Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Síða 53
 I ( ( ( í I < í I ( I í TXST LAUGARDAGUR 13! APRÍL 1996 mpBöunnyd Tónleikar í Hall- grímskirkju Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands og Kórs Langholtskirkju ásamt einsöngvurunum Sólrúnu Bragadóttur og Lofti Erlingssyni undir stjóm japanska hljómsveit- arstjórans Takuo Yuasa verða í Hallgrimskirkju í dag klukkan 17.00. Hljómsveitarstjórinn Takuo Yusaa hlaut sína fyrstu tónlistar- menntun í fæðingarborg sinni, Osaka í Japan. Síðar nam hann í Bandaríkjunum áður en hann flutti til Evrópu. Yuasa er mjög eftirsóttur stjómandi i Evrópu og var m.a. ráðinn fyrsti gestastjóm- andi BBC sinfóníuhljómsveitar- innar í Skotlandi. Samkomur Barnabókmenntir Málstofa um börn og bækur verður haldin klukkan 14.00 í dag í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla íslands í stofú 101. Mál- stofan er haldin á vegum félags- vísindadeildarinnar og Bama- bókaráðsins, íslandsdeildar IBBY. Á dagskrá verður fyryrlestur Dr. Jean Webb frá Bretlandi um breytta imynd barnsins i bama- bókum. Auk þess flytja erindi dr. Ragnheiður Briem, Silja Aðal- steinsdóttir , Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Hildur Hermóðsdótt- ir, Ólína Þorvarðardóttir og Ragn- heiður H. Þórarinsdóttir. Eitt verka Bergs Thorbergs á sýn- ingunni. Bergur Thorberg Bergur Thorberg opnar í dag mál- verkasýningu á Ara í Ögri, Ingólfs- stræti 3. Til sýnis verða 9 verk, öll unnin í olíu og akríllitum á striga á þessu ári. Verkin byggjast á mörg- um litalögum sem listamaðurinn flysjar síðan og flettir og skoðand- inn á greiðari leið inn í verkin. Þetta er þriðja einkasýning Bergs á íslandi en hann hefur unnið að list sinni í Portúgal undanfarin 2 ár og haldið þar 4 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýning- um. Samískir listamenn í dag verður opnuð í Deiglunni á Akureyri sýning á listaverkum tveggja samiskra myndlistarmanna auk ljósmynda frá Grænlandi. Lista- mennirnir Andreas Alariesto og Nils Nilsson Skum sýna verk sín Sýningar sem tengjast sérstæðri sögu og menningu Sama. Ljósmyndirnar frá Grænlandi eru eftir Ivar Silis sem fæddur er i Lettlandi en hefur búið á Grænlandi um nokkurt skeið. Ásmundarsafn í Ásmundarsafni verður opnuð í dag klukkan 16 sýning á verkum eft- ir Finnu Birnu Steinsson og Ás- mund Sveinsson. Sýningin ber yfir- skriftina Kálgarður tilverunnar. Á síðastliðnu ári samþykkti stjórn Ás- mundarsafns að efna árlega til sam- sýninga þar sem stefnt væri saman verkum eftir Ásmund og verkum eftir framsækna yngri listamenn. hvasst Veðrið kl . 12 í gær: Akureyri léttskýjað -0 Akurnes úrkoma í grennd 5 Bolungarvik léttskýjað -0 Egilsstaðir skýjað 3 Keflavíkurflugv. skýjaó 4 Kirkjubkl. alskýjað 5 Raufarhöfn þokumóða 1 Reykjavík skýjaó 5 Stórhöföi úrkoma í grennd 5 Helsinki léttskýjað -3 Kaupmannah. skýjaö -1 Ósló heióskírt -0 Stokkhólmur skýjað -0 Þórshöfn léttskýjaó 5 Amsterdam skýjaó 1 Chicago heiðskírt 19 Frankfurt alskýjaö 2 Glasgow rigning 5 Hamborg léttskýjað -2 London rigning og súld 7 Los Angeles ■ léttskýjaö 15 Lúxemborg súld 5 París þokumóða 8 Róm þokumóöa 11 Mallorca þokumóóa 7 New York alskýjaó 16 Nice skýjað 11 Orlando heióskírt 13 Vín þokumóöa 9 Washington léttskýjað 12 Winnipeg léttskýjaó -6 Austlæg átt og Á morgun er gert ráð fyrir aust- lægri átt, hvassri við suðurströnd- ina en annars sfinningskalda eða allhvössu um landið sunnanvert. Norðan til á landinu verður austan- Veðrið í dag og suðaustanátt, kaldi víðast hvar. Austanlands og vestur með suður- ströndinni verður súld eða rigning en skýjað að mestu og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 2-10 stig, hlýjast suðvestan til. Sólarlag í Reykjavík: 20.56 Sólarupprás á morgun: 05.58 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.02 Árdegisflóð á morgun: 03.33 Hamrahlíðarkórinn Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð er á tónleikaferð á Norðvest- urlandi og heldur tvenna tónleika í dag. Þeir fyrri verða í dómkirkj- unni að Hólum í Hjaltadal um dag- inn en um kvöldið heldur kórinn almenna tónleika í félagsheimil- inu Höfðaborg á Hofsósi. Á efhisskrá kórsins eru íslensk og erlend tónverk, meðal annars eftir G.F.Handel, W.A.Mozart, John Höybye, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Þorkel Sigurbjömsson, Atla Heimi Sveinsson auk ma- drigala og þjóðlaga. Skemmtanir Á þessari vorönn er kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 81 nemanda á aldrinum 16-20 ára og stjómandi hans er Þorgerður Ingólfsdóttir. Hún er stofnandi kórsins og upphafsmað- ur kórstarfsins í Hamrahlíð en hún stjómar einnig Hamrahliðar- kórnum sem skipaður er eldri nemendum. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð er á tónleikaferð á Norðvesturlandi. Á morgun, sunnudag, verður óss og í Blönduósskirkju klukkan kór Menntaskólans við Hamrahlíð 14.00. með tónleika í sjúkrahúsi Blöndu- " ii>iii n>níii«iiini innuimiianiit*iiiii Myndgátan Lausn á gátu nr. 1489: Útitekinn /HÓO -e ypoK Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði ✓ " ♦ • • yss , / HL3ÓO svo \ \ ftAf/Vt okku*. / _ * y Woody eða Viddi eins og hann heitir í íslensku útgáfunni, lendir í miklum ævintýrum. Toy Story Sambíóin sýna myndina Toy | Story frá Walt Disney. Myndin er teiknimynd sem eingöngu var | unnin í tölvu með nýjustu tækni || og þykir hafa heppnast sérlega vel. Toy Story er með vinsælli kvikmyndum sem Walt Disney hefiu- látið gera. í Sam-bíóunum | er bæði hægt að sjá myndina með I íslensku og ensku tali og heyra | þannig muninn á Felix Bergssyni og Tom Hanks annars vegar og Magnúsi Jónssyni og Tim Allen hins vegar. Þá er ekki síður j skemmtilegt að bera saman | söngvarann Randy Newman sem syngur eigin lög í myndinni og | KK (Kristján Kristjánsson) sem syngur sömu lög með íslenskum texta. Kvikmyndir — Hugmyndin aö myndinni kom frá leikfangafyrirtækinu Pixar sem sérhæfir sig í tölvuleikjum. Það var árið 1991 að nokkrir snill- ingar innan fyrirtækisins fengu þá hugmynd að gera teiknimynd í fullri lengd sem eingöngu væri unnin á tölvur. Meðal þessara starfsmanna var John Lassiter ; sem síðar leikstýrði Toy Story, en | hann hafði áður unnið sem teikn- ari hjá Disney. Gengið Almennt gengi LÍ nr.73 12. apríl 1996 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollnenqi Dollar 66,660 67,000 66,630 Pund 100,810 101,320 101,200 Kan. dollar 49,130 49,440 48,890 Dönsk kr. 11,4950 11,5560 11,6250 Norsk kr. 10,2680 10,3240 10,3260 Sænsk kr. 9,9610 10,0160 9,9790 Fi. mark 14,2020 14,2850 14,3190 Fra. franki 13,0630 13,1370 13,1530 Belg. franki 2,1598 2,1728 2,1854 Sviss. franki 54,6400 54,9400 55,5700 Holl. gyllini 39,7000 39,9300 40,1300 Þýskt mark 44,3700 44,6000 44,8700 ít. líra 0,04241 0,04267 0,04226 Aust. sch. 6,3080 6,3470 6,3850 Port. escudo 0,4319 0,4345 0,4346 Spá. peseti 0,5305 0,5337 0,5340 Jap. yen 0,61390 0,61760 0,62540 írskt pund 104,170 104,810 104,310 SDR/t 96,38000 96,96000 97,15000 ECU/t 82,9700 83,4700 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Urslitakeppni í kvennahandbolta Annar leikur í úrslitakeppni kvennahandboltans á milli Hauka og Stjörnunnar fer fram í íþrótta- húsinu á Strandgötu í Hafnarfirði klukkan 16.00 í dag. Stjaman vann fyrsta leikinn næsta örugg- lega og nú er að sjá hvað Hauka- stúlkur gera á heimavelli. íþróttir Deildabikar í knattspyrnu Fjölmargir leikir fara fram -í deildabikarkeppni KSÍ 1 knatt- spyrnu í dag. Eftirtalin lið mætast í keppninni; KA-ÍBV, Sindri-Grótta, Reynir, S-Þór, A., BÍ-Selfoss, Valur-Völsungur, Dal- vík-FH, Höttur-Þróttur, R., Stjarnan-Skallagrimur, Þróttur, N.-Fylkir og KS- Leiknir, R.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.