Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Síða 32
44
MÁNUDAGUR í. APRÍL 1996
Veðrið í dag
Hæg breytileg átt
mmönn
Er Ólafur Ragnar Grímsson á
réttum aldri.
Safe pair of
hands
„Ólafur er á hinum rétta aldri
og hvað sem mönnum finnst um
hann þá ber hann með sér að
vera það sem Bretar kalla safe
pair of hands.“
Össur Skarphéðinsson,
í Alþýðublaðinu.
Ofsóttir viðskiptavinir
„Það er samdóma álit allra
kaupmanna sem starfa hér að
bæði kaupmenn og viðskiptavin-
ir séu beittir ofsóknum af stöðu-
mælavörðum Reykjavíkurborg-
ar.“
María Maríusdóttir, kaupmaður við
Laugaveg, i DV.
BBB
Nú þorir enginn lengur að fá
sér kjöt. Frakkar óttast nú ekk-
ert meir en BBB (Brjálaða
breska beljan).“
Hallgrímur Helgason, í Alþýðublaðinu.
Ummæli
Skrölti eitt ár
„Ætli maður skrölti ekki með
í fyrstu deildinni eitt ár til við-
bótar."
Sigurður Sveinsson, í Morgunblaðinu.
Pressan í herferð
„Pressan fyrir sunnan hefur
hins vegar fylgt sér saman í her-
ferð. Eftir henni að dæma höfum
við unnið flesta leikina með
hjálp dómaranna."
Alfreð Gi'slason, í DV.
✓
Halastjarnan sem nú svífur í átt að sólu
sést vel með berum augum.
Halastjörnur
Halastjörnur hafa verið í fréttum
undanfarna daga, enda má sjá eina
slíka á kvöldhimninum þar sem hún
fer í átt til sólar. Halastjömur eru
furðulegar en fagrar, eins og stjörnur
með langan hala. Á áram áður hélt
fólk að þær væru skelfilegir fyrirboð-
ar um dauða og óáran. Nú er vitað að
halastjarnan sjálf, kjaminn, er lítill
hnullungur, gerður úr ísi og ryki,
svona eins og óhreinn snjóbolti. Þegar
halastjarnan kemur nærri sólu verður
hitinn til þess að ský úr ryki og gasi
myndast umhverfis kjaraann. Þetta
kallast hjúpur og sólvindurinn teygir
úr honum og gerir hann að geysilega
löngum hala. Gasið glóir og rykið end-
Blessuð veröldin
urspeglar sólarljósið og þá verður til
þessi dýrlega sýn sem blasir við okkur
frá jörðu. Stundum eru halastjörnur
með tvo hala, mjóan og beinan hala úr
gasi og breiðari og dreifðari rykhala.
Halley-halastj arnan
Sumar halastjömur koma reglulega
að sólinni. Frægust er Halley-hala-
stjaman sem sást síðast árið 1986. Hún
kemur við hjá okkur á 76 ára fresti og
það hefur verið fylgst með henni í
meira en 2000 ár.
í dag er gert ráð fyrir hægri
breytilegri átt, skýjuðu að mestu og
Veðrið í dag
sums staðar dálítiUi súld eða rign-
ingu um landið norðan- og vestan-
vert, einkum við ströndina. Suð-
austan til verður skýjað með köfl-
um. Hiti verður á bilinu 4-8 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 20.20.
Sólarupprás á morgun: 6.41.
Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.25.
Árdegisflóð á morgun: 5.33.
Vedrið kl. 12 á hádegi i gœr:
Akureyri skýjað 8
Akurnes skýjað 7
Bergsstaðir alskýjaó 6
Bolungarvík alskýjað 5
Egilsstaðir alskýjaó 6
Keflavíkurflugv. skýjað 6
Kirkjubkl. skýjaö 7
RaufarhöfnJ rigning 5
Reykjavík skýjað 5
Stórhöfði alskýjað 4
Helsinki snjókoma -2
Kaupmannah. kornsnjór 0
Ósló . skýjaó 2
Stokkhólmur snjókoma 2
Þórshöfn skýjaó 7
Amsterdam úrk. í grennd 5
Barcelona skýjað 14
Chicago rigning 5
Frankfurt hálfskýjað 5
Glasgow skýjað 7
Hamborg úrk. i grennd 3
London skýjað 7
Los Angeles skýjaó 13
Lúxemborg snjóél 3
París skýjað 8
Róm léttskýjað 16
Mallorca léttskýjað 18
New York skýjað 4
Nice léttskýjaó 15
Nuuk alskýjað 0
Orlando jpoka 16
Vín snjóél 0
Washington skýjað 7
Winnipeg léttskýjaö -19
Ingimar Örn Pétursson rekstrarhagfræðingur:
Gott að gefa sér tíma og skoða
tækifærin hér heima
DV, Suðurnesjum:
„Það lá geysiiega mikU vinna á
bak við gerð skýrslunnar. Það tók
mig þrjá mánuði að fuUgera hana og
vann ég að degi sem á kvöldi og
jafnt um helgar. Ég talaði við mik-
inn fjölda fólks og skoðaði mikið af
gögnum,“ segir Ingimar Örn Péturs-
son, rekstrarhagfræðingur og höf-
undur skýrslunnar um úttekt á flug-
málum KeflavíkurflugvaUar, með
tilUiti tU ferju-, mUlilanda- og inn-
anlandsflugs smærri flugvéla. Ingi-
mar vann skýrsluna fyrir Markaðs-
Maður dagsins
og atvinnumálanefnd Reykjanes-
bæjar.
Ingimar var tæp níu ár í námi í
Bandaríkjunum en kom heim í
fyrrasumar. „Það var mjög gott að
vera í Bandaríkjunum og kynnast
öðrum lífsviðhorfum og breikka
sjóndeildarhringinn. Ingimar fór
fyrst tU Bandaríkjanna til að læra
flugvirkjun og lauk því 1988. Fór
hann að vinna í innanlandsdeUd hjá
flugfélagi sem er systurfélag Amer-
Ingimar Örn Pétursson.
ican Airlines. Ingimar hélt síðan
áfram að mennta sig og lauk BS-
gráðu í viðhaldsverkfræði og
kláraði síðan rekstrarhagfræði með
alþjóðleg viðskipti sem sérsvið. Því
næst tók hann masterinn í fjármála-
stjórn og lauk við lokaritgerðina um
síðustu áramót.
Ingimar vUl helst halda sig við
ráðgjafarstörf og hefur verið að.
vinna lítiUega að undirbúningi að
ferðaskrifstofu sem SBK hefur í
hyggju að stofna og þá hefur hann
einnig unnið fyrir Olíufélagið. Búið
var að bjóða Ingimar starf í Banda-
ríkjunum hjá stóru fjármálafyrir-
tæki: „Það getur aUtaf komið tU
greina að fara út aftur, möguleik-
arnir eru ótvírætt mun meiri þar.
En ég er hins vegar að skoða nú
hvaða möguleikar eru fyrir hendi
hér fyrir mann með mína menntun.
Og það er sjálfsagt að gefa sér tíma
hér heima og skoða tækifærin.
Þegar kemur að áhugamálum hjá
Ingimar er ekki verið að hika við
svarið: „Ferðalög eru efst á lista hjá
mér. Að sjá ný lönd og annað mann-
líf er ofarlega i huga mínum, þá hef
ég gaman af siglingum og hef hugs-
að mér að stunda siglingar hérna
við strendurnar."
Eiginkona Ingimars er Leslie Pét-
ursson og voru þau að eignast fyrsta
barn sitt, Pétur Inga, 5. mars. Ingi-
mar átti eina dóttur fyrir, Báru Rós,
11 ára, og viU svo skemmtUega tU að
þau eru fædd sama daginn. Leslie er
bandarísk og starfar sem leikskóla-
kennari á Garðaseli í Reykjanesbæ
og að sögn Ingimars talar hún orðið
góða íslensku og líkar vel að búa
hér. -ÆMK
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 1482:
Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði.
DV
Stíll Agöthu Christie er í háveg-
um hafður í Páskahreti.
Páskahret
Páskahret er nýtt íslenskt
leikrit eftir Árna Hjartarson sem
leikfélagið Hugleikur frumsýndi
um síðustu helgi. Leikritið er i
senn fyndið gamanleikrit og með
sakamálaívafi þar sem glæpa-
sögu í Agötu Christie-stíl er
plantað niður í íslenskt um-
hverfi. í leiðinni er skotið á
ýmsa þætti í íslensku þjóðlífi.
Leikhús
Leikritið gerist í skíðaferð
milli Þórsmerkur og Land-
mannaiauga í dymbilviku.
Páskahret brestur á og ferðahóp-
urinn nær við Ulan leik að sælu-
húsinu í Hrafntinnuskeri. í gleð-
skap um kvöldið er glæpurinn
framinn. I hópnum er sýslu-
mannsfuUtrúi frá Hvolsvelli sem
fær nú þá ósk sína uppfyllta að
glíma við dularfulla morðgátu.
Leikstjóri er Hávar Sigurjóns-
son og eru sýningar á verkinu í
Tjamarbíói og verður riæsta
sýning á miðvikudagskvöld.
Bridge
Eitt besta par heims í bridge,
Bandaríkjamennirnir Dawid
Berkowitz og Larry Cohen, nota op-
unina eitt grand með 14-16 punkta
styrk og hugsanlega 5 spilum í háiit.
Á síðasta ári spiluðu þeir í sterkri
tvímenningskeppni og fengu upp
hendur NS í þessu spili. Sagnir
gengu þannig hjá þeim félögunum,
norður gjafari og AV á hættu:
* 743
* K1083
* ÁG
* G864
é. D8
¥G7
♦ D9874
* Á1073
* 9652
* ÁD962
2
* 952
♦ ÁKG10
•» 54
-f K10653
* KD
Norður Austur Suður Vestur
Cohen Berkowitz
pass pass 1G pass
2G pass 3 pass
4 p/h
Tveggja granda sögn Cohens í
norður var eðlileg áskorun í þrjú
grönd og þar sem norður spurði
ekki um hálit með tveimur laufum
var Berkowitz eðlilega hræddur um
að veikleikar í hjartalitnum kæmu í
veg fyrir að 3 grönd stæðu. Þar sem
Berkowitz var með hámark punkta-
lega séð vildi hann ekki gefa úttekt
(game) upp á bátinn og valdi að
segja 3 spaða á fjórlitinn (sögn sem
alla jafna lofar 5 spilum í litnum).
Cohen sá einnig fyrir sér veikleik-
ann í hjartanu og ákvað að hækka á
drottninguna aðra. Þannig náðu
þeir eina úttektarsamningnum sem
átti sæmilegan möguleika á að
standa. Vestur hafði litlar vísbend-
ingar um útspil og valdi að spila út
spaða. Berkowitz hafi ekki efni á að
taka öll trompin strax og varð að
spila tígulkóngnum í öðrum slag.
Vestur drap á ás og hafði ekki gæfu
til að sjá að félagi átti trompun í
tígli. Hann spilaði aftur trompi og
NS fengu hreinan topp fyrir 11 slagi
í þessum samningi.
ísak Örn Sigurðsson