Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Page 20
32
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996
Sviðsljós
• Mmm. 1 ■ w 4 4 fj- ■ ) ***■ J -■ ■;■■■■ ' ^
A /1 f * .. CMA-Á'j
Nick Nolte
hrifinn af Næt-
urverðinum
Tökur eru hafnar á banda-
rískri útgáfu af dönsku kvik-
myndinni Næturveröinum. Það
ér enginn annar en Niek Nolte
sem leikur lögregluforingjann og
mun hann vera mjög hrifinn af
hlutverki sínu. Lögregluforing-
inn er vinalegur og traustvekj-
andi en undir niðri eru geðræn-
ar ílækjur sem koma óvænt upp
á yfirborðið. Næturvörðinn sjálf-
an leikur hinn ungi, írski leikari
Ewan McGregor, sem spáð er
frægð og frama í Hollywood, en
Patricia Arquett leikur unnust-
una.
Jamie Lee ætt-
leiðir á ný
Leikkonan Jamie Lee Curtis
hefur ákveðið að ættleiða strák
en áður höfðu hún og eiginmað-
ur hennar, leikstjórinn Chri-
stopher Guest, ættleitt stúlku
sem nú er níu ára. Jamie Lee
getur ekki átt börn og er ástæð-
an sú að í líkama hennar er mik-
ið magn karlhormóna. Foreldrar
hennar, Tony Curtis og Janet
Leigh, vissu strax viö fæðingu
að hún mundi ekki geta eignast
börn og til að hafa vaðið fyrir
neðan sig skírðu þau hana bæði
karlkyns og kvenkyns nöftium,
Jamie og Lee.
Káta ekkjan ekki lengur öfundarefni annarra kvenna:
Anna Nicole s
spiki og hneyksl
Hollywood
Þokkadísin sem einu sinni var,
Anna Nicole Smith, fyrirsætan sem
giftist eldgömlum olíumilla frá
Texas og varð nýlega ekkja, kom öll-
um heldur betur á óvart við óskars-
verðlaunaafhendinguna í síðasta
mánuði. Það sem vakti furðu fólks
var bæði útlit hennar og hegðun.
Anna Nicole var einu sinni
með glæsilegustu og kynþokka-
fyllstu konunum í Hollywood,
og þótt víðar væri leitað, en
þetta kvöld kom berlega i
ljós hvernig frægðin getur
leikið fólk. Anna er nú orð-
in hálf afmynduð af spiki,
vegur hvorki meira né
minna en hundrað kíló,
og kannski rúmlega
það. Þá var hún held-
ur ófrýnileg að sjá,
með varalitinn út um
allt andlit, og gretti
sig framan í allt og
alla, greini-
lega undir
áhrifum eitur-
lyfja.
Frá því Anna
Nicole gekk í
hjónaband með
hinum 89 ára
gamla olíu-
milla J.
Howard Mars-
hall fyrir
hálfu öðru
ári hefur líf
hennar tekið
algjörum
stakka-
skiptum.
Hvert hneykslismálið hef-
ur rekið annað, hún hefur átt
í málaferlum, gert tilraunir til
að svipta sig lífi, drukkið meira
Anna Nicole Smith var greinilega
undir áhrifum á óskarsverðlaunahátíðinni. Á minni myndinni er hún í undir-
fötum frá H&M.
Anna Nicole þegar allt lék enn í lyndi og hún lét taka myndir af sér brjósta-
berri.
en góðu hófi gegnir og tekið inn of
stóra skammta af eiturlyfjum. Eig-
inmann sinn missti hún svo á síð-
asta ári.
Anna Nicole varð fræg á einni
nóttu þegar hún var valin leikfang
ársins af karlaritinu Playboy árið
1993. Síðan hefur hún verið eftirsótt
fyrirsæta, m.a. setið fyrir í undirföt-
um frá verslanakeðjunni Hennes &
Mauritz, sem íslendingum er að
góðu kunn. Svo vinsæl var hún að
karlar sátu um veggspjöldin með
myndum af henni og stálu þeim,
konunum í kringum þá til sárrar
gremju.
En nú er Anna Nicole Smith ekk-
ert öfundarefni, eins og meðfylgj-
andi myndir sýna glögglega.
Anna Nicole Smith í léttri sveiflu.
Aukablað um SIJMAR-
Mióvíkudaginn 24. apríl nk. mun
aukablaó um sumarbústaói
fylgja DV.
Mebal efnis: Vibtöl viðfólk sem eybir mUdum
tíma í sumarbústabnwn, livab á ab taka
meb í bústabinn, tómstundir og vibhald.
Þeir sem áliuga hafa á ab kotna efni í blabib
hafi samband vib Ingibjörgu Obinsdóttur,
ritstjórn DV, í síma 567 6993.
ATH.! Bréfasími ritstjórnar er 550 5999.
Þeir sem hafa áhuga á ab auglýsa í þessu
aukablabi vinsamlega hafi samband vib
Selmu Rut í síma 550 5720 eba
Gubna Geir í síma 550 5722 hib fyrsta.
Vinsamlega athugib ab síbasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 18. apríl.
Auglýsingar
Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.
Breski leikarinn og vildarmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna fettir sig
og brettir þegar hann líkir eftir afa sínum í veislu í Berlín þar sem hann hélt
upp á 75 ára afmaeli sitt og 50 ára afmæli barnahjálparinnar.
Símamynd Reuter