Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Side 27
MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996
39
Menning
Eldrúnir, einangrun
og eigið framtak
- Steina Vasulka, Haraldur Jónsson og „Do it“ á Kjarvalsstöðum
Ef frá er talin yfírlitssýning
á Kjarvalsstöðum á femínískri
skjálist á síðasta ári hefur
þessi listgrein ekki verið áber-
andi á sýningum hér á landi.
Fyrir fáum árum sýndi Sjón-
varpið þó þáttaröð um skjálist
og í kjölfarið hefur einstaka
listamaður sýnt myndbanda-
verk, ýmist sem hluta af inn-
setningu eða gerningi ellegar 1
formi stuttmynda. Enginn hef-
ur þó gengið jafn langt og
Steina Vasulka í því að skapa
sérstæðar og alltumlykjandi
innsetningar, byggðar á
margrása samspOi myndar og
hljóma, en Steina, sem hefur
búið lengi í Bandaríkjunum,
telst meðal frumkvöðla í þess-
ari listgrein líkt og Gene
Youngblood staðfestir í sýn-
ingarskrá. Fj'rir tveimur
árum tók Steina þátt i sam-
sýningu í Listasafni íslands og
sýndi þar eftirminnilegt verk
þar sem mismunandi myndskeiðum af fossum
og vatni var varpað úr mörgum geislaspilurum
á stóra skerma sem stóðu hér og þar í annars
koldimmum salnum. Svipað fyrirkomulag er á
sýningu Steinu nú á Kjarvalsstöðum. Þar er
eldurinn hins vegar í aðalhlutverki í verki sem
ber titilinn Eldrúnir.
Dularfutl og kraftmikil
Hljómfallið er síst veigaminni þáttur en hin
myndræna útfærsla hjá Steinu Vasulka, enda
er hún tónlistarmenntuð. í verkinu Eldrúnum
eru fjórir geislaspOarar sem hafa mismunandi
tímastillingu er flytja verkið nánast eins og
kammerhljómsveit. Speglar fyrir enda salarins
hjálpa tO við að magna upp hin sjónrænu áhrif
og hið sama gerir bergmálseffekt í hljóðblönd-
uninni. í Eldrúnum gefur að líta dularfuO og
Eldrúnir eftir Steinu Vasulka.
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
kraftmikO myndskeið af t.d. logsuðu undir
vatnsyfirborði, bráðnandi plast (sem Gene
Youngblood líkir við leggöng) og járnsmið að
hamra heitt járn. Steina hyggst sýna þrjú önn-
ur verk meðan sýningin stendur yfir svo þar
ætti að vera úr nógu að moða fyrir unnendur
framsækins og hátæknivædds myndlistarleik-
húss.
Samspil skynfæra og einangrun
Haraldur Jónsson hefur um nokkurra ára bil
gert hljóðlát verk í tex og fleiri efni sem gjarn-
an hafa verið mjúk ásýndar
og alsett götum. Haraldi er
greinOega umhugað um sam-
spil skynfæranna og einangr-
un eiginleika þeirra hvers um
sig. Hluti þessa samspOs lýtur
að því hvernig sjónsviðið
áætlar snertingu og einangr-
un hljóðs. Á sýningu Haralds
á Kjarvalsstöðum er t.d. verk
sem ber heitið Breiðtjald og
samanstendur af „hljóðein-
angruðu", svörtu gólfteppi á
vegg. Einnig má sjá samspO
skynþáttanna á huglægari og
jafnvel ljóðrænni nótum þar
sem tvíræðni tungumálsins er
sterkur þáttur. Á miðju gólfi
standa staflar af bókstöfunum
Þ og Ð úr vel rúnnuðu texi.
Titill verksins er Fontar sem
vísar bæði tO enskrar merk-
ingar leturs og líkingar verks-
ins við skirnarfonta. Jafn-
framt vísar verkið Súrefn-
iskassar til tvegga merkinga,
annarrar áþreifanlegrar sem lýtur að því að
lofta út, hinnar sem vanabundinnar hugmynd-
ar um einangrað sjúkratæki. Sýning Haralds
líður nokkuð fyrir fæð verka og takmarkaða
möguleika rýmisins. Ljósmyndaröðin gerir
ekki annað en að undirstrika að erfitt er að ná
einhverri nánd við verk í svo opnu rými.
„Do it“, eða „Kýldu á það“ sýningin í vestur-
sal, á vafalaust eftir að skOa ýmsu forvitnilegu
en athyglisvert er við lestur sýningarskrár að
hér er um mjög ljóðræna og húmoríska fram-
setningu hugmynda að ræða, mjög í anda Flux-
us-hreyfingarinnar en á opnari og kómískari
nótum.
Sýningarnar á Kjarvalsstöðum standa fram í
maí.
Fréttir
Hafísinn farinn aö færast inn á Húnaflóann:
Skip þurfa að fara
varlega í myrkri
Hlaða
brann
Stór skemma, sem notuð var
sem hlaða, varð eldi að bráð á
Fljótsbakka á Héraði sl. föstu-
dagskvöld. Ekki er vitað um
eldsupptök en töluvert mikið af
heyi var í hlöðunni. Vel gekk þó
að slökkva eldinn þegar slökkvi-
lið kom á staðinn. -pp
Marta for-
maður BHM
Á aðalfundi Bandalags há-
skólamanna, sem haldinn var á
Grand Hotel 29. og 30. mars síð-
astliðinn, var Marta Á. Hjálm-
arsdóttir meinatæknir kosin for-
maður bandalagsins í stað Páls
Halldórssonar. -ÞK
Stálu sæl-
gæti og
rafhlöðum
Tveir unglingar voru teknir í
gærmorgun fyrir innbrot í sölut-
urn í Vesturbænum. Lögreglu-
menn handtóku tvo pOta en í fór-
um þeirra fannst talsvert af sæl-
gæti og rafhlöðum. Rúða hafði
veriö brotin í söluturni í ná-
grenninu og voru piltamir flutt-
ir á lögreglustöð. -pp
„Við höfum fengið fregnir af því í
dag að hafísinn er um 25-30 kfló-
metra undan landi frá Gjögri. Hann
er farinn að færast inn á Húnafló-
ann þannig að skip þurfa að sveigja
suður fyrir hann. Hann hefur þó
heldur færst frá landi siðan í gær,“
sagði Þór Jakobsson, veðurfræðing-
ur á Veðurstofu íslands, í samtali
við DV í gær.
íslenskar sjávarafurðir:
Framleiðslan
nær þrefaldast
Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hef-
ur framleiðsla frystra sjávarafurða
hjá íslenskum sjávarafurðum nær
þrefaldast miðað við síðasta ár. Nú
er búið að frysta 58.500 þúsund tonn
á íslandi, Namibíu og Rússlandi. Á
sama tíma í fyrra var búið að frysta
21.500 tonn.
Aukningin er á öflum vígstöðv-
um. Mun meira var fryst af loðnu
hér innanlands en í fyrra. Fram-
leiðslan í Namibíu hefur aukist um
89% og nú bætast við 25.000 tonn af
Alaskaufsa í Rússlandi en voru 460
í fyrra. -GK
„Við höfum fengið fregnir af hon-
um við Kolbeinseyjarsvæðið, þar er
ís um aUt. Jaðarinn er svona um 6
sjómUur frá Kögri og Horni. Það er
mjög bagalegt að ekki skuli vera
veðurathugunarmaður á Horn-
bjargsvita, hann er kominn i eyði,
því miður, síðan Ólafur Þ. Jónsson
fór. Stjórnvöld samþykktu ekki að
hafa þar mann.“
Þór sagði að skip þyrftu að fara
varlega fyrir Horn, sérstaklega í
myrkri. í austlægum áttum færðist
ísinn norður og vestur af Vestfjörð-
um fjær og þeim væri spáð núna.
Þá sagði Þór að sjórinn væri
fremur hlýr á þessu svæði þannig
að ísinn bráðnaöi þegar hann kæmi
inn á Húnaflóann en það tæki ein-
hverja daga. ' -ÞK
Á NÆSTA SÖLUSTAÐ
EÐA íÁSKRIFT í
SÍMA 550 5752
€CCO - SKÓR
RÝMINGARSALA
✓Skóverslun
ÞÓRBAR
GÆÐI & ÞIÓNUSTA
Laugavegi 40a - Sími 551-4181