Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Qupperneq 15
14
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996
FIMMTUDAGUR 18. APRIL 1996
27
Iþróttir
Sameiningarmál Þórs og Týs í Eyjum:
Þungavigtarmenn
bjóða fram stjórn
- verður sameining að veruleika 29. apríl?
DV, Eyjum:
Málefni íþróttahreyf-
ingarinnar í Vestmanna-
eyjum hafa verið í
brennidepli af og til und-
anfarin misseri. Skulda-
baggi hreyfingarinnar er
mikill og sérstaklega
þrengir að knattspyrnu-
félaginu Tý.
Þrátt fyrir ýmsar til-
lögur um uppstokkun í
íþróttahreyfmgunni hafa
þær ekki náð í gegn.
Bæjarsjóður gerði síðast
tilraun í haust til að
koma að þessu máli en
án árangurs.
Undanfarnar vikur
hafa ýmsir áhrifamiklir
aðilar í bænum, þar á
meðal aðilar frá stærstu
styrktaraðilum í bænum
eins og Vinnslustöðinni
og Ishúsfélaginu, verið
að móta og smíða tillög-
ur um endurskipulagn-
ingu á málefnum íþrótta-
hreyfingarinnar í Vest-
mannaeyjum Hafa tillög-
urnar verið sendar
stjórnum Týs og Þórs og
öllum ráðum og aðildar-
félögum og aðalstjórn
ÍBV til kynningar.
Óskað hefur verið eftir
að þessir aðilar gefi svar
íyrir 29. apríl nk. og
svari því hvort þeir sam-
þykki tillögur hópsins
eða ekki.
„Eina raunhæfa
leiðin"
„Það er álit undirrit-
aðra að hér sé um einu
raunhæfu leiðina að
ræða til þess að íþrótta-
hreyfingin og íþróttirnar
hér í Eyjum geti dafnað í
framtíðinni. Er erindi
þetta lagt fram til af-
greiðslu hjá íþróttahreyf-
ingunni Það er mat und-
irritaðra að það geti ver-
ið erfiðara í framtíðinni
að fá íjármagn frá fyrir-
tækjum ef ofangreind
skipulagsbreyting nær
ekki fram að ganga,“ seg-
ir meðal annars í bréfi
þessa hóps til íþrótta-
hreyfingarinnar í Eyj-
um.
í bréfinu er það meðal
annars lagt til að knatt-
spymufélögin Þór og Týr
verði lögð niður og stofn-
uð verði sérstök félög um
knattspyrnu, handknatt-
leik og sund. Önnur félög
verði óbreytt.
Þá er sagt í bréfinu að
búningsklefar vegna Há-
steinsvallar verði í kjall-
ara Týsheimilisins, sem
eftir breytinguna ásamt
Þórsheimili verði stjórn-
stöðvar íþróttahreyfing-
arinnar og beri nafnið
ÍBV-heimilið.
Loks segir í bréfinu:
„Skuldir knattspyrnufé-
lagsins Týs og Þórs fylgi
mannvirkjunum eftir til
ÍBV og verður það verk
stjórnar ÍBV að koma
fjármálunum í lag.“
Þungavigtarmenn
Eftirtaldir aðilar í Eyj-
um eru tilbúnir að taka
að sér og skipa stjórn
ÍBV til að takast á við
þau verkefni sem fram
undan eru:
Guðmundur Þ.B.
Ólafsson, formaður, Sig-
hvatur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar, varafor-
maður, Magnús Jónas-
son, framkvæmdastjóri
Herjólfs hf., ritari, Sig-
urður Einarsson, for-
stjóri ísfélagsins, gjald-
keri, Arnar Sigurmunds-
son, formaður Spari-
sjóðsins og formaður
Samtaka fiskvinnslu-
stöðva, og Ómar Garð-
arsson ritstjóri og fyrr-
verandi formður ÍBV,
meðstjórnendur.
Mikill áhugi er fyrir
sameiningu Þórs og Týs
í Eyjum og íjölmargir
hafa skrifað undir
stuðningsyfirlýsingu
vegna þessa máls og þar
má nefna leikmenn
meistaraflokkanna.
-ÞoGu
Ajax ver titilinn gegn Juventus
Það verða Juventus og Ajax sem leika til úrslita í
meistarakeppni Evrópu í knattspyrnu.
Ajax lék gegn Panathinaikos frá Grikklandi í gær-
kvöldi og sigraði 0-3 og samanlagt 1-3.
Juventus fór til Frakklands og lék þar síðari leikinn
gegn Nantes. Juventus tapaði 3-2 en vann samanlagt
4-3.
-SK
Enski boltinn:
Slagurinn
heldur áfram
Newcastle og Manchester
United unnu bæði leiki sína í
ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gærkvöldi og staðan í
toppslag liðanna tveggja er því
óbreytt.
United heldur enn efsta sæt-
inu eftir 1-0 sigur gegn Leeds.
Markverði Leeds var vikið af-
veili eftir aðeins 17 mínútur og
enginn varamarkvörður á
bekknum. S-Afríkumaðurinn
Lucas Radebe, sem hóf ferilinn
sem markvörður, kom inn á sem
varamaður og fór í markið.
Hann réð ekki við gott skot Roy
Keane á 72. mínútu sem tryggði
United dýrmæt stig.
Robert Lee skoraöi sigurmark
Newcastle gegn Southampton
eftir 10 mínútur. Lee er tábrot-
inn, hefur leikið þannig í þrem-
ur síðustu leikjum, og Les
Ferdinand lék einnig meiddur.
Úrslit í öðrum leikjum:
Aston Villa-West Ham.1-1
Robert Lee skorar sigurmark Newcastle í gærkvöldi. Símamynd Reuter
Mikill knattspyrnuáhugi í Los Angeles:
Tæp 80 þúsund
mættu á völlinn
Blackbum-Wimbledon.........3-2
Nott. Forest-Coventry.......0-0
Sheff. Wed.-Chelsea.........0-0
Alan Shearer skoraöi 2 mörk
fyrir Blackburn og fer nú í upp-
skurð. Hann missir af síðustu
leikjum timabilsins.
Staða efstu og neðstu liða:
Man. Utd 36 23 7 6 65-35 76
Newcastle 35 23 4 8 63-35 73
S.hampton 36 8 10 18 33-52 34
Coventry 36 7 13 16 40-60 34
Man. City 36 8 10 18 30-56 34
QPR 36 8 6 22 35-54 30
Bolton 36 8 5 23 38-68 29
-SK
Það mættu hvorki fleiri né færri
en 79 þúsund áhorfendur á leik Los
Angeles Galaxy og New York Metro-
stars í nýju bandarisku atvinnu-
deildinni í knattspyrnu í vikunni.
Leikurinn fór fram á Rose Bowl
leikvanginum í Los Angeles og
heimamenn náðu að sigra, 2-1.
Áhuginn fyrir þessum fyrsta leik
í Los Angeles kom verulega á óvart
en vonast hafði verið eftir því að fá
um 30 þúsund manns á leikinn.
Mikill knattspyrnuáhugi er í borg-
inni og má rekja það til þess að fjöl-
margir íbúanna eru af mexíkósku
bergi brotnir.
Bandaríski landsliðsmaðurinn og
fyrrum leikmaður Coventry, Cobi
Jones, skoraði fyrra mark Los Ang-
eles í leiknum.
Leikari í liði Los Angeles
Annar leikmaður með heimalið-
inu vakti þó meiri athygli. Hann
heitir Andrew Shue og er þekktur
fyrir leik sinn í sápuóperunni „Mel-
rose Place“. Hann er kominn í leik-
mannahóp Los Angeles og fékk að
spreyta sig síðustu 20 mínúturnar.
Shue, sem var öflugur knattspyrnu-
maður á skólaárum sínum og lék
einnig í innanhússdeild í Bandaríkj-
unum og í 1. deildinni í Zimbabwe,
stóð sig nægilega vel til að halda
sæti sínu í 16 manna hópnum fyrir
næsta leik. -VS
United að leita
Manchester United er að leita
að varnarmanni sem gæti leyst
Steve Bruce af hólmi. Mörgum
þykir hann orðinn slappur og
þungur og tími kominn að finna
mann í hans stað.
Hinn ungi Michael Duberry er
efstur á óskalista United-manna
en hann hefur átt frábært tíma-
bil hjá Chelsea.
Ginola í bann
Frakkinn David Ginola hjá
Newastle á yfir höfði sér að
verða dæmdur í eins leiks bann
en hann er kominn með 21 refsi-
stig. Ginola tekur út bannið í
leiknum á móti Leeds í næstu
viku. Þetta er skarð fyrir skildi
að einn besti maður liðsins verði
þá ekki með vegna slagsins við
United um meistaratitilinn.
Rösler á förum?
Þjóðverjinn Uwe Rösler hjá
Manchester City gæti hugsan-
lega verið á forum tO Sheffield
Wednesday.
David Pleat, stjóri Wednesday,
bauð í fyrra 325 milljónir í kapp-
ann en því var hafnað. Dagar
Röslers virðast taldir en hann
hefur átt erfitt samstarf við Alan
Ball, stjóra City.
Unglingaslagur
Keppni unglingaliðanna í
Englandi er nú á lokaspretti.
West Ham vann fyrri leikinn
gegn Wimbledon í undanúrslit-
unum, 2-1, en síðari leikur lið-
anna verður í kvöld.
Liverpool er komið í úrslit en
liðið vann Crystal Palace í báð-
um leikjunum.
Southall
áfram?
Forráðamenn Everton munu á
næstunni ákveða hvort þeir
framlengi samning við Newill
Southall, markvörð félagsins.
Southall er kominn til ára sinna
og eru menn ekki á einu máli
hvort bjóða eigi honum nýjan
samning.
Þetta ætti að koma í ijós þegar
deildinni lýkur í byrjun næsta
mánaðar.
Winter til Inter
Aron Winter skrifaði í gær
undir þriggja ára samning við
Inter i MOanó.
Lazio bauð honum að nýjan
samning en Winter var orðinn
leiður í Róm og vOdi breyta um
umhverfi og reyna fyrir sér með
nýju liði.
Á góöum launum
Arrico Sacchi, landsliðsþjálf-
ari ítala í knattspymu, hefur
framlengt samning sinn við
ítalska knattspyrnusambandið
tO 1998.
Hann verður með liðið fram
yflr HM þar í landi. Sacchi fær
70 milljónir í árslaun.
Walter úr leik
Botnbaráttulið Southampton
varð fyrir miklu áfalli í gær þeg-
ar í ljós kom aö Mark Walters
var dæmdur í þriggja leikja
bann. Þetta kemur á versta tíma
fyrir liðið sem berst af öOu afli
fyrir tilverurétti sínum í úrvals-
deildinni.
Cole fer ekki
Glenn Hoddle, framkvæmda-
stjóri Chelsea, leitar að nýjum
leikmönnum fyrir næsta tímabil.
Hann reyndi við Andy Cole í vik-
unni en fékk þau svör að hann
yrði um kyrrt á Old Trafford.
Alex Ferguson vill ekki missa
hann í bráð að minnsta kosti.
+
Róbert Sighvatsson er á leið til Þýskalands til að kanna hvað í boði er hjá
2. deildarliðinu Fredenbeck. Schutterwald hefur einnig sýnt áhuga.
Schutterwald
vill fá Róbert
- Bergsveinn líklega áfram hiá Aftureldingu
„Það er rétt að þýska 2.
deildarliðið Schutterwald
hefur haft samband við
mig og boðið mér að líta á
aðstæður. Fyrst mun ég
hins vegar fara til Freden-
beck og kanna málin þar,“
sagði Róbert Sighvatsson,
línumaðurinn snjalli í
handknattleiksliði Aftur-
eldingar í samtali við DV í
gærkvöldi.
Róbrt fer ásamt Héðni
GOssyni tO Fredenbeck um
helgina en þýska félagið
hafði samband við Róbert
og bauð honum að koma til
Þýskalands. Ekki er víst að
Róbert leiki með öðru
þýsku liðanna en ef gott tO-
boð lítur dagsins ljós ætlar
hann að slá tO.
Bergsveinn líklega
áfram í Mosfellsbæ
„Eins og staðan er í dag
eru miklar líkur á því að
ég leiki áfram með Aftur-
eldingu. Annars skýrast
þessi mál endanlega í
næstu viku,“ sagði Berg-
sveinn Bergsveinsson,
markvörður Aftureldingar,
í samtali við DV í gær-
kvöldi.
Sigurður Sveinsson,
hornamaður í FH, hefur
verið sterklega orðaður við
Aftureldingu. Forráða-
menn Aftureldingar hafa
rætt við hann en nokkrar
vikur munu líða þar tO Sig-
urður ákveður sig. Mörg
undanfarin ár hefur Aftuir-
elding sett sig í samband
við Sigurð en hann jafnan
gefið afsvar.
Knútur í FH?
Miklar líkur eru á því að
Knútur Sigurðsson, vinstri-
handarskytta í Víkingi,
gangi á ný tO liðs við FH-
inga. Hann lék æfingaleik
með FH-ingum í fyrra-
kvöld. Knútur yfirgaf FH á
sínum tíma eftir erfiðleika
í samskiptum við Guð-
mund Karlsson, fyrrver-
andi þjálfara FH. Þá er Val-
ur Arnarsson, sem leikið
hefur í Danmörku, orðaður
við FH.
Víkingar, sem féOu í 2.
deild í vetur, virðast ætla
að missa mikinn mann-
skap því þeir Reynir Reyn-
isson markvörður og Guð-
mundur Pálsson (Björg-
vinssonar) hafa þegar geng-
ið tO liðs við Fram eins og
fram kom í DV í gær. -SK
Hrannar afram
með Njarðvík
- og Friðrik líklega áfram með Grindavík
DV, Suöurnesjum:
„Hrannar Hólm verður
áfram þjálfari hjá okkur og
við erum mjög ánægðir
með það. Við verðum með
sama mannskap næsta vet-
ur fyrir utan að Sverrir
Þór Sverrisson hættir,"
sagði Ólafur Eyjólfsson,
formaður körfuknattleiks-
deildar Njarðvíkur, í sam-
tali við DV í gærkvöldi.
„Ég er mjög bjartsýnn á
að Friðrik Ingi Rúnarsson
verði áfram þjálfari hjá
okkur og við leggjum ofur-
kapp á að halda honum.
Við leggjum einnig áherslu
á að halda Rodney Dobard
og vonum að það gangi eft-
ir,“ sagði Margeir Guð-
mundsson, formaður
körfuknattleiksdeildar
Grindavíkur, í samtali við
DV í gærkvöldi.
Einhverjar breytingar
kunna að verða á leik-
mannahópi Grindvíkinga
fyrir næsta keppnistímabil.
Þeir Helgi Jónas Guðfinns-
son, sem kjörinn var besti
leikmaður Grindavíkur í
vetur, og PáO Axel VO-
bergsson hyggja á nám í
Bandaríkjunum.
Hvað gerist á árs-
þinginu?
Ársþing KKÍ er fram
undan og þar kunna að
verða samþykktar breyt-
ingar á núverandi keppnis-
fyrirkomulagi í úrvals-
deildinni. Samkvæmt
Hrannar Hólm.
heimildum DV kemur fram
tiOaga á þinginu sem mið-
ar að keppni í einni deild í
stað tveggja riðla áður.
Stefnt verður að því að
fækka leikjum og þykir
mörgum ekki vanþörf á
því. Þá mun koma fram til-
laga á þinginu þar sem lagt
verður til að vinna þurfi
tvo leiki í úrslitakeppninni
og þrjá í úrslitunum sjálf-
um. Mikdl stuðningur mun
vera við þessar tillögur.
-SK/-ÆMK
Feögarnir í sama liði?
- Arnór og Eiöur Smári í landsliöshópnum gegn Eistlandi
Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í
knattspyrnu, tilkynnti í gærkvöldi
landsliðshópinn sem mætir Eistlend-
ingum í vináttuleik ytra á miðviku-
daginn. Hópurinn er skipaður eftir
töldum leikmönnum:
Markverðir eru Birkir Kristinsson,
Brann, og Kristján Finnbogason, KR.
Aðrir leikmenn:
Guðni Bergsson.............Luton
Rúnar Kristinsson .......Örgryte
Sigursteinn Gíslason..........ÍA
Ólafur Adolfsson..............ÍA
Lárus Orri Sigurðsson.....Stoke
Ólafur Þórðarson .............ÍA
Sigurður Jónsson .........Örebro
Arnar Grétarsson .... Breiðabliki
Eyjólfur Sverrisson . ... H. Berlín
Hiynur Stefánsson ...........ÍBV
Arnór Guðjohnsen..........Örebro
Eiður Smári Guöjohnsen .... PSV
Bjarki Gunnlaugsson . . Mannheim
Þórður Guðjónsson ......Bochum
Feðgarnir Arnór Guðjohnsen og
sonur hans, Eiður Smári, eru báðir í
hópnum og svo kann að fara að þeir
verði báðir í byrjunarliði íslands.
Verði það niðurstaða Loga Ólafsson-
ar verður það í fyrsta skipti sem feðg-
ar leika saman í landsliði Islands og
líklega verður um einstakan viðburð
í heiminum að ræða. Fróðir menn
telja að feðgar hafi aldrei leikið sam-
an í landsliði.
Á þriðjudaginn leika landslið Is-
lands og Eistlands, skipuð leikmönn-
um 21 árs og yngri. Atli Eðvaldsson
þjálfar 21 árs liðið.
-SK
Alþjóöa sundmótiö í Lúxemborg:
Besti árangur frá upphafi
Árangur íslenska unglinga-
landsliðsins á hinu árlega
sundmóti um síðustu helgi í
Lúxemborg er besta frammi-
staða íslenskrá unglinga á
þessu móti frá upphafi.
16 þjóðir kepptu og voru
þátttakendur um 400 talsins.
I stigakeppni þjóðanna
lenti í ísland í fimmta sæti.
íslensk ungmenni hafa síð-
ustu tíu ár tekið þáttj mót-
inu í Lúxemborg en árangur
núna slær öU met.
Fjögur gull unnust á mót-
inu og vann Örn Arnarsson
úr SH þrjú þeirra og Kol-
brún Ýr Kristjánsdóttir eitt.
Þá vann Halldóra Þorgeirs-
dóttir til bronsverðlauna og
silfurverðlauna. Örn Arn-
arsson fékk guUverðlaun í
100 og 200 metra baksundi
og í 400 metra skriðsundi.
Hérna er á ferð mikið efni
sem vert er að gefa gaum í
framtíðinni.
Kolbrún Ýr Kristjánsdótt-
ir innbyrti fjórðu guUverð-
laun íslands á mótinu með
því að sigra í 100 metra
baksundi og vinna s.íðan
silfur í 200 metra baksundi.
Kolbrún er mjög efnileg
sundkona sem á örugglega
eftir að láta að sér kveða.
Halldóra Þorgeirsdóttir
úr sundfélaginu Ægi vann
síðan til bronsverðaluna í
200 metra bringusundi.
Auk þessara verðlauna
var árangur í ýmsum sund-
greinum mjög góður og sýn-
ir að gott uppbyggingarstarf
hin síðustu ár er farið að
skila sér í bættum árangri.
-JKS
NBA-deildin í körfuknattleik í nótt:
Richmond tryggði
Sacramento dýr-
mætan sigur
Sacramento færðist í nótt skrefi
nær því að komast 1 úrslitakeppni
NBA í fyrsta skipti í tíu ár með
því að vinna Phoenix í hörkuleik,
103-102. Mitch Richmond, besti
maður heimaliðsins, tryggði því
sigurinn með tveimur vítaskotum
þegar aðeins 2 sekúndur voru til
leiksloka þannig að iæpara gat
það varla staðið.
Sacramento og Golden State
heyja einvígi um áttunda sætið í
Vesturdeildinni og Golden State á
enn möguleika eftir sigur i Minn-
eapolis í nótt. Stórleikur hjá
Latrell Sprewell gerði útslagið hjá
Golden State.
Úrslit í NBA-deildinni í nótt:
New Jersey-Toronto.....107-95
Brown 30, Bradley 11 - Earl 28.
Philadelphia-Miami.........90-86
Maxwell 31, Weatherspoon 25 - Gatling
19, Hardaway 16, Mourning 16.
Washington-Boston......106-121
Howard 40 - Day 28.
Detroit-Indiana........102-93
Houston 31, Thorpe 19, Mills 19 - Smits
18, Jackson 17, Pierece 17.
Minnesota-Golden State...103-109
- Sprewell 31, Armstrong 23.
Sacramento-Phoenix.......103-102
Richmond 32, Edney 18 - Manning 22.
Seattle-Portland.........96-90
Hawkins 20, Payton 17, Johnson 12,
Schrempf 12, McMillan 11 -
I Austurdeildinni var Charlotte
sigurvegari næturinnar þó liðið
ætti fri. Keppinautarnir um úr-
slitasætið, Miami og Washington,
töpuðu bæði nokkuð óvænt. Mi-
ami stendur þó enn best að vígi en
möguleikar Washington eru nán-
ast úr sögunni eftir skell gegn
Boston. Juwan Howard skoraði 40
stig fyrir Washington og setti per-
sónulegt met í deildinni en það
dugði ekki til.
Risinn Shawn Bradley hjá New
Jersey gerði sér lítið fyrir og varði
12 skot í leiknum gegn Toronto.
-VS
Knattspyrna:
Willum og Micovic
til liðs við Þróttara
Willum Þór Þórsson er genginn
til liðs við 2. deildarlið Þróttar úr
Reykjavík. Willum hefur spilað með
Breiðabliki undanfarin ár en þar á
undan með KR og er með mikla
reynslu að baki því hann hefur leik-
ið 159 leiki í 1. deildinni.
Þróttur fékk enn fremur til liðs
við sig á dögunum júgóslavneska
leikmanninn Zoran Micovic. Hann
lék með Þrótti úr Neskaupstað í
fyrra en þar á undan með Fylki.
Þróttarar hafa fengið meiri liðs-
styrk að undanförnu. I þeirra raðir
hafa gengið Yngvi Borgþórsson úr
ÍBV, Amaldur Schram, unglinga-
landsliðsmaður úr Gróttu, Einar
Örn Birgisson úr Víkingi, Hermann
Karlsson úr KA og Þorvaldur Ingi-
mundarson úr Létti. -VS
Reykjavíkurmótið
1996
A DEILD • GERVIGRASIÐ LALGARDAL
Fimmtudagur 18. apríl kl. 20:30
Fram - Valur
íþróttir
Tvívegis
hola í höggi
DV, Suðurnesjum:
Tveir kylfingar hafa farið holu
í höggi á þessu ári á Hómsvelli í
Leiru.
Sigríður Guðbrandsdóttir náði
draumahöggi allra kylfinga á 3.
braut og á dögunum fór Örn
Ævar Hjartarson holu í höggi á
12. braut sem er par 4. Er mjög
sjaldgæft að kylfingar fari holu í
höggi á svo langri braut. -ÆMK
Stjörnur hvíldar
Phil Jackson, þjálfari banda-
ríska körfuknattleiksliðsins Chi-
cago Bulls, hyggst hvUa stjöm-
urnar Michael Jordan og Scottie
Pippen í þremur síðustu leikjum
deildakeppninnar. Chicago hefur
þegar tryggt sér sigur í Austur-
deildinni og sett nýtt met í sigur-
leikjum á tímabili.
Oakley meiddur
Charles Oakley, hinn öflugi
framherji New York Knicks,
verður heldur ekki með í þrem-
ur síðustu leikjum deildakeppn-
innar. Hann fékk mikið olnboga-
skot frá félaga sínum, Patrick
Ewing, í leik tyrr í vikunni og er
með brákað kinnbein.
Hakeem aftur frá
Hakeem Olajuwon, sem var
nýbyrjaður að leika á ný með
Houston eftir meiðsli, varð að
sleppa leik liðsins gegn Phoenix
i fyrrinótt. Meiðsli í hnjám tóku
sig upp á ný hjá honum.
Miami sektað
Lið Miami Heat hefur verið
sektað um 1,6 milljónir króna fyr-
ir að hleypa ekki fréttamönnum
inn í búningsklefa sinn eftir leik.
Þetta er í annað sinn sem Miami
er refsað fyrir slíkt í vetur.
ÍR vann Þrótt
ÍR fékk í gærkvöldi sín fyrstu
stig í A-deild Reykjavíkurmóts-
ins í knattspyrnu með því að
sigra Þrótt, 2-1. Benedikt Bjarna-
son og Guðjón Þorvarðarson
skoruðu fyrir ÍR en Einar Örn
Birgisson fyrir Þrótt. ÍB-deild-
inni vann Víkingur Fjölni, 4-0,
og Leiknir og Léttir gerðu jafn-
tefli, 2-2. -SK/VS
Ólafur sló best
DV, Suðurnesjum:
Ólafur H. Jónsson, GR, varð
sigurvegari á golfmóti Brosins
sem haldið var á Hólmsvelli á
dögunum. 55 kylfmgar mættu til
leiks og Ólafur sigraði og hlaut
36 punkta. Jón H. Bergsson, GKG,
varð annar með 35 og Sveinbjörn
Jóhannesson, GO, varð þriðji
með 33 punkta. -ÆMK
Hammarby úr leik
DV, Sviþjóð:
Pétur Marteinsson og félagar í
Hammarby voru í gærkvöldi
slegnir út úr sænsku bikar-
keppninni í knattspymu.
Hammarby lék í undanúrslit-
unum gegn AIK og tapaði, 1-0.
Pétur Marteinsson lék allan leik-
inn. I hinum undanúrslitaleikn-
um vann Malmö FF lið Bromma-
pojkarna, 0-2. AIK og Malmö FF
leika því til úrslita. -EH/-SK
Bruce ekki með?
Steve Bruce, fyrirliði Man.
Utd, meiddist gegn Leeds í gær-
kvöldi og missir jafnvel af bikar-
úrslitaleiknum gegn Liverpool
að sögn Alex Ferguson. -SK