Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Side 28
* Vinníngstalur miáviku d agín n 17.4.'96 Vinningar l.éofi 2To,i 3. 5 of 6 Fjöldi vinninga , 184 S.öofi’i 662 220 HtilOor.inniniiupöÖJti A itlondl 47.807.380 2.337.380 Vlnnlngiupphæd 45.470.000 1.619.280 221.020 1.910 Miðvikudacurfö) (jT) (^6) ^7) 17-4-'96^ KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst oháð dagblað FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 ~-^-Guðrún Kristinsdóttir, á miðri mynd, við kumlið á Jökuldal. DV-mynd Austri Kumlið á Jökuldal: Mannabein, hnífur og kambur „Það er greinilegt að farið hefur ',jr~"C’erið í kumlið því beinin liggja óreglulega," segir Guðrún Kristins- dóttir, minjavörður á Egilsstöðum, sem í gær gróf upp kumlið sem Ár- mann Halldórsson gröfumaður fann mitt á milli bæjanna Hrólfsstaða og Sellands á Jökuldal. Guðrún segir öruggt að beinin séu úr heiðnu kumli. Miðað við stærð lærleggjanna giskar Guðrún á að hávaxin mannvera hafi verið heygö í kumlinu. Auk beina fundust kambur og hnifur. -IBS Fékk geyma- sýru í andlitið ^ Maður um fertugt fékk sýru úr rafgeymi í augu og andlit þegar hann var að vinna við geyminn í Vogum á Vatnsleysuströnd síðdegis í gær. Var maðurinn fluttur með einka- bil til Hafnarfjarðar og þar tók lög- reglan við honum og flutti á Sjúkra- hús Reykjavíkur. Auk þess að fá á sig sýruna mun maðurinn hafa skorist í andliti,____-GK Hjón og barn í bílveltu Hjón með ungt barn sitt urðu að leita læknisaðstoðar eftir bílveltu í Laugardalshreppi í gær. Voru þau á *-r ferð við bæinn Þórisstaði þegar öku- maðurinn sofnaði og valt bíllinn út af veginum. Meiðsli fólksins voru ekki alvarleg. -GK Þorsteinn Pálsson hindraði að lögum yrði komið yfir skip Einars Odds: Þetta er ekkert ann- að en pólitísk spilling - segir Össur Skarphéðinsson sem ætlar að taka málið upp á þingi „Ég vil ekki ganga svo langt á þessu stigi að ráðherra beri að segja af sér. Þarna er kerfi í gangi sem býður upp á pólitíska spill- ingu. Eins og þetta er lagt fram, og mér er greint frá þessu máli, þá er þetta ekkert annað en pólitísk spilling. Ég get ekki séð annað, þegar flokksbróður og nánum samstarfsmanni er hjálpað með þessum hætti. Áður en menn geta kveðið upp dóma þarf að fá svör við því hvort afturvirk leyfi hafi verið gefin út oftar og hvort það hafi verið einhver sjálfsafgreiðsla flokksgæðinga. Þetta þarf auðvitað að ræða á Alþingi og Alþýðuflokk- ur hefur óskað eftir sérstakri um- ræðu,“ sagði Össur Skarphéðins- son þingmaður i samtali við DV vegna upplýsingá, sem fram koma í Alþýðublaðinu, um að Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dóms- málaráðherra, hafi beitt ráðherra- valdi fyrir tveimur árum til að hindra að Landhelgisgæslan kæmi lögum yfir Æsu, skip í eigu Einars Odds Kristjánssonar, sem staðið var að ólöglegum kúfiskveiðum þar sem það hafði ekki tilskilin veiðileyfi. Æsa var færð til hafnar á Flat- eyri en sama kvöld gaf Þorsteinn út afturvirkt veiðileyfi og skipið fór strax út á veiðar á ný. Land- helgisgæslan kærði Hjálm hf., út- gerð Æsu, þrátt fyrir að afturvirka leyfið hefði borist frá sjávarút- vegsráðherra. Málið kom til kasta sýslu- mannsins á ísafirði sem bauð dómsátt en Einar Oddur hafnaði henni. Málið var látið niður falla af ókunnum ástæðum. Hafsteinn Hafsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, sagði við DV að hann væri að láta kanna hvort afturvirk leyfi hefðu verið gefin út oftar vegna skipa sem gæslan hefur tekið við ólög- legar veiðar. Annað vildi Hafsteinn ekki segja i bili. Ekki náðist á Þorsteini Pálssyni I morgun sem staddur er í Hollandi. -bjb/Ótt SfiSSI... ?795-áj1 Rolls Royce í eigu Hasso Schutzendorf kom til landsins í gær með Cargolux. Eðalvagninn verður í leigu hjá bílaleigunni Hasso-ísland. DV-mynd ÆMK Rússarnir á Reykjaneshrygg: Misgóðir skipstjórar - segir Steingrímur Þorvaldsson, skipstjóri á Vigra „Samskiptin við Rússana ganga svona upp og ofan,“ segir Steingrím- ur Þorvaldsson, skipstjóri á togar- anum Vigra frá Reykjavík, sem er á karfamiðunum á Reykjaneshrygg ásamt um tíu öðrum íslenskum tog- urum. Togarinn Skagfirðingur lenti í „samförum" við einn rússnesku tog- aranna í fyrradag þegar Rússinn togaði yfir togvíra Skagfirðings og olli nokkrum skemmdum á skipi og veiðarfærum. Áður hafði rússnesk- ur togari slitið aftan úr Akureyrar- togaranum Baldvin Þorsteinssyni EA. „Annars gengur þetta þokka- lega svona oftast nær en þetta eru mörg skip á litlum bletti og þess vegna er erfitt að eiga við þetta,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir að siglinga- hættir rússnesku skipstjóranna séu með nokkuð misjöfnu móti en sum- ir þeirra séu ágætlega færir. „Aðal- vandamálið er að þeir draga hraðar en við sumir og draga okkur þá uppi,“ segir hann. Aðspurður hvort Rússarnir hafi verið að læðast inn fyrir landhelgis- mörkin sagði hann svo ekki vera enda væri varðskipið Ægir á þess- um slóðum. -SÁ ^Útvarpsumræða um fjármagnsskattafrumvörp: Arni Math. á móti báðum Útvarps- og sjónvarpsumræða fór fram á Alþingi í gærkvöld um frum- varp ríkisstjórnarinnar til laga um fjármagnstekjuskatt og frumvarp for- manna Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags og Þjóðvaka. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að sú leið sem felst í frumvarpi ríkisstjórnarinnar myndi leiða til sérréttinda uppa- og jeppaliðsins, eins og hann orðaði það. Það myndi leiða til fjármagnsílótta úr fyrirtækjum og í einkaneyslu eigend- anna og tekjutaps ríkissjóðs og sveit- arfélaga um hundruð milljóna króna. Fjármálaráðherra gagnrýndi Jón Baldvin fyrir að hafa hlaupist frá samstarfi um stjórnarfrumvarpið. Hann sagði að frumvarp stjórnar- andstöðuflokkanna þriggja myndi leiða til skattsvika. I sama streng tók Halldór Ásgrímsson í síðari umferð umræðunnar og sagði að öll skatta- lög væru því betri og skilvirkari þeim mun einfaldari sem þau væru. Frumvarp stjórnarandstöðuflokk- anna væri flókið og þótt það virtist sanngjarnt við fyrstu sýn væri það flókið og hliðarverkanir þess myndu leiða til misréttis. Þær kvennalistakonur sem til máls tóku studdu frumvarp ríkisstjórnar- innar á þeirri forsendu að það væri málamiðlun sem unnin hefði verið í samvinnunefnd stjórnar og stjórnar- andstöðu. Árni Mathiesen lýsti and- stöðu við bæði frumvörpin. -SÁ L O K I Veðrið á morgun: Slydda eða snjókoma Á morgun verður norðlæg átt, allhvöss eða hvöss vestan til á landinu en kaldi eða stinnings- kaldi víðast hvar austan til. Um landið sunnanvert verður skýjað með köflum, él á Vestfjörðum en slydda eða snjókoma víðast hvar norðanlands og á Austfjörðum. Hlýjast verður um 7 stiga hiti allra syðst en kaldast verður vægt frost á Vestfjörðum. Veðrið í dag er á bls. 36 Opel VectraI Frumsýnd um helgina Bílheimar ehf. Sævarhöföa 2a Sími: 525 9000 j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.