fluttur inn frá Bretlandi til íslands og var notaöur við svepparækt í jarðhúsunum í Ár- túnsbrekku. Að notkun lokinni átti að eyða honum samkvæmt skilyrðum sem sett voru en enn í dag, 4-5 árum eftir að innflutningurinn var stöðvaður f kjölfar fjölmiðlaumræðu um málið, eru leifar af notuðum rotmassa enn fyrir fram- an jarðhúsin. DV-mynd BG ar af sér og geta lifað lengi við erfið- ustu skOyrði. Þær standast bæði kulda og hita. Þannig eru dæmi þess hér á landi að riða hefur kom- ið á ný upp á bæjum eftir niður- skurð á sauðfé, sótthreinsun fjár- húsa og áralangt hlé á sauðfjár- haldi. Samkvæmt því virðist veiran geta lifað í jarðvegi í bithögum um árabil. Hún getur einnig lifað af allt að átta tíma suðu við 100 gráða hita. Því er fræðilegur möguleiki á að veiran geti borist með niðursoðnum mat og tilbúnum frosnum réttum sem innihalda nautakjöt en inn- flutningur á slíku til landsins er nokkur frá Bretlandi, einkum í gæludýrafóðri. Beinamjöl smitleið í Bretlandi er talið að fóðurmjöl sem framleitt er úr beinum og slát- urúrgangi hafi verið afkastamikil smitleið fyrir kúariðuveiruna. Gæti hið sama verið uppi á teningnum hér á landi? í Borgarnesi er starfrækt mjöl- verksmiðja sem framleiðir mjöl sem notað er í dýrafóður úr beinum, inn- mat og sláturúrgangi ýmsum. Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir segir að í Bretlanlli hafi verið bann- að að nota slíkt mjöl 'í dýrafóður árið 1989 og hafi útbreiðsla riðunn- ar rénað við það. Er hætta á að sauðfjárriða geti borist frá henni um landið með afurðunum? Sigur- geir Þorgeirsson segir þá hættu litla. Borgarfjörður sé riðufrítt svæði og lítil hætta á að hráefni úr riðufé komi inn fyrir dyr verksmiðj- unnar. Árið 1978 hafi eftirlit með verksmiðjunni og aðfóngum hennar verið hert mjög og ekkert hráefni frá skepnum sem minnsti grunur leikur um sjúkdóma í fari til vinnsl- unnar heldur sé því eytt. Að sögn Halldórs Jónssonar verksmið- Dagfari Stormur í vatnsglasi Biskupinn yfir íslandi er ekki enn þá laus sinna mála. Útkjálka- prestur frá Hvammstanga hefur krafist þess að biskupinn láti af störfum vegna þess að klerkurinn trúir ekki biskupnum og séra Flóki i Langholtskirkju hefur skrifað biskupnum bréf og krafist opin- berrar afsökunarbeiðni úr biskups- stóli. Prestar eru sem sagt stað- ráðnir i því að halda deilum sínum áfram. Góðar líkur verða þó að teljast á þvi að biskup komist hjá því að svara þessum prestum sínum að sinni þar sem þjóðin og fjölmiðl- arnir hafa beint kastljósinu að öðr- um og nýrri deilumálum. Nú eru þeir komnir í hár saman, sjávarút- vegsráðherrann sem situr í ríkis- stjóminni og sjávarútvegsráðherr- ann sem situr í LÍÚ. Þorsteinn Pálsson og Kristján Ragnarsson eru komnir í stríð. Kristján og útgerðarmennirnir hans hafa hótað að sprengja kvóta- kerfið í loft upp ef ráðherrann kemst upp með það að auka kvót- ann hjá smábátaeigendum. „Við eigum kvótann," segja útvegs- menn, „við höfum verið góðir við allar ríkisstjómir sem hafa stutt kvótann og nú er verið að koma aftan að okkur með því aö skerða kvótann hjá okkur.“ Útvegsmenn héldu að Þorsteinn væri vinur þeirra og stæði með þeim og nú ætlar Þorsteinn að svíkja lit vegna þess að smábáta- eigendur hafa grátið á öxlinni á honum og heimtað meira í sinn hlut. „Erum við ekki búnir að gráta nóg,“ spyrja útvegsmenn með kökk í hálsinum „eða verður Kristján Ragnarsson enn einu sinni að ná í grátstafinn sinn?“ Útvegsmenn héldu að Kristján væri heimsins frægasta og besta grátkerling í heimi og þeim er fyrirmunað að skilja að Arthur Bogason geti grát- ið meira og betur en Kristján. Þorsteinn segir að hann blási á þessar hótanir útvegsmanna og hann geri ekkert með það þótt þeir móðgist. „Þetta er stormur í vatns- glasi,“ segir Þorsteinn sjávarút- vegsráðherra og er borubrattur. Hér mætast stálin stinn. Hér eru engir útkjálkaprestar að heimta af- sagnir eða þvermóðskufullir lang- holtsprestar að heimta afsakanir. Hér er verið að takast á um kvót- ann sem þingmenn segja að sé þjóðareign. Hér er barist um fjöreggið og hvað varðar þá þjóðina um samvisku biskupsins? Hvað varðar útvegsmenn um þjóðareign- ina ef þeir mega ekki nota hana eins og hingað til? Þorsteinn ráðherra heldur að þetta sé stormur í vatnsglasi en hann gerir sér ekki grein fyrir því að útvegsmönnum er fúlasta alvara og enda þótt áreitni ráðherrans sé ekki kynferðisleg er það samt áreitni sem þeir munu svara fufl- um hálsi. Þorsteinn segir að kvótinn sé ekki einkamál útvegsmanna. Sú yf- irlýsing kemur nokkuð á óvart vegna þess að ráðherrann hefur hingað til staðið vörð um kvóta- eign útvegsmanna og jafnan staðið gegn því að útvegsmenn greiði veiðfleyfagjald vegna þess að hann hefur litið svo á að það sé þjóðinni óviðkomandi hvemig kvótanum er skipt á milli útvegsmanna. Kristján Ragnarsson hefur sagt Þorsteini sjávarútvegsráðherra og öllum öðrum sjávarútvegsráðherr- um að þetta sé svona og eigi að vera svona og svona hafi það verið. Hvers vegna er Þorsteinn allt í einu hættur aö taka mark á Krist- jáni? Er það virkilega svo að smá- bátaeigendur séu búnir að finna sér betri grátkerlingu heldur en út- vegsmenn? Getur það verið að Þor- steinn Pálsson haldi virkilega að hann sé meiri sjávarútvegsráð- herra en sjálfur Kristján? Hér eru auðvitað ískyggilegir hlutir að gerast þegar ríkisstjómin og ráðherrar innan hennar halda að þeir eigi að ráða ferðinni! Það þurfa fleiri en biskupinn yfir ís- landi að biðjast afsökunar á sjálf- um sér áður en upp er staðið í þess- ari deflu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.