Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Samgöngubót og hollusta Þegar rætt er um samgöngubætur hugsa menn yflrleitt um hraðbrautir fyrir bíla éða flugvallagerð. Gangandi eða hjólandi fólk vill gleymast. Svo er þó sem betur fer ekki alveg því einhver mesta samgöngubótin á höfuð- borgarsvæðinu er göngubrúin nýja yfir Kringlumýrar- brautina. Þessi nýja brú tengir saman gönguleið og hjólreiða- braut allt frá Seltjamamesi og vesturbæ Reykjavíkur, fyrir flugvöllinn og í útvistarperlur höfuðborgarsvæðis- ins, Öskjuhlíð, Fossvogsdal, þar sem mætast Reykjavík og Kópavogur, og upp í Elliðaárdal. Veðurblíðan í vetur hefur verið einstök og því kom göngubrúin sem himnasending fyrir útivistarfólk. Kvöld jafnt sem helgar er stanslaus straumur fólks sem nýtur þess að ganga, skokka eða hjóla þessa skemmtilegu leið. Segja má að vakning hafi orðið meðal fólks. Það er betur meðvitað um heilbrigt lífemi og þörfina fyrir útivist og hreyfingu. Elliðaárdalurinn er unaðsreitur. Þar hefur myndar- lega verið staðið að skógrækt þannig að skjól er gott hvernig sem viðrar. Undirgöng tengja Elliðaárdalinn við Fossvogsdalinn sem þegar er gott útivistarsvæði þótt ekki hafi mikið verið gert fyrir hann. Stígar liggja að vísu eftir dalnum og hann er kjörinn fyrir gönguskíða- menn þegar snjór er nægur. Dalurinn er á mörkum Kópavogs og Reykjavíkur og lengi stóð deHa mfili kaupstaðanna um hraðbraut gegn- um dalinn. Sú braut var talin mikfivæg gatnakerfi Reykjavíkur en var eitur í beinum Kópavogsbúa. Áætl- anir um brautina vorú sem betur fer lagðar tfi hliðar og enginn efi er á því að það er fagnaðarefni íbúum dalsins, sama í hvorri hlíðinni þeir búa. Dalurinn er þó ekki að- eins þeirra heldur afira íbúa höfuðborgarsvæðisins. Defiiskipulag fyrir austurhluta Fossvogsdals hefur verið lagt fram tfi kynningar hjá bæjarskipulagi Kópa- vogs. Þar er fyrirhugað útivistarsvæði svo sem vera ber. Meðal annars er gert ráð fyrir trjárækt, göngu- og reið- stígum og lítiUi skíðalyftu. í defiiskipulaginu er gert ráð fyrir betri tengingu Foss- vogsdals og EUiðaárdals en nú er. Það er mikfivægt. Þá er og hugsað fyrir tengingu við stíga Reykjavíkurmegin. Þetta austursvæði er að mestu land Kópavogs en sneið Reykjavíkur stækkar í vesturátt að svæði Skógræktarfé- lags Reykjavíkur. Skóglendi félagsins í dalnum er tfi mikfilar prýði og þarf að opna almenningi betur. MikUvægt er að sveitarfélögin tvö komi sér saman um skipulag og framkvæmdir í Fossvogsdal. Ekkert ætti að vera því tfi fyrirstöðu. Reykjavík leysir tengingu efri byggða borgarinnar og miðbæjarsvæðisins með öðrum hætti en Fossvogsbraut. Eitt íþróttafélaganna í Reykja- vík, Víkingur, er með aðstöðu austast í dalnum. Félagið var fremur aðþrengt þar og því rættist mjög úr þegar Kópavogur lagði tfi land að auki fyrir félagið. Það er beggja hagur því aðstaða íþróttafélagsins nýtist auðvitað bömum og ungmennum sveitarfélaganna beggja. Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavík hefur uppi áform um net hjólreiðastíga um borgina. Mikfivægt er að koma þeim áformum í verk. Hjólreiðastígamir auka ör- yggi þeirra sem hjóla og stuðla auk þess að meiri hjól- reiðanotkun og útivist. Þannig nýtist hjólið sem sam- göngutæki og um leið hvatning tfi hoUrar útivistar. Göngubrúin yfir Kringlumýrarbraut markaði tíma- mót. Viðbrögð almennings ættu að sýna stjómvöldum að samgöngur snúast um fleira en bfia. Jónas Haraldsson „Atvinnustjórnmálamaöurinn er lægsta stig sem nokkur maður getur komist á. Hann er tilbúinn til að selja sjálfan sig, sál sína og fjöl- skyldu bara fyrir það eitt að ná pólitísku sæti. Frá upphafi ferils síns er hann reiðubúinn til að kaupa og selja stuðning sinn við hvaöa málefni sem er. Hans eina pólitíska stefiia er ég um mig frá mér til mín.“ Þessi orð bandarísks vinar míns og eins af meisturum stálsins koma upp í hugann þegar ég lít yfir farinn veg sl. eitt og hálfa árið í fenjum ís- lenskra stjórnmála. Þessi orð voru höfð uppi um bandaríska stjórn- málamenn en mér virðist sem þau geti um margt átt við um marga ís- lenska kollega þeirra. „Stuttbuxnadrengir“ íhaldsflokkamir tveir hafa um langt skeið lagt áherslu á flokkslegt uppeldisstarf þar sem handsamað er ungt fólk sem síðan þrepar sig áfram í gegnum flokksstarfið og vefst „Spurt er: Hvað kjósa kjósendur? Markmiðið er einfalt - sæti og völd,“ segir Halldór m.a. í grein sinni. Atvinnustjórnmála- maðurinn smátt og smátt inn í hagsmuna- gæslu þá sem þar er stunduð. Standi menn sína plikt er þeim umbunað bæði innan og utan flokks - „póli- tískar embættisveitingar" er það réttilega kallað - nokkuð sem jafn- vel nær til æðstu embætta íslensku þjóðarinnar og þarf ekki að orð- lengja þá hættu fyrir þjóðfélagið sem í því felst. Þessi aðferð íhaldsflokkanna gafst leng; sérstaklega vel og áttu menn jafnan viðdvöl einnig í „Latínuskó- lanum“, urðu þar „inspector scolae" og síðan forsætisráðherrar eða slíkt. í seinni tíð hefur þessi beina braut verið rofin og hafa kjósendur ekki tekið við framleiðslunni í sama mæli sem fyrr og hefur því verið vikið frá færibandaframleiðslunni á stundum, nokkuð sem valdið hefur þrautseigum en vongóðum sárum vonbrigðum - en líklega forðað þjóð- inni frá bráðri vá. „Kaffihúsaljón" Hinir róttæku flokkar hafa ekki uppi burði til uppeldisstarfs af þvi tagi sem að ofan greindi. Þar er mis- notað lykilorðið „regnhlífarsamtök". Verkalýðshreyfmgin er hins vegar á stundum misbrúkuð sem uppeldis- stöð þannig að fyrst hafa væntanleg- ir frambjóðendur þegið ríflegt fé fyr- ir forystu eða sérfræðistörf og síðan undirbúið framboðið fyrir sig en í nafni hreyfingarinnar. Þar sem skipulagið vantar kemst ungt fólk ekki áfram í samræmi við félagslegt og/eða lýðræðislegt skipu- lag og hefur því átt það þrautaráð eitt að gerast meðlimir í „hirð“ ein- hvers eldri þungavigtarmanns. Dugnaður við samkvæmislíf flokks- brotanna er leiðin til frama og eru framboðssæti eða jafnvel þjóðfélags- stöður gerðar upp með daðri og dufli. „Strengjabrúðan" Þar sem það er ekki alltaf hæfni sem ræður framgangi í íslenskri Kjallarirm Halldór E. Sigurbjörnsson þjóðfélagsfræðingur pólitík er hér á landi einnig að finna það sem stundum er nefnt erlendis „pólitísk strengjabrúða“. Hafa menn stundum nefnt ýmsa Bandaríkjafor- seta sem dæmi um slíkt. Hinir raun- verulegu valdhafar eru því duldir al- menningi en stillt er fram persónu sem ræður ekki við hlutverk sitt ein og óstudd. Þegar svona er komið er aðalá- herslan á ímynd viðkomandi sem fínstillt er af dýrustu auglýsingastof- um og áróðursvélum flokkanna. Slíkur „stjórnmálamaður" tekur ekki sjálfstæðar ákvarðanir. Hún/hann semur ekki ræður, grein- ar eða lög sjálffur) heldur hópur „ráðgjafa" eða „leyndarkammerata" sem í raun taka þá allar mikilvægar ákvarðanir algerlega án umboðs kjósenda. „Brandarakaliinn“ Hér á landi sem erlendis er að finna „brandarakalla" sem komist hafa áfram á ódýrum bröndurum í veislum eða þingsal. Bak við sýndar- léttleikann er hins vegar önnur og myrkari persóna sem tætir sig kalt upp í gegnum flokksvefinn. Ein- kenni þessa „stjórnmálamanns" er algert pólitískt stefnuleysi og froða. Spurt er: Hvað kjósa kjósendur? Markmiðið er einfalt - sæti og völd. Þegar árunum fjölgar tekur á sfimd- um við „landsföðurlegt" yfirbragð sem fellur að þrifalegum skrokknum eins og flís í rass. Varúð! Með aukinni þekkingu á áróð- urstækni og þróun hennar hefur íslenskum stjórnmálaflokkum tek- ist að framleiða atvinnustjórn- málamenn sem einungis eru ímyndir en ekki áþreifanlegir. Kjósendur eiga ekki marga kosti aðra en að rýna með aðstoð rann- sóknarblaðamanna í bakgrunn og persónu viðkomandi. Hættan fyrir íslenskt þjóðfélag er hins vegar raunveruleg og veruleg og felst í því að óhæfir menn gegni mikil- vægum pólitískum fulltrúastöðum og sé í raun stjómað af annarleg- um sérhagsmunum leyndra vald- hafa sem eru órofa hluti flokksvél- ar ellegar rangnefndra „regnhlíf- arsamtaka". HaUdór E. Sigurbjörnsson „Hættan fyrir íslenskt þjóöfélag er hins vegar raunveruleg og veruleg og felst í því að óhæfir menn gegni mikilvægum póli- tískum fulltrúastöðum og sé í raun stjórn- að af annarlegum sérhagsmunum...“ Skoðanir annarra Launafórnir „Lægri laun eru ein þeirra fórna sem almenning- ur hefur orðið að færa til þess að viðhalda hinum efnahagslega stöðugleika sem þrátt fyrir allt hefur gert þrengingarnar bærUegri. Aftur á móti er ljóst að pottur er víða brotinn í rekstri íslenzkra fyrir- tækja, sem dregur úr framleiðni þeirra og gerir þeim þar af leiðandi ekki kleift að greiða jafnhá laun á vinnustund og erlendum fyrirtækjum. Slæm nýting vinnuafls, agaleysi og takmörkuö samkeppni eru á meðal þeirra orsaka sem hafa verið nefndar. For- senda þess að hækka launin er að ráða bót á þessu.“ Úr forystugrein Mbl. 29. mars. Reykjavíkurflugvöllur hlýtur að fara „Ég lít svo á að flugvöllurinn hljóti að fara. Það gæti gerst á næstu 10-30 árum. En flugvöllurinn hlýtur að fara af öryggis- og umhverfisástæðum. Ég hef alltaf sagt að það þýöi ekkert að tala um að flytja áætlunarflugið innanlands frá Reykjavík til Kefla- víkur, nema með stórbættum samgöngum. Þá er ég að tala um samgöngumöguleika sem við eigum ekki til á íslandi í dag, einteinunga til dæmis.“ Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, í Vikubl. 29. mars. Hjartasprengja „Enginn starfar í stjórnmálaflokki eingöngu til að kynnast fólki þótt gott sé... Á meðan allt logar í ill- deilum innan Alþýðuflokksins, hvernig er þá hægt að sameinast öðrum flokkum? Fyrst veröur maður að elska sjálfan sig til að geta elskað aðra. Stundum virðist sem menn hafi gleymt jafnvæginu milli hjart- ans og heilans og láta hjartað gjörsamlega ráða ferð- inni. Slíkt leiðir bara til eins: hjartað springur af áreynslu." Hrönn Hrafnsdóttir í Alþbl. 29. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.