Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 2
i*v
fréttir
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996
Sighvatur Björgvinsson hefur krafist aukafundar í sjávarútvegsnefnd:
Nefndin skori á Þor-
stein að auka kvóta
- sjávarútvegsráöherra bað um frest á utandagskrárumræðum um kvótamálið fram á mánudag
„Ég hef krafíst fundar í sjávar-
útvegsnefnd Alþingis á mánudags-
morgun. Þar ætla ég aö leggja
fram tillögu um aö sjávarútvegs-
nefnd skori á sjávarútvegsráð-
herra aö auka kvótann á yfirstand-
andi fiskveiöiári. Annað gengur
ekki eftir aö nokkrir þingmenn
stjórnarliösins, þar á meðal þing-
menn sem eiga sæti í sjávarút-
vegsnefnd, hafa látið í ljós þá skoö-
un sína aö sjávarútvegsráðherra
eigi aö auka þorskkvótann í ár.
íslendingar í Blackpool:
Einhver glæsi-
legasti árangur
frá upphafi
Miðvikudaginn 10. apríl urðu
Davíö Gill Jónsson og Halldóra Sif
Halldórsdóttir í 2. sæti í jive-
keppni fyrir 12 ára og yngri. 103
pör hófu keppni.
Einnig var aðalkeppnin í stand-
arddönsunum fimm í aldursflokk-
unum 12-16 ára. Náöu Sigursteinn
Stefánsson og Elísabet Sif Har-
aldsdóttir þar bestum árangri og
komust í undanúrslit, 193 danspör
kepptu i þeim riöli.
Aðalkeppnin í suður-amerísk-
um dönsum fyrir aldursflokkinn
12-16 ára var fimmtudaginn 11.
apríl og hófst kl. 15 og lauk ekki
fyrr en kl. hálfeitt um nóttina. Þá
| var búiö að skera niður í 8 pör
sem dönsuðu úrslitin af þeim 220
pörum sem hófu keppni. íslend-
ingar áttu 3 pör í þessum úrslit-
um. í 1. sæti urðu Sigursteinn
Stefánsson og Elísabet Sif Har-
aldsdóttir, í 3. sæti Brynjar Þor-
leifsson og Sesselja Sigurðardóttir
og í 5. sæti Benedikt Einarsson og
Berglind Ingvarsdóttir.
Þjóðerni hinna paranna í úrslit-
| um var eftirfarandi: 2. sæti Ástral-
ía, 4. sæti írlandi, 6. sæti Bretland,
7. sæti Ítalía og 8. sæti Slóvenía.
Þetta er einhver glæsilegasti ár-
angur sem íslendingar hafa náð
frá upphafi.
Liibberts
hvergi nærri
- segir ráögjafi Frosta
„Staðreyndimar i sambandi við
kaup Frosta á Ragnaborg eru ein-
faldlega þessar: Frosti kaupir
hlutabréf í Ragnaborg af þessum
mönnum sem þarna áttu í hlut og
það voru bara eölileg viðskipti
sem ég og mitt fyrirtæki sáum um
að annast fyrir Frosta og koma
Lúbberts í Þýskalandi ekkert við.
Þeir voru hvergi þar nálægt á
nokkum hátt.“
Þetta eru orð Jóns Atla Krist-
jánssonar hjá Ráði hf. en hann
vísar á bug sem fram kom í frétt
DV í gær að tengsl séu á milli
kvótaviðskipta Frosta og Lúbberts
í Þýskalandi og kaupa Frosta á
hlutafélaginu Ragnaborg sem átti
húsnæði fiskvinnslu Goðaborgar
á Fáskrúðsfirði. -SÁ
Svo gerist þaö líka að forsætisráö-
herra tekur undir þessa skoðun í
blaöaviötali sem birt er í dag. Þor-
steinn segir hins vegar að hann
ætli ekki aö auka þorskkvótann á
þessu fiskveiðiári," sagði Sighvat-
ur Björgvinsson í samtali við DV.
Hann sagöist hafa beðið um
utandagskrárumræður um þetta
mál í dag, föstudag, en sjávarút-
vegsráðherra baðst undan því.
„Hann ber það fyrir sig að
beiðni mín sé of seint fram komin,
enda þótt forseti Alþingis hafí ver-
ið búinn að samþykkja umræð-
una. í annan stað sagðist Þor-
steinn ekki hafa haft tóm til að
ræða við hagsmunaaðila áður en
ákvörðun er tekin eins og lög gera
ráð fyrir. Við þessu getur maður
svo sem lítið gert en hins vegar
hefur hann fallist á að umræðan
fari fram á mánudaginn. Hann hef-
ur jafnfram lofað því að vera þá
ekki búinn að taka ákvörðunina
um kvótann," sagði Sighvatur
Björgvinsson.
Hann sagðist hafa fyrir því lof-
orð frá fleiri ráðherrum að
ákvörðunin um kvótann, hvort
sem hann verður aukinn eða ekki,
verði ekki tilkynnt fyrr en eftir ut-
andagskrárumræðurnar á mánu-
daginn.
„Það er ekki annaö hægt en fá
þessa umræðu eins og málið snýr
nú við eftir yfirlýsingar þing-
manna Sjálfstæðisflokksins,"
sagði Sighvatur. -S.dór
K 0 P ttrii
Fyrsti varaforseti kínverska þingsins, Tian Jiyun, hefur ásamt fríðu föruneyti verið í opinberri heimsókn hér á landi
að undanförnu í boði Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis. Hér gengur Tian fremstur í flokki ásamt Friöriki Ól-
afssyni, skrifstofustjóra Alþingis, á leið sinni um Tjörnina til fundar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra
í Ráðhúsinu. DV-mynd S
Anna Sigurðardóttir þolfimimeistari:
Með kvikmyndatilboð
ásamt Juliu Roberts
- leikstjórinn hreifst af Önnu í Miss Fitness keppninni
Anna Sigurðardóttir, þolfimi-
kennari og margfaldur meistari í
þolfimi, hefur undir höndum tilboð
um að leika eitt aðalhlutverkanna i
stórri kvikmynd, Crime of Love,
sem framleidd verður i Þýskalandi
en með ensku tali. Leikstjóri mynd-
arinnar, sem er túnisk-ítalskur, sá
Önnu í Miss Fitness keppninni á
sjónvarpsstöðinni Eurosport og
hreifst mjög af henni. Hin heims-
þekkta leikkona Julia Roberts hefur
sömuleiðis tilboð um að leika eitt
aðahlutverkanna í myndinni.
Anna vildi lítið tjá sig um málið
þegar DV hafði samband við hana.
Hún staðfesti að hún heföi fengið
tilboðið og væri að skoða það. Þetta
hefði borið mjög skyndilega að og
leikstjórinn viljað ganga frá
málinu strax. Hún vildi
hins vegar hugsa sig vel
um áður en einhverjar
ákvarðanir væru tekn-
ar.
Crime of Love er
fyrsta stóra kvikmynd
leikstjórans, Mabrouk
Melitti, og fyrirhugað
að dreifa henni um all-
an heim. Mabrouk
hyggst leika eitt aðahlut-
verkið sjálfur. Þetta er
spennumynd með róman
tísku
ívafi og
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já jJ
Nel 2]
,r ö d d
FOLKSINS
904-1600
Á Friðrik Sophusson að
fara í forsetaframboð?
fangelsi eftir margra ára
vist sem saklaus dæmdur
maður. Hann hyggst setja
upp söngleik og kynnist
þá ungri konu, sem
Önnur er ætlað að
leika, og verður ást-
fanginn af henni. Inn í
spilið kemur miðaldra
forrík koija sem fjár-
magnar söngleikinn og
verður hún ástfanginn af
manninum. Þá konu mun
Julia Roberts að öllum lík-
indum leika. Kvimyndin
fær síðan mjög dramtísk-
an endi. bjb
segir
frá
manni
sem kem-
ur úr
Anna Sigurðardóttir þolfimimeistari er með tilboð um að leika í stórri kvik-
mynd. Tilboðið kom eftir að leikstjórinn sá hana á Eurosport í Miss Fitness
keppninni.
Slógu og
spörkuöu
í rútubílstjóra
Nokkrir piltar fóru inn í
rútubíl sem stóð við Engihjalla
í Kópavogi í gær og réðust þar
að bílstjóranum með höggum
og spörkum. Piltarnir hugðust
setjast undir stýri en þegar bíl-
stjórinn aftraði þeim ffá því
skipti engum togum að þeir réð-
ust að honum, slógu í hann og
spörkuðu. Piltarnir fóru síðan í
burtu.
Lögreglan kom á vettvang og
var bílstjórinn fluttur á slysa-
deild. Málið er í rannsókn en
lögreglan hafði í gærkvöldi
upplýsingar um a.m.k. hver
einn piltanna er. -Ótt
Bannað áð
reikna tekjur
Fjármálaráðuneytið hefur
með reglugerð bannað úr-
vinnslu og birtingu upplýsinga
úr álagningar-, virðisauka- og
skattskrám. Fjármálaráðherra
sagði á Stöð 2 í gærkvöld að
reglugerðin yrði endurskoðuð.
Forysta Blaðamannafélags ís-
lands telur að með reglugerð-
inni hafi fjölmiðlum verið
bannað að reikna tekjur manna
upp úr skránum, eins og m.a.
hefur tíðkast í ÐV. Banninu
hefur verið mótmælt harðlega.
-GHS
Viðurkenndu
fjársvik og
skjalafals
Þrír menn viðurkenndu í
gær flársvik og skjalafals með
því að hafa gefið út og falsað
ávísanir úr stolnum heftum
með nafni eins þeirra og annars
óviðkomandi fólks að undan-
fórnu í lögsagnarumdæmi lög-
reglunnar á Selfossi. Þeir voru
handteknir á heimili eins
þeirra í Hveragerði á fimmtu-
dagskvöld en tveir mannanna
eru úr Reykjavik.
Sjö ávísanir, að upphæð 2-20
þúsund krónur, höfðu borist
lögreglunni í gær og er ekki
talið útilokað að svikin séu
meiri. Þremenningarnir notuðu
tékkana í viðskiptum við versl-
anir, veitingahús og fleiri.
Stolnu heftin eru talin koma frá
Reykjavík.
Tveir mannanna eru 23 ára
en einn er rúmlega þrítugur. Að
sögn rannsóknarlögreglunnar á
Selfossi hafa þeir allir komist í
kast við lögin áður. -Ótt
stuttar fréttir
Flóki áminntur
Ragnar Fjalar Lárusson pró-
fastur hefur áminnt sr. Flóka
Kristinsson vegna ummæla
hans rnn Jón Stefánsson org-
anista í þættinum Þriðja
manninum á rás 2 á dögunum.
Viðræður út um
þúfur
Viðræður Rússa, Norð-
manna, íslendinga og Færey-
inga í Moskvu um veiðar úr
norsk-íslenska síldarstofnin-
um fóru út um þúfur í gær eft-
ir að Rússar kröfðust kvóta til
jafns viö íslendinga. Nýr fund-
ur hefur ekki verið hoðaður.
Fangelsi lokað
Stjórnvöld hafa ákveðið að
loka Síðumúlafangelsinu.
Fangar í gæsluvarðhaldi verða
vistaðir í öryggisálmu Litla-
Hrauns. Stöð 2 greindi frá.
Stöð 2 kaupir hús
Islenska útvai-psfélagið hef-
ur keypt hús, sem þaö hefur
haft á leigu, af Plastosi hf. og
eru Stöö 2 og Bylgjan þá komn-
ar í eigið húsnæði. Útvarpið
sagði frá. -bjb/GHS