Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Side 9
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 9 Útlönd Breskir fjölmiölar réðust á Fergie í kjölfar skilnaöarfréttanna: Drottningin hjó Fergie og fariö hefur fé betra Sarah Ferguson eða Fergie fékk afar óblíða meðferð hjá breskum dagblöðum í kjölfar frétta um að hún og eiginmaður hennar til 10 ára, Andrés prins, ætluðu að fara í gegnum lögskilnað með hraði. Óvægin viðbrögð í hennar garð komu ekki einungis úr herbúðum herskárra dagblaða heldur einnig dagblaða sem þykja hafa á sér meiri virðingarstimpil. „Drottningin skar Fergie og farið hefur fé betra,“ sagði Daily Mirror. „Hneyksli hefur umlukið Fergie frá því hún kom inn í konungsfjölskyld- una. Skilnaður hennar við hertogann af York eru bestu fréttir sem Elísabet drottning hefur fengið í langan tima,“ sagði blaðið. Og The Sun bætti um betur og fullyrti stórum stöfum: „Hertogaynja skammarinnar". The Daily Telegraph sagði Fergie ekki alslæma í leiðara sínum en við- urkenndi að skilnaðurinn hefði ver- ið óumflýjanlegur. Og blaðið tekur undir það almenna mat Breta að farið hefði fé betra. Flestir Bretar telja að Fergie eigi ekki betra skilið þar sem hún hafi lifað um efni fram og hagað sér illa á kostnað skattborgaranna. Hrap Fergie í metorðastiganum þykir gríðarlegt en þar sem hún missir tit- ilinn Yðar konunglega hátign fær hún ekki lengur þá sérþjónustu sem hún var orðin vön hjá flugfélögum og hótelum um víða veröld. Þá þyk- ir hún sleppa sæmUega með 200 milljóna króna eingreiðslu enda í mun verri samningsaðstöðu en Díana, sem þó er móðir arftaka krúnunnar á eftir Karli. Meginhluti greiðslunnar tU Fergiear verður lagður inn á sjóð merktan dætrum hennar og hluti fer til greiðslu him- inhárra lúxusskulda um allar jarð- ir. Útgefendur bíða í röðum eftir að gefa út sögu Fergiear af lífinu innan konungsfjölskyldunanr og getur hagur hennar vænkast við það. En heimildir telja peningagreiðslu henni tU handa þó háða því skilyrði að hún gefi ekki neitt út á prenti eða láti hafa eftir sér sem valdið geti hneyksli og óþægindum fyrir konungsf ölsky lduna. En í öllum látunum hafa augu al- mennings ekki síst beinst að dætr- um Fergiear og Andrésar, Eugine og Beatrice, 7 og 6 ára. Fjallað er um Tina Babcock faðmar hér stóran bangsa sem hún tók með sér tii minningarathafnar um þá sem létust þegar stjórn- sýsluhúsið í Oklahómaborg varð fyrir gífurlegri sprengingu. Á morgun verður liðið nákvæmlega eitt ár frá spreng- ingunni og verður hennar minnst með ýmsum hætti. Símamynd Reuter Dómurinn fallinn yfir Menendez-bræörunum: Dæmdir í lífstíðarfangelsi án mögulegrar reynsulausnar Bræðurnir Erik og Lyle Menendez, sem voru nýlega fundnir sekir um að hafa myrt vellauðuga foreldra sína með haglabyssu, sluppu með skrekkinn í gær þegar kviðdómur mælti með því að þeir skyldu dæmdir í ævilangt fangelsi án þess að eiga kost á reynslulausn. Bræðurnir áttu yfir höfði sér dauða- refsingu. Það mátti heyra feginsandvarp frá bræðrunum þegar formaður kviðdómsins las upp úrskurðinn, þeir brostu breitt og fóðmuðu lög- fræðinga sína að sér. Stanley Weisberg dómari mun formlega ákvarða refsinguna 2. júlí næstkomandi og þá er fastlega búist við að verjendur bræðranna muni fara fram á að ný réttarhöld verði haldin yfir þeim. Lögfræðingur Lyles, Charles Gessler, var kominn að því að tárast þegar úrskurðurinn var lesinn úpp. Á eftir sagði hann: „Lyle er létt af því að hann vill lifa en það er ekk- ert tilhlökkunarefni að lifa án þess að eiga kost á reynslulausn," sagði hann. Það tók kviðdóminn, sem í voru átta karlar og fjórar konur, tvo og hálfan dag að komast að niðurstöðu sinni. Lyle Menendez, sem er 28 ára, og Erik, 25 ára, voru fundnir sekir um morð að yfirlögðu ráði af sama kvið- dómi í síðasta mánuði. Bræðurnir viðurkenndu að hafa drepið foreldra sína, Jose og Kitty Menendez, á heimili þeirra ■ í Bevérly Hills árið 1989 en sögðust hafa gert það vegna áralangrar kyn- ferðislegrar og andlegrar misnotk- unar. Þetta var annað réttarhaldið yfir bræðrunum. Hið fyrra var dæmt ógilt þar sem kviðdómendur gátu ekki komið sér saman um hvort bræðurnir væru sekir eða saklaus- ir. Reuter að nú þurfi þær að ganga í gegnum sömu hörmungar og frændur þeirra, synir Karls og Díönu, þeir Vilhjálmur og Harry, - og reyndar eins og þúsundir skilnaðarbarna í Bretlandi. Þær munu búa hjá móð- ur sinni enda er Andrés í fullu starfi sem þyrluflugmaður hjá breska sjóhernum og sjaldan verið heima allt hjónabandið. Það þýðir að þær munu sjá lítið af ömmu sinni, drottningunni. Þykir rótleysi hafa einkennt stúlkurnar en Fergie varð að leigja hús eftir að hún og Andrés skildu að borði og sæng. Hafa þær þótt óþekkar og vitað til að þær hafi hent munnþurrkum og öðru laus- legu í gesti á veitingahúsum. Reuter Nýjar eldflaugaárás- ir á ísrael í morgun Ekkert lát er á átökum milli Hizbollah-skæruliða í Líbanon og ísraelskra hersveita og í morgun var flugskeytum enn á ný skotið frá Líbanon inn í norðurhluta ísraels. Átökin hafa nú staðið í rúma viku. Nokkrar flaugar lentu i austur- og vesturhluta Galíleu. Einhverj- ar skemmdir urðu á mannabú- stöðum en enginn særðist, að því er talskona ísraelska hersins sagði. Frakkar og Bandaríkjamenn hafa reynt að miðla málum í átökum skæruliða og Israels- manna en virðist hafa orðið lítt ágengt. Skæruliðar hafa hafnað tillögum Bandaríkjamanna og segjast staðráðnir í að berjast áfram en ísraelsmenn virðast hafa hafnað tillögum Frakka. Utanrikisráðherrar arabaríkja, sem hittust í Kaíró í gær, for- dæmdu árásir ísraelsmanna á Lí- banon og sögðu andspyrnu skæruliða í suðurhluta Líbanons réttmæta. Reuter Verkamanna- flokkurinn eykur enn forustuna Tony Blair og Verka- mannaflokkur hans á Bret- landi hafa enn aukiö forustu sina á íhalds- flokk Johns Majors forsæt- isráðherra og njóta nú stuðning 50 prósenta kjósenda, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun sem birtist í blaðinu Guardian. íhaldsflokkurinn hefur stuðn- ing aðeins 29 prósenta kjósenda. Fj'rir mánuði var stuðningurinn við Verkamannaflokkinn 45 pró- sent en 31 prósent við íhalds- flokkinn. Að sögn blaðsins er þetta í fyrsta skipti sem Verkamanna- flokkurinn fær stuðning helm- ings kjósenda í könnun. Fylgi Frjálslyndra demókrata fór í 17 prósent úr 20 prósentum. Kúbversks leik- stjóra minnst hlýlega heima Kúbverski leikstjórinn Tomas Gutierrez Alea, sem lést á þriðju- dag, var jarðsettur í gær og við það tækifæri var hans minnst hlýlega af menningarforkólfum Kúbu. Gutierrez Alea var 67 ára þegar hann lést og banamein hans var krabbamein. Gutierrez Alea var þekktasti kvikmyndaleikstjóri Kúbu og á tæplega 40 ára löngum ferli sín- um gerði hann margar eftir- minnilegar myndir. Ein þeirra, Jarðarber og súkkulaði, var ný- lega sýnd í kvikmyndahúsum í Reykjavík. Reuter DANMORK Verð frá kr. hvora leið með fiug- vallaskatti 9.900 Sala: Wihlborg Rejser, Danmörk s. 00-45-3888-4214 Fax 00-45-3888 4215 iMáffliminœ! Nú er að koma sumar , og rétti tíminn til að kaupa húsgögn fyrir sumarhúsið. í Húsgagnahöllinni fæst mikið og skemmtilegt úrval af furuhúsgögnum í Ijósri | eða lútaðri furu á góðu verði Sófar, skápar og skenkar, sófaborð, borð og stólar, rúm og dýnur ofl. ofl. Leitaðu ekki langt yfir skammt og komdu til okkar. HÚSGAGNAHÖLLIN Bildshöfdi 20-112 Rvik - S:587 1199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.