Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Síða 16
16 í faðmi fjalla blárra Útsýnisferð um þorpin þrjú • Brettamót • Skíkross • Garpamót Skotkeppni • Miðnætursund * Sælgætisregn • Megastuð á skíðum Þyrluflug • Gönguferð á Bolafjall • Týrólakvöld • Slunkaríki • Djasskvöld Menningarvaka • Handverkssýningar • Guðsþjónustur • Gönguferð um Eyrina Magnús Scheving • Markaður • Tónlistaratriði • Hjónakvöld • Ljósmyndasýning Leiksýning í Edinborgarhúsinu * Sjóminjasafnið * Sund & heilsurækt • Dansleikir Sögukvöld - Skíðavika hin fyrri • Gönguferð um Holtin • Ævintýraferð á snjósleðum Kvöldsigling, dansað á dekki • Gönguferð á söguslóðir Gísla Súrssonar • Fonduekvöld Gönguskíðaferð á Hornströndum • Ratleikur á Eyrinni • Furðufatadagur • Grillað á fjöllum MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996 Meruúng Úr uppfærslu Leikfélags Akureyrar á leikriti Kjartans Ragnarssonar og Einars Kárasonar, Nönnu systur. Baksviðs í félagsheimilinu Það er sannarlega hasar á heimavelli! Þetta gerist um hávetur og í fé- lagsheimilinu standa yfir æfingar á FjaUa-Eyvindi sem nú skal setja upp sem músíkal. Allt gengur fyrir sig svona á venjulegan máta. Leikstjórinn er að sunnan (og heimsfrægur þarna í þorpinu), konumar vilja allar leika Höllu en karlarnir eru eitt- hvað skeptískir á leikstjórann. Ekki örgrannt um að þeim finnist hann einum of fjölþreifinn viö kvenþjóðina. En svo fer allt á fúllan skrið þegar sóknarpresturinn kemur heim eftir vafasama ferð sem hann fór til að veita mágkonu sinni aðstoð í skilnaðarþrenging- um hennar. Sú ferð endaði með vikudvöl á Hótel Örk og einum allsheijarbömmer þeirra tveggja. Eiginkonunni, frú Hallgerði, er lítið skemmt við þessar fréttir. Og ekki batnar ástandið þegar í ljós kemur að presturinn hefur notað tíðar ferðir suður (þar sem hann sá um út- varpsþættina Trú og siðferði) til þess að eiga notalegar stundir með enn einni konu sem lika er mætt á svæðið. Inn í þetta fléttast ótal vending- ar í prívatmálum íbúanna og at- vinnu- og útgerðarmálum þorps- ins. Það er alveg óhætt að lofa væntanlegum leikhúsgestum því að það er hvergi dauður punktur alla sýninguna út í gegn! Þeir félagar, Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson, njóta þess í botn að sleppa sér lausum í hrekkjalegum húmor sem oftast hittir beint í mark. Það er vissu- lega af nógu að taka í okkar litla þjóðfélagi og undir glensinu leyn- ast beitt skot. Leikhópurinn fer á kostum í hlutverkum sem byggjast á skop- legu raunsæi. Týpurnar eru alveg makalausar en í hverri persónu leynist þó kunnuglegur kjami sem gerir það að verkum að þetta verð- ur alls ekki innantómt grín. Það hefur verið gaman að fylgj- ast með því hvemig þeir leikarar sem hafa unnið saman hjá LA síð- ustu árin hafa þroskast og eflst. Þessi hópur, auk þeirra sem hér koma í fyrsta sinn fram á sviði á Akureyri, skilar samfelldri og kjarnmikilli sýningu undir lipurri stjóm Andrésar Sigurvinssonar leikstjóra. Skúli Gautason nær góðum tök- um á hlutverki séra Jens Skúla sem er óvenjulega klofinn per- sónuleiki. Skúli lýsir presti af fyndinni yfirvegun. Og þá er ekki síður hragð að Aðalsteini Bergdal sem leikur Eirík leikstjóra af fljúg- andi fæmi gamanleikarans og sýnir hreinræktaðan stjömuleik. Af öðmm karlpeningi má nefna Odd, sjómann úr þorpinu, og Þormar skólastjóra. Oddur „fóm- ar“ sér fyrir félagana og dvelur í landi við félagsmálastúss og kjara- haráttu á meðan hinir púla mán- uðum saman í Smugunni. Guð- mundur Haraldsson er virkilega finn í hlutverkinu, groddalegur og fullur karlrembu (en það em þeir reyndar allir). Valdimar Öm Flygenring leikur skólastjórann sem fær heldur betur útreiðina eir.s og fleiri í þessu verki. Valdi- mar fer hráðvel með hlutverkið og gerir hann sannfærandi. Leikkonumar era hver annarri betri. Drífa Amþórsdóttir fer beint úr hlutverki Margrétar miklu hjá Lundúnaleikhópnum í það að túlka hina ungu Fannhvíti skólastjórafra og gerir það með miklum ágætum. Guðbjörg Thoroddsen er traust leikkona og vinnur eins vel úr sinni rullu og hægt er að ætlast til. Hún leikur Álfdísi, konu á framabraut, sem hefur m.a. séð um útvarpsþætti fyrir sunnan en þrátt fyrir heims- konuyfirbragðið tekst prestinum að vefja henni um fingur sér eins og ástfanginni smástelpu. Og Rósa Guðný Þórsdóttir hefur magnast með hverju hlutverki fyrir norð- an. Hér leikur hún prestfrúna og útgerð- armanninn Hallgerði sem þarf að takast á við margvís- leg vandamál þessa viðburöaríku nótt baksviðs í félagsheimilinu. Sunna Borg leikur sjálfa Nönnu systur sem birtist með stæl í lok fýrri þáttar. Sunna bregst ekki fremur en fyrri daginn og það sóp- ar að henni í hlutverki þessarar kófdrukknu konu. í fylgd með Nönnu er þögull leigubilstjóri sem Sigurður Hallmarsson lék mjög skemmtilega. Harpa Amardóttir vann hlut- verk Danúdu, pólskrar eiginkonu Odds, virkilega vel og hitti áhorf- endur greinilega i hjartastað. í gegnum þetta hlutverk koma þeir Einar og Kjartan á framfæri bein- skeyttri ádeilu á fordóma og heim- óttarskap landans og mættu áreið- anlega margir líta í eigin barm hvað það varðar. Leikmynd Úlfs Karlssonar er prýðilega útfærð í raunsæjum stO og búningar mjög vel við hæfi. Nanna systir er áreiðanlega besti gamanleikur sem sést hefur á fjölunum i seinni tíð, sprottinn beint úr íslenskum veruleika og óvenjulega vel unninn bæði af leikstjóra og sprellfjöragum leik- hópi. Eins og í öllum góðum kómedíum er ádeilan ekki langt undan og skotum beint í allar átt- ir en þó hygg ég að allir geti hleg- ið með. Það er óhætt að mæla með Nönnu systur fyrir þá sem vilja eiga skemmtilega kvöldstund. Leikfélag Akureyrar sýnir: Nönnu systur eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Lýsing: Ingvar Björnsson Leikmynd og búningar: Úlfur Karlsson Leikstjórn: Andrés Sigurvinsson Leiklist Auður Eydal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.