Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Side 22
34 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 Afmæli Indriði G. Þorsteinsson Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur, Borgarhrauni 4, Hvera- gerði, er sjötugur í dag. Starfsferill Indriði fæddist í Gilhaga í Skagafirði og ólst upp í Skagafirð- inum. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1942- 43. Indriði stundaði verslunarstörf 1943- 45, bifreiðaakstur 1945-51, var blaðamaður við Tímann 1951-59, við Alþýðublaðið 1959-62, ritstjóri Tímans 1962-73, fram- kvæmdastjóri þjóðhátíðar 1973-75, stundaði ritstörf 1975-87, ritstjóri Tímans 1987-91 og hefur stundað ritstörf síðan. Rit Indriða: Sæluvika, smásög- ur 1951; Sjötíu og níu af stöðinni, 1955; Þeir sem guðirnir elska, smásögur, 1957; Land og synir, 1963; Mannþing, smásögur, 1965; Þjófur i paradís, 1967; Norðan við stríð, 1971; Dagbók um veginn, 1973; önnur útg. aukin, 1982; Áfram veginn, sagan um Stefán íslandi, 1975; Samtöl við Jónas, 1977; Unglingsvetur, 1979; Halldór Pétursson, æviágrip, 1980; Fimmt- án gírar áfram, 1981; Útlaginn, kvikmyndasaga, 1981; Finnur Jónsson, æviágrip, 1983; Ham- ingjustríðið, inngangur að Bréfum til Sólu, 1983; Vafurlogar, sagna- safn, 1984; Jóhannes Sv. Kjarval, I. og II. bindi, 1985; Átján sögur úr álfheimum, 1986; Þjóðhátíðin, 1974,1. og II. bindi, 1987; Keimur af sumri, 1987; Húðir Svigna- skarðs, leikrit, 1988; Skýrt og skorinort, bókin um Sverri Her- mannsson, 1989; Ævisaga Her- manns Jónassonar, I. bindi, Fram fyrir skjöldu, 1990, og II. bindi, Ættjörð mín kæra, 1992. Auk þess nokkrar smásögur frá 1993. Rit- safn Indriða kom út upp úr 1990. Fjölskylda Eiginkona Indriða var Þórunn Friðriksdóttir, f. 7.12. 1931, hús- móðir, dóttir Friðriks Ólafssonar skólastjóra og Láru Sigurðardótt- ur húsmóður. Indriði og Þórunn skildu. Synir Indriða og Þórunnar eru Indriði G. Þorsteinsson. Friðrik, f. 8.6. 1957, blaðamaður í Reykjavík; Þorsteinn, f. 27.6. 1959, málfræðingur í Reykjavík, kvænt- ur Elínu Magnúsdóttur bók- menntafræðingi og eiga þau eina dóttur; Arnaldur, f. 28.1. 1961, blaðamaður í Reykjavík, kvæntur Önnu Fjeldsted kennara og eiga þau þrjú börn; Þór, f. 18.3.1966, listmálari og nemi í Reykjavík, kvæntur Önnu Amarsdóttur og eiga þau eina dóttur. Hálfbróðir Indriða, samfeðra, var Þorbergúr, f. 2.10. 1908, d. 20.5. 1989, verkamaður í Skagafirði. Hálfbróðir Indriða, sammæðra, var Arnaldur Jónsson, f. 19.9. 1919, d. 10.3.1948, blaðamaður í Reykjavík. Foreldrar Indriða voru Þor- steinn Magnússon, f. 18.6. 1885, d. 13.2. 1961, bóndi í Skagafirði og verkamaður á Akureyri, og k.h., Anna Jósefsdóttir, f. 16.4. 1897, d. 30.4. 1985, húsmóðir. Ætt Þorsteinn var bróðir Jóhanns Péturs á Mælifellsá, afa Jóhanns Péturs Sveinssonar, hdl. og for- manns Sjálfsbjargar. Þorsteinn var sonur Magnúsar, b. í Gilhaga, Jónssonar, b. á írafelli, Ásmunds- sonar. Móðir Magnúsar var Ingi- gerður Magnúsdóttur. Móðir Þorsteins var Helga ljós- móðir Indriðadóttir, b. á Öldu- hrygg og á írafelli, Árnasonar, b. á Ölduhrygg, bróður Guðmundar, langafa Sveins Guðmundssonar, forstjóra Héðins. Árni var sonur Guðmundar, b. í Vindheimi, Tóm- assonar. Móðir Indriða var Guð- rún Guðmundsdóttir, b. á Skata- stöðum, Þorleifssonar. Móðir Helgu var Sigurlaug fsleifsdóttir, b. í Kálfárdal, Bjarnasonar, b. þar Jónssonar. Móðir ísleifs var Guð- rún Jónsdóttir. Móðir Sigurlaugar var Guðný Guðmundsdóttir. Anna var dóttir Jósefs, b. í Ás- hildarholti, bróður Ingibjargar, móður Pálma Hannessonar, alþm. og rektors, afa Haralds Sturlaugs- sonar, framkvæmdastjóra Haralds Böðvarssonar á Akranesi. Bróðir Pálma var Pétur, faðir Hannesar skálds. Jósef var sonur Jóns, b. í Þóreyjarnúpi og vinnumanns í Haganesi í Fljótum, Eiríkssonar, b. á Hólum í Reykjadal, Ásgríms- sonar. Móðir Jósefs var Sigurlaug Engilbertsdóttir, b. á Spena í Mið- firði, Jónssonar. Móðir Önnu var Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vatni. Ragnheiður Valdís Jóhannesdóttir Ragnheiður Valdís Jóhannes- dóttir, bóndi og húsfreyja að Litlu-brekku í Borgarhreppi í Mýrasýslu, varð fimmtug í gær. Fjölskylda Ragnheiður Valdís fæddist í Ánabrekku í Borgarhreppi. Hún giftist 28.10. 1966 Stefáni Magnúsi Ólafssyni, f. 16.7. 1942, bygginga- meistara. Hann er sonur Ólafs Ágústssonar og Helgu S. Jóhanns- dóttur. Börn Ragnheiðar Valdísar og Stefáns Magnúsar eru Ása Björk Stefánsdóttir, f. 22.1. 1965, kennari að Laufási í Borgarhreppi en maður hennar er Runólfur Ágústsson lögfræðingur og eiga þau þrjá syni; Jóhannes Freyr Stefánsson, f. 3.3.1970, smiður i Reykjavík en kona hans er Ást- hildur Magnúsdóttir kennari og eiga þau tvo syni; Ólafur Ágúst Stefánsson, f. 18.1.1972, smiður í Borgarnesi; Hjörleifur Helgi Stef- ánsson, f. 10.8. 1979, menntaskóla- nemi. Hálfsystir Ragnheiðar Valdísar er Kolbrún Jóhannesdóttir, f. 28.2. 1940, fyrrv. veitingamaður í Reykjavík. Uppeldissystir Ragnheiðar Val- dísar er Hjördís Smith, f. 3.11. 1952, læknir í Reykjavík. Foreldrar Ragnheiðar Valdísar: Jóhannes Guðmundsson, f. 28.10. 1916, bóndi í Ánabrekku í Borgar- hreppi, og Ása ólafsdóttir, f. 13.11. 1921, húsfreyja. Ætt Jóhannes Magnús er sonur Guðmundar, b. í Litlu-Brekku í Borgarhreppi, Þorvaldssonar, b. á Hofsstöðum, Erlendssonar. Móðir Guðmundar var Helga Sigurðar- dóttir. Móðir Jóhannesar Magnúsar var Guðfríður Jóhannesdóttir, b. á Gufuá, Magnússonar, b. á Gljúfurá, Þorsteinssonar. Móðir Jóhannesar var Ásta Aðalsteins- dóttir. Móðir Guðfríðar var Elín Kristín Jónsdóttir, b. á Saurum í Helgafellssveit, Guðnasonar. Móð- ir Elínar var Steinunn Sigurðar- dóttir. Ása er dóttir Ólafs, b„ sjó- manns og landpósts í Geirakoti í Fróðárhreppi, Gíslasonar, og Ólafar Einarsdóttur. Ragnheiður Valdís Jóhannesdóttir. Tll hamingju með afmæiið 18. apríl 95 ára Baldur Mariusson, Tómasarhaga 24, Reykjavík. Jónína Heiðar, Karlagötu 9, Reykjavík. Margrét Kristín Jónasdóttir, Hlíðarstræti 5, Bolungarvík. Birna Stefánsdóttir, Birkihlíð, Staðarhreppi. 80 ára Halldór Jónsson, Miösitju, Akrahreppi. María Jónsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 50 ára Anna Karólína Konráðsdóttir, Stuðlaseli 2, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í safn- aðarheimili Seljakirkju við Rauf- 75 ára arsel, Reykjavik, milli kl. 19.00 og 22.00 í kvöld. Ottó H. Karlsson, Sfekkjarhvammi 19, Hafnarfirði. Trausti Hólm Jónasson, Sævangi 24, Hafnarfirði. Margrét Steinþórsdóttir, Valgeir Sch. Kristmundsson, Gnoðarvogi 36, Reykjavík. 70 ára Aðalheiður Rögnvaldsdóttir, Laugarvegi 37, Siglufirði. Jökull Sigtryggsson, Flúðabakka 3, Blönduósi. Alma Antonsdóttir, Einilundi 8 E, Akureyri. Háholti, Gnúpverjahreppi. Katrín Eiriksdóttir, Asparlundi 6, Garðabæ. Svandís Bjarnadóttir, Sunnubraut 16, Kópavogi. Albert Albertsson, Faxabraut 61, Keflavík. Pálmi Sævar Þórðarson, dvalarheimilinu Sauðá, Sauðár- króki. 40 ára Bjami Halldórsson, Fífuseli 34, Reykjavík. Benedikt Garðar Eyþórsson, Suðurhólum 26, Reykjavík. Guömundur Antonsson, Borgarheiði 3 H, Hveragerði. 60 ára Þóranna Hansen, Öldugötu 6, Dalvík. Gunnar B. ólafsson, Hæðargerði 7, Reyðarfirði. Ragnar Guðbjörnsson Ragnar Guðbjörnsson nemi, Fannarfelli 12, Reykjavík, er fer- tugur í dag. Starfsferill Ragnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði fisk- verkun hjá BÚR og hjá Ögurvík hf. á Kirkjusandi, starfaði um tíma í Múlalundi og starfaði síðan á Reykjalundi í tæp tvö. Hann hefur verið borgarstarfsmaður í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum sl. tvö ár,- Þá stundar hann nám við Iðnskólann í Reykjavík. Ragnar er sjálfstæðismaður en hann hefur starfað mikið fyrir flokkinn í alþingis- og sveitar- stjórnarkosningum. Fjölskylda Foreldrar Ragnars eru Guð- björn Snæbjörnsson, lengst af bréfberi í Reykjavík, og k.h., Þur- íður Ragnarsdóttir húsmóðir. Ragnar tekur á móti vinum sín- um og vandamönnum að heimili sínu sunnudaginn 21.4. frá kl. 15.00. Ragnar Guðbjörnsson. Björg Sigurðardóttir Blöndal Björg Sigurðardóttir Blöndal verslunarmaður, Botnahlíð 19, Seyðisfirði, er fimmtug í dag. Starfsferill Björg fæddist á Eskifirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Hagaskólanum, var skiptinemi í Bandaríkjunum og stundaði nám við lýðháskóla í Danmörku. Björg starfaði um skeið á skrif- stofu hjá IBM, bjó í Noregi 1966-69 og starfaði þá við tölvudeild Sin- stef í Þrándheimi en hefur í seinni tíð stundað verslunarstörf. Björg hefur sinnt ýmsum félags- störfum á Seyðisfirði. Hún er for- maður skíðadeildarinnar á Seyðis- firði og skíðaráðs UÍA, er formað- ur skólanefndar Seyðisfjarðarskóla og situr í sóknamefnd. 903 <§ 5670 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn Fjölskylda Björg giftist 20.8.1966 Theodór Blöndal, f. 22.11. 1946, fram- kvæmdastjóra. Hann er sonur Pét- urs Blöndal, forstjóra á Seyðis- firði, og Margrétar Blöndal hús- móður. Börn Bjargar og Theodórs eru Halldóra Rannveig Blöndal, f. 22.5. 1971, starfsmaður við leikskóla og skíðaþjálfari; Pétur Blöndal, f. 6.2. 1973, nemi við Stýrimannaskólann í Reykjavík, í sambúð með Eyrúnu Einarsdóttur frá Akur- eyri; Andri Mar Blöndal, f. 10.9. . 1977, nemi við ME og um þessar mundir skiptinemi í Bandarikjun- um. Bróðir Bjargar er Vilmundur Víðir Sigurðsson, f. 5.5. 1944, kenn- ari við Stýrimannaskólann í Reykjavík, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Bjargar: Sigurður Magnússon, f. 16.6. 1905, d. 29.9. Björg Sigurðardóttir Blöndal. 1982, skipstjóri á Eskifirði og í Reykjavík, og Halldóra R. Guð- mundsdóttir, f. 21.7. 1909, húsmóð- ir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.