Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Page 13
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 13 Fíkniefnasirkusinn Kjallarinn Marjatta ísberg kennari að sjá tilganginn með náminu. En ef skólamenntun er ekki í háveg- um höfð í nánasta umhverfi þess væri það í hæsta máta óeðlilegt ef barnið sæktist eftir henni. í slíku tilfelli er kennarinn í vanda stadd- ur. Ekki einu sinni afburðakenn- ari getur fengið ófúsan nemanda til að læra. Það er e.t.v. hægt að þvinga hann til að sitja í skólastofu en ekki til að læra. Hér á höfuðborg- arsvæðinu er því aftur á móti oft hrósað hversu vel ákveðnir skólar standa sig. Enginn virðist þó þora að segja upphátt að um mismun- andi hráefni geti verið að ræða frekar en að starfsmenn með- höndli það mismunandi vel. í tilteknum skóla, sem sýnir stöðugt háar einkunnir, er til dæmis mikill hluti foreldra barn- anna langskólagenginn. Það er eðlilegt að slíkir foreldrar fylgist með námi barna sinna, hjálpi þeim og hvetji. Og slíkum börnum finnst líka eðlilegt að vinna til að fá háar einkunnir. Börnin taka foreldra sína oftast til fyrirmynd- ar. Nokkurn veginn það sama gild- ir um einkaskóla. Kennari við slíkan skóla sagði einu sinni: „Nemendur okkar eru ekki betur gefnir en annars staðar en ein- kunnir þeirra eru betri vegna þess að hér eru eingöngu börn sem hugsað er um.“ Marjatta ísberg „En þó að greind barnsins og hæfileikar þess, auk kennslunnar, hafi töluvert að segja um námsframvinduna þá er það einnig nánasta umhverfi barnsins, heimil- ið og félagsleg aðstaða þess sem ræður miklu. Hvaö segja einkunnir um gæði kennslunnar? Oft gerist það á vorin að fjöl- miðlar og almenningur tala um ár- angur nemenda í mismunandi skólum. Þá eru gjarnan teknar einkunnir í samræmdu prófunum og þær bornar saman. Sumir skólar eða jafnvel land- svæði virðast beinlínis skera sig úr, annaðhvort með sérstaklega slakan árangur eða með toppein- kunnum. Svo röðum við skólun- um í flokka eftir gæðum, án þess að hugsa mikið um það sem felst í því að vera „góður skóli“. Eða hvort markmiðið að sýna háar einkunnir eigi yfirleitt að vera að- alsmerki góðs skóla. Umhverfið skiptir máli í huga okkar flestra eru góðar einkunnir grunnskólabarna vitn- isburður um hæfni kennara , þeirra. Og óneitanlega hefur kenn- arinn og kennsluhættir hans mik- il áhrif á börnin. En í þessari um- ræðu vill gjarnan gleymast að kennarar fá ekki einhverja staðl- aða einstaklinga upp í hendurnar. „Hráefnið" getur verið mismun- andi á mismunandi stöðum, hvort sem við viljum viðurkenna það eða ekki. Einn kunnur skólamað- ur einfaldaði málið með því að segja: „Það er ekki hægt að setja 20 tonn í 12 tonna bát.“ En þó að greind barnsins og hæfileikar þess, auk kennslunnar, hafi töluvert að segja um náms- framvinduna þá er það einnig nán- asta umhverfi barnsins, heimilið og félagsleg aðstaða þess sem ræð- ur miklu. Það er alkunna hér á landi að í verstöðvum var oft á tíð- um erfitt að hvetja börn til að læra. Og til hvers hefði barnið þá átt að læra? Það hafði séð að menntamenn staðarins voru oft á mun lægri launum en þeir sem luku bara skyldunámi og fóru svo að vinna. Foreldrar eru fyrirmyndir Til að barnið læri vel þarf það Það er e.t.v. hægt að þvinga ófúsan nemanda til að sitja í skólastofu en ekki til að læra, segir m.a. í greininni. Á íslandi hefur vitræn umræða um ávana- og fikniefni átt erfitt uppdráttar. Umfjöllun um fikni- efnamál hefur einkennst af upp- hrópunum og tímabundnu óðagoti einstakra félagasamtaka er vilja nota ótta almennings við fikniefni sér til framdráttar og í fjáröflunar- skyni. Fjölmiðlar, einkum dagblöð og tímarit, hafa sömuleiðis alið á vandlætingu og hneykslunargirni í garð ólöglegra vímugjafa og neyt- enda þeirra, enda æsifréttir hent- ug leið til að auka söluna. Enginn munur hefur verið gerð- ur á mismunandi tegundum ólög- mætra fikniefna. Öll eru þau flokkuð sem „eiturlyf ‘ og neytend- ur þeirra úthrópaðir sem „eitur- lyfjaneytendur". Sjálft orðið „eit- urlyf‘, sem á sér enga samsvörun í öðrum tungumálum svo mér sé kunnugt um, sýnir í hnotskurn flónskuna sem ríkir í þessum mál- um hér á landi. Fyrri hlutinn „eit- ur“ stendur fyrir það sem deyðir en seinni hlutinn „lyf‘ það sem læknar eða líknar. Hugtakið „eit- urlyf‘ felur því í sér ósættanlega mótsögn enda orðskrípi sem þjón- ar engum tilgangi öðrum en að gera lítið úr þeim sem kjósa að neyta ólöglegra vímuefna. Fíkniefnasala ríkisins Sölumenn og innflutningsaðilar kannabisefna eru ósjaldan kallað- ir „sölumenn dauðans", þó öllum sem kynna sér þessi mál ætti að vera kunnugt að kannabis, ólíkt t.d. tóbaki og áfengi, veldur ekki banvænum eitrunum hjá mönn- Kjallarinn Guðmundur S. Jónasson rithöfundur um. Hófleg neysla kannabisefna er ekki talin heilsuspillandi. Kanna- bis er ekki líkamlega ávanabind- andi, þolmyndun er lítil sem engin og fráhvarfseinkenni gera ekki vart við sig þó neyslu sé hætt. Andleg fikn getur að vísu myndast í verkun kannabisefna. Þótt sumir einstaklingar verði tilfinningalega háðir nautnum ví- munnar veldur hófleg neysla ekki heilsuvanda eða þjóðfélagslegum skaða. Um þetta eru vísindamenn sammála. Það hlýtur því að teljast dæmalaus skinhelgi hjá íslenskum stjórnvöldum, að sekta og fangelsa fólk fyrir neyslu og innflutning á kannabisefnum, á sama tíma og þau halda dauðahaldi í einkasölu áfengis og tóbaks - sölu á fikniefn- um sem valda mun meira heilsutjóni og félagslegum skaða. Hræðsluáróður Fræðsluefni í forvarnarstarfi inniheldur nær undantekningar- laust rangfærslur um ólögleg fikniefni, enda virðist tUgangur- inn vera fyrst og fremst sá að reka aróður fynr akveðnum sjónarmið- um, fremur en að upplýsa fólk um verkun og afleiðingar fikniefna- notkunar. Þannig hefur því verið haldiö fram að þeir sem neyti kannabis ánetjist öörum „ennþá“ hættulegri vímugjöfum, svo sem kókaíni eða heróíni. Þessi stað- hæfing er algjör firra og styðst ekki við neinar vísindalegar rann- sóknir. Engar lyfjafræðilegar og félags- fræðUegar rannsóknir, hvorki fyrr né síðar, hafa sýnt fram á að neysla kannabis leiði til notkunar sterkari efna. í þessu sambandi verður jafnframt að gera skil á fé- lagslegri notkun, þar sem neysl- unni er stillt í hóf, og ávananotk- un sem felur í sér reglubundna neyslu efnisins. Fíklar og hömlu- leysið sem einkennir neyslu þeirra gefa ekki rétta mynd af öll- um þeim sem neyta ólöglegra fikniefna. Ekki fremur en neysla áfengissjúklinga gefur rétta mynd af öUum þeim sem hafa vín um hönd. Af sama meiði er sú stefna að ýkja vandann. Gífuryrði á borð við „þjóðarböl" og „eiturlyfjafar- aldur“ eru tU þess eins að slá ryki í augu fólks og beina athyglinni frá aðkallandi vanda íslensks sam- félags, svo sem vaxandi misskipt- ingu auðs, landflótta og atvinnu- leysi. í umræðu um fikniefnamál verður að taka mið af traustum, vísindalegum heimildum. Siðferðilegt mat, sleggjudómar eða óskhyggja á ekki heima í um- fjöllun um jafn vandmeðfarin mál. Þegar til lengra tíma er litið geta misvísandi upplýsingar gert meira ógagn en gagn, jafnvel þótt mark- miðið sé að hræða fólk frá því að prófa ólögleg fíkniefni. Guðmundur S. Jónasson „Gífuryrði á borð við „þjóðarböl“ og „eit- urlyfjafaraldur“ eru til þess eins að slá ryki i augu fólks og beina athyglinni frá aðkallandi vanda íslensks samfélags.“ Með og á móti Kvóti ekki aukinn á yfir- standandi fiskveiðiári Rétt ákvörðun „Á liðnu vori sam- þykkti ríkis- stjórnin svo- kallaða afla- reglu, sem kveður á um að veiða skuli úr þorskstofn- inum ár hvert 25% af meðal- maður Vélstjórafé- veiðistofni yf- la9S lslands- irstandandi árs, þó aldrei minna en 155 þúsund lestir. Þegar aflahámark- ið fyrir yfirstandandi ár var ákveðið hefði 25% reglan gefið um 140 þúsund tonna afla en vegna lágmarksákvæðisins var aflinn ákveðinn 155 þúsund tonn. Þær niðurstöður Hafrann- sóknarstofnunar sem nú liggja fyrir benda til þess að stærð veiðistofnsins sé nálægt þeim mörkum sem gefa aflaheimild, samkvæmt 25% reglunni upp á 155 þúsund lestir. Þess vegna er ekkert að finna í þeim gögnum sem nú liggja fyrir sem réttlætir það að auka við veiðiheimildir í þorski á yfirstandandi ári, og því var ákvörðun sjávarútvegsráð- herra í málinu hárrétt við ríkj- andi aðstæður. Þeir sem tala um það að við þessar aðstæður hefði ráðherra átt að auka við þorskaflann eru í reynd að segja tvennt. Fyrir það fyrsta átti ráðherrann að. taka ákvörðun sem gekk I berhögg við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í maí á liðnu vori, sem ég tæpast trúi að nokkur ætli hon- um. í annan stað átti hann að taka ákvörðun sem gekk þvert á niðurstöður okkar færustu sér- fræðinga á þessu sviði, en þess í stað að taka tillit til skoðana fiskifræðilegra skottulækna sem stundað hafa óábyrg yfirboð um afla á íslandsmiðum svo lengi sem ég man.“ Guðjón A. Krlstj- ánsson, formaður Farmanna- og fiski- mannasambands íslands. Sorgleg mistök „Ég tel að ákvörðun sjáv- arútvegsráð- herra sé röng þar sem flot- ann vantar auknar þorsk- veiðiheimildir sem meðafla á þessu fisk- veiðiári. Hvergi er hægt að finna því stað með rök- um að þorsk- stofninum væri hætta búin þó veiðar væru auknar nú. Tuttugu þúsund tonn veidd í apríl til ágúst auðvelda veiðar á tegundum sem nægur kvóti er af og bæta umgengni og auka at- vinnu. Hvaða líffræðirök liggja til þess að veiða megi t.d. 50 þúsund tonn í viðbót frá 1. september en ekki hluta af því magni 100 dög- um fyrr? Niðurstaða ráðherra eru sorgleg mistök og valda skaða þorskstofnsins. Hátt leigu- verð þorskkvóta er algjört rugl, framsalskerfi aflaheimilda á að leggja af nú þegar, það skaðar mjög umgengni og nýtingu þorskstofnsins og veldur því að valið er úr þorskaflanum.“ -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.