Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 5 20% afsláttur af öllum Tefal vorum m.a. malvinnsluvélar, brauSristar, kaffivélar grill, eldhús -og baðvogir ofl. ofl SAMLOKUGRILL mosverð Afsláttur af öllum Indesit og Tefal vörum í verslun okkar í 10 daga! ZWILUNG J.A. HENCELS Hnífar Emile Henry leirvörur Fréttir STRAU JÁRN Jón Guðlaugsson langhlaupari greip til „örþrifaráðs“ gegn grjótkasti: Hengdi upp gardínur að utan til að verja húsið - allt sjóðvitlaust og fólk lét illa og kærði mig, segir Jón Vásterás-borg stefnir ís- lenska ríkinu - neitar að greiða fyrir nám flugvirkjanema Vasterás-borg stefndi í síðustu viku íslenska ríkinu fyrir héraðs- dóm borgarinnar. Borgin vill fá greiddar 3,5 milljónir sænskra króna eða 35 milljónir íslenskra, ásamt vöxtum frá því í júlí 1992 fyr- ir nám íslenskra flugvirkjanema í Hásslöframhaldsskólanum sem er í Vásterás. „Ég hef ekki fengið þetta staðfest. Málin standa þannig að þau eru í viðræðum milli menntamálaráðu- • neyta landanna," sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra en menntamálaráðuneyti Islands hefur neitað að verða við kröfum skólans í Vasterás. „Það fór embættismaður héðan fyrir nokkrum vikum og ræddi við menntamálaráðuneytið í Svíþjóð. Það er í bígerð að efna til fleiri funda. Ef þeir í'Vásterás kjósa að sækja málið fyrir dómstólum er það þeirra ákvörðunaratriði. Að okkar mati er alveg ljóst að um óréttmæta kröfu er að ræða,“ lýsti mennta- málaráðherra yfir. Skólinn í Vásterás tók fyrst við íslendingum 1991 til 1992. Síðan hafa rúmlega 40 íslendingar verið þar við nám. Núna eru 15 íslending- ar í skólanum og af þeim hófu 9 nám síðastliðið haust. í stefnu Vásterás-borgar er sagt frá bakgrunni málsins. Greint er frá samningi, sem gerður var milli Norðurlanda 1971, þar sem kveðið er á um að ekki verði krafist greiðslu fyrir nám á framhalds- skólastigi. Var samningurinn gerð- ur til að auka möguleika fyrir námsmenn til að afla sér menntun- ar í öðru norrænu landi. í mars 1992 var bætt við samninginn ákvæði þar sem segir að ekki verði krafist greiðslu fyrir nám sem sé í sam- ræmi við lög um framhaldsskóla- nám. í stefnunni segir að 1991 hafi ver- ið gert samkomulag um nám ís- lenskra flugvirkjanema í Vásterás milli íslands og borgarinnar. Um hafi verið að ræða flugvirkjanám með viss réttindi. í desember 1992 hafi einnig verið samið milli borg- arinnar og íslands um flugvirkja- nám með enn meiri réttindi. Vásterás-borg lítur svo á að nám- ið, sem leiðir til meiri réttinda, sé dýrara en venjulegt framhaldsskóla- nám og að samkvæmt samkomulag- inu frá 1992 eigi íslenska ríkið að greiða mismuninn. í mars 1994 hafnaöi sænska stjórnin beiðni Vásterás um fulla greiðslu fyrir nám Islendinganna. í júlí í fyrra sendi sænska ríkið Bimi Bjama- syni bréf þar sem lagt er til að ís- lenska ríkið borgi Vásterás fyrir námsárið 1995 til 1996 það sem sveit- arfélagið þarf að greiða um fram þær bætur sem það fær frá sænska ríkinu. Þar sem skuldin hafði ekki verið greidd 1. mars í ár ákvað Vásterás að stefha íslenska ríkinu. „Við höfum gert ráðstafanir til að upplýsa nemendur hér í Iðnskólan- um um að við teljum óforsvaranlegt að halda þessu áfram á þessum for- sendum. Þeir verða að leita annað," sagði Björn Bjarnason. -IBS rt_ BRÆÐURNIR mommsm Lágmúla 8 • Sími 553 8820 „Þetta var örþrifaráð. Krakkarnir hafa verið að brjóta rúður og ég er að fara að keppa í viðavangshlaupi fyrir sunnan á sumardaginn fyrsta. Ég hengdi gardínurnar því upp tfl að verja húsið mitt á meðan,“ sagði Jón Guðlaugsson, íbúi í Hafnar- stræti 23 á Akureyri, í samtali við DV aðspurður hvers vegna hann hefði hengt hansagardínur utan á Qóra glugga á heimili sínu í vik- unni. Nágrannar mótmæltu framferði Jón Guðlaugsson hengdi gardínur utan á hús sitt til að verja það fyrir grjótkasti á meðan hann keppti í víðavangshlaupi fyrir sunnan á sumardag- inn fyrsta. Gardínurnar hafa nú verið fjarlægðar. DV-mynd SH Jóns og kom lögreglan á staðinn á sunnudagskvöldið. Varðstjóri hjá lögreglunni sagði að þeir sem vfldu kvarta ættu að leita til byggingaryf- irvalda vegna málsins - þetta væri ekki lögreglumál. Jón tók hins veg- ar gardínurnar niður á mánudags- kvöld. „Það varð allt sjóðvitlaust út af þessu, fólk lét svo illa og kærði mig,“ sagði Jón. „Það var ekki nokkur leið að hafa gardínurnar lengur. Fólk kann ekki að meta þetta. Er fólkið orðið svona við- kvæmt? Ég held að hvergi annars staðar séu sett upp svona listaverk.“ Jón, sem varð sjötugur 3. aprO, sagðist hafa keppt í víðavangshlaup- um í 40 ár. „Ég hljóp 30 kOómetra í einum spretti í gær. Ég veit ekki hvað það er að vera gamall. En það er ekkert að marka því ég hef afltaf farið svo vel með heOsuna," sagði Jón Guðlaugsson. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.