Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996
23
íslendingar hafa gjarnan verið
meðal þátttakenda á opna mótinu í
New York, sem haldið er um pásk-
ana ár hvert, en þangað flykkjast
skákmeistarar frá öllum heims-
hornum. í þetta sinn voru íslensku
keppendurnir fjórir; stórmeistar-
arnir Jóhann Hjartarson og Hannes
Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhalls-
son, alþjóðlegur meistari, og Hrann-
ar B. Arnarsson.
Hannes og Jóhann voru í farar-
broddi allan tímann og þegar tveim-
ur umferðum var ólokið var Hannes
efstur ásamt tveimur öðrum. Hann-
es tapaði hins vegar fyrir enska
stórmeistaranum Michael Adams í
næstsíðustu umferð og eftir jafntefli
við „stórmeistarann með langa
nafnið," Roman Dzindzihashvili, í
síðustu umferð, varð hann að láta
sér lynda deilt 7. sæti ásamt Jó-
hanni.
Árangur þeirra er góður þótt ekki
næðu þeir verðlaunasætum.
Þröstur Þórhallsson tefldi við öfl-
uga andstæðinga, m.a. stórmeist-
arana Loek van Wely, frá Hollandi,
sem gerði sér lítið fyrir og varð einn
efstur, Dzindzihashvili, Zaichik og
Kudrin. Þröstur hafði 5,5 vinninga -
Umsjón
Jón L. Árnason
tapaði heldur slysalega fyrir Kudrin
í síðustu umferð sem vann jafntefl-
isstöðu á tíma. Þröstur fer trúlega
sléttur út úr stigaglímunni að þessu
sinni.
Hrannar stóð sig mjög vel, hlaut 4
vinninga gegn erflðum mótherjum.
Honum tókst m.a. að leggja 2250-
stiga mann að velli í aðeins 18 leikj-
um.
Þannig varð staða efstu manna:
1. Loek van Wely (Hollandi) 7,5 v.
af 9 mögulegum.
2. -6. Jaan Ehlvest (Eistlandi),
Michael Adams (Englandi), B. Lugo
(Kólombíu), Alexander Tsjernín
(Ungverjalandi) og Alex Yermolin-
sky (Bandaríkin) 7 v.
7.-11. Hannes Hlífar Stefánsson,
Jóhann Hjartarson, Grigory Serper
(Rússlandi), Sergej Kudrin og Alex-
ander Ivanov (báðir Bandaríkin) 6,5
v. o.s.frv.
Að sögn Jóhanns var áberandi
hversu margir innfæddir Banda-
ríkjamenn af rússnesku bergi brotn-
ir tefldu á mótinu. Meðal rúss-
neskra innflytjenda í vesturheimi
virðist skáklistin vera í hávegum
höfð ekki síður en aðrar hefðir úr
heimahögunum. Jóhann mætti
nokkrum bandarískum nýbúum og
hafði jafnan betur en þó ekki átaka-
laust.
Skoðutn skák Jóhanns við
Shaked sem teflir stíft til sóknar
með svörtu, enda heitir hann „Tal“
að fornafni. Skákin teflist eftir hefð-
bundnum leiðum kóngsindverskrar
varnar þar sem hvítur sækir fram á
drottningarvæng en svartur leggur
allt í sölurnar á kóngsvæng. En
kapp er best með forsjá, eins og Jó-
hanni tekst að sýna fram á. í ákafa
sínum í leit að sóknarfærum á
kóngsvæng tekur svartur á sig
„strategískar" veilur, einkum á e4-
reitnum sem lendir í heljargreipum
Jóhanns. Þegar allt er orðið strand
fórnar svartur hrók fyrir riddara og
peð en Jóhann lætur ekki blekkjast
og leiðir taflið farsællega til lykta á
skemmtilegan hátt.
Hvitt: Jóhann Hjartarson
Svart: Tal Shaked
Kóngsindversk vörn.
1. c4 g6 2. d4 Rf6 3. Rc3 Bg7 4.
e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0
Rc6 8. d5 Re7 9. Rel Rd7 10. Be3
f5 11. f3 f4 12. Bf2 g5 13. a4 Hf6
14. a5 a6 15. Ra4 Hh6 16. Rd3 Rf6
17. Bel g4 18. fxg4 Rxe4 19. Dc2
Rg6 20. Rc3 Rg5 21. Rf2 Rh4 22.
Rfe4 Rxe4 23. Rxe4 Hg6 24. h3 h5
25. g5 Rf5 26. Bf2 Hxg5 27. Rxg5
Dxg5 28. Ha3 Bd7 29. Bf3 He8 30.
Be4 Bh6 31. b4 He7 32. b5 Re3 33.
Bxe3 fxe3 34. bxa6 bxa6 35. Hb3
Dg3 36. Hf3 Del+ 37. Kh2 h4
38. Bh7+! Kh8
Svarið við 38. - Hxh7 yrði 39. Dg6+
og næst 40. Hb8+ og mátar.
39. Hbxe3! Dxe3
Ef 39. - Bxe3 40. Hf8+ Kg7 41. Dg6
mát.
40. Hxe3 Bxe3 41. Bd3 Hf7 42.
De2 Bf4
43. Kgl Bg3 44. c5! dxc5 45.
Bxa6 Kg7 46. Bd3 Hf4 47. Dxe5
Kf7 48. Dg5 Hf6 49. a6
- Og Jóhann vann.
Magnús Örn
í landsliðsflokk
Keppni í áskorendaflokki á Skák-
þingi íslands fór fram um páskana.
Úrslit urðu þau að Magnús Örn Úlf-
arsson varð einn efstur og tryggði
sér þar með sæti í landsliðsflokki í
maí. Jafnir í 2.-3. sæti urðu Sævar
Bjarnason og Arnar E. Gunnarsson
og verða þeir að heyja einvígi um
keppnisrétt í landsliðsflokki en ein-
ungis tvö sæti voru í boði.
Lítum á stöðu efstu manna:
1. Magnús Örn Úlfarsson 7 v. af 9
mögulegum.
2. -3. Sævar Bjarnason og Arnar
E. Gunnarsson 6,5 v.
4.-5. Guðmundur Daðason og
Kristján Eðvarðsson 6 v.
6.-9. Halldór Pálsson, Jóhann H.
Ragnarsson, Ólafur B. Þórsson og
Jón Viktor Gunnarsson 5,5 v.
10.-12. Matthías Kjeld, Bragi Þorf-
innsson og Bergsteinn Einarsson 5
v. o.s.frv.
í opnum flokki gerði Hjalti Rúnar
Ómarsson, 13 ára, sér lítið fyrir og
fékk 8,5 vinninga af 9 mögulegum.
Hann sigraði með yfirburðum.
Næstur kom Ólafur ísberg Hannes-
son með 7 v., síðan Sigurður Páll
Steindórsson meö 6,5 v. og Davíð
Guðnason, Hjörtur Þór Ðaðason og
Janus Ragnarsson fengu 6 v.
Hjalti Rúnar og Ólafur ísberg
hafa með árangri sínum unnið sér
rétt til að tefla í áskorendaflokki á
Skákþingi íslands á næsta ári.
Landskeppni
við ísrael
Skáklandslið ísraelsmanna kem
ur hingað til lands um aðra helgi og
mun dvelja hér í vikutíma. Þeii
munu tefla við úrvalssveit íslands á
fimm borðum á Grand Hótel í
Reykjavík, bæði stuttar skákir og
langar. Dagskrá keppninnar gerir
ráð fyrir að tefldar verði kappskák-
ir 22. og 24. apríl, slegið verði upp
hraðskákmóti 25. aprfl (á sumardag-
inn fyrsta) og tefld verði atskák 26.
apríl.
ísraelsmenn eiga mjög öflugu
skáklandsliði á að skipa sem að
uppistöðu til eru flóttamenn frá
fyrrverandi lýðveldum Sovétríkj-
anna. Lið þeirra verður skipað stór-
meisturum á öllum borðum:
1. borð: Leonid Judasin, 2. borð:
Boris Altermann, 3. borð: Yona Kos-
ashvili, 4. borð: Alon Greenfeld og 5.
borð: Lev Psakhis.
íslensku keppendurnir verða
væntanlega stórmeistararnir Mar-
geir Pétursson, Jóhann Hjartarson,
Hannes Hlífar Stefánsson, Jón L.
Árnason og Helgi Ólafsson og Karl
Þorsteins, alþjóðlegur meistari.
-JLÁ
WINCHESTER
BYSSUSKÁPAR
Fyrir 11 til 30 byssur auk skotfæra.
Einnig til sem hilluskápar(4 hillur).
Innbrennt sanserað lakk.
Gullhúðaður 18 k talnalás og sveif.
Þyngd 343 kg.
Litir á lager: svart og vínrautt.
Einstakt stofustáss.
Gagni umboðs- og heildverslun
Sími 555-0528
Nám f Danmörku!
í Horsens Handelsskole færðu menntun sem
uppfyllir kröfur þínar og viðskiptalífsins. Þú
getur valið um mennlun innan verslunar og skrif-
stofugeirans. Þú getur einnig nýtt þér námið sem
stökkpall til aukin'nar menntunar í viðskipta-
lífinu.
Óháð þvt' hvaða námsleið þú velur, mun námið
að sjálfsögðu styrkja þig jafnt pcrsónulega sem
faglega.
Horsens Polytechnic býður iðnsveinum og stú-
dentum fjölbreytta menntun s.s: Hönnun. lausn
byggingatæknilegra vandamála ásamt sam-
ræmingu, skipulagningu og kostnaðaráætlunum
við byggingaframkvæmdir.
Skólinn á langa hefð að baki í menntun íslenskra
nemenda.
I Horsens Handelsskole bjóðum við eftirfarandi
frábært námsumhverfi mcð nytísku tölvubúnaði.
Horsens Polytechnic fer kennsla til byggingar-
fræðings fram á dönsku. ensku og þýsku.
Skólinn býr yfir rikulegu alþjóðlegu náms-
umhverfi.
YV\ Komið og heyrið nánor:
Upplýsingafundur á Hotel Sii}>u í Reykjavík,
|>riðjuda<>ini\ 16. apríl 1996 kl. 19.00.
Viljirðu nánari upplýsingar þá sendu þennan seðil til:
Horsens Handelsskole p
--------------------------------------
Viljirðu nánari upplýsingar þá sendu þennan seðil til:
Horsens Polytechnic „
i-------------------------—---------------------—
Ég óska nánari upplýsinga um:
□ Markaðshagfræði
□ Versiunarpróf (3ár)
□ Verslunarpróf (lár)
□ Tölvufræði
□ Verslunarnám (grunnnám)
□ Námskeið Vcrslunarskólans:
Merkonom (3ja ára sérstakt námskeið)
Opin menntun - tölvur
Nafn:_
Heimilisfang:.
Sími:____
Eg óska nánari upplýsinga um:
□ Tækniteiknun
□ Korta og landmælingatækni
□ Véltækni
□ Byggingariðnfræði
(bygginga/framkvæmdalína)
□ Byggingarfræði
(bygginga/framkvæmdalína,
enska/ þýska),
Nafn:_
Heimilisfang:.
Sími:____
Horsens Handelsskole
Stadionsvej 2 . DK-8700 Horsens . Danmörku
Sími +45 75 62 17 33 . Símbréf +45 75 62 85 04
Horsens Polytechnic
Slotsgade 11 . DK-8700 Horsens . Danmörku
Sími +45 75 62 50 88 . Símbréf +45 75 62 01 43