Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Side 22
sakamál
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 L>V
Það var í lok júlímánaðar fyrir
:æpum níu árum að maður einn
lagði leið sina niður á ströndina við
Prestatyn í Wales til þess að njóta
umhverfisins og veðursins. Hann
hafði ekki gengið lengi þegar hann
kom auga á fatahrúgu. Við hlið
hennar lá bréf. Hann las það en
hraðaði sér síðan í síma og hringdi
í lögregluna.
Bréfið var undirritað af Robert
Healey frá Stockton í Cheshire á
Englandi og var ætlað konu hans,
Greebu. í því sagði meðal annars:
„Fyrirgefðu mér það sem ég hef
gert. En ég tel mig hafa farið rétt að
því ég get ekki elskað þig á þann
hátt sem þér líkar. Ég þoli ekki
þjáninguna lengur og bíð þess nú
bara að hafið taki við mér.“
Lögreglan var í fyrstu þeirrar
skoðunar að hún hefði undir hönd-
um kveðjubréf manns sem hefði
svipt sig lífi vegna óhamingju í
hjónabandinu. Næst lá því fyrir að
hafa uppi á frú Healey og segja
henni hvernig komið væri. Brátt lá
fyrir hvar Robert Healey hafði átt
heima en þegar ræða átti við konu
hans var hana hvergi að finna. Það
var sem jörðin hefði gleypt hana og
sömuleiðis dóttur þeirra hjóna,
Marie,
Tvöfalt morð?
Er hér var komið hafði málið
vakið athygli kunnra rannsóknar-
lögreglumanna og áhugi þeirra
jókst enn skömmu síðar þegar í ljós
kom að silfurgrár bHI, sem Greeba
Healey hafði átt, hafði sést á ferð frá
'’Stockport daginn áður en talið var
að Robert Healey hefði framið sjálfs-
vígið.
Leit að bílnum bar fljótlega ár-
angur. Hann reyndist standa mann-
laus á bílastæði í Birmingham, um
þrjú hundruð kílómetra frá Presta-
tyn.
Leit var nú gerð á heimili Hea-
leys- hjónanna og brátt gátu tækni-
menn greint frá þvi að þar hefðu
fundist blóðblettir en um sama leyti
fékkst á því staðfesting að blóðblett-
ir hefðu fundist í farangursgeymslu
bOs frú Healey. Samanburður á sýn-
um leiddi síðan í ljós að þau voru af
tveimur blóðflokkum. Reyndust
þeir hinir sömu og blóðflokkar
mæðgnanna.
Hálfum mánuði eftir bílfundinn
fannst svo blóðugt teppi í gryfju
nærri Chester og var ljóst að blóðið
gat verið úr mæðgunum.
„Sjálfsmorðinginn"
getur sig fram
Enn frekari samanburður á blóð-
sýnum renndi nú nær óyggjandi
stoðum undir að mæðgurnar,
Greeba og Marie, hefðu verið myrt-
ar. Og böndin bárust að Robert Hea-
ley því líklegast þótti að hann hefði
sett á svið eigið morð til þess að af-
vegaleiða lögregluna. Næstu vís-
bendingar í málinu styrktu rann-
Robert Healey.
leysi á kynlífssviðinu. Sagði sak-
bomingurinn að það háð sem hann
hefði orðið að þola hefði að lokum
vakið með honum hugmyndir um
að beita hana ofbeldi.
Leitin í eldhúsinu
Loks sagðist Healey hafa ákveðið
að láta til skarar skríða gegn
Greebu. Kvöld eitt hefði hann farið
fram í eldhús og handleikið þar
ýmis áhöld með það í huga að beita
þeim á hana. Um tíma hefði hann
hugsað sér að berja hana með fullri
ölflösku, en svo hefði hann talið
kökukefli henta betur. „En í raun-
inni vissi ég ekki hvað ég var að
gera,“ bætti hann svo við.
Healey gekk upp í svefnherbergi
konu sinnar með kökukeflið i hend-
inni og þar sló hann hana mörgum
sinnum með því svo hún hlaut af
bana. Meðan hann stóð enn yfir
henni kom Marie að. Healey reyndi
að ýta henni frá en það tókst ekki og
þá kyrkti hann hana.
Þannig var frásögn Roberts Hea-
leys 1 réttinum en því miður trúðu
fáir að hann væri að segja allan
sannleikann. Hvernig stóð til dæm-
is á því að bæði Greeba og Marie
höfðu haft kynmök skömmu áður
en þær dóu?
Langur undirbúningur?
Robert Healey sagði að daginn eft-
ir morðin hefði hann komið báðum
líkunum út í skóginn þar sem þau
fundust. Þá sagðist hann hafa þveg-
ið burt blóð í svefnherberginu og
brennt blóðug rúmfót.
Sakborningurinn neitaði þvi fast-
lega öll réttarhöldin að hann hefði
haft í huga um lengri tíma að myrða
konu sína og Marie, sem var í raun
stjúpdóttir hans en ekki dóttir.
Sagði hann allt hafa gerst eins og
væri fölsun. Hún hefði verið skrifuð
eftir morðin í þeim tilgangi að láta
líta út sem tilefni þeirra væri annað
en það hefði i raun verið.
Þungur dómur
Þegar dómarinn, McNeill, fór yfir
helstu atvik málsins fyrir kviðdóm-
endur, áður en þeir drógu sig í hlé
til að ákvarða sekt eða sýknun,
sagði hann yfir allan vafa hafið að
Healey hefði framið morðin af ráðn-
um hug. Aðdragandi þeirra væri
ekki sá sem hann vildi vera láta.
Um væri að ræða tvöfalt ásetnings-
morð.
Kviðdómendur voru í þrjá tíma
að ráða ráðum sínum. Þá tUkynnti
kviðdómsformaðurinn að Robert
Healey teldist sekur um bæði morð-
in.
McNeUl dómari dæmdi Healey
síðan í tvöfalt lífstíðarfangelsi og
fór Healey þá að tárfella.
Sannleikurinn eða enn
ein lygin?
Nokkrum árum síðar viður-
kenndi Healey í fangelsinu að hann
hefði skipulagt bæði morðin. Gaf
hann þá skýringu að hann hefði
orðið ástfanginn af Marie sem var
þá aðeins þrettán ára. Hefði hún
orðið mjög hrifin af honum og hefðu
þau gert áætlun um framtíðina.
„Við voru svo ástfangin,“ sagði
Healey, „að við ákváðum að hlaup-
ast á brott saman þegar hún yrði
sjálfráða. En svo komst Greeba að
sambandi okkar og tók að beita mig
þvingunum því Marie var enn þá
svo ung.“
Healey skýrði einnig svo frá að þá
hefði hann ákveðið að ryðja Greebu
úr vegi svo áætlun hans og Marie
kæmist í framkvæmd. Hann hefði
sóknarlögreglumennina enn í þess-
ari trú.
Robert Healey reyndist hafa selt
bU sinn nokkrum dögum fyrir
„sjálfsmorðið“ fyrir tvö þúsund
pund. Þá lék enginn vafi á að bU frú
Healey hafði verið lagt á bUstæðið í
Birmingham daginn eftir að Robert
hafði átt að ganga í hafið. Var nú
lýst eftir honum um allt Bretland.
Næst gerðist það að lík Greebu og
Marie fundust utan alfaraleiðar, í
skógi í Wales. Þau fann gamall mað-
ur sem var í gönguferð með hund-
inn sinn. Krufning leiddi í ljós að
Greeba hafði látist eftir að hafa
fengið mörg höfuðhögg en Marie
hafði verið kyrkt. Báðar höfðu þær
haft kynmök skömmu áður en þær
voru myrtar.
Nú hófst leitin að Robert Healey
fyrir alvöru. En hún stóð ekki lengi,
því hann gaf sig nú fram á lögreglu-
stöð í London með þessum orðum:
„Þið viljið víst ræða við mig.“
Duglítill í rúminu
Healey hafði farið til London og
sest þar að á litlu hóteli eftir að hafa
Sakborningur felur sig undir kápu fyrir framan sakadóminn í Liverpooi.
Grafirnar í skóginum í Wales.
sviðsett sjálfsmorð sitt á ströndinni
við Prestatyn. Hafði hann látið sér
vaxa skegg til þess að hann þekktist
síður. En eftir líkfundina þótti hon-
um ráðlegast að gefa sig fram þar eð
vart gæti liðið á löngu þar til hann
fyndist.
Málið var tekið fyrir í sakadómi í
Liverpool rúmu hálfu ári síðar. Þá
hélt Robert Healey því fram að í
raun hefði hann alls ekki haft í
huga að myrða Greebu og Marie.
Vísaði hann til dagbókar sem hann
hafði afhent lögreglunni þegar hann
gaf sig fram en þar rakti hann að-
draganda morðanna. Kvaðst hann
nú vonast til þess að efni dagbókar-
innar yrði talin nokkur skýring á
því sem gerst hafði og gæti orðið til
þess að dómurinn yfir honum yrði
mildilegri en elia.
í dagbókinni lýsir Healey gagn-
rýni konu hans á hann fyrir getu-
hann hafði lýst því en á móti kom
að ýmislegt benti til að hann segði
ósatt um þetta eins og fleira. Þannig
fundust fölsk persónuskilríki sem
hann hafði orðið sér úti um
nokkrum vikum fyrir morðin og
þótti víst að hann hefði haft í
hyggju að nota þau.
En hvert var hið raunverulega til-
efni ef Robert Healey sagði ósatt um
svo margt? Saksóknarinn hélt því
fram að það hefði verið ástarsam-
band Roberts og Marie, stjúpdóttur
hans. Kona hans, Greeba, hefði
komist að þvi og hótað að skýra op-
inberlega frá sifjaspellunum. Þess
vegna hefði hann ákveðið að ryðja
mæðgunum úr vegi. Þessu and-
mælti Healey en þó ekki á þann hátt
að beinlínis trúverðugt þætti.
Saksóknarinn hélt því sömuleiðis
fram að dagbókin sem sakborning-
ur hafði lagt fram við lögregluna
síðan myrt Greebu en þá hefði
Marie komið aftan að honum á kald-
rifjaðan hátt og sagt að nú hefði hún
örlög hans í hendi sér. Framvegis
yrði hann að gera það sem hún
segði honum að gera.
Healey sagðist hafa gert sér ljóst,
er hér var komið, að hann hefði far-
ið úr öskunni í eldinn. Marie hefði
reynst of lík móður sinni. Því hefði
hann ákveðið að ráða hana líka af
dögum.
Margir eru þeirra skoðunar að
þetta sé sennilegasta skýringin á
morðunum en svo undarlega bar
við nokkru síðar að Healey sagði
þessa sögu uppspuna frá rótum. Þá
höfðu aftur ýmsir á orði að Healey
hefði svo oft sagt ósatt að það væri
alls ekki ólíklegt að hann hefði nú
gert það einu sinni enn, með því að
lýsa ómerka þá skýringu sem senni-
legust væri.