Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Page 19
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 19 Ford-keppnin og Fegurðarsamkeppni íslands sameinast nú í vor: Ford-stúlkan verður valin úr öllum hópnum Undirbúningur að Fegurðarsam- keppni íslands er í fullum gangi og skýrist endanlega nú um helgina hvaða stúlkur taka þátt í aðalkeppn- inni, sem haldin verður á Hótel ís- landi 24. maí. Búið er að sameina Ford-keppnina og Fegurðarsam- keppni íslands og munu því sömu stúlkurnar keppa um titilinn ungfrú ísland og Ford-stúlkan 1996. Sú síð- arnefnda fær í verðlaun þátttöku í fyrirsætukeppninni Super Model of the World sem haldin verður er- lendis síðar á árinu. Katrín Pálsdóttir er umboðsmað- ur Ford-keppninnar hér á landi. Hún segir að sameiningin hafi verið ákveðin af ýmsum ástæðum. Reynslan hafi sýnt að mikið til sömu stúlkurnar hafi tekið þátt í Ford-keppninni og Fegurðarsam- keppni Islands. Það sé kostur að ald- ursmarkið fyrir Ford-stúlkuna verði nú það sama og í Fegurðar- samkeppninni, eða 17 ár, því að reynslan hafi sýnt að 15-16 ára stúlkur, sem hafi unnið í Ford- keppninni, hafi verið alltof ungar og ekki náð að nota tækifærið í hinum harða heimi tískunnar í útlöndum. Tækifærið ekki nýtt nógu vel „15-16 ára stelpur sem koma frá Hamborg eða New York hafa allt öðruvísi bakgrunn en íslensku stelpurnar. Þær koma frá stórum og erfiðum samfélögum og kunna bet- ur að nýta sér þetta tækifæri þó að auðvitað hafi fslensku stelpurnar verið ofsalega duglegar og staðið sig vel, ekki bara 1 fyrirsætustörfum heldur alls kyns störfum út um all- an heim,“ segir Katrín. DV hefur staðið fyrir Ford-keppn- inni hér frá upphafi en nú er fram- kvæmdin komin í hendur Hótels ís- lands. Sú ákvörðun var ekki tekin' fyrr en eftir að undirbúningur Feg- urðarsamkeppninnar hófst í vor og verður Ford-stúlkan því valin úr hópi þeirra sem taka þátt í Fegurð- arsamkeppninni. Á næsta ári verð- ur hins vegar hefðbundið fyrirkomulag á keppninni og verður þá óskað eftir myndum og uppá- stungum frá almenningi eins og tíðkast hefur. Þurfa að vera sterkar Um tuttugu stúlkur taka þátt í lokakeppninni í maí og verða kosn- ar fegurðardrottningar í fimm efstu sætin. Hápunktur kvöldsins er þeg- ar ungfrú ísland er krýnd. í Fegurð- arsamkeppni íslands hefur verið venjan að ljósmyndarar kjósi ljós- myndafyrirsætu ársins. í stað þess velja nú fulltrúar Ford Models-fyrir- tækisins Ford-stúlkuna í samvinnu við starfsmann Ford Models í París, .ítalann Angelo Laudisa, en hann er einmitt staddur hér á landi til að fylgjast með keppninni um ungfrú Reykjavík, sem fram fór í gærkvöld, og ræða við stúlkurnar. Laudisa fær svo sendar myndir og myndbönd með viðtölum við þær stúlkur sem-ekki eiga heimangengt í viðtalið við hann nú um helgina og skoða starfsmenn Ford Models í París og Bandaríkjunum þau gögn áður en ákveðið verður hvaða stúlka verður Ford-stúlkan 1996 og fer fyrir Islands hönd í aðalkeppn- ina í haust. DV hitti Laudisa að máli í gær og sagði hann þá að það væri Ford Models fyrirtækinu ekkert keppi- kefli að hafa Ford stúlkuna sem allra yngsta enda væru 13-14 ára stúlkur varla tilbúnar til þess að forskot á aðrar stúlk- ur,“ seg- ir Laudisa og bætir við að það sé óneitanlega kostur við íslenskar stúlkur hversu sjálfstæðar þær eru og reyndar á vinnumarkaði eftir að hafa verið í sumarvinnu og jafnvel unnið með skóla í nokkur ár. Sú reynsla sé af hinu góða. 50 ára afmæli Sameiningin á Ford-keppninni og Fegurðarsamkeppni íslands tengist breytingum sem hafa átt sér stað hjá Ford-fyrirtækinu að undan- förnu. Þeim þjóðum sem senda stúlkur í Ford-keppnina hefur fjölg- að til mikilla muna með falli Berlínarmúrsins og taka nú stúlkur frá ýmsum löndum Sovétrikjanna fyrrverandi, austurhluta Evrópu og jafnvel Kína þátt í keppninni. Super Model keppnin hefur verið endurskipulögð og sér nú bandarískt fjölmiðla- og sjón- varpsfyrirtæki um hana. Ford keppnin hér heyr- ir nú undir svæðisskrif- stofu Ford Models í París, í stað New York áður. Ford Models á 50 ára starfsafmæli á þessu ári og verður Super Model keppnin því haldin með sérstakri viðhöfn í október eða nóvember i tilefni af því. Staðsetn- ingin er enn óráðin en undirbúningur keppninnar er þó þegar hafinn, að sögn Laudisa. -GHS takast á við þau verkefni sem fyrir- sætur þurfa að glíma við. Það væri vissulega kostur ef Ford-stúlkan væri 17 ára gömul og það gæti háð henni ef hún væri á bilinu 20-25 ára gömul. Hann sagði mjög auðvelt að velja stúlkuna, jafnvel þótt aðeins væru fyrir hendir myndir af henni, ■ enda hefðu starfsmenn Ford Models 50 ára reynslu í því að velja efnilegar fyrirsætur. -En hvað skyldi Ford-stúlkan þurfa aö hafa tii að bera? „Samkeppnin er mjög hörð og þess vegna þurfa stúlkurnar að hafa sterkan persónuleika. Þær verða að vita hvað þær vilja og geta. Þær þurfa að hafa í sér einhverja auka orku og það er mikilvægt að þær hafi ákveðinn x þátt sem gefur þeim Angelo Laudisa, fulltrúi Ford Models í París, er hér á landi til að ræða við stúlkurnar í Fegurðarsamkeppni íslands ásamt Katrínu Pálsdóttur, umboðsmanni Ford Models. DV-mynd GVA Við skiptum við Fra vélvcðinfi... Þegar vélvæðing fiskibáta hélt innreið sína á íslandi varð starfsstéttin vélstjóri til sem í upphafi tengdist aðeins vélrænum búnaði bátanna. Nú er öldin önnur, bátarnir hafa breyst í tæknivædd hafskip með margþættum búnaði. Störf vélstjóranna hafa jafnframt orðið flóknari og fjölbreyttari, menntun þeirra margfaldast og hluti þeirra ber nú starfsheitið vélfræðingur. til véifncðinfls Starfssvið vélfræðinga vex stöðugt með aukinni vélvæðingu þjóðfélagsins. Vélfræðingar eru hámenntaðir með sérþekkingu á öllu því sem varðar háþróaðar vélar n SPARISJÓÐ VÉLSTJÓRA Borgartúni 18,105 Reykjavík sími 552 5252 Síðumúla 1,105 Reykjavík sími 588 5353 Rofabæ 39,110 Reykjavík sími 567 7788 og tölvuvæddan tæknirekstur nútímans. Nánari upplýsingar veitir: Atvinnurekendur! Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði, bæði bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Vélstjórafélag Islands Borgartúni 18,105 Reykjavík Sfmi: 562-9062 o

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.