Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Qupperneq 24
36 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 önn Jón Ásgeir vill lækka verndar- tolla á tómötum. Verndartollar á tómata „Hvernig er hægt að vernda íslenska framleiðslu sem er ekki til? Þetta verður til þess eins að fólk hættir í stórum stíl að kaupa þessa vöru.“ Jón Ásgeir Jóhannesson í DV. Fylgjast vel með „íslenskir kokkar fylgjast gíf- urlega vel með straumum og stefnum í alþjóðlegri matargerð og við vitum upp á hár hvað er að gerast í t.d. Bretlandi, Banda- ríkjunum og Frakklandi." Sturla Birgisson í Mbl. Ummæli Trúgirni „Ef Halldór Asgrímsson trúir aðstoðarmanni sínum og for- manni sparnaðarnefndar, að 260 milljónir hafa sparast, ásamt 30-40 milljóna kr. rekstrarkostn- aði á ári, við það að mála krossa á flugbraut, þá er hann einhver trúgjarnasti stjórnmálamaður sem sögur fara af.“ Ámundi H. Ólafsson i Mbl. Sameiginlegur réttur „Með því að gera töku fæðing- arorlofs að sameiginlegum rétti foreldra og hvetja karla til áð notfæra sér hann, gerum við konum og körlum kleift að keppa á meiri jafnréttisgrund- velli á vinnumarkaði en nú er.“ Sjálfstæðar konur í Mbl. Undarleg dauðsföll Dauðsföll geta í mörgum til- vikum verið undarleg eða neyð- arleg. Peningavörðurinn Hrand Arakelian beið bana árið 1986 í San Diego þegar hann var að hlaða pokum með 25 centa pen- ingum (Quarters) inn í í bU. BU- stjórinn var að færa bílinn til þegar peningahrúgan, jafngildi 30 milljóna króna í 25 centa pen- ingum, hrundi yfir Arakelian og kramdi hann til bana. í ágúst árið 1985 héldu strand- verðir á baðstað í New Orleans sérstaka hátíð í tilefni af því að í fyrsta sinn í sögunni hafði eng- inn baðgesta drukknað á ný- loknu tímabUi. Yftr 200 strand- verðir voru í veislunni. I lok há- tíðarinnar fannst einn gestanna, Jerome Moody, drukknaður á botni sundlaugar. Blessuð veröldin Kyrktur af garðslöngu Hinn 35 ára gamli Richard Fresquez í borginni Austin í Texas fór að vökva garðinn sinn drukkinn í maímánuði árið 1983. Fresquez skrúfaði hressilega frá vatninu og datt síðan um slöng- una sem vafðist um háls hans og kyrkti hann. Víða léttskýjað sunnanlanas Á morgun verður allhvöss en síð- ar hvöss norðaustanátt um vestan- Veðrið í dag og norðanvert landið en heldur hægari austan tU. Snjókoma eða slydda um norðanvert landið, þurrt og víða léttskýjað syðra en fer sennilega að rigna á Austfjörðum í dag. Hiti verður á bilinu 4 stig nið- ur í tveggja stiga frost. Sólarlag í Reykjavík: 21.12 Sólarupprás á morgun: 05.41 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.53 Stórstreymi Árdegisflóð á morgun: 7.13 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 4 Akurnes þokuruðningur 4 Bergsstaóir slydda 0 Bolungarvík snjóél -2 Egilsstaöir skýjaö 2 Keflavíkurflugv. léttskýjað 1 Kirkjubkl. léttskýjaö 2 Raufarhöfn rigning 1 Reykjavík hálfskýjaö 1 Stórhöföi léttskýjaö 2 Helsinki rign. á síð.klst. 3 Kaupmannah. heiöskirt 7 Ósló þokumóöa 0 Stokkhólmur þokumóöa 7 Þórshöfn rigning 6 Amsterdam þokumóöa 7 Barcelona léttskýjaó 8 Chicago heióskírt 14 Frankfurt skýjaö 9 Glasgow rigning 7 Hamborg mistur 6 London skýjað 9 Los Angeles rigning 14 Lúxemborg París hálfskýjaö 7 Róm þokumóða 7 Mallorca léttskýjaó 6 New York heiöskírt 9 Nice léttskýjaó 11 Nuuk alskýjað -2 Orlando alskýjað 17 Vín léttskýjaó 8 Washington heiðskirt 9 Winnipeg skýjaö 7 -2° ?'u 7 t M * m s / $ <JO- • / Veörið kl. 6 í morgun Pétur Arnþórsson slökkviliðsmaður: Er að fá laxveiði- delluna „Við fengum tilkynningu um það á slökkvistöðina að það væri laus eldur í risíbúð við Melhaga og þar væri ungur piltur lokaður inni í risinu. Við vorum svo heppnir á neyðarbíUinn var á Miklubrautinni þegar við fengum þessa tilkynningu og það tók okk- ur því ekki langan tíma að komast á Melhagann. Þegar við komum á staðinn voru tveir íbúamir komn- Maður dagsins ir út, kona og lltill sonur hennar, en eldri sonur hennar var enn þá inni. íbúðin var opin og ég hljóp strax upp á miðhæðina en komst ekki lengra vegna þess hve reyk- urinn sem kom ofan úr risinu var þéttur og mikUl. Ég hljóp af mið- hæðinni beint út á svalir og komst þaðan upp á þak þar sem ég sá til Pétur Arnþórsson. stráksins. Hann lá hálfur út um gluggann í risinu en þorði ekki út um hann. Það kom mikiU reykur út um gluggann. Ég dró strákinn út um gluggann og beið með hon- um uppi þar til frekari hjálp barst,“ sagði Pétur Arnþórsson slökkvUiðsmaður. Hann vann mikið afrek þegar hann bjargaði ungum pilti úr elds- voða við Melhaga. Pétur Amþórs- son er vel þekktur knattspyrnu- maður úr meistaraflokki. Hann gerði garðinn frægan í mörg ár með Fram en er nú spUandi þjálf- ari annarrar deUdar liðsins Leikn- is. „Maður hefur nokkrum sinnum áður ient í svipuðum aðstæðum, mér er sérstaklega minnisstætt þegar kviknaði í á Bræðraborgar- stígnum fyrir tveimur árum. Þá var fjölmörgum bjargað frá voða.“ Pétur Amþórsson viðurkenndi að hann ætti sér fleiri áhugamál heldur en knattspyrnuna. „Sá tími sem fer í knattspymuna hefur eitt- hvað minnkað en ég er að fá dellu fyrir laxveiði. Til aílrar hamingju tekur það áhugamál ekki nema part úr árinu og ég er ekki viss um að það væri vinsælt hjá kon- unni minni, Rósu Jóhannsdóttur, ef ég eyddi miklum tíma í veið- ina,“ sagði Pétur Myndgátan Flýtur meðan að ekki sekkur Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði DV Veröur Stjarnan meistari? í kvöld verður fjórða viður- eignin í úrslitakeppni Stjörn- unnar og Hauka um íslands- meistaratitUinn í handknattleik kvenna. Haukastúlkur, sem tap- að höfðu fyrstu tveimur viður- eignunum, komu á óvart í þriðju viðureigninni og unnu næsta ör- uggan sigur. Með sigri í kvöld íþróttir verður Stjarnan íslandsmeistari en sigri Haukar fer fram odda- leikur um titUinn. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Strand- götu og hefst klukkan 20. Reykj a víkurmót í knattspyrnu Einn leikur fer fram á Reykja- víkurmótinu í knattspyrnu en þá mætast fornu féndurnir úr austurbænum, Fram og Valur. Leikurinn fer fram á gervigras- veUinum í Laugardal og hefst klukkan 20.30. Bridge Á svipuðum tíma og íslendingar- halda íslandsmót í sveitakeppni halda nágrannar okkar, Danir, sitt Danmerkurmeistaramót. Öruggur sigurvegari í ár var sveit Steens Mollers (Lars Blakset, Soren Christ- iansen, Dennis Koch og Jens Auken). Danir spUa riðlakeppni og síðan útsláttarleiki um titilinn og sveit Mollers spilaði úrslitaleik við sveit Ole Raulunds (sem varð Dan- mérkurmeistari í fyrra). Raulund gaf leikinn að loknum 48 spilum af 64 þegar staðan var 149-48 Moller í hag. Þetta var stærsta sveiflan í leiknum, vestur gjafari og enginn á hættu: Á öðru borðinu hafði sveit Mall- ers fengið góða niðurstöðu. Vestur opnaöi á sterku laufi, norður (Christiansen) stökk í þrjú grönd sem var hindrun með láglitina og suður (Blakset) stökk í 5 lauf sem vestur doblaði. Sagnhafi var ekki í vandræðum með að vinna spilið með tigulásnum réttum. Á hinu borðinu gengu sagnir þannig: * -- V 4 ♦ K98752 4 DG9754 9 AKD76 N 9 1UÖ643ÍÍ «4 Á9752 * DG ♦ AD ♦ 1043 * 8 S * 106 4 G9 «» K10863 4 G6 * ÁK32 Vestur Norður Austur Suður 14 2g 44 54 5+ 64 pass pass 64 p/h Fimm tígla sögn vesturs v slemmuáskorun og þegar norður sagði 6 lauf ákvað vestur að segja slemmuna sjálfur. Útspil norðurs var laufadrottning og suður heföi átt að yfirdrepa og spila tígli. Suður taldi hins vegar mikilvægara að gefa félaga sínum talningu í lauf- litnum og setti lauftvistinn til að sýna jafna tölu spila í lauflitnum. Norður misskildi tvistinn eitthvað og taldi að hann væri Lavinthal-kall í tígullitnum. Hann skipti yfir í tígultvistinn og sagnhafi fékk að standa spilið. Sveit Mollers græddi 17 impa á spilinu (550 + 980). ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.