Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996
Fréttir
Skoðanakönnun DV um fylgi flokkanna:
Sjálfstæðisflokkur upp
en Framsókn tapar fylgi
- enn bæta kratar við sig og Þjóðvaki mælist varla
Fylgi flokka
■ samkvæmt skoðanakönnun —
Skipan þingsæta
— samkvæmt skoöanakönnun —
30 30
Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt
á nýjan leik á meðan hinn stjórnar-
flokkurinn, Framsókn, tapar fylgi.
Enn bætir Alþýðuflokkurinn við sig
en Alþýðubandalag og Kvennalisti
hafa dalað. Fylgi Þjóðvaka mælist
varla sem fyrr. Þetta eru helstu nið-
urstöður skoðanakönnunar DV um
fylgi flokkanna sem gerð var síðast-
liðið þriðjudagskvöld.
Af þeim sem tóku afstöðu í könn-
uninni sögðust 12,7 prósent styðja
Alþýðuflokkinn, 22 prósent Fram-
sóknarflokkinn, 46,2 prósent Sjálf-
stæðisflokkinn, 14,6 prósent Alþýðu-
bandalagið, 1,4 prósent Þjóðvaka og
3,1 prósent Kvennalista. Önnur
stjórnmálaöfl komust ekki á blað.
Miðað við síðustu könnun DV í
byrjun mars hefur fylgi Alþýðu-
flokksins aukist um 1,7 prósentu-
stig, fylgi Framsóknarflokksins dal-
að um 3,2 prósentustig, fylgi Sjálf-
stæðisflokksins aukist um 5,4 pró-
sentustig, fylgi Alþýðubandalagsins
minnkað um 1,6 prósentustig, Þjóð-
vaki bætt við sig 0,6 prósentustigum
og Kvennalistinn tapað 2,1 pró-
sentustigi.
Úrtakið í skoðanakönnun DV var
600 manns, jafnt skipt á milli kynja
og búsetu, þ.e. landsbyggðar og höf-
uðborgarsvæðis. Spurt var: „Hvaða
lista mundir þú kjósa ef þingkosn-
ingar færu fram núna?“ Skekkju-
mörk i könnun sem þessari eru tvö
til þrjú prósentustig.
Af öllu úrtakinu reyndust 7,5 pró-
sent styðja Alþýðuflokkinn, 13 pró-
sent Framsóknarflokkinn, 27,3 pró-
sent Sjálfstæðisflokkinn, 8,7 prósent
Alþýðubandalagið, 0,8 prósent Þjóð-
vaka og 1,8 prósent Kvennalistann.
í könnuninni voru 37 prósent að-
spurðra óákveðin og 3,8 prósent
neituðu að gefa upp afstöðu sína.
Alls tóku því 59,2 prósent afstöðu í
skoðanakönnuninni sem er svipuð
þátttaka og í siðustu könnunum DV.
Sé þingsætum skipt á milli flokka
samkvæmt fylgishlutfalli í könnun-
inni fengi Alþýðuflokkur 8 þing-
menn, bætti við sig einum manni
frá kosningum og síðustu könnun.
Framsóknarflokkur fengi 14 menn
kjörna, tapaði tveimur frá síðustu
könnun og einum miðað við úrslit
kosninga í fyrra. Sjálfstæðisflokkur
fengi 30 þingsæti, bætti við sig 3 frá
marskönnuninni og 5 frá núverandi
þingmannafjölda. Alþýðubandalagið
mælist með svipað fylgi og í kosn-
ingum og fengi því jafnmarga þing-
menn, eða 9, en tapaði einu sæti frá
síðustu könnun DV. Enn mælist
Þjóðvaki varla í könnuninni og
fengi engan þingmann kjörinn en er
með fjóra á þingi í dag. Kvennalist-
inn fengi 2 þingmenn ef kosið yrði
nú, var með 3 í síðustu könnun líkt
og flokkurinn hefur á Alþingi.
Ef svör þátttakenda í könnuninni
eru skoðuð eftir búsetu vekur at-
hygli að stuðningur við Framsókn-
arflokkinn hefur minnkað verulega
á landsbyggðinni frá síðustu könn-
un í mars. Fylgisaukning Sjálfstæð-
isflokksins kemur einkum af höfuð-
borgarsvæðinu. -bjb
Stuttar fréttir
Heilbrigöur búskapur
Að mati OECD er þjóðarbú-
skapurinn á íslandi heilbrigður
og samkeppnisstaðan viðunandi,
samkvæmt fréttum RÚV.
Finnur á ársfundi
Á ársfundi Evrópubankans átti
Finnur Ingólfsson fundi með
sendinefndum Eystrasaltsríkja
og nokkurra annarra A-Evrópu-
ríkja um þátttöku íslenskra fyrir-
tækja í samstarfsverkefnum, s.s.
í matvælaframleiðslu, orkuiðn-
aði og hugbúnaðargerð. -bjb
Þorskaflinn 27,5% meiri í ár en á sama tíma 1995:
Smábátarnir hærri
en togaraflotinn
Afli smábáta í marsmánuði rúm-
lega tvöfaldaðist milli ára og fer úr
2.473 tonnum í fyrra í 5.515 tonn nú
og nemur aukningin 123,1%. Þetta er
í fyrsta sinn sem þorskafli smábáta
er meiri I einum mánuði en allur
Þú getur svarað þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já
m
Nei 2
,r i i i
FOLKSINS
904-1600
Á að leyfa sölu á áfengum
bjór í matvöruverslunum?
þorskafli togaraflotans.
Heildarþorskafli í nýliðnum mars-
mánuði er 27,8% meiri en hann var í
mars í fyrra og er þorskaflinn frá
áramótum 20,5% meiri en hann var
á sama tíma i fyrra. Þorskafli togar-
anna dregst hins vegar saman frá
því sem hann var í mars í fyrra um
15,3%. Hann var 5.181 tonn en er nú
4.391 tonn. Á hinn bóginn eykst
þorskafli bátaflotans úr 11.175 tonn-
um í fyrra í 14.156 tonn nú sem er
26,7% aukning.
Afli togaraflotans dróst saman í
marsmánuði um rúmlega 11% og
hefur minnkað frá áramótum miðað
við samá tíma í fyrra um 5,6%. Á
móti kemur að togararnir hafa tvö-
faldað rækjuafla sinn frá áramótum
miðað við sama tíma í fyrra. -SÁ
DV, Seyðisfirði:
Seyöisfjörður:
Fyrstu vorsíldinni landað
leitt smá og mjög átumikil og því
erfið til vinnslu. Fyrsti síldarfarm-
urinn I fyrravor barst hingað 7. maí
svo þetta er fyrr á ferðinni nú.
Gunnar verksmiðjustjóri býst við
meiri afla á næstunni því verk-
smiðjan í Fuglafirði í Færeyjum
hefur úr nógu að moða og einhver
löndunarbið er þar. -JJ
Færeyska nótaskipið Júpiter kom
með fyrsta síldarfarminn á vorver-
tiðinni 16. apríl til verksmiðju SR-
mjöls hér á Seyðisfirði. Aflinn
fékkst í síldarsmugunni, um 350 sjó-
mílur austur af landinu.
Síldin er nokkuð blönduð - yfir-
Stuttar fréttir
16 í Jafnréttió
Sextán umsóknir bárust um
stöðu jafnréttisfulltrúa Reykja-
víkurborgar. Þar af sóttu 14 kon-
ur um, samkvæmt Tímanum.
KEA kaupir
Kaupfélag Eyfirðinga, KEA,
hefur keypt fjórðungshlut í sjáv-
arútvegsfyrirtækinu Búlands-
tindi á Stöðvarfirði. Samkvæmt
Stöð 2 er kaupverð 30 mjlljónir.
Ósk um rigningu
Hagstætt veðurfar í vetur var
óhagstætt fyrir hálendisgróður-
inn. Samkvæmt Tlmanum vill
landgræðslustjóri rigningu í maí
næstkomandi.
Salmonella könnuð
Rannsókn er hafin á salmon-
ellu í sauðfé á 50 sauðfjárbúum á
Suður- og Vesturlandi. Sam-
kvæmt RÚV er tilgangurinn að
finna út smitleiðir og uppruna
salmonellusmits.
Kýrnar út í vorið
Bændur eru byrjaðir að leysa
kýrnar út, I fyrsta sinn á þessu
vori. Samkvæmt RÚV er þetta
gert undir Eyjafjöllum. -bjb